Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1993, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1993, Page 12
12 Spumingin MÁNUDAGUR8. MARS1993 Hvenærferöu að sofa á kvöldin? öm Ólafsson, 4 ára: Þegar Bart Simpson er búinn í Sjónvarpinu. Hólmfnöur Rut Einarsdóttir, 4 ára: Alltof seint. Pabbi og mamma gleyma aö láta mig fara að sofa. Sigursteinn Sverrir Hilmarsson, 4 ára: Svoldið snemma en ég fæ að vaka lengi hjá pabba. Guðmundur Steinn Hafsteinsson, 3 ára: Ég veit það ekki. Andri Þór Valgarðsson, 4 ára: Ég horfi á Bart Simpson og fer svo að sofa. Marteinn Jónsson, 3 ára: Um leið og systir mín. Lesendur þjóðfélaginu Bréfritari vill láta auka löggæslu og jafnframt herða refsilöggjöfina. Þ.B. skrifar: Hvað hefur eiginiega komið fyrir íslenskt þjóðfélag? Voðaverk eru orð- in daglegt fréttaefni í fjölmiðlum og upp á síðkastið hafa meira að segja fréttir frá fyrrum Júgóslavíu og öðr- um álíka svæðum failið í skuggann. Glæpafólk og glæpagengi virðast ganga um götur borgarinnar og heiðvirt fólk þorir vart út fyrir húss- ins dyr eftir að rökkva tekur. Og sumir glæpamannanna eru svo bí- ræfnir að ráðast á fólk um hábjartan dag og það á fjölfómum stöðum eins og dæmið með konuna vestur í bæ sannar. Sem betur fer eru morð ekki fram- in daglega en með sama áframhaldi verður breyting á. Hyskið ber enga virðingu fyrir einu eða neinu og þeg- ar eiturlyf eru komin til skjalanna er beinlínis stórhættulegt að vera á ferðinni. Afbrot og líkamsárásir hafa aldrei verið fleiri en nú og það er hrikalegt til þess að hugsa að fólk skuli leggja eld að húsum annarra eins og gerðist nýlega. Þar var að vísu andlega vanheil kona á ferð en drykkjufólk og vandræðagemsar em úti um allt að því er mér virðist. En af hveiju er þetta ástand í þjóð- félaginu? Ekki kann ég skýringu á því frekar en aðrir en þaö hggur ljóst fyrir að alla löggæslu verður að herða til muna og þetta mál verður að setja á oddinn. Ég er á móti vopna- burði þeirra svartklæddu en eins og nýlegt fíkniefnamál, þar sem lög- reglumaður slasaðist alvarlega, sýn- ir aö þá er alkunngt að starf þeirra er mjög hættulegt. Ég tel að við verðum að hugleiða réttarkerfið upp á nýtt og t.a.m. nær það ekki nokkurri átt að mál skuli geta legið óafgreitt í kerfin mánuðum og jafnvel árum saman á meðan sömu mennirnir halda áfram að bijóta af sér. Jafnframt þarf að herða allar refsingar til muna enda duga engin vettlingatök þegar afbrota- menn era annars vegar. Fólk verður að læra að bera virðingu hvað fyrir öðm og það á líka við um eignir þess. Stofnanir verða að komast á laggir sem geta sinnt sérstökum hópum eins og unglingum sem lenda á glap- stigum. Eg bjó í stórborg erlendis í nokkur ár en þar óttaðist ég samt aldrei um líf mitt. Nú, í minni ReyKjavík, er ég skyndilega að upplifa ótta við það að verða fyrir baröinu á glæpamönnum. Ég veit að fjármagnið hjá ríkinu er af skomum skammti en ef takast má aö fækka glæpum meö aukinni skattheimtu til að bæta löggæsluna að þá er ég meira en tilbúinn að leggja mitt af mörkum. Skálmöld í Krabbameinssjúk böm Móðir hringdi: Máttur fjölmiöla er mikill eins flestir vita og þeir geta gegnt mikil- vægu hlutverki. Stundum jákvæðu og stundum neikvæðu. Ég vil nota þetta tækifæri og minnast á það já- kvæða sem er söfnun fyrir krabba- meinssjúk böm. Með hjálp fjölmiðla er hægt að gera stórátak fyrir ýmsa hópa sem þurfa þess virkilega með eins og dæmið sýnir meö Bamaheill. Vonandi verð- ur útkoman jafn góð fyrir krabba- meinssjúk böm en ég veit af eigin raun að það er mjög erfitt að standa í þessari baráttu. Það er alveg hrika- legt að þurfa að hafa fjárhagsáhyggj- ur á sama tíma og bamið manns berst við erfiðan sjúkdóm. Margt hefur verið gert til aö létta undir með foreldrum og aðstandendum en það er margt verk óunnið ennþá. Starfandi er sérstakt Styktarfélag krabbameinssjúkra bama og það hefur unnið mikið og gott starf en eins og með önnur félög em hendur þess oft bundnar vegna fjármagnss- korts. Ég vil líka nota þetta tækifæri og hvetja landsmenn til að láta eitt- hvað af hendi rakna. Það þarf ekki að vera stór upphæð en það safnast þegar saman kemur. Bjartsýni er hættuleg Jóhannes skrifar: Nú þegar heimsmeistarakeppnin í handknattleik fer senn að hefjast í Svíþjóð er rétt aö hafa hugfast að of mikil bjartsýni getur veriö hættuleg. Þetta er nokkuð sem við íslendingar höfum brennt okkur illilega á í gegn- um árin og iðulega hefur þjóðin ver- ið búin að bóka sigur á alþjóðlegum stórmótum áður en farið er af stað. Þessi bjartsýni, sem ég vil reyndar kalla mikilmennskubijálæði á köfl- um, hefur stundum beinlínis gert það að verkum að landsliðsstrákamir hafa ekki náð sér á strik vegna þrýst- ings að heiman. Þannig hafa lands- menn hreint og klárt verið áttundi maðurinn í Íiði andstæðinganna. Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt, sérstaklega þar sem okkar menn þurfa oft að glíma við erfiða dómara sem oft leggjast á sveif með stórþjóð- unum. Ég fagna því þeirri umræðu sem virðist vera um handboltastrákana. Almenningur er sífellt betur að átta sig á því aö ekki þýðir að setja mark- iö of hátt. Við erum nú einu sinni Það er ekkert grín aö vera bókstaf- lega með heila þjóð á herðunum, segir meðal annars í bréfinu. bara 260 þúsund hræður sem er svip- aöur mannfjöldi og í þokkalegustu borg í Evrópu og jafnvel minni ef eitthvaö er. Á góðum degi stöndum við þeim bestu fyllilega á sporði en gallinn á gjöf Njarðar er sá að þessir góðu dagar koma svo afskaplega sjaldan. Þar er mörgu um að kenna og m.a. því að pressan á handbolta- landsliðið er svo mikil. Útvarps- og sjónvarpsmenn lýsa leikjunum beint heim í stofu til landsmanna og full- trúar dagblaðanna skrifa um hverja hreyfingu strákanna. Ég held að við ættum að prófa einu sinni að fjar- lægja sjónvarpsvélamar og létta stressinu af strákunum. Þeir vita um væntingamar en það er ekkert grín aö vera bókstaflega með heila þjóð á herðunum. Ég held aö þetta fyrirkomulag kæmi okkur til góða og hreinlega gæfi okkar hði 3-4 mörk í plús fyrir hvem leik. Mér finnst þessi mögu- leiki vel athugandi þótt ég þykist vita að framkvæmdin yrði öllu erfiöari. Hvað sem verður þá þarf þjóðin að standa saman á bak við Þorberg landsliðsþjálfara og sætta sig við ár- angurinn, hver sem hann verður. Kristján frábær Ólöf hringdi: Kristján Jóliannsson er alveg frábær söngvari og frammistaða hans á Ítalíu og nú síðast í Banda- ríkjunum sýnir, svo ekki verður um villst, að hann er kominn i allra fremstu röð. Fyrir okkur, sem hafa fylgst roeð framgöngu Kristjáns í gegnum árin, kemur þetta ekki algjörlega á óvart. Hann hefur unnið að þessu mark- visst og það er oröið fyllilega tímabært að stór liluti íslendinga hætti þessari öfund út i söngvar- ann. Kristján er glæsilegur full- trúi þjóðarinnar á erlendum vett- vangi og við getum öll verið stolt af honum. Hann getur leyft sér að vera ánægður meö eigin frammistöðu og aðrir ættu líka að geta samglaðst honum. Af- reksmenn okkar á heimsmæli- kvarða eru ekki margir og er Kristján þeirra fremstur. Verum stolt af honum. Umhvaðer Björn Karlsson skrifar: Forkólfar ASÍ og VSÍ eru þessa dagana að ræða saman og mér sýnist að samkvæmt fréttum séu þessir aðilar famir að stilla iskyggilega saman sína strengi. Út af fyrir sig er gott þegar menn geta unnið saman en einhvem tímann hefði það nú þótt saga til næsta bæjar ef þessi tvenn sam- tök ætluðu að fara að setja frarn sameiginilegar kröfur. Þó öllura sé ljóst mikilvægi atvinnunnar liggur fyrir að hinn almenni launamaður fer ekki vel út úr sliku samkmlli og það vekur upp þá spumingu um hvað sé eigin- lega samið. Það er líka staðreynd að enginn treystir sér í verkfall og atvinnurekendur hafa því öll trompin á hendi sér. Ég held því að allt þetta snakk sé hálftil- gangslaust. Við launamemiirnir verðum áfram að lifa af sömu lágu launum. María Stefónsdóttir skrifar: Ég get ekki lengur orða bundist vegna dónalegrar dagskrárgerð- ar sem nú veöur uppi á útvarps- stöðvunum. Ég hef sérstaklega tekið eftir þessu á Aðalstöðinni sem ég hlustaði á en geri ekki lengur. Ástæðan er sú aö það er meö öllu óþolandi að láta bjóða sér upp á klám. Það er kannski ótrúlegt en engu að síður satt að Aðalstöðih sendir út samfara- stunur á sunnudagskvöldum. Þátturinn heitir Sætt og sóðalegt og ég vil eindregið vara fólk viö honum. Ég trúi ekki aö svona útsendingar séu löglegar og skora á yfirvöld að grípa í taumana. MáEögreglan brjótalögin? J.G. hringdi: Ég vil vekja athygli á því aö á einni af fjölförnustu götum borg- arinnar varö ég vitni að því er lögreglumaður virti ekki há- markshraða. Ég ók á 50 km hraöa, sem er hámarkshraði á þessari götu, en fram úr mér fór lögreglumaður á mótorhjóli. Hann var ekki með blikkandi Ijós en var samtá a.m.k. 60 km hraöa. Og nú spyr ég hvort lögreglan megi brjóta uinferöarlögin? Fylgistmeðsér- trúarsöfnuðum Ólafur og Guðjón hringdu: í ljósi atburöanna hjá sértrúar- söfnuöinuro í Texas viljum við félagarnir gera það að tillögu okkar að sérstakt eftirlit verði með öllum sértrúarsöfnuðum er hér starfa og aö þjóðkirlgan og fríkirkjan verði líka settar undir þennan sama hatt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.