Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 5. MARS 1993 33 Menning Nýr konsert fyrir horn Tónleikar voru í Háskólabíói í gærkvöldi. Þar lék Sinfóníuliljómsveit íslands undir stjóm Takua Yuasa. Á efnisskránni voru verk eftir Johannes Brahms, Jón Ásgeirsson og Dmitri Shostakovich. Einleikari á hom var Joseph Ognibene. Fyrsta verk var Tilbrigði eftir Brahms um stef eftir Haydn. Þetta er vel þekkt verk og aðgengilegt, en hef- ur ekki sérstaka burði til langlífis. Það gæti vel verið satt sem stundum er sagt að þetta hafi verið útsetn- ingaræfing hjá Brahms gamla. Mun forvitnilegra var að hlýða á næsta verk á efnisskránni þar sem var Konsert fyrir horn og hljómsveit eftir Jón Ásgeirsson. Eins og alkunnugt er hefur tuttugasta öldin verið tími mikilla umbrota í tónlist. Margar nýjar stefnur hafa komist fram á sjónarsviðið og öðrum verið rutt til hliðar. Engin ein stefna eða vinnuaðferð við tónsmíðar hefur náð yfirburðum eða almennri hylli umfram aðr- ar og ríkir fullkomið frelsi um allt sem lýtur að tón- smíðum. Sumir segja að því fylgi að engri gagnrýni sé hægt að beita um nýja tónlist og óumdeilanlegt er það að margir eru þeir tónsmiðir sem skáka í skjóli óreiðunnar og semja ábúðarmikil verk án þess að hafa nokkru meiri hugmynd en ringlaðir áheyrendur um það hvernig þau eiga að hljóma. Jón Ásgeirsson velur sér leið sem er þveröfug við þetta. Stíll hans er hefðbundinn og tónmáhð þrautreynt og vel kunnugt. Þetta virðist hann gera einungis vegna þess að þarna er hann á heimavelli eins og sjónvarpið kallar það. Hann þekkir sig til hhtar og unir sér vel þarna, ýtir til hhöar ahri sýndarmennsku og reynir að vera sann- ur í hst sinni. Sú áhætta fylgir þessari leið að engin ný fót keisarans eru við hendina til að skýla sér hak við. Stílhnn er svo kunnur að nú geta allir dæmt. Það var gott að heyra við þessar aðstæður að hornkonsert- inn er bæði fahegt og vel unnið verk. Bestur er sá Tónlist Finnur Torfi Stefánsson þátturinn sem virðist einna jhaldssamastur, Cavatín- an, sem er iðandi af fahegri afslappaðri lýrík. Flutning- urinn á verkinu var góður og leikur Ognibenes á horn- ið var hrein snilld. Áheyrendur tóku verkinu mjög vel og í hléinu sást varla í tónskáldið fyrir hrifnum aðdá- endum. Síðasta verkið á tónleikunum var sjötta sinfónía Shostakovich, fjölbreytt og skemmtilegt verk. Ekki er hægt að taka undir með Valdimar Pálssyni í því að verkið sé svartsýnislegt. Frekar má segja að fyrsti þátturin lýsi angurværð. Síðari þættirnir hafa ytri glaðværð er harmþrungnari undirtón. Flutningurinn á þessu verki var sérlega góður, hljómsveitarstjóri og hljómsveit fóru á kostum. Var þetta góður endir á skemmtilegum tónleikum. Tilkyniiingar Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað molakaffi. Flóamarkaður hjá Katta- vinafélagi íslands Kattavinafélag íslands heldur flóamark- að laugardag 6. og sunnudag 7. mars í Kattholti, Stangarhyl 2, og hefst hann kl. 14 báða dagana. Kattavinir eru beðnir að hafa samband við skrifstofú ef þeir vilja styrkja. Allm- ágóði rennur til óskiladýr- anna. Fimir fætur Félag eldri borg- ara Kópavogi Spilað og dansað í kvöld, fóstudagskvöld, aö Auðbrekku 25 kl. 20.30. Ný þriggja kvölda keppni hefst. Húsið öllum opið. Dansæfing verður í Templarahöllinni í kvöld, 5. mars, kl. 22. AÚir velkomnir. Upplýsingar í síma 54366. Skaftfellingafélagið i Reykjavík Félagsvist sunnudaginn 7. mars kl. 14 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Frískun fyrir Dale Carnegie félaga Stjórmmarskólinn býður upp á frískun fyrir Dale Camegie félaga - ýmsir mögu- leikar í boði. Rætt verður um lítt