Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Page 15
FÖSTUDAGUR12. FEBRÚAR1993
15
„Hér áður fyrr sögðu menn gjarnan að
það væri um tvennt að ræða í okkar
þjóðfélagi, atvinnuleysi eða verðbólgu.
Af þessu tvennu töldu verkamenn sér
betur borgið í verðbólgunni.“
Kom atvinnuleysið
10 árum of seint?
„Að lokum tókst að telja verkalýðshreyfingunni trú um að verðbólgan
væri verst af öllu vondu ..segir m.a. i grein Ragnars.
auðveldara að flytja til fjármagn
og fyrirtæki.
Með ýmsurn aðgerðum er nú ver-
ið að laga ísland að EES og EB.
Búið er að losa um ýmsar hömlur
sem hafa verið á fjármagnsútflutn-
ingi. Fjármagnsflótti gæti leitt til
hruns. Stjómvöld ráða ekki við það
skrímsh sem þau hafa sjálf vakið
upp. En þau reyna að hadda í fjár-
magnið með háum vöxtum.
Þessir háu vextir valda því svo
að dregur úr öhum framkvæmdum
og atvinnuleysið vex. Þannig hefur
sú stefnumótun stjórnvalda að
ganga í EES beinlínis leitt af sér
atvinnuleysi hér á landi, nú þegar.
Atvinnuleysi brot á
mannréttindum
Að banna mönnum að taka þátt
í lífsbaráttunni er brot á öllu því
sem við teljum helgast í mannlegu
samfélagi. Vissulega er það mann-
réttindabrot, sem menn geta
kannski afsakað með því að for-
kólfarnir hafi ekki vitað hvað þeir
voru að gera. En að vera að koma
hér í gegn ftjálshyggjustefnu í anda
Thatcher, meira en 10 árum eftir
að afleiðing hennar var komin í ljós
í Bretlandi og víðar í Evrópu, er
ekki afsakanlegt.
Ragnar Stefánsson
lögmál. En það er nú aldeihs ekki.
Hér áður fyrr sögðu menn gjaman
að það væri um tvennt að ræða í
okkar þjóðfélagi, atvinnuleysi eða
verðbólgu. Af þessu tvennu töldu
verkamenn sér betur borgið í verð-
bólgunni. Af langri og biturri
reynslu vissu menn að afkoman
var þó skárri þegar það var fýsilegt
að fjárfesta í fasteignum og fram-
kvæmdum heldur en á þeim tímum
þegar það borgaði sig að leggja allt
fé í banka.
Að lokum tókst að telja verka-
lýðshreyfingunni trú um að verð-
bólgan væri verst af öhu vondu, og
svo vond að það bæri að fórna
kjarabaráttunni til að ná henni nið-
ur. Niðurstöðuna sjáum við nú,
lægstu raunlaun um langt skeið og
atvinnuleysi.
Atvinnuleysi Evrópu
bersttil íslands
Inngangan í EES leiðir th jöfnun-
ar á aðstæðum fyrirtækjanna á
svæðinu. Mikið atvinnuleysi í einu
landi gerir það land girnilegt fyrir
fjárfestingar, enda búist við því að
þar séu verkamenn auðmjúkir og
nægjusamir. Lítið atvinnuleysi
leiðir hins vegar til íjármagns-
flótta. Þannig smitast atvinnuleys-
ið milli landa þegar það verður
Jón Baldvin sagði á blaðamanna-
fundi úti í Kaupmannahöfn nýlega
að íslendingar væru 10 ánun á eft-
ir tímanum í öllum hlutum, og ekki
væri ólíklegt að eftir 10 ár mundi
ísland sækja um aðild að EB.
Mér datt í hug þegar hann sagði
þetta að við værum líka 10 árum á
eftir í að koma á atvinnuleysi. Hin-
um víðsýnu „Evrópusinnum" á
borð við Jón er nú að takast þetta
með markvissum aðgerðum. Fyrir
þessum mönnum er atvinhuleysið
ekki neyð, nei, þaö er hagfræðileg
tala sem gerir fsland að nýtísku
Evrópulandi.
