Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1993, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 8. MARS 1993 Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langhoitsvegi 160, sími 68-77-02. Aðalfundur Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn föstudaginn 12. mars 1993 í Átthagasal Hótel Sögu, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. grein samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og með 5. mars til hádegis á fundardag, en eftir það á fundarstað. AUGLÝSING um rannsóknastyrki frá J.E. Fogarty International Research Foundation J.E. Fogarty-stofnunin í Bandaríkjunum býöur fram styrki handa erlendum visindamönnum til rann- sóknastarfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (þiomedical or behavioral sciences), þar með talin hjúkrunarfræði. Hver styrkur er veittur til 12 eða 24 mánaða frá miðju ári 1994 og á að standa straum af dvalarkostnaði styrkþega (19.000 til 23.000 Bandaríkjadalir), aukferðakostnaðartil og frá Banda- ríkjunum. Einnig er greiddur ferðakostnaður innan Bandaríkjanna. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækjendur að leggja fram rannsóknaáætlun í sam- ráði við stofnun þá í Bandaríkjunum sem þeir hyggj- ast starfa við. Umsóknargögn og nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dagþjartsson læknir, þarnadeild Landspítalans (s. 91 -601000). - Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, eða Atla Dagbjartssyni, barnadeild Landspítalans, 101 Reykjavík, fyrir 15. júlí eða 1. nóvember á þessu ári. Umsækjendur, sem skila um- sóknum fyrir 15. júlí, fá vitneskju um styrkveitingu í lok febrúar 1994 en umsóknir, sem skilað er frá 15. júlí til 1. nóvember, verða afgreiddar fyrir 15. júní 1 994 Menntamálaráðuneytið 4. mars 1993 Merming Guörún Þ. Stephensen, Lilja Þórisdóttir og Ingvar E. Sigurðsson í hlutverkum sínum í leikritinu Stund gaup- unnar. Ein ogurstund Ungur piltur situr innilokaður fyrir tvöfalt morð og íkveikju. Klefinn er svartur, rammlega læstur og málmgrindur fyrir gluggum. Ekkert lauslegt lífgar upp á þessa dapurlegu vistarveru. En piiturinn hafði þó um tíma átt sér félaga í klefan- um, rauðbröndóttan kött sem hann nefndi Valla. í ein- semdinni hafði hann talað við kisa, trúað honum fyrir sínum leyndustu hugrenningum og sagt honum frá húsinu hans afa, reynitrénu og rósarunnanum, brunn- inum, þar sem froskamir bjuggu og himnahörpunni sem ómaði við húsgaflinn. Per Olov Enquist dregur í leikritinu Stund gaupunn- ar upp margræða mynd af mannlegum samskiptum og spyr stórra spuminga um sekt og sakleysi. Spum- inga sem engin einhlít svör eru til við. En viö getum altént reynt að skilja, og myndin, sem höfundur dregur upp, felur í sér alvarlega aðvömn og margvísleg umhugsunarefni fyrir alla þá sem fjalia um málefni manneskjunnar, hvort sem hún á að telj- ast heiibrigð eða sjúk. Merkileg tilraun með mannssálina í verkinu era þijár persónur leiddar á svið. Piltur- inn, Lisbet (ung kona), og prestur (eldri kona). Lisbet er háskólanemi og hefur ásamt deildarfélög- um sínum staðið að tilraun á hælinu sem byggðist á þvi að láta hluta vistmanna fá að hafa gæludýr. Síðan var annar hópur, sem engin dýr fékk, hafður til saman- burðar en tilraunin hafði ófyrirséðar afleiðingar. Lis- bet leitar til prestsins og biður hann að tala við pilt- inn. Sjálf er hún ráðþrota. Sviðsmynd Elínar Eddu Ámadóttur er einfold, sterk og stílhrein og lýsingin vel unnin. Engu er ofaukið. Umhverfið er kalt og ómannúðlegt. Leikstjóm Bríetar Héöinsdóttur er vönduð og framvindan í sýningunni öragg, þó að mér fyndist gæta ákveðins misvægis í mótun sjálfra persónanna. Guðrún Þ. Stephensen leikur prestinn. Hún er um- buröarlynd, þolinmóð, lífsreynd, hefur kímnigáfu og umfram aUt: Kann að bíöa. Hún leyfir piitinum aö hafa sinn hátt á frásögninni en er sífellt trufluð af Lisbet sem er óþolinmóð og pirrað auk þess sem flókin tilfinninga- tengsl hennar við piitinn valda henni óróa. Guðrún leikur persónuna af næmleika og fer sér að engu óðslega í túlkuninni sem byggist á hiýrri og skiln- ingsríkri innlifim. Blæbrigðin era fíngerð, persónan heilsteypt. Leiklist Auður Eydal Lilja Þórisdóttir leikur Lisbet, sem mér fannst ekki veröa eins sannfærandi persóna. Upphlaup hennar vora of ýkt og æsingsleg og í stað þess að sveiflast á miili þess aö vera örvæntíngarfuU, reiö og ráðviUt var Lisbet aUt að því hrottaleg eða þá sjúklega æst á miUi þess sem hún datt úr sambandi við framvinduna. Þama fannst mér um afdrifaríkan blæbrigðamun að ræða sem skekkti samspfi þeirra. Sú rödd, sem hljómar sterkast í verkinu og veldur áhorfandanum mestum heUabrotum löngu eftir að sýningin er á enda, er rödd pUtsins unga sem Ingvar E. Sigurðsson leikur. Ingvar spUar hér á nokkuð aðra strengi en oft áður og sýnir nýjar víddir í næmlegri og vel unninni persónusköpun. Trúarlegum og sið- ferðUegum spurningum verksins er mörgum ósvarað en við sjáum inn í kviku persónunnar og skynjum brot af þjáningu hennar. Margar þeirra spuminga, sem Stund gaupunnar hlýtur að vekja, koma beint inn í umræðu dagsins um orsakir ofbeldisverka, eðh og tilgang refsivistar, úr- ræði og fyrirbyggjandi aðgerðir, ábyrgð og mannkær- leika. Þess vegna er vel tU fundið að bjóða upp á um- ræður að lokinni sýningu, eins og fram áttu að fara á annarri sýningu verksins í gærkvöld, og það verður fróðlegt að heyra hvað þar bar á góma. Þjóðleikhúsið sýnir á Litla sviðlnu: Stund gaupunnar Höfundur: Per Olov Enquist. Þýðandi: Þórarinn Eldjárn. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Elin Edda Árnadóttir. Leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir. Sviðsljós Vinsælir Herramenn Félagar í hijómsveitinni Herra- menn þurfa ekki að kvarta tmdan verkefnaleysi. Á dögunum voru þeir fengnir til aö spUa á þorrablóti í Stuttgart í Þýskalandi en ferðina notuðu þeir jafnframt til að kíkja á knattspymuhð borgarinnar og sjá Eyjólf Sverrisson í eldhnunni. Hér heima era Herramenn bókaðir fram á haust og því fjóst að landsmenn era síöur en svo hættir að skemmta sér. Herramertn. DV-mynd Þórhallur Ásmundsson, Sauðárkróki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.