Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Side 26
34
Afmæli
FOSTUDAGUR12. FEBRUAR1993
Marta Guðrún Halldórsdóttir
Marta Guðrún Halldórsdóttir,
starfskona á Garðvangi, Bjarma-
landi í Garði, er sjötug í dag.
Starfsferill
Marta fæddist í Vörum í Garði og
ólst upp í Garði. Að loknu barna-
skólanámi stundaði hún nám í
kvöldskóla Ungmennafélagsins
Garðars og var í Húsmæðraskólan-
um á Laugarvatni veturinn 1941-42.
Marta hóf ung að árum að starfa
við fiskverkun hjá föður sínum í
Vörum. Hún gegndi síðar ýmsum
störfum í Garðinum en hefur síð-
astliðin sjö ár starfað við eldhús-
störf á Garðvangi, dvalarheimiii
aldraðraíGarði.
Marta hefur unnið að bindindis-
málum frá unga aldri og verið æðsti-
templari í stúkunni Framfór nr. 6
síðastliðin sex ár. Einnig er hún
formaður áfengisvarnanefndar
Gerðahrepps, skipuð af Áfengis-
vamaráði ríkisins.
Hún hefur gegnt ýmsum trúnað-
arstörfum fyrir Gerðahrepp um
ævina, m.a. verið formaður bama-
vemdarnefndar í nokkur ár og er
nú formaður bókasafnsnefndar
hreppsins. Marta er ennfremur fé-
lagi í kvenfélaginu Gefn, slysa-
vamadeild kvenna í Garði og var
einn af stofnfélögum Tónlistarfélags
Gerðahrepps sem stofnað var árið
1979.
Fjölskylda
Marta giftist 28.11.1943 Kjartani
Ásgeirssyni, f. 8.6.1922, vélstjóra,
nú pípulagningamanni á Keflavík-
urflugvelli. Hann er sonur Davíðs
Ásgeirs Bjamasonar, sjómanns á
ísafirði, og Jóhönnu Amelíu Jóns-
dóttur, ljósmóður á sama stað.
Börn Mörtu og Kjartans eru:
KristjanaHalldóra, f. 20.7.1943,
fóstra og kennari í Gerðaskóla í
Garði, gift Jóhannesi S. Guðmunds-
syni stýrimanni, nú varðstjóra á
Keflavíkurflugvelli, og eiga þau þrjú
böm; Davíð Ásgeir, f. 13.11.1948,
húsasmíðameistari í Garði, kvænt-
ur Sólveigu Björk Gránz hjúkrunar-
fræðingi og eiga þau fjóra syni; Þor-
valdur, f. 21.11.1953, húsasmíða-
meistari í Garði, kvæntur Jóhönnu
Svanlaugu Sigurvinsdóttur sjúkra-
liða og eiga þau fjögur börn; Jó-
hanna Amelía, f. 17.10.1957, verka-
kona í Garði; Gísli Lúðvík, f. 21.11.
1960, húsasmíðameistari í Garði,
kvæntur- Guöbjörgu Kristínu Jónat-
ansdóttur sagnfræðinema og eiga
þau tvær dætur; og Ólafur Þór, f.
29.11.1965, tækjastjóriáKeflavíkur-
flugvelli, búsettur í Garði, kvæntur
Alíhildi Sigurjónsdóttur ritara og
eigaþau þijúbörn.
Systkini Mörtu eru: Þorsteinn
Kristinn, f. 22.2.1912, d. 19.1.1990,
útgerðarmaður og bifreiðastjóri í
Garði; Vilhjálmur Kristján, f. 5.7.
1913, bifreiðastjóri í Garði; Gísli Jó-
hann, f. 10.6.1914, skipstjóri í Kefla-
vík; Halldóra, f. 27.9.1915, húsmóðir
í Keflavík; Steinunn, f. 29.10.1916,
húsmóðir í Keflavík; Guðrún, f. 23.2.
1918, húsmóðir í Reykjavík; Elísabet
Vilborg, f. 22.5.1919, húsmóðir í
Keflavík; Þorvaldur, f. 17.8.1920,
skipstjóri og útgerðarmaður í Garði;
Kristín, f. 22.11.1921, húsmóðir í
Reykjavík; Þorsteinn Nikulás, f.
10.1.1927, d. 24.12.1984, skipstjóri
og útgerðarmaður í Keflavík; og
Karitas Hallbera, f. 12.9.1928, hús-
móðiríKeflavík.
