Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1993, Síða 15
MÁNUDAGUR 8. MARS 1993 15 Endurskoðun varn arsamningsins Miklar umræður eru nú um at- vinnumál á Suðurnesjum enda at- vinnuleysi þar meira en í öðrum landshlutum. Þingmenn og sveitar- sljórnarmenn kjördæmisins hafa um áratugaskeið talið varnarliðið, íslenska aðalverktaka og Keflavík- urverktaka óbreytilega stærð í at- vinnumálum Suðumesjamanna. Jafnvel breytt heimsmynd og lok kalda stríðsins með falli kommún- ista í A-Evrópu, afvopnunarsamn- ingum risaveldanna og endurskoð- un á hemaðarstyrk NATO-ríkja virðist ekki hafa breytt viðhorfum þessara aðila til vamarstöðvarinn- ar og samningsins frá 1951. Samkomulagi þarf að ná Þingmenn og sveitarstjórnar- menn kjördæmisins hefðu átt að Kjallaiiim Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri „Endurskoðun samningsins þarf fyrst og síðast að grundvallast á að auka sjálfstæði, hlutdeild og ábyrgð íslend- inga á rekstri stöðvarinnar.“ eiga frumkvæði að endurskoðun samningsins en bíða ekki eftir ein- hliða aðgerðum Bandaríkjamanna. Samkv. 7. gr. samningsins getur hvor ríkisstjó'min, hvenær sem er, að undanfarinni tilkynningu til hinnar ríkisstjómarinnar, farið þess á leit við ráð NATO-ríkja að samningurinn verði endurskoðað- ur. Slík endurskoðun þarf m.a. að taka til breyttra hemaðarþarfa samnings- og vamarsvæðanna annars vegar og hagsmuna íslend- inga hins vegar. Fækkun í herliði Bandaríkjamanna innan NATO kemur einnig til framkvæmda hér á landi en hún mun leiða til mikils samdráttar í starfsmannafjölda, nýframkvæmdum, - viðhalds- og þjónustusamningum. íslensk stjómvöld veröa að hafa frum- kvæði'og áhrif við slíka endurskoð- un. Endurskoðun samningsins þarf fyrst og síðast að grundvallast á að auka sjálfstæði, hlutdeild og ábyrgð íslendinga í rekstri stöðvar- innar. Samkomulagi þarf að ná við NATO-ráðið og Bandaríkjamenn um nákvæma skilgreiningu á störf- um og starfsmannafjölda íslend- inga á samningssvæðunum. Við endurskoðun samningsins þyrfti m.a. að breyta 8. gr. (Annex) er varðar tollfrelsi varnarliðsins. Það verði afnumið og því gert að greiða öll lögboðin aðflutningsgjöld „Fækkun í herliði Bandaríkjamanna innan NATO kemur einnig til fram- kvæmda hér á landi...“ segir i grein höfundar. af vörum og vistum. Hemaðartæki væru þó undanþegin. Slík breyting myndi leiða til stórlækkunar á lög- gæslukostnaði íslenska ríkisins á varnarstöðinni og skapa umtals- verðar tolltekjur. Varnar- og öryggismáladeild Stofnuð verði vamar- og öryggis- máladeild sem hafi aðsetur á Kefla- víkurflugvelli en vamarmálaskrif- stofa utanrikismálaráðuneytisins verði lögð niður í núverandi mynd og ríkisstofnanir á flugvellinum komi undir viðkomandi ráðuneyti. Núverandi skipan þessara mála hefur alla tíð torveldað eðlileg sam- skipti stofnana og ráðuneyta. Á undanfomum árum hef ég skrifað fjölda greina um vamar- samninginn og bent á ýmsar leiðir til að auka ábyrgð og hlutdeild ís- lendinga í rekstri stöðvarinnar. M.a. benti ég á nokkrar leiðir þegar ég var ráðningastjóri vamarmála- deildar hvemig fjölga mætti störf- um íslendinga í ýmsum starfsdeild- um hersins. En því miður náðu þær ekki fram að ganga, stjómvöld vildu engu breyta. Vamarsamning- urinn hefur staðið óbreyttur í 42 