Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. MARS1993 Fréttir_____________________________________ Judy Feeney, eiginkona Donalds, 1 samtali við DV um bamsránsmálið: Éghef beðið um viðtal við Clinton - flallað verður um óskir mínar á æðri stöðum innan skamms „Þaö sem ég mun gera er að tala við eins margt fólk sem hlustar á mig og hægter - þingmenn og Clin- ton forseta. Ég höfða til þeirra vegna lands míns, barnanna, Elísabetar og Önnu, eiginmanns míns og Brians Graysons. Ég mun síöan láta það í vald þeirra hvað þeir gera. Ég hef beðið um viðtal við Clinton og hef fengið þau svör að fjallaö verði um óskir mínar á æðri stöðum innan skamms. Ég trúi því að réttlætinu verði framfylgt og eiginmaður minn og Grayson muni koma heim og bömunum verði skilað aftur til Fjögurra ára hjartaþegi: Kominn af gjörgæslu „Honum líður mjög vel, er orðinn þokkalega hress og aðeins byijaður að leika sér. Hann fer þó ekkert fram úr rúminu en situr stundum uppi,“ segir Ásbjöm Helgi Ámason, faðir Snorra, hins íjögurra ára íslenska hjartaþega sem Uggur á sjúkrahúsi í Gautaborg. Snorn er nú kominn af gjörgæslu- deild Östra sjúkrahússins en er áfram undir ströngu eftirliti. Að sögn Helgu Snorradóttur móður hans er hann á eins manns stofu og þarf ekki lengur að vera tengdur við eins mik- ið af tækjum og á gjörgæslunni. Þetta er fyrsta hjartaígræðslan sem fram- kvæmd er á þessu sjúkrahúsi en Snorri er yngstur norrænna hjarta- þega. „Þetta er allt á réttri leið og lítur vel út. Aðgerðin sjálf gekk mjög vel og tíminn leiðir framhaldið í ]jós en það er margt sem þarf að gæta að,“ segir Ásbjörn. Hann segir að Snorri hafi orðiö undrandi þegar hann vaknaði upp eftir aðgerðina því mikið stúss, tæki og tól fylgja slíkri aðgerö. Foreldrar Snorra hafa að mestu búið á sjúkrahúsi síðan hann fékk fágætan sjúkdóm fyrir fimm mánuð- um. Systkini Snorra, 6 ára og 8 vikna, dveljast nú ásamt foreldmm sínum í Gautaborg. _ból Kasparov lék sérað Hmman Kasparov lék Timman grátt í 7. umferð stórmótsins í Linares í gær. HoUendingurinn gafst upp eftir 52 leiki. Indveijinn Anand fylgir heimsmeistaranum eins og skuggi, vann Gata Kamsky á svart í gær. ÚrsUt í öðrum skákum. Ivanc- huk vann Gelfand á svart og Ijubojevic vann Beljavsky. Jafn- tefli varð hjá Kramnik-Bareev, Sbirov-Karpov og Jusupov-Salov. Staðan. Kasparov og Anand 5 v. Karpov 4'A v. Kamsky og Kramnik 4 v. Beljavsky og Shirov 310 v. Salov 3 og biðskák, Timm- an, Bareev og Jusupov 3 v. Ivanc- huk 2 /i v. Ljubojevic 2 og biðskák og Gelfand 2 v. -hsim Bandaríkjanna þar sem réttarkerfi okkar dæmdi föðurnum forræðið," sagði Judy Feeney sem kom ásamt Donald eiginmanni sínum til íslands í þeim tilgangi að fá dætur Ernu Eyjólfsdóttur til Bandaríkjanna. Judy kveðst slegin yfir fangelsisdómi yfir Donald og Brian Grayson. „Þetta er ekki barátta á miUi Bandaríkjanna og íslands. Það er ekki markmið mitt. Hér er um að ræða velferð tveggja barna. Ég vil að aUir viti sannleikann og mun hrópa á æðstu stöðum að réttlætinu verði að framfylgja. Ég fór til íslands „Eg ætla að vera hér hjá eigin- manni mínum þann tíma sem hann þarf að vera hér. Hann yfirgef ég ekki. En það er mjög gott og þægilegt að vera hér á