Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Qupperneq 24
32
Neytendur
xeei ai.Tisaaí si huoaoutcíöi
FÖSTUDAGUR12. FEBRÚAR1993
Það er ekki sama gengið á
krónunni hér og í Reykjavik
„Okkur blöskrar að sjá þessar töl-
ur í samanburði við það verð sem
Reykvíkingar eiga kost á. Ég hef
fylgst með vikulegum verðkönnun-
um DV og mér gremst hreinlega
þessi mismunur," segir Svava Árna-
dóttir, formaður Verkalýðsfélags
Raufarhafnar. „í verðkönnuninni
sést líka gífurlegur munur milli
verslana innan þessa svæðis.“
Rio-kaffi
- ódýrast ( Rvík og Þingeyjarsýslum -
120
100
80
60
40
20
0
...---a^jy»gjj[s=
. - 107 kt,
QA qn..lrr
Þingey Bónus
Rió-kaffi
- dýrast ( Rvík og Þingeyjarsýslum -
140'
120'
100'
80 ■
60 •
40 ■
0 •
llflLkr.
|
139 kr.
Kaupst. Versl. Raufarh.
DV
- segir Svava Ámadóttir hjá Verkalýðsfélagi Raufarhafnar
Verkalýðsfélögin í Suður- og Norð-
ur-Þingeyjarsýslum gerðu ítarlega
verðkönnun í lok janúarmánuðar í
átta verslunum á svæðinu. Sam-
kvæmt könnuninni er hagstæðast að
versla í Þingey á Húsavík, þá KEA á
Grenivík, Kaupfélagi Þingeyinga
Húsavik og versluninni á Kópaskeri.
Allar þessar voru um og undir með-
allagi. Ofan við meðallag var Kaupf.
Kornax-hveiti
- ódýrast ( Rvík og Þingeyjarsýslum -
120
100
80
60
40
20
0
Langnesinga, Þórshöfn, Verslunin
Ásbyrgi, Búrfell á Húsavík og Versl-
unarfélag Raufarhafnar sem var dýr-
asta verslunin af þessum átta. Það
má bæta við að KÞ Húsavík veitir
3% staðgreiösluafslátt sem ekki er í
tölunum hér að ofan.
Mánaðarlegar verðkannanir
Rúmlega fjörutíu algengar hrein-
lætis- og matvörur voru teknar inn
í könnunina en á meðfylgjandi töflu
eru fimmtán dæmi sem valin eru
með tiUiti til þess að vörurnar feng-
ust í flestum verslunum.
Félögin gerðu slíkar verðkannanir
fyrir nokkrum misserum en síðan
lágu þær niðri þar til nú. Svava segir
að stefnt sé að því að hafa þessar
verðkannanir mánaöarlega eða á
tveggja mánaða fresti.
„Auðvitað ætlumst við til að ná
fram verðlækkun með því að veita
þetta aðhald með reglulegum verö-
könnunum. Það er eitthvað að þegar
vöruverðið er svo hátt sem raun ber
vitni. í sumum verslunum er verið
að blanda saman gjafavöru og mat-
vöru og að mínu mati væri hag-
kvæmara að verslun einbeitti sér að
því að sinna matvörunni eingöngu."
Paprikan á þúsund kall
í þessari verðkönnun er ekkert
grænmeti en Svava sagði að það yrði
tekið með næst og ekki veitti af. „Þeg-
ar talað er um lágt verð á agúrkum
í Reykjavík kostar kílóið hér nærri
átta hundruð krónur og paprikan er
á nærri þúsund krónur hvert kíló.“
Þingey á Húsavik er sú verslun sem
kemur best út í könnuninni. Svava
sagöist ekki geta skýrt það út nema
að því leyti að þama væri um ein-
hver tengsl að ræða milli Bónuss í
Reykjavík og Þingeyjar á Húsavík.
Verslað í Reykjavík
„Það em dæmi um að fólk hér láti
ættingja og vini versla fyrir sig í
Reykjavík og senda hingað norður.
Mikið af verslun fer af þessu svæði
yfir til Akureyrar og ég hef verslað í
KEA-Nettó á Akureyri og fékk nærri
því kaupæði því aRt var svo ódýrt.
Það ér bara ekki sama gengið á krón-
unnihérogíReykjavík." -JJ
í meðfylgjandi verðkönnun geta felli á 119 krónur og er munur á 13 af hundraði. Ef lægsta verð í
verðglöggir lesendur fljótlega séð hæsta og lægsta verði 72% sem Þingeyjarsýslum er borið saman
hversu munurinn á milli verðlags veröur að teljast dágott. við hæsta verð þar, sem er 139
í Reykjavík og Þingeyjarsýslum er Annaö dæmi er af Frón kremkexi krónur, er munurinn 30 af hundr-
mikill. Sem dæmi má taka Komax sem kostar 89 krónur í Þingey en aði.