Foreldrar Mörtu voru Halldór
Þorsteinsson, f. 22.2.1887, d. 3.1.
1980, útvegsbóndi og Kristjana Pá-
lína Kristjánsdóttir, f. 2.11.1885, d.
1.8.1975, húsmóðir. Þau bjuggu all-
an sinn búskap í Vörum í Garði.
Ætt
Faðir Halldórs var Þorsteinn
Gíslason, Jakobssonar, Snorrason-
ar, prests á Húsafelli, Björnssonar.
Móðir Halldórs var Kristín Þorláks-
dóttir sem var áttundi liður frá séra
Hallgrími Péturssyni.
Foreldrar Kristjönu voru Kristján
Jónsson, b. Hellukoti á Vatnsleysu-
Marta Guðrún Halldórsdóttir.
strönd, og k.h. Vilborg Halldórsdótt-
ir sem ættuð var frá Framnesi á
Skeiðum.
Marta og Kjartan taka á móti gest-
um í Sæborgu, húsi Verkalýðs- og
sjómannafélags Gerðahrepps, eftir
kl. 17 á afmælisdaginn.
Jóhannes Gunnarsson
Jóhannes Gunnarsson bifvélavirki,
Heiðargerði 15, Akranesi, er áttatíu
áraídag.
Starfsferill
Jóhannes fæddist að Kistufelli í
Lundarreykjadal og ólst þar upp í
foreldrahúsum til tvítugs en þá
flutti fjölskyldan til Akraness þar
sem Jóhannes hefur átt heima síð-
an.
Jóhannes var gjaman í kaupa-
vinnu þegar hann var ungur maður
en árið 1939 hóf hann nám í bifvéla-
virkjun og lauk hann prófi í iðninni
áAkranesi 1943.
Eftir það hefur Jóhannes unnið
að mestu við bifreiðaviðgerðir, fyrst
hjá Daníel Friðrikssyni í ellefu ár,
svo hjá Bílaverkstæði Akraness til
1957 en síðan þá starfaði Jóhannes
hjá Sementsverksmiðju ríkisins
fram til ársins 1987 er hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Jóhannes var um tíma í stjóm
Iðnaðarmannaféiags Akraness og
slysa- og sjúkrasjóðs þess. Hann var
einnig í stjórn Bindindisfélags öku-
manna og Leikfélags Akraness,
ásamt því að vera í prófnefnd bif-
vélavirkja í mörg ár.
Jóhannes starfaði einnig með
Skátafélagi Akraness og í góðtempl-
arareglunni.
Fjölskylda
Sambýhskona Jóhannesar er
Steinunn Þorsteinsdóttir, f. 23.3.
1911, húsmóðir. Hún er dóttir Þor-
steins Erlendssonar b. í Hítarkoti í
Hraunhreppi, Mýrasýslu, ogÞor-
gerðar Magnúsdóttur. Þau era bæði
látin.
Jóhannes átti tvö hálfsystkini.
Þau eru: Ingvar, f. 17.11.1898, verka-
maður á Akranesi, sem nú er látinn;
og Guðrún, f. 23.12.1900, vinnukona
á Akranesi, en dvelur nú á Dvalar-
heimilinu Höfða á Akranesi.
Foreldrar Jóhannesar voru Gunn-
ar Ólafsson, f. 12.5.1863, d. 21.6.1953,
b. í Gröf í Lundarreykjadal og síðar
á Kistufelli í sömu sveit, og seinni
kona hans, Guðbjörg Jóhannesdótt-
ir, f. 28.9.1877, d. 9.6.1970, húsmóðir.
Ætt
Fööurforeldrar Jóhannesar voru
Ólafur, b. í Langholtskoti í Hruna-
mannahreppi, Jónsson og kona
hans, Guðrún Pálsdóttir. Móðurfor-
eldrar Jóhannesar voru Jóhannes,
b. í Stóraási, og síðar b. að Skáney
í Reykholtsdal, Hannesson, f. 26.9.
1835, d. 30.12.1924, og kona hans,
Þóra Guðmundsdóttir, f. 30.12.1831,
d.28.6.1882.
Foreldrar JóHannesar í Stóraási
vora Hannes Sigurðsson, b. á Úlfs-
stöðum og Hofsstööum í Hálsasveit,
og Sigríður Jónsdóttir. Foreldrar
Jóhannes Gunnarsson.
