Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1993 Fréttir Könnun á hagsmunatengslum Hrafns Gunnlaugssonar við Sjónvarpið: Ríkisendurskoðun mun haf na beiðni Hraf ns - málið er ekkert á vegum Alþingis, segir Salóme Þorkelsdóttir þingforseti Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV ‘mun Ríkisendurskoðun hafna beiðni Hrafns Gunnlaugsson- ar um að „tafarlaus athugun" verði gerð á því hvort hann hafi brotiö af sér í starfi eða notfært sér stöðu sína sem dagskrárstjóri hjá Sjónvarpinu í þágu persónulegra hagsmuna. Hrafni verður sent bréf þessa efnis í vikunni. Forseti Alþingis sagði.við DV í gærkvöldi að málið væri ekki á vegum þingsins. Því er ljóst að engin opinber könnun eða rannsókn verð- ur gerð á málefnum Hrafns og Sjón- varpsins að svo stöddu. í hefðbundnum könnunum Ríkis- endurskoðunar á málefnum Sjón- varpsins, sem þegar hafa verið gerð- ar, kom ekkert fram sem gaf tilefni til að gera athugasemdir við „við- skipti" Hrafns við stofnunina. Það er hins vegar ekki þaö sem ræður afstöðu Rikisendurskoðunar til höfn- unar á beiöni Hrafns heldur það að stofnunin telur einstaklinga ekki geta farið fram á að Ríkisendurskoð- un hvítþvoi einn eða neinn með því að setjast í „dómarahlutverk" - það sé ekki hlutverk Ríkisendurskoðun- ar. „Ef menn bera fram einhver svona erindi verða þeir að gera það með formlegum hætti - slíkt hefur ekki borist,“ sagði Salóme Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, aðspurð hvort þing- ið mundi hlutast til um að rannsókn eða könnun verði gerð á málefnum Hrafns Gunnlaugssonar og Sjón- varpsins. Páll Pétursson, Framsókn- arflokki, skoraði á þingforseta úr ræðustóli í utandagskrárumræðum í síðustu viku að láta rannsókn fara á vegum þingsins. Um það sagði Salóme í gærkvöldi: „Páll gerir það þá formlega ef hann óskar eftir því að Ríkisendurskoðun fari ofan í svona mál. Það hefur eng- in slík beiöni borist. Hins vegar hefur þingmönnum borist ljósrit af bréfi þar sem Hrafn sjálfur óskar eftir rannsókn á samskiptum sínum við Sjónvarpið. Að öðru leyti er þetta ekki neitt á vegum Alþingis. Þaö hef- ur ekki komið neitt frekara erindi frá Páli Péturssyni. Hann nefndi þetta í hita umræðunnar um daginn en ef hann ætlar að fylgja því eftir verður hann að gera það formlega,“ sagði Salóme Þorkelsdóttir. -ÓTT Flateyri: Ungur maður tvíkjálkabrotinn - varflutturásjúkrahúsíReykjavik „Ég var að tala við vini mína á sal- erninu á Vagninum á Flateyri og við vorum eitthvað að fíflast. Áður en ég vissi af fékk ég högg í andlitið. Ég spurði náungann hvers vegna hann hefði gert þetta en hann muldr- aði eitthvað óskiljanlegt. Það var engin sýnileg ástæða fyrir því aö hann lemdi mig. Ég þekki árásar- manninn en hef aldrei lent í neinum vandræðum með hann áður. Ég þekki t.d. bróður hans mjög vel,“ segir John Dewitt, ungur maöur frá Suður-Afríku, sem var sleginn illa í andlitiö aðfaranótt laugardags í Vagninum á Flateyri. John var fluttur á Borgarspítalann en var á leið til Flateyrar aftur í gær þegar blaðamaður DV náði tah af honum. John hefur verið búsettur á íslandi í tvö og hálft ár og líkað vel hingað til. Hann vinnur við beitn- ingu á Flateyri. Lögreglan hefur áður þurft að hafa afskipti af árásarmanninum og veit að honum hefur verið laus höndin. Hann er búsettur í Önundarfirði. „Ég ætla að kæra þetta. Þetta breyt- ir ekki því að mér likar vel á íslandi og ég fer aftur að vinna eftir viku. Kjálkinn á mér er tvíbrotinn og aug- Eins og sjá má var heidur illa farið með John sem var að skemmta sér i Vagninum á Flateyri þegar hann fékk hnefahögg i andlitið. DV-mynd ÞÖK að illa farið en læknarnir vita ekki nákvæmlega hversu langur tími líð- ur þangað til ég verð orðinn alveg góður. Þetta var að sjálfsögðu mjög sársaukafullt en ég hef alls enga tii- finningu í þessu núna vegna lyfj- anna.