Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1993, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR1. APRÍL1993 Fréttir 13 v Kaupa átti blóðefhi úr óskimuðu blóði frá Frakklandi 1985: Menn vanmátu mögu- leikann á eyðnismiti „Þaö var lagt hart að okkur af hálfu innflytjenda og lyfjanefndar spítalans aö kaupa þetta óskimaöa blóöefni frá Frakklandi. Þetta var ódýrasta efnið og menn hugðu gott til glóðarinnar hvað spamaðinn varðaði. En efinn var til staðar varð- andi hættuna sem gat stafað af notk- un efnisins. Það var sagt viö mig að efnið væri ekki skimað með eyðni í huga en hættan á smiti væri þó hverfandi. Þar hafa menn greinilega vanmetið þann möguleika, ekki áttað sig á hvaða alvara var á ferðinni," sagði Þórarinn Ólafsson, yfirlæknir á svæfmga- og gjörgæsludeild Land- spítalans, við DV. Um miöjan síðasta áratug lögðu lyíjainnflytjendur og spítalayfirvöld mikla áherslu á að keypt yrði verk- smiöjuframleitt blóðefni firá Frakk- landi, albúmin, sem gefið er sjúkling- um sem ekki geta tekið næringu. Þetta franska efni var unnið úr ósk- imuðu blóði. Blóðið hafði þá ekki verið skimað með tilliti til eyðni- smits. Fram hefur komið í fréttum að segir Þórarinn Ólafsson yfirlæknir sem barðist gegn kaupunum hundruð sjúkhnga smituðust af eyðni eftir blóðgjöf í Frakklandi um svipað leyti. Þeir sem báru ábyrgð á blóðgjöfinni þar voru gerðir ábyrgir fyrir eyðnismiti og dauða íjölda manns og dæmdir í fangelsi. Þórarinn veitti áformum um inn- flutning þessa efnis harða andstööu. Hann vildi að keypt yrði blóðefni frá Norðurlöndum sem var síðar gert. Það var unnið úr skimuðu blóði og því dýrara. Lá hann undir ámæli frá lyíjainnflytjendum og lyfjanefnd Ríkisspítalanna fyrir andstöðu sína en fékk stuðning af hálfu landlæknis. „Það var suðað mikið í manni, marghringt og spurt hvort við vild- um ekki spara. En mér fannst ekki réttlætanlegt að sparna þarna. Ég hugsaði sem svo aö ef ég væri sjúkl- ingurinn mundi ég ekki vflja það. Á sínum tíma líkti ég spamaðinum af hverri einingu þessa efnis viö einn drykk á veitingahúsi, spamað upp á nokkur hundmð króna.“ Baö um skriflega ábyrgð Þórarinn tilkynnti á sínum tíma Þórarinn Ólafsson, yfirlæknir á svæfingadeild Landspítalans, lagóist hart gegn því aö blóöefni úr óskimuðu blóöi yrði keypt frá Frakklandi um miöj- an siðasta áratug. Eftir japl og jaml og fuöur var hætt viö áformin. Þannig var komið í veg fyrir slys en. hundruð Frakka smituðust af eyöni eftir aö þeim haföi verió gefiö óskimað blóð um þetta leyti. DV-mynd ÞÖK að hann væri reiðubúinn að láta af andstöðu sinni við innflutning ósk- imaða efnisins ef landlæknir og Lyfjaverslun ríkisins mundu ábyrgj- ast innflutninginn skriflega. „Ég bað um þetta skriflegt þegar við vomm orðnir þreyttir á suðinu. En þessir aðflar gátu ekki og hefðu aldrei tekið á sig slíka ábyrgð. Ég vissi það alveg.“ - Hefðir þú setið uppi með ábyrgðina ef óskimaöa blóðefnið hefði verið keyTJt inn? „Já, að verulegu leyti. En þetta varð sem betur fer ekkert mál. Þarna tókst að koma í veg fyrir slys. Það getur verið hættulegt ef einbhnt er á verð lyfja en ekki gæði. Verðmunur- inn hggur nefnflega mjög oft í gæð- unum.“ Þórarinn segir að hvorki heflbrigð- isráðuneytið né ráðherra hafi komið nálægt máhnu á beinan hátt. Af þeirra hálfu hafi bara verið lögð al- menn áhersla á að spara. -hlh Víkingasveit lögreglunnar hefur aö undanförnu haft húsnæöi aó láni á Keflavíkurflugvelli til æfinga. Myndin var tekin á æfingu sveitarinnar í gær og þama virðast skuggalegir náungar á ferð, eöa hvað? Húsió verður rifið þegar Vikingasveitin hefur fullnýtt sér það við æfingarnar. DV-mynd Ægir Már Umdeild loðarveiting til Brimborgar: Borgin haf nar hærra tilboði - borgarstjóm var búin að samþykkja að bjóða lóðina út „Ég gagnrýni fyrst og fremst vinnubrögð borgaryfirvalda, en á engan hátt Brimborg hf. vegna þess að mitt mál er miklu eldra en þeirra. Ég bauð í eignina 19,5 mflljónir, um 20% yfir matsverði, í lok árs 1991 og er margbúinn að ítreka tilboð mitt. Síðan á nú aö fara að afhenda lóðina fyrir mun lægra verð, þrátt fyrir að það sé skjalfest í fundargerö aö það eigi að bjóða eignina út