þekkt leyndarmál velgengninnar - áhrif viö- horfsins á okkar lif - mikilvægi mark- miössetningar og hvernig við náum tök- um á áhyggjum og kvlða og margt fleira. Ennfremur verður boðið upp á stutta frískun í sölumennsku, tækifærisræðum og verðmæti tímans. Nánari upplýsingar hjá Konráði í Stjórnunarskólanum. „Fávitinn“ í bíósal MIR Sunnudaginn 7. mars verður sovéska kvikmyndin „Fávitinn" sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Mynd þesi var gerð árið 1958 og byggð á fyrri hluta sam- nefndrar skáldsögu eftir Fjodor Dostojevskíj, rmdirtitiil kvikmyndarinn- ar er „Nastasja Filippovna“. Leikstjóri er Ivan Pyriev, en meðal leikenda eru J. jakovlév, J. Borisova, N. Podgomíj og R. Maksimova. Skýringartextar með mynd- inni á íslensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifúnni 17. Fjögurra daga keppni hefst. Miðsvetrarfagnaður um kvöldið kl. 22. Harmóníkuhljómsveit leikur. Basar Sunnudaginn 7. mars kl. 15 verður hald- inn basar 1 Sjómannaheimilinu, Brautar- holti 29. Á boðstólum verður mikið úrvai faliegra muna, skyndihappdrætti, heima- bakaðar kökur og fleira. Hafnargönguhópurinn Laugardaginn 6. mars stendur Hafnar- gönguhópurinn fyrir tveimur gönguferð- um. Báðar verða famar frá Hafnarhús- inu, Grófarmegin. Kl. 14 fer Pétur Péturs- son, þulur og fræðimaður, í sína sjöundu gönguferð um miðbæinn og heldur áfram að segja frá mönnum og málefnum á fyrri 1 'llP^ <3> <■ j/ ' / * i } ff í r ■ / f A *,£4 V31/v*, " .<-..< ; / s „jja*. ' * ILIJÍWÍHÍB *1' . Hveragerðis 1 kvöld kl. 21, á laugardag „Broðir minn Ljons- og sunnudag ki. 14. Leikritið er eftir hjarta“ í Hveragerði AstridLindgren. Ísýningunnieml91eik- Leikfélag Hveragerðis sýnir leikritið arar í 30 hlutverkum. Miöapantanir í „Bróðir minn Ljónshjarta" í Gmnnskóla síma 98-34729. tið og rifja upp byggðasögu. Gengið verð- ur vestur Austurstræti og upp í Gijóta- þorp. Gengan tekur um eina og hálfa klukkstund. í lok göngunnar býður Sögu- félagið, Fischersundi, upp á kaffisopa. Kl. 16 verður boðið upp á gönguferð suö- ur með Tjörninni, um, Hljómskálagarð- inn, Háskólasvæðið og síðan niðm' að Sundskálavík. Þaðan með ströndinni að birgðastöð Skeljungs. Til baka með SVR eða gengið Skeljanes, Einarsnes og Suð- urgata. Allir em velkomnir í þessar gönguferðir. Færeyskir dagar i Norræna húsinu Laugardaginn 6. mars hefst umfangsmik- il kynning á Færeyjum og færeysku sam- félagi. Það er Norðurlandahúsið í Fær- eyjum sem hefur undirbúið þessa dag- skrá í samvinnu við Norræna húsið og fleiri aðila. Margir góðir gestir frá Fær- eyjum koma til landsins. Færeysk mynd- hstarsýning sem ber heitið Fimm Færey- ingar verður opnuö í sýningarsölum kl. 17 á laugarag. Á sunnudag kl. 11 verður messa í Dómkirkjunni þar sem biskup Færeyja, Hans Jacob Joensen prédikar. Tórshavnar Manskór og Karlakór Reykjavíkur syngja. í Norræna húsinu hefst dagskráin á sunnudag kl. 14 og er hún helguð yngri kynslóðinni. Lögmaður Færeyja, Marita Petersen, heldur fyrir- lestur kl. 16 á sunnudag og talar um fær- eyskt samfélag. Á sunnudagskvöld kl. 20 flytur Eivmd Weyhe, lektor við Fróð- skaparsetur Færeyja, fyrirlestur sem nefnist: Máfið ið yvirlivdi í dansinu. Að honum loknum tekur þjóðdansahópur- inn Leikum fagurt sporið og kveður dans- kvæði. Dagskránni á sunnudag lýkur með fyrirlestri um færeyska matargerð- arlist sem Kristianna Rein Keldur. Opið hús hjá Bahá’íum að Álfabakka 12, laugardagskvöld kl. 20.30. Umræður og heitt á könnunni. All- ir velkomnir. Ottó nashyrningur hjá Leikfélagi Kópavogs Um þessar mundir sýnir Leikfélag Kópa- vogs bamaleikritið Ottó nashyrning í leikgerð Harðar