Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1993, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 11 PV_____________Útlönd Tölva f ékk ást á eiganda sínum Tölvueigandi í Fujian í Suöaustur- Kína lenti í vandræöum í morgun vegna þess að tölva hans haíði fengið ofurást á honum. Þessi breyting virö- ist hafa orðið á hegðan töivunnar í nótt og kann að standa í sambandi viö daginn sem nú er upp runninn. Fergie bíður í tvíbreiðu rúmi Breska blaðið The Guardin greinir frá því í aukablaði í dag að Sara Ferguson, hertogaynja af Jórvík (öðru nafni Fergie), hafi sest að í bænum Wigan og bíði þar í tvíbreiðu rúmi, væntanlega eftir nýjum elsk- huga. Mynd er af henni í ástarhreiðr- inu. Ekki er betur vitaö en að karlar geti leitað þar huggunar í dag. Kaupahéðnar róaðir með snuðum Hið virta viðskiptatímarit, Euro- Business, segir í morgun frá tilraun sem gerð var á 6000 evrópskum kaupahéðnum. Þeir voru látnir sjúga snuð í von um aö það róaði þá og bætti árangur í viðskiptum. Tilraun- in tókst vel og mátti merkja að kaupahéðnamir losnuðu við auka- adrenalín við tottið. Búist er við að snuð verði almennt notuð í kauphöll- um Evrópu í dag. Menntamenn mega eiga tvö börn Kínversk yfirvöld ákváðu í morgun að breyta ströngum reglum um barn- eignir í landinu. Menntamenn mega nú eiga tvö börn en allur almenning- ur aöeins eitt eins og verið hefur. Dagblað unghðanna í Kína segir að þetta eigi að koma í staö bílagjafa til vísindamanna og aö bömin séu ekki síður eftirsóknarverð en bílarnir. Heimabær Ástríks fundinn Fornleifafræðingar hafa grafið upp rústir heimabæjar Ástríks, gaul- versku hetjunnar sem barðist með góðum árangri gegn yfirgangi Róm- veija í Frakklandi. Neðstu lögin em um þrjú þúsund ára gömul að því er segir í Independent í morgun. Lögregla á sjómennlna Danska stjómin gaf til kynna í gærkvöldi að lögregla yrði köliuð út ef nauðsyn krefði til að stöðva ólöglega lokun hafna af hálfu danskra sjómanna. Lokunin hefur m.a. orðið til þess að norskir fisk- flutningabílar komast ekki til Dan- merkur. Norska stjómin hefur mótmælt aðgerðum sjómannanna. Um sex þúsund danskir sjómenn, eða svo til allur danski veiðiflotinn, hafa verið í höfn frá því á mánudag og komið í veg fyrir alla fiskdreif- ingu. Sjómennimir era að mót- mæla síðustu ráðstöfunum stjóm- valda til bjargar fiskiðnaðinum, svo og minni kvóta og fallandi fisk- verði. Reuter V7lJv£XjZI\ Vandaöur og spameytinn 5 dyrajeppi Verð frá 1.6^8,000 kr. Aflmikil 16 ventla vél með beinni innspýtingu, 96 hö. Vökvastýri - vandaður búnaður Gormafjöðrun á öllum hjólum, aksturseiginleikar í sérflokki. Grindarbyggður - auðvelt að hækka bílinn upp. Eyðsla frá 8 lítrum á 100 km. $ SUZUKI —............ SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 .SlMI 685100 GR>CNI SÍMINN DV -talandi daomi um þjónustul 99-6272 SMÁAUGLÝSINGA- SÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA KiHli Casio herra- og dömuúr -mikið úrval trá kr. 2.990 Supertech ferðatæki m/útvarpi og geislaspilara - glæsilegttæki á góðu verði stgr. kr, 16.900 Supertech Cr 28L útvarps- og vekjaraklukka kr. 2.990 Supertech CD 2000 heyrnatæki kr. 1.790 Philips HS 260 rakvél kr. 4.990 Philips hárblásarar - mikið úrval Philips hárliðunarjárn HP4461 frákr. 1.690 kr. 1.690 Philips Aq 5210 útvarps- og segulbandstæki kr. 7.490 Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMI: 6915 15 •KRINGLUNNI • SÍMI: 69 15 20 og umboðsmenn um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.