Hannesar voru Sigurður Auðuns-
son frá Hrísum í Flókadal og Hall-
dóra Þórólfsdóttir frá Síðumúla.
Foreldrar Þóru voru Guðmundur
Jónsson og Ingibjörg Guðlaugsdótt-
ir, hjón að Kollslæk í Hálsasveit.
Jóhannes verður að heiman á af-
mæhsdaginn.
Andlát
Til hamingju meó daginn 12. febrúar
Yilhjálmur G. Bjamason
Vilhjálmur G. Bjamason, fyrrv. for-
stjóri hjá Kassagerð Reykjavíkur,
Laufskálum, Álfheimum 35, Reykja-
vík, andaðist á Landspítalanum
fimmtudaginn 4.2. Hann var jarðs-
unginn frá Langholtskirkju í gær.
Starfsferill
Vilhjálmur fæddist í Sauðhúsnesi
í Álftaveri í Vestur-Skaftafellssýslu
2.7.1900 og ólst upp í foreldrahúsum,
í Sauðhúsnesi fyrstu sjö árin en síð-
an á Heijólfsstöðum.
Vilhjálmur varð fyrir hrikalegri
lífsreynslu er hann og samferða-
menn hans áttu hestum sínum fjör
að launa undan jökulhlaupinu á
Mýrdalssandi vegna Kötlugossins í
októbermánuði 1918 en þeir höfðu
þá verið að smala Álftaversafrétt og
sluppu ipjög naumlega undan
hlaupinu.
Eftir Kötlugosið átti Vilhjálmur
heima í Vík um skeið en fór síðan
til Vestmannaeyja þar sem hann var
til sjós í tvö ár. Þá flutti hann til
Reykjavíkur 1922 og hóf þar nám í
trésmíðum við Iðnskólann í Reykja-
vík. Vilhjálmur lauk sveinsprófi í
trésmiðum og stundaði ásamt fleira
húsasmíðar í Reykjavík, einkum í
samvinnu við Arinbjöm Þorsteins-
son húsasmíðateiknara.
Vilhjálmur stofiiaði Kassagerð
Reykjavíkur hf. ásamt Kristjáni Jó-
hanni Kristjánssyni árið 1932 og var.
þar ásamt honum framkvæmda-
stjóri þar til Vilhjálmur seldi sinn
hlut snemma á sjöunda áratugnum.
Þá átti hann þátt í stofnun og starf-
semi ýmissa annarra iðnfyrirtækja.
Vilhjálmur starfaði mikið að safn-
aðarmálum Langholtssóknar og var
þar m.a. formaöur byggingamefnd-
ar og safnaðarstjómar um árabil.
Fjölskylda
Eftirlifandi kona Vilhjálms er Elín
Kristjánsdóttir, f. 14.6.1912, hús-
móðir, dóttir Kristjáns Ámasonar,
sjómanns á Patreksfirði, og Valgerð-
ar Jónsdóttur húsmóður.
Vilhjálmur og Elín eiga fjögur
böm. Þau eru Hilmar, f. 24.12.1934,
útflytjandi, búsettur í Hafnarfirði,
kvæntur Kristínu Hallgrimsdóttur
húsmóður og eiga þau fjögur böm;
Valdís, f. 2.11.1938, bankastarfsmað-
ur í Reykjavík, í sambýli með
Tryggva Hannessyni heildsala og á
Valdís tvær dætur; Kristbjörg, f. 2.9.
1945, húsmóðir í Reykjavík, gift
Hallgrími Einarssyni, fram-
kvæmdastjóra Bílrúðunnar, og eiga
þau tvö böm; Bjami, f. 12.8.1951,
framkvæmdastjóri í Reykjavík, gift-
ur Björgu E. Guðmundsdóttur hús-
móður og eiga þau tvær dætur.
Vilhjálmur var þriðji í röð fjög-
urra systkina en systkini hans eru
látin. Þau vora Pálína, f. 1895, lengst
af húsmóðir í Reykjavík, Magnús,
f. 1897, dó ungur, og Páll Símon
Brynjólfur, f. 1907, vörabifreiða-
stjóri og lengi verkstjóri í Kassa-
gerðinni.
Foreldrar Vilhjálms vora Bjami
Pálsson, f. í Jórvík í Álftaveri 11.5.