aftur,“ segir Stefán Vagnsson, eigandi Hjólbarða- stöðvarinnar hf. Undanfarið hefur verið rætt í borg- arstjóm að veita Brimborg hf. lóð að Bíldshöfða 1 en fyrirtækið var svipt leyfi fyrir lóð á Suðurlandsbraut 56. Sú lóð var veitt Kjartani Emi Kjart- anssyni sem hyggst setja upp McDonalds-veitingastað. Brimborg- armenn hugðust krefiast lögbanns vegna þessarar gjörðar borgarinnar. Nú er hins vegar annað mál risið út af lóöinni að Bíldshöfða 1 því Stef- án Vagnsson, eigandi Híólbarða- stöðvarinnar hf., krefst þess að lóðin verði boðin út að nýju, eða að fyrra útboð frá 1991 verði látið standa. Forsaga málsins er sú að húsnæði og lóö að Bíldshöfða 1, lóðin sem Brimborg á að fá, var auglýst til sölu þann 1. desember 1991. Á lóðinni stendur slökkvistöð og 315 fermetra byggingarréttur átti að fylgja. Á mifli tuttugu og þijátíu tilboð bárast. Bíla- sala Alla Rúts bauð hæst en Stefán átti næsthæsta tflboðið. Hins vegar vfldu Stefán og aðrir meina að tflboð Alla hefði ekki verið formlegt þar sem ekki var kveðið á Um það í tfl- boðinu hvemig ætti að borga. Emb- ættismenn borgarinnar lögðu hins vegar til að Bflasala Alla Rúts fengi lóðina. Tflboðið væri löglegt. Hæstbjóöanda gefnar 9 milljónir Þann 20. janúar 1992 var síðan sam- þykkt í skipulagsnefnd og borgarráði að byggingarréttur á lóðinni skyldi aukinn úr 314 fermetrum í 1.820 fer- metra. Það var talið auka verðmæti eignarinnar um nokkrar mflljónir króna en tflboð Alla Rúts stóð hins vegar óbreytt. Þama var öllum for- sendum útboðsins breytt, að sögn Stefáns, og verið að afhenda hæst- bjóðanda níu milljónir króna. Þegar það fréttist reis mikill ágreiningur innan borgarstjómar og ákveðið var að öllum tilboðum yrði hafnað og bjóða skyldi lóðina út að nýju og var það skjalfest. Stefán seg- ist hafa nokkrum sinnum falast eftir því við borgarstjóra að fá eignina keypta en hann ávallt borið því við aö honum væri þaö óheimflt vegna fyrri samþykkta borgarstjómar. Stefán fór þá fram á það að eignin yrði boðin út. Brimborg á að fá lóðina fyrir um 17 milljónir en samkvæmt verðlagn- ingu sem Eignamiðlunin gerði fyrir borgina í nóvember 1991 og þeim við- bótar byggingarrétti sem tfl kom má ætla að verömæti eignarinnar sé nálægt 30 milljónum króna. Hjörleifur Kvaran, framkvæmda- stjóri Lögfræði- og stjómsýsludeildar borgarinnar, sagði í samtali við DV í gær að það hefði í sjálfu sér verið óeðlilegt að forsendurnar skyldu breytast eftir að útboðið fór fram. Þaö hefði komið í ljós eftir að útboð- ið átti sér stað að byggja mætti meira á lóðinni heldur en tahð hafði verið áður. Það hefði að sjálfsögðu orðið tfl þess aö eignin varð meira virði. Hann sagði hins vegar ekkert óeðli- legt við það að borgarstjóm hætti við að bjóða lóðina út. Borgarstjóm breytti oft fyrri ákvörðunum sínum. Það væri ekkert nýmæh. -Ari Stuttarfréttir Kröfúhafar í þrotabu Einars Guöfinnssonar samþykkja ekki tflboð Ósvarar, félags heima- manna, um kaup á togaranum Ðagrúnu. Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum hefur lýst áhuga. Útlit er f>TÍr aö bensínverö hækki hér á næstunni í kjölfar hækkana á heimsmarkaðsverði, að sögn olíuforstjóra. Bjöfti kaupir Kaupstaó Björn Sveinsson, kaupmaöur í Kjöti og fiski, hefur keypt Kaup- staö í Mjódd af Miklagarði. Loönuvertíðlokið Um 690 þúsund tonn hafa veiðst af loðnu á þessari verðtíð en 130 þúsund tonn em eftir af kvótan- um. Loðnuvertíð er nú að Ijúka. Ákveðið hefur verið að bjóða út rekstur fríhafnarinnar í Kefla- vík. Einnig á að hækka innritun- argjald í flugstööina um 80%. Reksturinn á aö skila nægum tekjum tfl að greiða af lánum stöðvarinnar. 31 starfsmaður hjá íslenskum skinnaiönaði fékk uppsagnar- bréfið í gær. Frumvarpstrandar Frumvarp um íjöldatakmark- anir í HI strandar í þingflokki Alþýðuflokksins sem ætlar ekki aö samþykkja það óbreytt. Stjórn Blönduósbæjar leggur til að hætt verði að yfirborga kenn- ara og fé sem sparast veröi notað í skólabókasaín og viðhald. Sparisjóður Kópavogs tapaðí 64 mifljónum í fyrra þrátt fyrir að sjóðurinn fengi 39 mifljóna víkj- andi lán frá Seölabanka tfl aö standast eiginfjárreglur -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.