“ -em o í w&ú Slökkviliö Grindavíkur að störfum við söluturninn. DV-mynd Ægir Már Milljóna tjón í Grindavík Ægir Már Kárason, DV, Suðumfisjum Allt tiltækt slökkvilið Grindavíkur var kallað út þegar eldur kom upp í húsi að Víkurbraut 27 í Grindavík á fimmta tímanum aðfaranótt mánu- dags. Mikill eldur var í húsinu og þurftu slökkviliðsmennimir að nota vélsög til þess að komast að eldinum. Húsiö er 300 fermetrar að stærð og er þaö talið ónýtt eftir bnmann. Ljóst er aö þama varð margra miiljóna króna tjón. Talið er að eldurinn hafi komiö upp baka til í húsinu en síðan breiðst fijótt út. í húsinu hefur verið rekinn sölutum og billjarðstofa. Inni í húsinu vom m.a. fjögur billjarðborð ásamt mörgum spúakössum. í sept- ember í fyrra kom einnig upp eldur í húsinu og er talið að kviknað hafi þá í út frá ruslapoka. Lögreglan í Grindavík og sérfræðingar RLR ann- ast rannsókn málsins. Siglfirðingar voru að vonum kampakátir í mótslok. Frá vinstri eru Steinar Jónsson, Ólafur Jónsson, Jón Sigurbjörnsson og Ásgrímur Sigurbjörnsson. DV-mynd Sveinn íslandsbankamótiö í bridge: í f yrsta sinn sem sveit utan Reykja- víkur sigrar Sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar frá Siglufirði vann óvæntan en sann- gjaman sigur á íslandsbankamótinu í bridge sem spilaö var 7.-10. aprO á Hótel Loftleiðum. Það er í fyrsta sinn í sögunni, frá því farið var að halda íslandsmót í bridge árið 1949, sem sveit skipuð spilurum utan höfuö- borgarsvæöisins hefur sigur á mót- inu. Nýbakaöir íslandsmeistarar í bridge em Ásgrímur og Jón Sigur- björnssynir og Steinar og Ólafur Jónssynir. Þeir spilafélagarnir eru af mikilli spilaíjölskyldu, því þeir Ásgrímur og Jón era bræður og Ólaf- ur og Steinar em syiúr Jóns. Keppni um íslandsmeistaratitilinn var jöfn og spennandi fram að lokum síðasta leiks. Svo skemmtilega vildi til að tvær efstu sveitirnar, sveitir Ásgríms og Landsbréfa, mættust í Ullarvörufyrirtækiö ístex skilaði 3 milljóna króná hagnaði á síðasta ári. Fyrirtækiö hóf rekstur haustið 1991 á rústum Álafoss í Mosfellsbæ. lolíaleiknum og mátti sveit Ásgríms tapa leiknum 13-17, en samt hafa sig- ur á mótinu. Sveit Siglfirðinga gerði sér hins vegar líti^ fyrir og vann 18-12 sigur í leiknum og þar með mótið með 11 stigum fram yfir næstu sveit. Lokastaðan í úrslitum varð þannig: 1. Ásgrímur Sigurbjömsson 134 2. Landsbréf 123 3. Verðbréfam. íslandsbanka 109 4. Hjólbarðahöllin 106 5. Tryggingamiðstöðin 100 6. Ghtnir 95 7. DV 82 8. Roche 80 Keppnisstjóri í úrslitum var Kristj- án Hauksson, sem jafnframt sá um að reikna út árangur einstakra para. Bestum árangri náðu Ásgrímur Sig- urbjörnsson og Ólafur Jónsson sem fengu að meðaltali 18,14 stig í leik. A nýafstöðnum aðalfundi var ákveðið að greiða 15% arð í hluta- bréfum. -kaa Stuttar fréttir Togarinn Skutull frá ísafiröi fékk nýverið rækju fyrir tæpar 10 milljónir króna á einum sólar- hring. Samkvæmt RÚV telja kunnugir þetta nánast einsdæmi. Aflaverðmæti eftir yfirstandandi túr stefnir í 45 milljónir. Tekjurafhernum íslendingar fengu tæplega 10,3 milljarða í beinar tekjur frá bandaríska hemum á Keflavík- urvelli á síðasta ári. Unglingar á giapstigum i ársskýrslu RLR 1992 er gagn- rýnt að ekki sé nóg gert til að aðstoða unglinga sem lent hafa á glapstigum. Spurt er hvort ekki sé rétt að lögregla og félagsmála- yfirvöld taki höndum saman í samræmdu forvamarstarfi. DjáknanámíHÍ Háskóli íslands og þjóökirkjan hafa ákveðiö að taka upp djákna- nám í guðfræöideildinni næsta haust. Verksvið djákna verður að aðstoða presta, einkum við líkn- ar- og fræðslustörf. íslenskirhemtenn? Formaður utanríkismálanefnd- ar Alþingis telur að svo geti fariö aö íslendingar leggi til mannafla í friöargæslusveitir á vegum NATO. RÓV hatði þetta eftir Birni Bjamasyni í gær. Breytt vegaáætlun Uppbyggingu þjóðvegarins yfir hálendið milli Norður- og Austur- lands verður flýtt, samkvæmt nýrri vegaáætlun. Skv. Stöð tvö verður liklega byrjaö að leggja bundið slitlag á veginn um Mý- vatnsöræfi þegar í sumar. Faisaöirtékkar Tæplega 3.200 falsaöir tékkar bárust til RLR i fyrra eða um eitt þúsund fleiri en árið á undan. Hrafnúrstjórn Hrafn Gunnlaugsson hefur vik- ið úr stjórn Samtaka kvikmynda- leikstjóra vegna stöðu sinnar sem framkvæmdastjóri Sjónvarpsins. Sigursæl módel íslensk módel unnu til níu verð- launa í alþjóðlegri fyrirsætu- keppni í New York um helgina. Alls tóku um 600 ungmenni þátt í keppninni, þar af 21 frá islandi. Stöðtvöskýrðifráþessu. -kaa -IS ístex skilar hagnaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.