Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 28
36 FOSTUDAGUR 5. MARS1993 Hannes Hólmsteinn Gissurar- son. Deleríum tremens „Er þaö hugsanlegt að tengsl Hannesar Hólmsteins viö ríkis- stjórnina séu svo náin aö ef ráð- herra fær sér í glas leiði það til þess með einhveijum dularfull- um hætti að dósentinn fái delerí- um tremens?" segir Ömólfur Árnason rithöfundur og segir Hannes fara offari í að verja meintan drykkjuskap forsætis- ráðherra. Ummæli dagsins Vargöld á vöggustofunni „Þetta er stormur í vatnsglasi," segir Einar Páll Tamimi sem greiddi Vöku atkvæði sitt í tví- gang í síðustu kosningum. Nikótínuppbygging „Það er lágkúruleg svívirða að gera reykingafólk að úrkasts- borgurum fyrir það eitt að reykja tóbak sem er selt af ríkinu á upp- sprengdu verði og þeir fjármunir notaðir til uppbyggingar samfé- lagsins og samfélagið hefur ekki efni á að missa af,“ segir Einar Guðmundsson. Rekum þá alla! „Árlega væri hægt að spara um 20 milljónir með því að hafa ein- ungis einn bankastjóra í Seðla- bankanum, segir Ólafur Ragnar Grímsson. Framtíð íslands Málþing um atvinnuleysi og Ftmdiríkvöld framtíð íslands verður haldið í Odda kl. 14 á roorgun. , Smáauglýsingar Kaldi og súld Á höfuðborgarsvæðinu verður suð- vestankaldi. Súld með köflum. Hiti 3-4 stig. Veðrið í dag Suðvestankaldi og súld um sunnan- og vestanvert landið. Norðvestan- lands verður suðvestan- og síðar norðvestankaldi og slydda eða snjó- koma en hæg suðaustanátt norðan- og austanlands og úrkomuminna. Hiti nálægt frostmarki norðanlands en 3-5 stiga hiti syðra. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 2 Egilsstaöir skýjað 0 Galtarviti slydda 2 Hjarðarnes skýjað 8 Keflavíkurílugvöllw rign/súld 5 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 3 Raufarhöfn alskýjað 0 Reykjavík rigning 4 Vestmannaeyjar súld 5 Bergen súld 4 Helsinki snjókoma -3 Kaupmannahöfn þokumóða -1 Ósló léttskýjað 0 Stokkhólmur skýjað -2 Þórshöfn skúr 8 Amsterdam skýjað 0 Barcelona þokumóða 3 Berlín þokumóða -5 Chicago alskýjað 2 Feneyjar heiðskirt -2 Frankfurt skýjað -1 Glasgow skýjað 7 Hamborg skýjað 0 London mistur 2 Lúxemborg þokumóða -3 Malaga skýjað 9 Mallorca þokumóða 1 Montreai alskýjað -4 New York súld 2 Nuuk heiðskírt -21 Orlando heiðskírt 13 París skýjað -1 Róm heiðskirt 3 Valencia þokmnóða 7 Winnipeg heiðskirt -3 Bríet Héðinsdóttir leikstjóri „Stund gaupunnar gerist á hælí fyrir ósakhæfa afbrotamenn. Það er kvenprestur sem segir söguna og hún segir frá kynnum sínum af pilti sem er reyndar morðingi," segir Bríet Héðinsdóttir leikstjóri verksins Stund gaupunnar sem Þjóðleikhúsiö frumsýnir annað kvöld á litla sviðinu. „Þessi umgjörð gefur höfundi tækifæri á að velta upp eilífðar- spumingum um guö almáttugan, friðþæginguna og annað í þeim dúr.“ Höfundur verksins er Per Olov Enquist en hann er talinn í fremstu röð rithöfunda á Norðurlöndum og er þetta þriðja verkið sem er sýnt eftir hann á íslandl Þjóðleikhúsiö sýndi Nótt ástmeyjanna 1978 og Leikfélag Reykjavíkur sýndi Úr lífi ánaraaðkana 1982. „Þetta leikrit er frá- var sýnt Briet Héðinsdóttir. talsvert hrugðiö hinum tveim. Það frumsýnt 1988 og hefur verið mjög víða við góöar viðtökur. Það hefur veriö sýnt um öll Norðurlönd og þjóðleikhússtjórinn okkar setti það upp í Danmörku á sfnum tíma.