ár - er ekki tímabært að endur- skoða hann í ljósi samtíðar? Kristján Pétursson Rangfærslur í málum Hagvirkis-Kletts Málefni Hagvirkis-Kletts hf. hafa verið nokkuð í sviðsljósinu undan- farið vegna kyrrsetningarkröfu á eignum Hagvirkis-Kletts hf. Krafan er til tryggingar 373 milljónum króna sem skiptastjóri telur forr- áðamenn fyrirtækjanna hafa hlunnfarið Fómarlambið um í samningunum 1990 þegar fyrirtæk- inu var skipt í tvær sjálfstæðar ein- ingar, Hagvirki, sem sá um bygg- ingaverktöku, og Hagvirki-Klett sem sá um jarðvinnuverktöku. Villandi fréttaflutningur Fréttaflutningur af málum þess- um hefur litast nokkuð af ásökun- um skiptastjóra Fómarlambsins á hendur eigendum Hagvirkis-Kletts þar sem þeir eru sakaðir um und- anskot eigna og að gefa Hagvirki- Kletti eignir fyrir hundruð millj- óna, auk þess að greiða persónuleg- ar skuldir úr sjóðum Fórnarlambs- ins. Að þeir hefðu mátt sjá að gjald- þrot blasti við Hagvirki er samn- ingamir vom gerðir og ekki síst að hagur ríkissjóðs hefði verið fyr- ir borð borinn í samningunum. Skoðum málið aðeins í sömu röð og ásakanimar vom settar fram. - Eignir, sem Hagvirki seldi Hag- virki-Kletti, vom metnar og oftar en ekki greiddar af Hagvirki-Kletti með yfirtöku skulda upp í kaup- verð. Þetta verð var frekar talið of hátt af ýmsum aðilum, t.d. við- skiptabanka fyrirtækjanna. Greiddar vom skuldir sem eigend- ur vom persónulega ábyrgir fyrir. Þessar skuldir voru m.a. tilkomnar Kjallariim „Sárast er til þess að hugsa ef aðför sú, sem nú er gerð að Hagvirki-Kletti á meðan í athugun er hvort samningarn- ir frá 1990 standist, verður til þess að kippa stoðum undan rekstri þess svo að óstarfhæft verði áður en niðurstaða fæst og þeir menn, sem með elju og fórnfýsi hafa skapað hundruðum manna lífsviðurværi um langan tíma, standi uppi eigna- og ærulausir.“ Árni Baldursson yfirverkstjóri hjá Hagvirki-Kletti hf. á árunum upp úr ’85 þegar fyrir- tækið gekk í gegnum erfiðleika vegna samdráttar í verktakaiðnaði. Þá dró ríkið úr og afturkallaði áætl- aðar virkjanaframkvæmdir. Þá þurftu eigendur að ábyrgjast per- sónulega og veðsetja eignir sínar til ábyrgðar á greiðslum til efnis- sala, undirverktaka o.fl. sem unnu fyrir Hagvirki, s.s. við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hver átti að borga þetta? Mér er spum? Glataðir samningar Árið 1990 var í gildi samstarfs- samningur við sænska stórfyrir- tækið NCC um stórverkefni. Samn- ingur þessi leiddi af sér, eftir útboð á Fljótsdalsvirkjun, yfirlýsingu frá Landsvirkjun um að semja við fyr- irtækið um það verk. Ef af þeim samningum hefði orðið var NCC tilbúið að leggja 330 milljónir króna í Hagvirki því þeir mátu fyrirtækið á 500 milljónir. Sem sagt, árið ’90 og ’91 voru ýmsir aðrir en eigend- urnir sem ekki töldu Hagvirki gjaldþrota. Hverjir eru þessir „aðrir" sem skiptastjóri telur að teknir hafi ver- ið fram yfir ríkið? Eftir að Fómar- lambið var lýst gjaldþrota í sept- ember hefur hvorki heyrst um íbúðakaupendur, undirverktaka, né launþega sem tapað hafi fjár- munum vegna gjaldþrotsins og engir verkkaupar sátu uppi með hálfkláruð verk. Háar skuldakröfur standa engu að síður eftir og ber þar hæst kröfu ríkis og einnig banka og sjóða. Fómarlambið á einnig kröfu á rík- issjóð, og það