Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1993, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 1. APRlL 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaóaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14. 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aörar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Hrafninn flýgur
Ekkert var ofsagt í ummælum Hrafns Gunnlaugssonar
um ríkisútvarp aílra landsmanna. Ástand stofnunarinn-
ar er lakara en hann lýsti því í þrautleiðinlegum og inn-
hverfum sjónvarpsþætti, sem starfsmenn stofnunarinnar
töldu eiga erindi við landsmenn á bezta hlustunartíma.
Hrafn gat ekki virðingarleysis Ríkisútvarpsins gagn-
vart íslenzku talmáh, sem sést af því, að það hefur ein-
göngu einn málfarsráðunaut, þótt stóru dagblöðin tvö
hafi á sínum snærum tíu manns í fullu starfi og með
mikið úrskurðarvald við að vemda íslenzkt ritmál.
Hrafn sagði, að Ríkisútvarpið væri stöðnuð stofnun.
Það er hverju orði sannara, en segir þó ekki allan sann-
leikann. Réttara væri að lýsa stofnuninni sem steinrunn-
inni. Hún væri gersamlega bjargarlaus, ef hún væri tek-
in úr vemduðu umhverfi þvingaðra afnotagjalda.
Hrafn sagði Ríki'sútvarpið þjást af atgervisflótta. Það
er fremur vansagt en ofsagt, eins og sést, bezt af, að þar
þarf að minnsta kosti tvo menn til að sinna sem svarar
hveiju einu starfi á Stöð 2. í mannafla er stofnunin eng-
an veginn hæf til samanburðar við umhverfi sitt.
Þann fyrirvara má þó hafa á lýsingunni, að hún á
misvel við einstakar deildir Ríkisútvarpsins. Fréttastofa
Gufunnar er að mörgu leytí. ágæt deild, sem þjónar vel
hlutverki sínu, en er reyrð í viðjar úreltra vinnureglna
frá tímum stofnanalegri úölmiðlunar en nú tíðkast.
Við gagnrýni Hrafns má bæta með því að segja Ríkisút-
varpið vera algera tímaskekkju. Það stendur sig ekki frá
sjónarhóh markaðshyggju og ekki heldur frá öðrum sjón-
arhóh, svo sem varðveizlu íslenzkrar tungu. Það ber flest
af kunnum einkennum andvana einokunarstofnunar.
Ríkisútvarpið er fyrir löngu hætt að vera eign allra
landsmanna, ef það hefur einhvem tíma verið það. Það
hefur verið að breytast í eins konar sjálfseignarstofnun
starfsmanna, svo sem sést af formi og skipulagi þrautleið-
inlegrar og innhverfrar þáttaraðar þess um sjálft sig.
Eðlilegt er, að starfsmannafélag slíkrar stofnunar reki
upp ramakvein, þegar hluti sannleikans er sagður um
stofiiunina og frammistöðu starfsmanna. Einnig er eðh-
legt, að það mótmæh sjálfsögðum tihögum Hrafns um,
að dagskrárgerð verði boðin út í meira mæh en áður.
í heilbrigðum fyrirtækjum er fólk rekið fyrir það, sem
það gerir eða gerir ekki. Það er ekki rekið fyrir rangar
skoðanir og þaðan af síður fyrir réttar skoðanir. Brott-
rekstrarsök Hrafns er táknræn sjálfslýsing afvegaleiddr-
ar stofnunar, sem er upptekin af sjálfri sér.
Það er dæmigert fyrir Ríkisútvarpið, að sem stofnun
þolir það ekki að heyra sannleikann eða hluta sannleik-
ans um það sjálft. Það er orðið svo háð hinu vemdaða
umhverfi í gróðurhúsi þvingaðra afnotagjalda, að það
þolir ahs ekki tjáningarfrelsi innanhússmanns.
Hrafn Gunnlaugsson vex af brottrekstrinum, en Ríkis-
útvarpið minnkar. Brottreksturinn er þó ekki með öhu
ihur, því að hann mun opna augu fleiri manna fyrir
því, að stofnunin er tímaskekkja, sem leggur óþarfa byrði
á skattgreiðendur á tímum nægs framboðs af fiölmiðlun.
Þegar Ríkisútvarpið loksins verður selt, er rétt að gera
það í hlutum, svo að eitthvað fáist fýrir þá hluta þess,
sem markaðsgildi hafa, svo sem fréttastofur útvarps og
sjónvarps. Fæstar aðrar dehdir þess em söluhæfar og
verða væntanlega lagðar niður í fýllingu tímans.
Vonandi flýtir frumhlaup Ríkisútvarpsins fyrir því,
að tímaskekkjan hverfi af vettvangi, skattgreiðendum th
hægðarauka og fijálsri notkun fiölmiðla th framdráttar.
Jónas Kristjánsson
Greinarhöfundur segir Finna leggja áherslu á sérstööu sina viö inngöngu í EB, ekki sist i landbúnaöi og
byggðamálum.
Af hverju vilja
Finnar í EB?
Finnar leggja mikla áherslu á aö
telja sig Evrópuþjóð með norrænar
hefðir í lýðræði, menningu, lögum
og rétti. Reynsla þeirra í seinni
heimsstyijöldinni og barátta fyrir
sjálfri tilveru finnska rikisins hafa
sett sitt mark á utanríkisstefnu
þeirra. Nú, þegar kalda stríðinu er
lokiö, grípa Finnar tækifærið og
vilja treysta sjálfstæði sitt með að-
ild að Evrópubandalaginu.
