Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1993, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 8. MARS 1993
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SÍMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Veruleikafirrtir foringjar
Formenn Kennarasambands íslands og Bandalags
opinberra starfsmanna hafa borið sig mannalega eftir
að úrslit í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun þessara
samtaka lágu fyrir. Formennirnir hafa að vísu látið í
ljós vonbrigði en það er alls ekki að heyra að þeir vilji
viðurkenna ósigur sinn. Þeir neita að játa mistök sín.
Þeir vísa því á bug að úrslitin hafi verið vantraust á
forystuna.
Þegar meirihluti kennara og opinberra starfsmanna
felhr það í atkvæðagreiðslu að boða til verkfalls eru það
meiri háttar tíðindi. Forysta stéttarsamtaka þessa
launafólks hefur haldið uppi gegndarlausum áróðri um
nauðsyn verkfallsvopnsins. Allir þeir sem hafa and-
mælt hafa fengið kaldar kveðjur. Og öllum mátti ljóst
vera að ef verkfallsboðun yrði hafnað væri samnings-
staða KÍ og BSRB gjöreyðilögð. Á þetta lögðu forystu-
mennimir mikla áherslu og það var rétt hjá þeim.
En samt. Samt ákvað meirihlutinn að vísa verkfallinu
á bug. Og meirihlutinn hefði áreiðanlega orðið miklum
mun stærri nema fyrir þá sök að í báðum þessum félög-
um er eflaust stór hópur fólks sem fylgir forystunni af
tryggð og af því að það taldi sem rétt er að samningsstað-
an væri töpuð ef menn, nauðugir viljugir, fylgdu ekki
foringjunum út á foraðið.
Formenn KÍ og BSRB fullyrða að úrsht atkvæða-
greiðslunnar hafi ekki verið höfnun á sjálfum kröfun-
um. Um það má deha. Auðvitað vilja þessar stéttir fá
betri kjör en engu að síður verður mjög að draga í efa
að krafan um endurheimtan kaupmátt frá því að þjóðar-
sátt var gerð hafi hljómgrunn. Og þá er ekki síður vafa-
samt að kennarar og opinberir starfsmenn séu sáttir
við rökstuðning og málflutning formannanna fyrir kröf-
unum.
Þegar verkfallsboðun er hafnað er ekki aðeins verið
að hafna verkfahi heldur er líka verið að lýsa óánægju
með vinnubrögðin og forystumennina sem fyrir þeim
standa - og kröfugerðina, ef hún er úr takti. Fólk hefur
ekki trú á að kröfurnar séu tímabærar eða taktvissar.
Það sem lesa má út úr niðurstöðum atkvæðagreiðsl-
unnar er einfaldlega sú ályktun að kennarar og opinber-
ir starfsmenn meti það mest að hafa trygga vinnu og
vhji þreyja þorrann og góuna án þess að tefla á tvær
hættur.
Þetta áht meirihlutans hefur mátt vita fyrirfram.
Foringi, sem er í jarðsambandi, hefði haft tilfinningu
fyrir þessu hugarfari og beðið með að láta skerast í
odda. í stað þess er rokið til með dramatískum yfirlýs-
ingum og skírskotað th samstöðu, sem ahs ekki var
fyrir hendi, með þeim afleiðingum fyrir viðkomandi
stéttarfélög að þau standa nánast vopnlaus eftir.
Því hefur verið haldið fram að forysta KÍ og BSRB
sé veruleikafirrt. Því miður virðist sú fuhyrðing ekki út
í hött. Úrslit atkvæðagreiðslunnar sýna að forystan er
firrt þeim tengslum við félagsmenn sína sem nauðsyn-
leg verða að teljast og er með málathbúnað sem gengur
þvert á meirihlutavhja umbjóðenda hennar.
Þrátt fyrir aht þetta neita forystumennirnir að skhja
skilaboðin. Þeir virðast lítið hafa lært. Við skulum að-
eins vona að þeir verði ekki th þess að koma í veg fyrir
að einir eða aðrir samningar náist fram. Lægst launaða
fólkið í þessum félögum sem öðrum í landinu þarf á
kjarabótum að halda hvað sem líður og þrátt fyrir sein-
heppna og veruleikafirrta forystu í stéttarsamtökum
þess. Ehert B. Schram
„Stjómvöld í öllum EFTA-ríkjunum, að íslandi undanskildu, stefna á aðild að EB,“ segir i greininni. - Höfuð-
stöðvar Fríverslunarsambandsins í Genf.
ísland og EB
Ákvarðanir um tengsl íslands
við Evrópubandalagið eru eitt mik-
ilvægasta verkefni þjóðarinnar
þessi misserin. Alþingi hefur sam-
þykkt samninginn um EES eins og
hann lá fyrir áður en Svisslending-
ar felldu hann í þjóðaratkvæöa-
greiðslu. Alþingi á svo væntanlega
eftir að íjalla um tæknilegar breyt-
ingar á samningnum fyrir vorið.
Tengsl íslands við EB verða
áfram viðfangsefni, hvort heldur
EES-samningurinn kemst í gagnið
eða ekki. Önnur EFTA-ríki eru í
viðræðum um aðild að EB og óhjá-
kvæmilega breytist þá staða ís-
lands. Því ráðum við ekki sjálf
hvort tengsl okkar við EB verða á
dagskrá eða ekki.