Sigurðssonar eftir sögu Ole Lund Kirkegaard. Aðsókn af sýning- unum hefúr verið afar góð og hafa um 1500 böm og fúllorðnir séð uppfærslu leikfélagsins. Fáar sýningar em eftir því ráögert er að sýna Ottó um helgar út marsmánuð í Félagsheimili Kópavogs en síðan verður farið í leikferð út á land. Þeim sem viija tryggja sér miða á síðustu sýningamar er bent á síma 41985 hjá Leikfélagi Kópavogs. Ljóðadagur á Sólon íslandus Félag spænskumælandi á íslandi - Asoc- iacion Hispano Americana - gengst fyrir ljóðadegi á Café Sólon Islandus í Banka- stræti, laugardaginn 6. mars kl. 16. Glæsi- leg dagskrá. Aðgangur ókeypis. Málverkauppboð Gallerí Borg - Uppboðshús Reykjavíkur hf. heldur sitt fyrsta málverkauppboð sunnudaginn 7. mars. Uppboðið fer fram á Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. Tívolískemmtun í Hafnarfirði Nú um helgina, 6.-7. mars, verður stór- skemmtun fyrir alla flölskylduna í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnar- firði. Settir verða upp um 50 leiktækja- básar af ýmsu tagi. Fjölbreytt skemmtiat- riði verða og bamadansleikur milli kl. 18 og 20 á laugardag. Þaö er skátafélagið Hraunbúar sem stendur fyrir þessari hátíð. Heiðursgestur hátíðarinnar verður geimvera, sjálfur Marsbúinn. Hátíðin hefst kl. 13 á laugardag og sunnudag. Stefna og framtíð Háskóla Islands Menntamálaráðuneytið boðar til mál- þings um stefnu og framtíð Háskóla Is- lands í samvinnu við Félag háskólakenn- ara, Háskóla íslands og Stúdentaráð Há- skóla íslands. Málþingið, sem er öllum opið, verður haldið að Borgartúni 6 laug- ardaginn 6. mars kl. 10-17. Sjómannablaðið Víkingur: Ritstjóraskipti Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður hefur tekið við ritstjóm Sjómannablaðs- ins Víkings. Siguijón Valdimarsson var áður ritstjóri blaðsins. Það er Farmanna- og fiskimannasam- band íslands sem gefur út Sjómannablað- ið Víking. Fundir Stéttafélögin í Austur- Húnavatnssýslu boða til almenns fúndar að Hótel Blönduósi sunnudggjnn 7. mars kl. 20. Fundarefnið er: 1. Hver er staðan í kjarasamningum? 2. Er tímabært að grípa til aðgerða strax? Framsögumenn á fundinum verða Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og Kári Amór Kárason, formaður Alþýðusambands Norður- lands. Sætaferðir verða frá Olís sjopp- unni á Skagaströnd kl. 19.30 í boði félag- anna og em Skagstrendingar hvattir til að nota sér þá þjónustu. Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðlð kl. 20.00. DANSAÐ Á HAUSTVÖKU eftir Brian Friel 4. sýn. í kvöld, 5. sýn. mið. 10/3,6. sýn. sun. 14/3,7. sýn. mlð. 17/3,8. sýn. lau 20/3,9. sýn.fim. 25/3. MY FAIR LADY Söngleikur eftir Lerner og Loeve. Á morgun, uppselt, fim. 11 /3, fáein sæti laus, fös. 12/3, fáein sæti laus v/forfalla, fim. 18/3, uppselt, fös. 19/3, uppselt, fös. 26/3, fáein sæti laus, lau. 27/3, uppselt. MENNINGARVERÐLAUN DV HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sun. 7/3, fáein sæti laus, lau. 13/3, fáein sæti laus, sun. 21/3, fáein sæti laus, sun. 28/3. Sýningum fer fækkandi. DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner. Sun. 7/3 kl. 14.00, uppselt, lau. 13/3 kl. 14.00,40. sýning, sun. 14/3 kl. 14.00, örfá sæti laus, lau. 20/3 kl. 14.00, örfá sæti laus, sun. 21/3 kl. 14.00, örfá sæti laus, sun. 28/3 kl. 14.00. Litla sviðið kl. 20.30. STUND GAUPUNNAR eftir Per Olov Enquist. Frumsýning á morgun, sun. 7/3, fös. 12/3, sun. 14/3, flm. 18/3, lau.20/3. Ekki er unnt að hleypa gestum i sallnn eftir að sýnlng hefst. Smíðaverkstæöið kl. 20.00. STR/ETI eftir Jim Cartwright. Fim. 11/3, uppselt, lau. 13/3, uppselt, mið. 17/3, uppselt, fös. 19/3, uppselt, sun. 