Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 5..MARS 1993 Fréttir Krappur lífróður Jóhanns Bergþórssonar: Fari Hagvirki-Klettur á hausinn fer ég með - segirskiptastjóraveraaðgeraalvarlegmistök Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis-Kletts, segir skiptastjóra Fórnarlambsins vera að gera mikla vit- leysu og segir hann fara offari i málinu vegna áhrifa frá ríkisvaldinu. Hann minnir á þátt Ragnars í Hafskips- málinu. Hann segir jafnframt að Friðrik Sophusson sé leiksoppur embættismanna. DV-mynd GVA - Reksturinn hefur mörgum sinn- um staðið tæpt og róðurinn lengi verið þungur. Klórarðu þig út úr vandanum nú? „Þetta er lífróður og hefur aldrei verið krappari. Það er spuming hvaða ráð eru tiltæk í dag. Þessar nýjustu aðgeröir eru búnar að lama Hagvirki-Klett. Framtíð þess bygg- ist á mörgum „ef‘ þáttum. Við er- um þó ekki búnir að missa allt traust og ýmsir verkkaupar eru jafnvel tilbúnir að semja við okkur. Við erum því ekki illa séðir alls staðar en við vitum að ýmsir sam- keppnisaðilar vilja gjarnan losna viö okkur vegna þess að við höfum verið óþægilegir, rifið kjaft og feng- ið verkefni." - Efþútaparriftunar-ogkyrrsetn- ingarmálinu ert þú þá ekki endan- lega búinn að vera? „Jú, ef Hagvirki-Klettur fer á hausinn fer Jóhann Bergþórsson með. Ég hef aldrei vikið mér undan ábyrð.“ - Eru þá langvinn málaferli í upp- siglingu? „Jú, ætli málaferlin verði ekki bara mitt starf það sem eftir er.“ - Hefur þú alltaf sagt satt um rekstur fyrirtækisins? „Ég hef alltaf gengið út frá þeim forsendum sem blasað hafa við hverju sinni; hvemig framtíðin hefur horft við á hverjum tíma.“ - Jóhann, ert þú draumóramaður? „Nei, ég tel mig vera fremur jarð- bundinn en ég er bjartsýnn maður. Ég held að það sem ég hef verið að gera síðustu ár séu ekki draumór- ar. Hins vegar hef ég haft sanngirn- ina að leiðarþósi. Eg held að þeir Yfirheyrsla Ari Sigvaldason Sigurdór Sigurdórsson sem hafa haft samskipti við mig hafl ekki reynt annað. Á hinn bóg- inn finnst mér dómskerfið í land- inu óeðlilegt og ósanngjamt. Það er eitthvað að kerfinu þegar af- greiðsla mála getur verið að vefjast á annan áratug í kerfinu meðal -ráðamanna. Hagvirki fórnar- lamb kerfisins - Löglegt en siðlaust. Allir lands- menn kannast orðið við merkingu þessara orða. Saga þinna fyrir- tækja, nafnabreytingar, tilfærslur og svo framvegis er skrautleg. Hafa þessi orð átt við um þínar gjörðir? „Nei, þvert á móti. Út af fyrir sig var óheppilegt að skipta um nafn á sínum tíma, svona eftír á að hyggja. Best væri að fyrirtækið hétí ennþá Hraunvirki. Nafnbreytingin úr Hagvirki í Fómarlambið var þó markviss. Ég var að gera mína skoðun kunna þannig aö það færi ekkert á milli mála aö ég teldi að Hagvirki hafi verið fómarlamb kerfisins. Það var ekkert óeðlilegt eða ólöglegt við þessar nafnabreyt- ingar.“ Ólafur Ragnar ekki stærsti óvinurinn - Af hverju skírðir þú ekki fyrir- tækið bara Ólaf Ragnar hf.? „Ólafur á þetta ekki einn og hann er síður en svo stærsti óvinur minn. Allir þessir ráðherrar hafa heilan herskara af embættismönn- um sem em miklir bókstafstrúar- menn. Þeir setja sig stundum ekk- ert mjög rækilega ofan í málin. Ég held til dæmis að Friðrik Sophus- son sé ákveðinn leiksoppur. Hon- um eru sýnd plögg þar sem ég er borinn öllum illum sökum." Ragnar Hall fer offari - Er Ragnar Hall svona lélegur i faginu eða bara vondur maður? „Ég tel hann hvorki vondan né lélegan í faginu. Fyrir áhrif ríkis- valdsins fór hann hins vegar of- fari. Skýringin virðist vera sú ásök- un að ég hafi verið að borga öllum öðrum en ríkinu. Það er hins vegar ekki rétt. Frá því að þessi samning- ur var gerður í desember 1990 hafði Fómarlambiö, áður Hagvirki, borgað tugi milljóna til ríkisins. Ríkið hafði veðtryggingar í fast- eignum og lóðum. Við lækkuðum ekki verðmæti þessara fasteigna eða lóða. Það vom hvorki aðgerðir Hagvirkis né Fómarlambsins sem hleyptu vaxtastiginu í landinu svona langt upp. Við bjuggum ekki til efnahagsvandann í landinu. - Framkvæmdastjóri Verktaka- sambandsins sagði nýlega að Hag- virkissamsteypan væri löngu gjald- þrota, sama hvaða nafn menn not- uðu. Ér það ekki rétt? „Það er alrangt. Eiginfiárstaða Hagvirkis-Kletts um áramótin 1991-1992 var bókfærð 114 milljónir nettó. Það telst nú tæpast gjaldþrot á íslenskan