Atvinnuleysi
eða verðbólga
Einhveijum flnnst þetta harður
dómur, atvinnuleysið sé náttúru-
Kjallariim
Ragnar Stefánsson
jarðskjálftafræðingur
Röskva 5 ára
Föstudaginn 12. febrúar 1988 var
boðað th stofnfundar nýs félags
stúdenta í Háskólanum. A þessum
fjölmenna fundi varð Röskva th,
samtök félagshyggjufólks í Háskóla
íslands. Með stofnun félagsins var
brotið blað í hagsmunabaráttu
stúdenta þegar félagshyggjuöfl inn-
an Háskólans sameinuðust í einni
sterkri breiðfylkingu.
Nafn félagsins er fengið að láni
úr goðafræðinni. Sagan segir að
Þór hafi tekið systkinin Þjálfa og
Röskvu í þjónustu sína og Röskva
htla var eins og nafnið ber með sér
úrræðagóð og atorkusöm. Þaö var
líka atorkusamur hópur sem bauð
vonglaður fram hsta til kosninga
voriö 1988. í þessum fyrstu kosn-
ingum Röskvu th stúdenta- og há-
skólaráðs vann Vaka nauman sig-
ur.
Nýirtímar
Það var síðan vorið 1991 sem
Röskvusólin skein björt og fögur
þegar félagið vann glæshegan
kosningasigur og hefur, þegar þetta
er ritað, hlotið meirihlutafylgi í síð-
ustu tvennum kosningum. Merki
félagsins hefur frá upphafi verið
sólarupprás og er það e.tv. tákn-
rænt fyrir þær breytingar sem átt
hafa sér stað undir stjóm Röskvu
1 þau tvö ár sem hún hefur stjómað
stúdentaráði. Þegar Röskva tók við
stjórnartaumum vorið 1991 voru
strax boðaðar miklar breytingar.
KjaUaiinn
Steinunn V.
Óskarsdóttir
sagnfræðingur
Eftir að forystumenn stúdenta
höföu um þriggja ára skeið einbhnt
á þröngt skhgreinda hagsmuni
stúdenta í starfl sínu og baráttu var
blásið th sóknar á öllum vígstöðv-
um. Menningarátaki var hrint af
stað og kjörorð félagsins varð „Lif-
andi Háskóli". Síðasthðinn vetur
einkenndist af harðri lánamálabar-
áttu sem ahar námsmannahreyf-
ingamar stóðu sameinaðar að.
Segja má að barátta námsmanna í
lánamálum sé sífehd leit að hinum
guhna meðalvegi, thraun th að
tryggja öhum jafnan rétt án þess
að ala upp óábyrga þiggjendur.
Röskva hefur aha tíð mótað iána-
málastefnu sína í samræmi við
þetta.
í vetur hefur mikh vinna verið
lögð í lánamál auk baráttu fyrir
eflingu Háskólans á öhum sviðum
í stað hins gagnstæða. Þeim fækkar
nú óðfluga sem skeha skollaeyrum
við röksemdum stúdenta í umræðu
um Lánasjóð . íslenskra náms-
manna. Atvinnumál hafa og verið
mikið i deiglunni og síðasthðið
sumar var stofnaður svokallaður
nýsköpunarsjóður námsmanna
sem gaf um 70 námsmönnum kost
á námstengdri atvinnu. Aldrei hafa
fleiri notið þjónustu stúdentaráðs,
hvort heldur th að fá lausn hús-
næðisvanda síns, sumarvinnu,
hlutastarf með námi, ráögjöf í lána-
málum eða aðstoð við skipulagn-
ingu félags- og menningarlífs í
sinni dehd. Uppbygging stúdenta-
hverfis er í fuhum gangi og nýtt
dagheimih á háskólasvæðinu verð-
ur tekið í notkun í vor og svo
mætti lengi telja.
Félagshyggja
Röskva er breiðfylking fólks í
H.Í., hvar í flokki sem það stendur,
af þeirri einfoldu ástæðu að hags-
munamál stúdenta standa og falla
með félagshyggju. Nægir þar að
nefna félagslegan jöfmmarsjóð th
að tryggja jafnrétti th náms, sjálf-
stæðan skólagjaldalausan Háskóla
og öflugt félags- og menningarlíf.