ekki litla, eða allt að helmingi á móti viðurkenndum kröfum í búið. Ekki verða þau mál tíunduð hér sem nú em rekin af Hagvirki-Kletti á hendur ríkissjóði fyrir hönd þrotabús Fómarlambs- ins. En líkur má að því leiða að vinnist þau, jafnvel aðeins hluti þeirra, verði skuld við ríkið ekki stór. Að lokum: Sárast er til þess að hugsa ef aðför sú, sem nú er gerð að Hagvirki-Kletti á meðan í athug- un er hvort samningamir frá 1990 standist, verður til þess að kippa stoðum undan rekstri þess svo að óstarfhæft verði áður en niður- staða fæst og þeir menn, sem með elju og fómfýsi, hafa skapað hundmðum manna lífsviðurværi um langan tíma, standi uppi eigna- og ærulausir. Ámi Baldursson „Eg tel að þessi hug- mynd um norrænt gervihnatta- sjónvarp sé leg eins og hún er núna sett fram á Pétur Guðfinnsson, Norðurlanda- framkvæmdastjórí ráðsþingi. Siónvarpsins. Þarna er um það einfalda form að ræða að fréttatímar hvers lands yrðu sendir út óbreyttir í heilu lagi með eða án texta. Það er mikilsvert fyrir íslend- inga og aðra áhugamenn um ís- lensk málefni á Noröurlöndum að geta séð íslenskar fréttir. Á sama hátt er það gagnlegt fyrir Norðurlandabúa og hina fjöl- mörgu aðra áhugamenn um norræn málefni hér á iandi að sjá fréttir frá hinum löndunum. Fréttasjónvarp af þessu tagi er miklu einfaldara og ódýrara í framkvæmd en sú samnorræna sjónvarpsstöð sem mjög var tíl umræðu fyrir 15-20 árum, en þá var ætlunin að steypa saman al- hliöa dagskrárefni frá öllum löndunum og senda það út frá sjálfstæðri sjónvarpsstöð með einni eða fleiri rásum. Sú hugmynd reyndist á þeim tíma vera allt of dýr og erfið í framkvæmd og er varla lengur til umræðu með því að aðstæður hafa breyst í löndunum öflum að þvi leyti að eigin sjónvarpsrásimi hefur hölgað auk þess sem tugir sjónvarpsrása berast gegnum gervihnetti. Samnonæn sjónvarpsrás með alhliða efni myndi því eiga mjög erfitt uppdráttar. Allt ööru máli gegnir um þá útsendingarrás norrænna frétta sem nú er veriö að fjalla um.“ Pólitískt jukk „Ég er á móti norrænu samstarfi. Það er skelfi- leg og alveg Aö rissu leyti er Norður- landaráðbara__________________ gjafastofnun. Indriði G. borsteins- Fólk er á sí- son rithöfundur. feUdum ferðalögum og fé er stöðugt veitt í vitieysu sem engan varðar um og aUra síst Norðurlöndin. Þetta Norðurlandasamstarf er póhtiskt jukk sem rið höfum ekkert gagn haft af og það veröur sama sagan með gervUmöttínn. Eflaust þýðir gervihnöttur að viö eigum að vera með í dagskránni. Eftir- væntingin er raikil því hér eru margir uppar í fjölmiðlum sem tefja sig Kjöma til þess að leiða dagskrá fyrir Norðurlönd. Eg fæ ekki séö aö það sé spenn- andi aö fá dagskrá danska, norska eða sænska sjónvarpsins yfir sig. Við höfum tvær sjón- varpsstöðvar og það er staðreynd að það er ekkert 1 sjónvarpsdag- skrárgerð á Norðurlöndum sem við höfum með að gera. Þessir fundir Norðurlandaráðs oru haldnir tíl að brydda upp á einhverjum nýjungum og þaö er orðiö fátt eitt eftir sem ráðið getur bryddað upp á. Gervilmattasjón- varp strandaði á sínum tíma á höfundarrétti og ég vona að þess- ir Norðurlandahöfundar haldi áfram að heimta svo miklar tekj- ur að þaö sé ckki hægt að reka gervihnött fyrir Skandinavíu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.