21/3, uppselt, mið. 24/3, fim. 25/3, sun. 28/3,60. sýning. Ath. að sýningln er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt aö hleypa gestum i salinn eftiraðsýning hefst. Ósóttar pantanir seldar daglega. Aðgöngumiðar greiðist viku tyrir sýningu ellaseldir öðrum. Miöasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir frá kl. 10 virka daga i síma 11200. Grelðslukortaþj. - Græna linan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóðleikhúsið -góða skemmtun. LEIKFÉLAG HVERAGERÐIS sýnir barna- og fjölsky Iduleikrit- ið Bróðir minn Ijónshjarta eftir Astrid Lindgren í Grunn- skóla Hveragerðis. Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason. 8. sýning i kvöld kl. 21.00. 9. sýning laugardaginn 6. mars kl. 14.00. 10. sýning sunnudaginn 7. mars kl. 14.00. Miðaverð kr. 800. Hópafsláttur fyrir 15 eða fleiri. EURO/VISA Miðapantanir i síma 98-34729. ÍSLENSKA ÓPERAN __iiin 6afdasfuf<st7njan eftir Emmerich Kálmán. íkvöldkl. 20.00. Fáein sæti laus. Laugardaginn 6. mars kl. 20.00. Fáeln sæti laus. Föstudaginn 12. mars kl. 20.00. Laugardaginn 13. mars kl. 20.00. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega en til kl. 20.00 sýningardaga. SÍM111475. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. LEIKHÚSLÍNAN 99-1015. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra svlðlð: RONJA RÆNINGJADÓTTIR eftir Astrid Lindgren Tónllst: Sebastian. Lau. 6. mars kl. 14.00, uppselt, sun. 7. mars, kl. 14.00, uppselt, lau. 13. mars kl. 14.00, uppselt, sun. 14. mars kl. 14.00, upp- selt, lau. 20. mars kl. 14.00, fáein sæti laus, sun. 21. mars, uppselt, lau. 27. mars kl. 14.00, fáein sæti laus, sun. 28. mars, lau. 3. april, sun. 4. april. Mlðaverð kr. 1.100, sama verð fyrir börn og fulloröna. Skemmtilegar gjafir: Ronju-gjafakort, Ronju-bolir o.fl. Stóra svió kl. 20.00. BLÓÐBRÆÐUR Söngleikur eftir Willy Russell. í kvöld, uppselt, lau. 6. mars, fáein sæti laus, lau. 13. mars, fáein sætl laus, fös. 19. mars, sun. 21. mars, fim. 25. mars. TARTUFFE eftir Moliére. Frums. fös. 12. mars, uppselt, 2. sýn. sun. 14. mars, grá kort gilda, örfá sætl laus, 3. sýn. fim. 18. mars, rauö kort gilda, örfá sæti laus. Litlasviðkl. 20.00. DAUÐINN OG STÚLKAN eftir Ariel Dorfman. Frums. fim. 11. mars, uppselt, sýn. lau. 13. mars, örfá sæti laus, fös. 19. mars. GJAFAKORT, GJAFAKORT ÖÐRUVÍSIOG SKEMMTILEG GJÖF! Miðasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir i síma 680680 alla virka dagafrá kl. 10-12. Greiðslukortaþjónusta - Faxnúmer 680383. Leikhúslínan, sími 991015. Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem dögum fyrir sýn. Leikfélag Reykjavikur - Borgarleikhús. NEMENDALEKHÚSIÐ LINDARBÆ BENSÍNSTÖÐIN Laugardag 6/3 kl. 20.00. Sunnudag 7/3 kl. 20.00. Siðasta sýning. Mlðapantanir í sima 21971. Leikfélag Akureyrar ztmxbhxkvLxx Operetta eftir Johann Strauss Sýningar kl. 20.30: Fös. 26. mars, frumsýnlng, lau. 27. mars, fós. 2. apríl, lau. 3. apríl, mið. 7. apríl, fim. 8. apríl, lau. 10. apríl, fós. 16. aprfl, lau. 17. aprfl. Sýningar kl. 17.00: Sun. 4. apríl, mán. 12. aprfl. Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, alla virka daga nema mánudaga kl. 14 tfl 18. Sím- svari fyrir miðapantanir allan sólarhrmgjnn. Greiðslukortaþjónusta. Siml i mlðasölu: (96)24073. HUSVÖRÐURINN eftir Harold Pinter í íslensku Óperunni. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Fimmtua. 4. mars kl. 20:00 Sunnud. 7. mars kl. 20:0 Miðasalan er opin frá kl. 15-19 alla daga. Miðasala og pantanir í símum 11475 og 650190. _______Athugið leikhúsferðir Flugleiða._

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.