1866, d. í Reykjavík 11.4.1942, bóndi
í Sauðhúsnesi og á Herjólfsstöðum,
og kona hans, Ragnhildur Brynj-
ólfsdóttir, f. í Hraungeröi21.8.1873,
d. 17.6.1952, húsfreyja.
Vilhjálmur G. Bjarnason.
Ætt
Bjami var sonur Páls, b. á Jórvík-
urhryggjum, Símonarsonar, b. í
Mosakoti, Jónssonar, b. í Hlíð,
Magnússonar. Móöir Símonar var
Guðríður Oddsdóttir. Móðir Páls
var Guðrún Pálsdóttir.
Móðir Bjama var Kristín Bárðar-
dóttir, b. á Hemru, Jónssonar og
Valgerðar Ámadóttur.
Ragnhildur var dóttir Brynjólfs,
b. í Hraungerði og síðar á Þykkva-
bæjarklaustri, Eiríkssonar, b. í Holti
í Mýrdal, Guðmundssonar, b. í
Holti, Loftssonar. Móðir Eiríks var
Ástriður Pálsdóttir. Móðir Bryiyólfs
var Þórhildur Gísladóttir, b. í Pét-
ursey, Guömundssonar. Móðir Þór-
hildar var Jórunn Einarsdóttir.
Móöir Ragnhildar var Málfríður
Ögmundsdóttir, b. í Rofunun, Árna-
sonar og Þóru Jónsdóttur.
Anna Maria Friðbergsson,
Máshólum 10, Reykjavik.
Jóhannes Gunnarsson,
Heiðargerði 15, Akranesi.
75ára
Páll Sveinsson,
Hringbraut 50, Reykjavík.
70 ára
Marta Guðrún Halldórsdóttir,
Bjarmalandi, Garði.
Guðný Magnúsdóttir,
Öngulsstöðum 3, EyjaQarðai-sveit.
Sigriður Guðmundsdóttir,
Austurvegi 31, Selfossi.
Gestur Guðmundsson,
37KYBE Holmpafreck, Skerris,
CoDublin,Ireland.
Eiginkona Gests er Kristín Katar-
inusdóttir.
GuðmundurSveinsson,
Jórutúni 10, Selfossi.
Bogi G. Thorarensen,
Lækjarási 1, Garöabæ.
Hálfdán Ágúst Jónsson,
Seilugranda 3, Reykjavík.
Þorbjörg Jónsdóttir,
Austurvegi 2, Þórshöfn.
Sigurður Rngnar Antonsson,
Smáragrund 3, Sauöárkróki.
Kristín A. Samsonardóttir,
Álíhólsvegi 88, Kópavogi.
Unnur Jónsdóttir,
Höíðabrekku 10,Húsavík.
Reynir Þórisson,
Flögu, Svalbarðshreppi.
Stefán Friðriksson,
Heiðarvegi 53, Vestmannaeyjum.
Unnur Guðmundsdóttir,
Eyrarbraut 3, Stokkseyri.
Kristján A.
Kristjánsson
húsgagnasmíða-
meistari,
Langagerði 70,
Reykjavík. Eigin-1
konaKristjáns er I
Eh'sabet Jóhanna 1
Sigurbjörnsdótt-
ir.Þauveröaað
heimanáafmæl-
isdaginn.
Birgir Ottesen,
Lækjargötu lla, Akureyri.
Ágústa Traustadóttir,
Stekkholti 16, Selfossi.
Sigvarður Halldórsson,
Brú 1, Jökuldalshreppi.
Þórunn Daníelsdóttir,
Varmahhö 14, Hveragerðí.
Hafdís Bára Eiðsdóttir,
Jörfabakka 14, Reykjavik.
40 ára
Hildur Friðriksdóttir,
Mávahlíö 31, Reykjavík.
«Jón Kristinn Jónsson,
Árbæ, Mýrahreppi.
Jarðþrúður K. Guðmundsdóttir,
Brú, A-Landeyjahreppi.
Stefán. Jóhannes Sigurðsson,
Móatúni 7, Tálknafirði.
Annu Guðný Hahdórsdóttir,
Brú 1, Jökuldalshreppi.
Alda Ólafsdóttir,
Hrismóum 1, Garöabæ.
Gunnar Halstensgaard,
Sundstræti 22, ísafirði.