Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1993, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993
Néytendur_______________________________________________________________dv
DV kannar verð á páskaeggjum:
Páskaeggin ódýr-
ust í Bónusi
Samkvæmt verökönnun DV sem
gerð var í gær er hagkvæmast að
kaupa páskaeggin í Bónusi af þeim
fimm verslunum sem teknar voru í
könnunina. Egg nr. 5 frá Nóa kostar
í Bónusi 1125 krónur en 1309 krónur
í Kaupstað þar sem það er dýrast.
Egg nr. 8 frá Mónu kostar 899 krónur
í Bónusi en 1079 krónur í Kaupstað
þar sem það er dýrast. Athygli vekur
að Fjarðarkaup og Hagkaup eru með
sama verð í öllum tilfellum frá Nóa
og Mónu en eggin frá íslenskri dreif-
ingu eru aðeins ódýrari í Hagkaupi.
Búist er við verðstríði á markaðn-
um þegar nær dregur páskum og
geta eggin því lækkað í verði frá því
sem nú er.
Farið var í Kaupstað við Miðvang,
Miklagarð við Sund, Hagkaup í
Kringlu, Fjarðarkaup og Bónus í
Hafnarfirði. Ef athugaður er verð-
munur á einstökum eggjum kemur í
Ijós að á eggi nr. 3 frá Nóa munar
18% á hæsta og lægsta verði. Á eggi
nr. 6 frá Nóa munar 10% á hæsta og
lægsta verði.
A eggi nr. 4 frá Mónu munar 20%
á hæsta og lægsta verði og einnig á
eggi nr. 8. Á eggi nr. 10 frá Mónu
munar 15% á hæsta og lægsta verði.
Útlend egg
.. Aðeins tvær verslanir, Hagkaup og
Fjarðarkaup, bjóða upp á Prinsessu-
egg frá íslenskri dreifingu. Þau egg
Páskaegg
Miklig. Fjarðark. Kaupst. Bónus Hagkaup
Nói
Nr.2 283 292 292 292
Nr.3 560 578 489 549
Nr.4 869 849 896 769 849
Nr.5 1270 1245 1309 1125 1245
Nr.6 1938 1998 1998 1812 1998
Móna
Nr.2 314 299 324 299
Nr.4 630 616 649 539 616
Nr.6 814 797 839 699 797
Nr.8 1047 1025 1079 899 1025
Nr. 10 1735 1689 1789 1549 1689
íslensk dreifing
Nr.7 660 646
Nr.9 923 899
Nr. 11 1279 1269
Nr. 13 1699
MD 301 Midi samstæöa
Magnari - 120W
Tónjafnari - 2x5 banda
Geislaspilari - 32 laga minni
Útvarp - AM/FM Víöóma
20 stööva minni
Tvöfalt segulband - Síspilun
Plötuspilari - Hálfsjálfvirkur
Hátalarar - 2x70W - 3 þrep
Fjarstýring - 25 aögeröa
MD 301 DAC samstæða
Sama og MD 301 Midi meö
5 diska geislaspilara'
Skápur meö glerhurð kr. 5.900,-
Jí
RÖNNING
SUNDABORG 15
SÍMI 68 58 68
Páskaeggin biða í hillum verslana eftir kaupendum. Hvert kíló kostar um
og yfir þrjú þúsund krónur. DV-mynd ÞÖK
eru innflutt og hafa verið hér á mark-
aði undanfarin ár. Miðaö við kíló-
verð eru útlendu eggin aðeins ódýr-
ari. Sem dæmi má nefna aö kílóið
af stærð 11 frá íslenskri dreifmgu
kostar 2.721 en lægsta kílóverð hjá
Mónu er 2.990 (stærð 2) og lægsta
kílóverð hjá Nóa er 3.144 (stærð 4).
Strumpa- og prakkaraegg
dýrari
Nói framleiðir svokaUað strumpa-
egg í stærð 4. Við skoðun er ekki að
sjá að eggið sé neitt frábrugðið hefð-
bundnu páskaeggi að öðru leyti en
því að á því trónir strumpur í stað
venjulegs unga. Strumpaeggið er yf-
irleitt hundrað krónum dýrara en
ungaeggið.
Prakkaraegg frá Mónu í stærð 6 er
50 krónum dýrara en venjulegt egg
í sömu stærð. Þaö þarf sem sagt að
greiða aukalega fyrir nýjungina.
í Hagkaupi er til konfektegg frá
Nóa í stærð 6. Það er 500 krónum
dýrara en hefðbundið egg í sömu
stærð. Mismunurinn liggur í því að
það egg er fyllt með konfekti eins og
nafnið gefur til kynna.
Nói framleiðir páskaegg úr dökku
súkkulaði í stærð 4 en það kostar það
sama og eggið úr Ijósa súkkulaðinu.
Egg fyrir sykursjúka
og með mjólkurofnæmi
Móna framleiðir egg fyrir sykur-
sjúka og fékkst það alls staðar nema
í Bónusi. Það kostar 1199 krónur og
er í stærð 8. Móna framleiðir líka egg
án ipjólkur fyrir þá sem eru með
mjólkuróþol en þaö egg fékkst í Hag-
kaupi og Miklagarði. Það kostar 1139
krónur í Hagkaupi en 1033 krónur í
Miklagarði.
Dýrt hvert kíló
Hvert kíló af páskaeggi kostar um
3.000 krónur sem þykir allnokkuð.
Til samanburðar má nefna aö kíló
af súkkulaði í 100 g pakkningum
kostar innan viö 1000 krónur að með-
altali en sú tala fer eftir því við hvaða
tegund er miðað.
-JJ