íslandi. Allir eru mjög vingjamlegir við okkur. Það hafa engin vandamál verið," sagði Ginger Grayson, eiginkona Brians Grayson. Hjónin sögðu í samtah við blaða- mann DV í gær að þau væru nú að reyna í gegnum yfirvöld hér á landi að fá leyfi til að hitta dóttur Gray- sons, Önnu Nicole, 5 ára. Hún er eins og fram hefur komið í umsjá móður sinnar, Emu Eyjólfsdóttur. Ákveðið var í gær að efnislegur málflutningur í barnsránsmálinu verði í Hæstarétti 16. mars. Öm Clausen, veijandi Feeneys, sagði við DV að hann minntist þess ekki að Hæstiréttur hefði áður fallist á að taka áfrýjunarmál svo fljótt fyrir. Eins og fram hefur komið er Gray- son í farbanni en Hæstiréttur úr- skurðaði hins vegar Donald Feeney í gæsluvarðhald í gær eigi síðar en og ég ber virðingu fyrir landinu. En ákvörðun dómarans í málinu var byggð á skýrslu lögreglunnar í Lúxemborg og vangaveltum um að eiginmaður minn og Grayson hefðu vitað nákvæmlega hvað var að ger- ast á íslandi. Það er ekki rétt.“ - Hver er þín afstaða tii þess að hér er um tvö mál að ræða - sakamál og væntanlegt forræðismál? „Hvar stóð það að Brian Grayson hefði ekki rétt á barni sínu, eða Fred Pittman? Það var aldrei neinn réttar- úrskurður fyrir hendi á íslandi sem sagði að Ema hefði forræöi yfir böm- til 7. apríl. „Ég vona að dómur gangi fyrir páska,“ sagði Brian. „Ég hlakka til að komast heim, hvenær sem það veröur, til að við hjónin getum hald- ið áfram að lifa okkar lífi. Líka til að við getum haldið áfram að vinna að því að fá Önnu Nicole til Banda- ríkjanna þar sem hún á heima. Þessa dagana reynum viö að hafa það eins gott á íslandi og hægt er - reyndar með takmörkuðum fiárráö- um. Það sem við höfum gert er aö ganga um Reykjavík og fara í skoð- unarferðir. Við erum farin að þekkja strætisvagnakerfið hér mjög vel en stundum fáum viö undarlegar augnagotur. Það er dálítið erfitt að hverfa í fiöldann héma en sem betur fer virðist fólk gera sér grein fyrir hvað er að gerast,“ sagði Brian. Erfiðast að fá ekki að sjá barnið „Það sem er erfiðast er að við erum svo nálægt Önnu héma en við fáum um sínum. Hvar stóð að feðurnir hefðu engan rétt á bömum sínum? Það var ekkert slíkt fyrir hendi á íslandi og því engin brot á lögum. Við vitum að það er staöreynd að Erna fór ólöglega í gegnum vega- bréfsskoðun í Bandaríkjunum með hjálp fólks sem þarf að svara fyrir gjörðir sínar, Þannig braut hún ákvörðun dómstóls hér. Hvemig get- ur síðan faðirinn verði dæmdur fyrir bamsrán. Ég skil það ekki,“ sagði Judy Feeney. -ÓTT ekki að sjá hana,“ sagði Ginger. „Við eram einmitt aö koma að þeim áfanga núna að biðja um leyfi til að fá tækifæri til að heimsækja og um- gangast barnið - að faðirinn geti haldið á dóttur sinni og sagt henni að hann elski hana og sakni hennar. Ég vona svo sannarlega að okkur verði leyft það. Mig langar líka til að kynnast henni. Ég veit hvað mannin- um mínum líður illa og það særir mig þegar ég sé að hann fær ekki að sjá dóttur sína,“ sagði Ginger. Brian sagði að verið væri að vinna í því nú í gegnum yfirvöld að hann fengi að hitta dóttur sína. Aðspurð um samband hjónanna við Frederick Pittmann, fóður eldri dóttur Emu Eyjólfsdóttur, og hálf- systur Önnu, sagði Brian: „Við höfum verið í takmörkuðu sambandi við hann. En hann hefur spurt hvort við höfum séð Elísabetu, hvemig henni líði og hvort hún hafi verið í skóla. Við höfum ekki getað sagt honum mikið meira.