hveitiö en það var tekiö í verkönn- 136 krónur á Raufarhöfh. Munur á Lægsta verð á Royal karmellu-
un DV í gær. Munurinn liggur þó hæsta og lægsta verði er 59%. búöingi er í Þingey kr. 69 en dýrast-
ekki í staðnum eingöngu þvl verðið Rió-kaffi var í verðkönnun DV í ur er búðingurinn á Raufarhöfn á
i Þingey á Húsavík er það sama og gær og var lægsta verð 94,50 en kr. 105. Munur á hæsta og lægsta
í Ejarðarkaupum og Hagkaupi eða lægsta verö í þingeysku könnun- verði er 52 prósent
69 krónur. Dýrast er hveitið í Búr- inni er 107 krónur. Þama munar -JJ
Kooshies taubleian fæst víða um land:
Bleiur í sængurgjöf
Gömlu bleiurn-
ar eru bestar
- segir Elva Hjálmarsdóttir móöir
„Ég byrjaði á því að nota bréfbleiur
en þegar barnið fékk bleiuofnæmi
var mér ráðlagt af lækni að skipta
yfir í taubleiur. Ég nota þessar gömlu
ferhyrndu og hef góða reynslu af
þeim. Mér fannst það galli á þessum
nýtísku taubleium aö þær má helst
ekki sjóða en gasbleiurnar má sjóða
aftur og aftur,“ segir Elva Hjálmars-
dóttir. Bamið er núna tíu mánaða
og þrátt fyrir að Elva vinni fuUan
vinnudag utan heimilis telur hún
ekki eftir sér að þvo og hirða um
bleiurnar. Hún er meö 36 bleiur í
gangi og utan yfir hefur hún plast
sem er bundið saman á hliðunum.
Plastinu hendir hún þegar það er
farið að láta á sjá.
„Fyrst var ég í mínu sex mánaða
fæðingarorlofi og fannst bara gaman
að snúast. Það var sumar og gott að
þurrka úti. Eftir að ég fór að vinna
aftur hélt ég mig við taubleiurnar.
Núna þvæ ég annan hvern dag og
nota milt þvottaduft og frekar htið
af því. Ég hengi bleiurnar upp og
finnst þær verða haröar úr þurrkara.
Áöur en ég fór að sofa í gærkvöldi
setti ég í vél og maðurinn minn tók
út úr henni í morgun því hann fer í
vinnuna á eftir mér. Okkur finnst
þetta ekkert mál og viö spörum
áreiðanlega tugi þúsunda," segir
Elva Hjálmarsdóttir. -JJ
„Það er engin spuming að taublei-
umar eru ódýrari kostur en bréfblei-
ur. Það er endalaust hægt að gera
kröfur á ríkisstjómina um betri tíð
en ég held að það sé tími til kominn
að hvert og eitt okkar hti í eigin barm
og spari heima, “ segir Aðalheiður
Karlsdóttir í Englabömum.
Verslunin Englaböm flytur inn
taubleiur af gerðinni Kooshies. Sú
bleia er úr 8 lögum af rakadrægri
100% bómull. Þær má sjóða en ekki
er talið nauðsynlegt að gera það í
hvert skipti og mælt með hitastigi á
milli 40 og 60°. Samkvæmt upplýsing-
um frá Aðalheiði er grunnkostnaður
um það bil 29.000 krónur en eins og
áður hefur komið fram er lágmarks
kostnaður við bréfbleiur 150 þúsund
krónur á bleiutíma bamsins.
„Ég hef rekið mig á það að vinir
og ættingjar hafa keypt bleiur í stað
t.d. útigalla í sængurgjöf með þeim
orðum að betra væri að hjálpa bama-
fólkinu að spara," segir Aðalheiður.
„Þaö er ákveðin upphæö sem fer til
heimihsins og spamaður í bleiu-
kaupum gefur fólki kost á að gera
eitthvað annað og kannski skemmti-
legra."
Kooshies bleiur fást víða um land.
í Reykjavík í Englabörnum, Þumal-
ínu, Bamaheimum, Háleitisapóteki,
Ingólfsapóteki, Apóteki Garðabæjar,
Vesturbæj arapóteki, Nesapóteki og
Breiðholtsapóteki. A landsbyggðinni
fást bleiumar í Barnabreki á Akra-
nesi, Krakkakoti Sauðárkróki, Vögg-
unni á Akureyri og Hvönn í Grund-
arfirði. Aðalheiöur segist leggja
áherslu á að seljendur hafi sem
gleggstar upplýsingar um bleiurnar
og ætti starfsfólk ofangreindra versl-
ana að geta gefiö góð ráð og upplýs-
ingar. -JJ
Bleiur í Neyt-
í næsta tölublaði Neytendablaðs- tugum. Fólki sero er í bleiuhugleið-
ins, sem út kemur í marsbyrjun, ingum er bent á að blaðið fæst á
verður fjallaö ítarlega um bleiur, skrifstofu Neytendasamtakanna og
hvortsemertaubleiureðabréfblei- í bókaverslunum og kostar 300
ur.Fariðeryfirþærbleiursemem krónur. Einnig er hægt aö gerast
á markaði hérlendis en þær skipta áskrifandi. -JJ