mælikvarða. Stálum ekki eignum - Samningamir í desembermánuði 1990, þegar eignir voru fluttar yfir í Hagvirki-Klett, eru mjög umdeild- ir. Var ekki um hreinan stuld á eignum Hagvirkis/Fórnarlambsins að ræða? Voru þið ekki að bjarga því verðmætasta úr rústunum? „Nei, það er þveröfugt. Ef kæmi tii gjJdþrots Hagvirkis-Kletts myndi skiptastjóri í því máli vænt- anlega reyna í ofvæni að rifta samningnum því samningurinn var fyrst og fremst hagstæður Fómarlambinu. Við keyptum bara tæki og tól. Það var engin tilfærsla heldur bein kaup. Ragnar Hall, skiptastjóri hefur ekki gagnrýnt veröið heldur talað um gjöf vegna þess að greiðslan var ekki eins og hann vildi hafa hana. Við greiddum 240 mfiljónum hærra verð en bók- fært virði eignanna var. Vélapakk- inn, sem við keyptum, var til dæm- is metinn viö sölu á 337 milljónir en er nú metinn á 217 milljónir. Þannig borguðum við 120 milljón- um hærra verö í desember 1990 heldur en matíð er í dag. í riftun- inni hafnar Ragnar Hall ekki verð- inu eða samningnum í sjálfu sér. Hann viil bara bætur. Við buðumst til að taka samninginn baka, það er, rifta honum. Þá hefðum við skil- að því sem við keyptum og fengið það sem við áttum. Ragnar vildi það ekki því það var óhagstætt vegna þess að eignimar hafa fallið í verði. Lánin, sem við yfirtókxun, voru vísitölutryggð og með vöxtum þannig að það hefði verið himna- sending fyrir okkur að rifta þessum samningi. Ef tækin hefðu verið áfram í eigu Fómarlambsins hefðu þau lækkað verulega í verði og þrotabúið neyðst til að selja þau miklu lægra verði. Við greiddum hins vegar toppverö. Salan rýrði því ekki hagsmuni Fórnarlambs- ins, heldur þvert á móti.“ Ragnar og Hafskip - Þú gagnrýnir Ragnar Hall mikið opinberlega og hefur sakað hann um að fara með rangt mál. Ragnar er einn allra reyndasti maður landsins í gjaldþrotamálum. Hann var til dæmis lengi skiptastjóri hjá borgarfógeta. Dettur þér í hug að hann fari með svona alvarlegai ásakanir án þess að vita um hvað málið snýst? „Ég veit að hann er að gera vit- leysu. Rifium upp Hafskipsmálið þar sem Ragnar var einn búskipta- stjóra. Við skulum ekki gleyma því . að þegar upp var staðið var niður- staðan sú að langflestum þeirra atriða, sem kært var út af, var hafn- að.“ - f hverju liggja mistök Ragnars? „Fyrst og fremst í því að þegar hann er búinn að fá samninginn frá 1990 í hendumar leitar hann ekki skýringa eða svara við þeim þátt- um sem hann síðar segir óeðlilega. Hann gerir til dæmis mikið veður út fimm skuldabréfum sem við, eig- endumir, erum persónulega skráð- ir skuldarar á og húsin okkar veð- sett fyrir. Hann segir þessa skuld ekki koma fyrirtækinu neitt við. Málið er einfalt. í janúar 1986 var Hagvirki eins og oft áður í lausa- fiárerfiðleikum og við vomm búnir meö kvótann í bankanum. í stað þess að bankinn lánaði Hagvirki beint inn á sinn reikning þá vorum við fiórir látnir leggja fram fast- eignaveð og nöfnin okkar sett á lánin. Þessi lán fóru beint inn í rekstur Hagvirkis. Ragnar lætur hins vegar líta svo út að fyrirtækið sé að taka á sig lán sem komi því ekkert við, þetta séu okkar per- sónulegu lán. Hann spurði ekki um nein gögn og það á við um fleira." - Eiga reikningar ekki að liggja skýrir fyrir. Þarf að leita skýringa á pottþéttu bókhaldi? „Reikningamir liggja fyrir. Það hafa ekki verið gerðar neinar at- hugasemdir við þá. Það geta hins vegar vaknað ýmsar spumingar um þennan samning sem var viða- mikill. Ekki að bjarga eigin skinni - Ætlist þið til að einhver trúi því að þið hafi verið að gera annað en bjarga eigin skinni þegar eignir voru fluttar úr Hagvirki í Hag- virki-Klett? „Já, ég ætlast til aö menn trúi því. Ef við værum aðeins að þessu til að bjarga eigin skinni þá værum við ekki í þessari súpu. Þá hefðum við bara láta Fómarlambið rúlla og setíð uppi með okkar eignir f rólegheitum. Við áttum til dæmis aUt hlutaféð í Hagtölu. Ef við hefð- um aðeins verið að hugsa um pigjö skinn og grunað að Hagvirki væri að fara á hausinn þá hefðurn við einfaldlega ekkert skipt okkur af því.“ - Að lokum,. Jóhann. Situr þú á skrifstofu Hagvirkis-Kletts að ári liðnu með fyrirtæki í fullum rekstri? „Það vona ég svo sannarlega en það fer eftir þróuninni næstu daga. Við erum óneitanlega undir gífur- legri pressu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.