“ -ÓTT Stuttarfréttir dv Söfnunarátak Samtök aðstandenda krabba- meinssjúkra barna standa í dag fyrir söfnun í neyðarsjóð sem styrkt gæti foreldra og forráða- menn barnanna. Þjóðverjæ1 væniegir Eitt stærsta orkufyrirtæki Þýskalands hefur sýnt áhuga á að vera með i undirbúningi og lagningu sæstrengs ftá íslandi til meginlands Evrópu. RÚV hefur eftir iðnaöaráðherra að um væn- lega samstarfsaðila sé að ræða. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir mannfræðirtgur verði frambjóðandi íslands í kjöri til stjórnarnefndar UNESCO. Kosið verður í nefndina í október. Skiptastjórar í þrotabúi Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík hafa ákveðið að gera báða togara EG út um óákveðhm tima. SamstarfviðGrænland íslendingar og Grænlendingar ætla að vrnna saman að nýtingu úthafskarfastofnsins og móta sameiginlega stefnu gagnvart öörum sem vilja veiöa úr honum. RÚV greindi frá þessu. Ferðamenn í vinnubúðir Borgarráð hefur samþykkt aö leigja Nesbúö hf. vinnubúðir Hitaveitunnar á Nesjavöllum til þriggja ára. Leigan er milljón á ári. Gert'er ráð fyrir að þar verði ferðamönnum boðin gisting og aðstaða, allt að 90 manns í senn. Nauðgaridæmdur Breskur rikisborgari frá Gana var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur fyrir að ráöast á og nauðga fyrrum sambýliskonu sinni. Hon- um verður vísað af landi brott eftir afplánun. Reykjavíkurhöfn vinsæl Tveir hafnfirskir frystitogarar eru byrjaðir að landa í Reykjavik vegna hagstæðra löndunargjalda. Mikil óánægja er út af þessu í Hafnarfirði. Frystitogarar frá fleiri stöðum hafa einnig ákveðið að hefia löndun í Reykjavík. Laxeyrin yfirveðsett Fiskiræktarfélag Vesturlands, Laxeyri, hefur verið lýst gjald- þrota. Skuldir fyrirtækisins em taldar vera um 100 milljónir. Morgunblaöið hefur eftir bú- stjóra að fyrirtækið hafi verið yfirveðsett, Félagsmálaráðherra mun í dag fara þess á leit við ríkissfiómina að fá fiármuni til að koma á fót lokaðri deild fyrir sibrotaungl- inga. Til umræðu er að hækka sjálfræðisaldur unglinga í 18 ár. Eyjaskeggjarmðtmæla Meirihluti íbúa Grímseyjar og Hríseyjar hafa með undirskrift- um mótmælt því að feijan Ámes taki við sigiingum ferjumtar Sæ- fara um Eyjafiörð. Eigandi Ár- ness átti lægsta tilboð í sighng- amar í útboöi íýrir skömmu. Versnandi fánskjör Morgunblaðið greinir frá því að lánskjör banka, fyrirtækja og stofnana á alþjóðlegum lána- mörkuðum hafi farið versnandi undanfarin misseri. ísland er þó enn með betri kjör en hin Norð- urlöndin. Þá bjóðst enn góö kiör á lánum sem njóta ríkisábyrgðar. -kaa Þessa dagana reynum við að hafa það eins gott á íslandi og hægt er - reyndar með takmörkuðum fjárráðum. Það sem við höfum gert er að ganga um Reykjavík og fara í skoðunarferðir, segja Grayson hjónin. DV-mynd GVA Brian og Ginger Grayson í viðtali við D V um dvöl þeirra á íslandi: Grayson biður um leyfi til að hitta dótturina - Hæstiréttur tekur áfrýjunarmál hans og Feeneys fyrir eftir 11 daga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.