“ Það er Ingvar E. Sigurðsson sem er í hlutverki piltsins sem búið er aö loka inni fyrir lífstíð, en hann hefur myrt miðaldra bjón að því er virðist að tilefníslausu. í öðrum hlutverkum eru Guðrún Þ. Steph- ensen og Lilja Þórisdóttir. : „Það var mjög notalegt að vinna að sýningunni, þettá er lítill hópur og við gátum vel talaö saman. Þetta var ánægjuleg samvinna og ég vil nota tækifærið til að þakka leikur- unum fyrir samvinnuna." Myndgátan Lausn gátu nr. 566: Borgarafundur Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki ínn leikur gegn Örebro Það er fátt um fína drætti í íþróttalífi landsmanna í kvöld. Framundan er hins vegar mikil íþróttahelgi og á þriðjudaginn hefst keppnin sein allir íþrótta- Íþróttiríkvöld unnendur hafa beðið eftir, heims- meistarakeppnin i handbolta í Svíþjóð. Þó má nefna að íslandsmeistar- amir í knattspyrnu, ÍA, leika gegn Örebro í alþjóðlegu móti ytra. Skák Enski stórmeistarinn Stuart Conquest, sem tefldi á tveimur mótum hér á landi fyrir réttu ári, fléttaði laglega í eftirfar- andi stöðu, sem er frá opna alþjóðamót- inu í Bem i Sviss fyrir skemmstu. Conqu- est hafði hvitt og átti leik gegn Þjóðverj- anum Bobzin: 26. Hh8+! Bxg8 27. Dxg5+ Bg7 28. Rf6 + Kf8 29. Hh8+ ! og nú gaf svartur, því að ef 29. - Bxh8 30. Rh7 mát. Mótið í Bem var vel skipað. Efstir urðu stórmeistararnir Epishín, Rússlandi, og Tukmakov, Úkraínu með 7,5 v. af 9 mögu- legum. Lemer, Úkraínu, Rasuvajev og Wishmanavin, Rússiandi, Cvitan, Króa- tíu, van Wely, Hollandi og Englending- arnir Ward, Gallagher og Conquest komu næstir með 7 v. Jón L. Arnason Bridge A hver]u ari í febrúarmanuði er haldið feiknasterkt sveitakeppnismót í Haag í Hollandi sem kennt er við þarlenda fyrir- tækið Hoechst. Á það mót koma jafnan flestar sterkustu sveitir Evrópu. Sveit Pakistanans Zia Mahmood’s náði öðm sætinu í ár en hefði hæglega getað tapað þvi sæti til sænska landsliðsins ef Zia hefði farið niður á þessu spih í innbyrðis leik Uðanna. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og enginn á hættu: * K7 ¥ ÁG103 ♦ 64 + ÁKD102 * 4 V K87542 ♦ ÁG102 V D96 ♦ KG10 + 653 Austur Bjerreg. 2» pass pass ♦ D98653 V -- ♦ Á98532 + 8 Suður Vestur Zia Morath 2* 3» 44 pass 44 dobl D7 G974 Norður Cohen 4+ 4¥ redobl p/h Eftir að Zia kom inn á tveimur spöðum taldi Cohen sig ekki þurfa að skammast sín fyrir að redobla 4 spaða enda var hann í slemmuleit. Morath spilaöi út hjartasexu, Zia setti tíuna og trompaði kóng austurs. Síðan kom spaði á sjöuna þegar vestur setti lítiö, hjarta trompað og Utlum tígU spUað frá báðum höndum. Vömin gat enga björg sér veitt. Hún átti aðeins 2 slagi á tromp og einn tígulslag. ÖUum tiglum suðurs var hent niður í ÁKD í laufi og ÁG í hjarta. Það virðist skrítið að þetta spil skuU standa. Er ekki hægt að setja það niður? Eftir útspiUö er það ekki hægt, en ef til dæmis hefði kom- ið út spaöaás og meiri spaði, þá fær vöm- in aUtaf 2 slagi á tromp og 2 slagi á tíg- ul. Zia og Cohen fengu 880 í sinn dálk og 500 tU viðbótar því Svíamir á hinu borð- inu vUltust aUa ieið í 6 spaða sem vora doblaðir þrjá niður. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.