Finnar horfa til Evrópu framtið-
arinnar þar sem lýðræði, mann-
réttindi og markaðsskipulag verða
í fyrirrúmi. Þeir álíta að Evrópu-
bandalagið muni leika lykilhlut-
verk í þróun mála. Finnar telja
aðild að EB í þágu þjóðarhagsmuna
sinna og vilja taka fullan þátt í
uppbyggingunni í Evrópu og taka
á sig þær skyldur sem þaö hefur í
fór með sér.
Berjast fyrir hagsmunum
sínum
Finnar segjast í aðildarviðræðum
sínum við EB ætla að halda fram
skoðunum sínum og berjast fyrir
hagsmunum sínum jafn ákaft og
aðrar þjóðir. Þeir stefna aö niður-
stöðu sem finnska þjóðin álítur
samræmast hagsmunum sínum og
getur því samþykkt. Finnar búast
ekki við neinum vanda í aöildar-
viöræöunum varðandi utanríkis-
og vamarmál. Þeir telja heldur
ekki aö hinn sameiginlegi markað-
ur skapi vanda enda telja þeir sig
eiga samleið með EB á flestum
sviðum.
Finnar sækjast ekki eftir varan-
legum undanþágum frá reglum eða
skyldum EB en telja sig þurfa að
fá kjör við inngönguna sem tryggja
KjaUariim
Vilhjálmur Egilsson
alþm., framkvæmdastjóri
Verslunarráós íslands
þeim jafnræði og réttláta stöðu sem
aðila að bandalaginu. Þeir vilja að
við beitingu og þróun reglna Evr-
ópubandalagsins sé sérstaöa Finn-
lands tekin með í reikninginn. Sér-
staklega á þetta við um landbúnaö
og byggðamál.
Þeir telja sérstakar aðgerðir
nauðsynlegar til að vega upp lofts-
lag á norðurslóðum og miklar
vegalengdir. Því þurfi finnski land-
búnaðurinn aðlögunaraðgerðir til
þess að geta starfað á sameiginleg-
um markaði. Finnar telja sig hafa
svipaða stefnu og EB í byggðamál-
um og benda á að þeir hafi stór
útkjálkahéruð á landamærum sín-
um.
Þessar aðstæður verði m.a. að
hafa í huga þegar réttur til aðstoðar
úr sjóðum EB er metinn. Finnar
munu að sjálfsögðu sækjast eftir
þeim áhrifum sem þeir telja sér
bera innan bandalagsins. Þeir
leggja áherslu á að bæði finnska
og sænska verði meðal opinberra
mála EB. Ennfremur verði að taka
tillit til sjálfstæðis Álandseyja.
Erum við öðruvísi?
Við getum velt ýmsu fyrir okkur
vegna afstöðu Finna til EB. Af
hveiju skyldu Finnar telja aðild að
EB styrkja sjálfstæði sitt og af
hverju erum við í annarri stöðu?
Finnar treysta sér til að sækja um
aðild og beijast fyrir hagsmunum
sínum innan EB. Hvað um okkur?
Vilhjálmur Egilsson
„Finnar búast ekki við neinum vanda
1 aðildarviðræðunum varðandi utan-
ríkis- og varnarmál. Þeir telja heldur
ekki að hinn sameiginlegi markaður
skapi vanda..
Skoðanir annarra
Aðgerðirnar
skiluðu sparnaði
„Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra
hefur á köflum sætt mikilli gagnrýni fyrir spamaöar-
aðgerðir í heilbrigðismálum. Sú gagnrýni hefur kom-
ið úr ólíklegustu áttum - meðal annars ítrekað úr
röðum samstarfsflokksins í ríkisstjóm. Þessa gagn-
rýni hefur ráðherrann staðið af sér... Nú er hins
vegar smám saman að koma í ljós, að aðgerðir Sig-
hvats Björgvinssonar hafa fyllilega skilað því sem
að var stefnt: dijúgum spamaöi og hagræöingu án
þess að draga úr þjónustu við sjúklinga."
Úr forystugrein Alþbl. 30. mars
Ríkissjóðshallinn
„Eftir þær skattahækkanir, sem ákveðnar vom
í nóvembermánuði sl. er nánast óhugsandi að hækka
skatta meira. Þess vegna er ekki önnur leið fær til
þess að draga úr ríkissjóðshallanum en að draga úr
kostnaöi. Það er augljóst, að lítið vit er í því að leggja
aukinn kostnaö á ríkissjóð viö þær aðstæður."
Úr forystugrein Mbl. 31. mars
Krafa til
sjónvarpsstöðva
„Hlutur sjónvarps og kvikmynda í því að ala upp
ofbeldishneigð í unglingum hefur verið til umræðu.
Þaö er að vonum, því Ijóst er að þessir miðlar era
mjög áhrifamiklir og höfða til bama og ungl-
inga... Gera veröur þá kröfu að dagskrárstjórar
og innkaupamenn sjónvarpsstöðvanna hafi ein-
hveija siðferðislega viðmiðun um það efni sem sjón-
varpið býöur upp á.“
Úr forystugrein Tímans 30. mars