Um leið og ég óska Röskvu th
hamingju með afmæhð veit ég að
sól hennar mun skína skært th
þeirra stúdenta sem ganga að kjör-
borði þann 25. febrúar. Eg vona að
þeir beri gæfu th að velja stefnu
félagshyggjuaflanna í H.í. Stefnu
sem byggist á hehbrigöri skynsemi
og sterkri réttlætiskennd - stefnu
stúdenta.
Steinunn V. Óskarsdóttir
„Aldrei hafa fleiri notið þjónustu stúd-
entaráðs, hvort heldur til að fá lausn
húsnæðisvanda síns, sumarvinnu,
hlutastarf með námi, ráðgjöf í lánamál-
um eða aðstoð við skipulagningu fé-
lags- og menningarlífs... “
„Þegar ver-
ið er aö tala
um nýsköpun
verða íslensk
stjórnvöld að
taka mjög jó-
kvætt i sh'k
mál. Það ber
enginn á móti
þvi að það Sverrir Leósson,
sem þjóöina tormaður stjómar
vantar fyrst ÚA.
og fremst i dag eru auknar tekj-
ur. Það þarf aö opna dyr og skapa
möguleika th þess að við þurfum
ekki að lenda utan í girðingum
þegar svona raál koma upp.
Það hefur engin áhrif á veiöar
þessara skipa hvort þau fá að at-
hafna sig í íslenskum höfnum eða
ekki. Þessi erlendu skip eru stað-
reynd. Þau hafa verið á þessum
veiðisvæðum og verða það ófram
hver sem gerir þau út.
Það er búið að gera samkomu-
lag við Efnahagsbandalag Evr-
ópu um karfaveiðar erlendra
skipa gegn auknimi loðnukvóta
okkar. Án þess að ég geti fullyrt
þaö þá hggur beinast \ið að þýska
ríkið fái hluta af þeim 3 þúSund
tonnum af karfa sem Efnahags-
bandalagið fær hjá okkur sem
þýðir að þýska fy rirtækið sem viö
viftum kaupa meirihluta í fær
hluta af þessum karfakvóta,
hvort sem þaö verður í eigu Þjóð-
vetja eða í meirihlutaeigu Út-
gerðarfélags Akureyringa.
Þaö hefur trúlega verið skiln-
ingur og stefiia þeirra sem stóðu
að þessari lagasetningu að gæta
hagsrauna íslendinga, að gera
þessum skipum erfiðara fyrir
með því að banna þeim að at-
htifna sig i erlendum höfnum.
Memi hatá bara ekki reiknað með
þvi að sú staða gæti komið upp
að crlcndir logarar yrðu í meiri-
lhutaeigu íslendinga og því horflr
þetta allt öðruvísi við en annars.“
Ekki að breyta
„Það þótti
úrelt eftir að
við fengum
200 mhna
landhelgi að
banna erlend-
um skipum
notkun ís-
lenskra hafna
ogþessvegna Krislján Ragnars-
var lagt fyrir son> tormaður UU.
Alþingi frum-
varp í fyrra sem gerði ráð fyrir
aö þaö yrði almennt heimht. Þá
virtust mér menn liafa gleymt þvi
að við eigum enn ósamiö um
skiptingu á sameiginlegum stofti-
um eíns og rækju og karfa viö
Grænland.
Svo kom upp sú spurning hvort
við vildum leyfa erlendum skip-
um, sera stimda t.d. veiðar á karfa
viö Grænland, að sækja þjónustu
í íslenskar hafnir. En málinu var
snúið viö í þinginu og það baimað
að skip sern veiða úr óskiptum
óumsömdum stofnum fái aðgang
að höfhum hér til að hindra að
veiði gæti átt sér stað.
Sjónarmið Grænlendinga hafa
verið að fá peninga fyrir þennan
veiðirétt án tillits th þess hvað
stofninn getur gefið af sér, selja
aðgang aö auðlindinni. Ef stunduö
er rányrkja í þessiun sameighhega
stofni Grænlandsmegin frá verðum
við að draga úr okkar sókrn
Niðurstaðan er því sú að við
eigum ekki að breýta afstöðu
okkar og eigum ekki að láta
stundarhagsmuni um þjónustu
við skip ráða því að við æöum
að hafa stjóm á nýtingu á auð-
lindinni sem við öll lifum á. Þetta
er fljótt aö gleymast þegar stund-
arhagsmunir eru annars vegar.“