Stjómvöld í öllum EFTA-ríkjun-
um, að íslandi undanskildu, stefna
á aðild að EB. Sama gera þjóðimar
sem fyirum vom austan jámtjalds-
ins, aö Rússlandi e.t.v. undan-
skildu. Sama gera smáríkin í Mið-
jarðarhafi, auk Tyrklands. í raun
er ísland eina landið í Evrópu þar
sem umræður um aðild að EB hafa
ekki komist í dagskrá hjá stjórn-
völdum.
Hvort skyldi þetta nú vekja upp
stærri spumingar um aðrar þjóðir
eða um okkur? Af hverju skyldu
t.d. hin nýfrjálsu smáríki við
Eystrasalt vilja ganga í EB og þar
með afsala sér að hluta til nýfengnu
fullveldi?
Raunverulegt fullveldi
Fullveldishugtakið breytist óhjá-
kvæmilega með sívaxandi utan-
ríkisviðskiptum og aukinni þýð-
ingu alþjóðlegra leikreglna í við-
skiptum og almennum samskipt-
um ríkja. Hið raunverulega full-
KjaJIariim
Vilhjálmur Egilsson,
alþingismaður og
framkvæmdastjóri
Verslunarráðs íslands
veldi hverrar einstakrar þjóðar
getur verið að minnka þótt hið lög-
formlega fuilveldi sé til staðar.
Lögformlega fullvalda þjóð getur
staöið algjörlega vamarlaus gagn-
vart ákvörðunum sem aörir taka
og hún á enga aðild að. Því hafa
EB-þjóðimar gert með sér sáttmála
um gagnkvæm réttindi og skyldur.
Þær taka allar þátt í að móta sam-
eiginlegar leikreglur. Saman geta
þær styrkt raunverulegt fullveldi
með því að hver þeirra um sig af-
sali sér hluta af hinu lögformlega
fullveldi til sameiginlegra stofn-
ana.
ÖU þessi mál þurfum við að
kynna okkur og ræða eins og aðrar
Evrópuþjóðir. Það er blind trú á
eigin óskeikulleik að afskrifa allt
það sem er að gerast í kringum
okkur. Það er ábyrgðarleysi að
halda því fram að aðild að EB komi
undir engum kringumstæðum til
greina.
EB ekki paradís
EB er að sjálfsögðu mannleg smíð
eins og önnur mannanna verk.
Umsókn um aðild að EB er ekki
umsókn um vist í paradís heldur í
samfélagi fólks sem berst fyrir
hagsmunum sínum eins og við.
Þess vegna eru ótal tálmar á veg-
inum fyrir aðild íslands að EB sem
mjög erfitt er að yfirstíga, t.d. sam-
eiginleg fiskveiðistefna og sameig-
inleg landbúnaöarstefna. En hvaö
segir málshátturinn? „Það flskast
ekki nema róið sé.“
Vilhjálmur Egilsson
„Lögformlega fullvalda þjóð getur stað-
ið algjörlega vamarlaus gagnvart
ákvörðunum sem aðrir taka og hún á
enga aðild að. Því hafa EB-þjóðimar
gert með sér sáttmála um gagnkvæm
réttindi og skyldur.“
Skoðanir annarra
Eiga að hnakkríf ast
„Vísindamenn mega og eiga að hnakkrífast í fag-
ritum og á ráöstefnum um vísindi. Þegar mannslíf
eða miklir hagsmunir eru í húfi eiga þeir að tala
einum rómi í umsögn til stjómvalda. Abyrgðarlausar
vangaveltur í fjölmiðlum skaða málstaö vísindanna
og veikja traust almennings á vísindalegum vinnu-
brögöum. Stjómvöld verða aö skilja að vísindaleg
umsögn er ætíð umsögn um líkur. Þeim mun betri
verður umsögnin ef hún er studd ríkulegum mæling-
Um,“ Gunnar E. Sigvaldason, Mbl. 5. mars.
Erf iðleikar banka
„Erfiðleikar banka á Norðurlöndum stafa ekki
af eignarhaldinu heldur fyrst og fremst af þrenging-
um í efnahagsmálum og ógætilegri útlánastefnu. Eg
tel einmitt að það sé meiri hætta á að ríkisbanki
sýni óvarkámi í útlánum sínum en einkabanki sem
býr
við aöhald frá hluthöfunum. Útvegsbankamálið
sýndi einmitt þetta. Einnig tel ég að einkabankar
bregðist fyrr við versnandi atkomu en ríkisbankar
með aðhaldi í rekstri og öðram aðgerðum.“
Jón Sigurðsson í Alþb. 5. mars.
Þróunaraðstoð
„Ef rétt er að málum staöið, er í lófa lagið að
leggja stund á blómleg útflutningsviðskipti samhliða
þróunaraðstoð, eins og dafmin sýna hjá öðrum þjóð-
um, einkum og sér í lagi Noregi, Svíþjóð og Dan-
mörku, sanna. Þess sé vandlega gætt, að íslensk
framleiðsla á tækjum, búnaöi og hugviti verði sett í
öndvegi með öllum þeim verkefnum sem kostuð
væra af íslensku þjóðinni... Vinda ætti bráðan bug
að því að Þróunarsamvinnustofnun íslands verði
lögð niður og jafnframt settur þrýstingur á núver-
andi forystumenn þessara mála svo þeir hjassist upp
úr gömlu hjólfóranum."
Birgir Hermannsson í Mbl. 5. mars.