Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1993 Fréttir í dag mælir Dagfari ísafjörður: Kastaðist út fyrirveg í SúðavlkurMíöinni kastaðist bíll út fyrir veg eftir að hafa keyrt á stein sem fallið hafði úr skriðu. Tveir menn voru í bílnum og siasaðist annar þeirra talsvert. Ökumaðurínn, sem ekki var með öryggisbelti, lenti fram í rúðu og skarst á andliti. Parþegínn haíði aftur á móti beltið spennt og siapp ómeiddur. -em Akranes: Staibílog slóst við löggu Ölvaður ungur maður stal bíl á Akranesi á skírdag. Maðurinn ætlaði að stinga lögregluna af en hún elti og tókst að ná þjófnum. Lögreglumaður lenti í slagsmál- um við hann og reif þjófurinn buxur iögreglumannsins. Maður- inn var færöur i fangageymslur lögreglunnar, grunaður um bíi- þjófnað og ölvun viö akstur. -em Bolungarvík: að lyfjum Brotist var inn í togarana Dagr- únu og Heiðrúnu í Bolungarvík á laugardaginn. Tveir menn voru handteknir og sögðust þeir hafa verið að leita aö lyftum. Einnig var stolið öryggistækjum, sólum ogblysumúrtogurunum. -em Eldurútfrá sígarettu Á Ránargötu 5 kom upp eldur aöfaranótt mánudags í risher- bergi á þriöju hæð. Kviknað haiði í tuskum á gólfmu. Búið var að slökkva eldinn þegar reykkafarar fóru inn. Húsráðandi var fluttur á siysadeild með snert af reyk- eitrun. -em Rækjubáturinn Ogmundur RE-94 strandaði við Sigluflörð: Grónir bakkar blöstu við er þokunni létti - sagði skipstjórinn eftir farsæla björgun varðskips og hjálparsveitar „Óneitanlega varð manni afskap- lega bilt við þegar við tókum niðri. Það er ekki á hverjum degi sem mað- ur vaknar við svona lagað. Við vor- um nánast komnir upp í land og þeg- ar þokunni létti blöstu við grónir bakkar. Það hefði einungis tekið okk- ur 5 mínútur að svamla í land í flotg- öllum. En þetta fór betur en á horfð- ist,“ sagði Kristján Ehasson skip- sfjóri eftir giftusamlega björgun af strandstað í gær. Rækjubáturinn Ögmundur RE-94 strandaði undir Staðarhól, gegnt höfninni á Siglufirði, snemma í gær- morgun. Báturinn var á leið til hafn- ar eftir 6 daga útiveru með 22 tonn af rækju þegar óhappið varð. Logn og hægur sjór var á strandstað en svartaþoka. Varskipið Týr aðstoðaöi bátinn, sem er 33 ára, 187 tonna stál- bátur, og kom honum af strandstað um hádegisbil. Félagar í björgunar- sveitinni Strákum á Siglufirði að- stoðuðu við björgunina. Að sögn Kristjáns könnuöu kafarar skemmdir á bátnum áður en hann var dreginn á flot. í ljós komu óveru- legar skemmdir, sýnilega einungis á botnstykki. „Við lentum á sandi. Það þurfti að toga okkur einar þrjár skipslengdir áður en við komumst á flot. Eitt- hvert gijót hlýtur hins vegar að hafa verið á leiðinni úr því botnstykkið gaf sig,“ sagði Kristján eftir björgun- ina. -kaa Yfir 10 þúsund manns voru á skíðum í Hlíðarfjalli á Akureyri um páskana. ívar Sigmundsson forstöðumaður segir mjög óvenjulegt að fá fjóra svona dýröardaga i röð eins og voru i Hliðarfjalli en frá föstudegi til dagsins i gær var sólskin og blíða í fjallinu og fólk var ekki bara á skíðum, það settist einnig niður og sleikti sólina eftir vel heppnaða skiðaferð. DV-símamynd gk I sól og blíðu í Hlíðarfjalli Imérbýrfól Hrafnsmálum er enn ekki lokið. Ekki vegna þess að Hrafn komi meira við sögu, enda settur í stöðu framkvæmdastjóra og ekki lengur á valdi útvarpsstjóra að reka hann. Það sem nýjast gerðist í þessu dramatíska leikverki var að Press- an birti daginn fyrir páska glefsur úr bréfi sem útvarpsstjóri var sagð- ur hafa skrifað Hrafni Guhnlaugs- syni áður en öll lætin byijuðu og áður en útvarpsstjóri rak Hrafn og menntamálaráöherra réð Hrafn. í bréfi þessu, sem skrifað var í trúnaði á milli tveggja traustra vina, er útvarpsstjóri aö vara við sjálfum sér, enda sá vinur sem til vamms segir. Útvarpstjóri segir í bréfmu: „í mér býr fól“ og á sjálf- sagt við að jafnvel þótt hann sé guðsmaður og prestvígður sé hann breyskur eins og önnur mannanna böm og hin illu öfl geti tekið völdin í honum með hinum verstu afleið- ingum. Þetta segir útvarpsstjóri í einkabréfi til Hrafns Gunnlaugs- sonar en vill ekki aö það fari lengra þvi almenningur má ekki vita hvers konar illmenni útvarpsstjóri er. Sjálfsagt til að undirstrika þessa fólsku sína lætur klerkur þess getið í bréfmu að forveri Hrafns í starfi hafi verið eins og „kviksettur páfi með skotthúfu". Hér mun átt við Svein Einarsson en af því að klerk- ur vill heldur ekki að það verði á almanna vitorði hvers konar mað- ur Sveinn Einarsson er er þessi vitneskja útvarpsstjóra sett fram sem trúnaðarmál. Það munu vera þessi ummæh sem ollu því að Hrafn sá ástæðu til að bera lof á útvarpsstjóra sem sér- stakan drengskaparmann enda ekki á hveijum degi sem menn upplýsa bæöi um sínar eigin lynd- iseinkunnir og annarra náinna samstarfsmanna. Hrafn hefur greinlega talið þetta svo mikinn drengskap að hann sýndi bréfið ýmsum trúnaðarvinum sínum sem telja hann greinilega svo mikinn drengskaparmann að þeir segja frá bréfinu án þess að geta um það hvar þeir sáu það. Trúnaöurinn er sem sagt á báða bóga, sem og drengskapurinn, og svo þegar þetta bréf er gert heyrinkunnugt í Press- unni sér útvarpsstjóri ástæðu til að biðja Svein Einarsson opinber- lega afsökunar á „hrópyrðum" sín- um í einkabréfi sem merkt er trún- aðarmál. Segir útvarpsstjóri að þessi orð séu eignuð sér án þess að hann kannist sérstaklega við að hafa viðhaft þau enda er útvarps- stjóri slikur drengskaparmaður að hann opinberar ekki þann trúnað sem hann hefur sýnt Hrafni Gunn- laugssyni með því aö viðurkenna hvaö hann segir í bréfum til Hrafns sem honum eru ætluð einum. Ekki flafiar útvarpsstjóri nánar um það hvaöa merkingu ber að leggja í oröin „kviksettur páfi með skotthúfu" enda í trúnaði sagt og maður brýtur ekki trúnað á vinum sínum sem maður segir þeim í trúnaði og Hrafn hefur heldur ekki brotið neinn trúnaö því honum er ekki kunnugt um hvemig bréfið, sem hann fékk í trúnaði, er komið í Pressuna. Enda þótt maður skrifi bréf og segi eitthvað í þessum bréfum og biöjist afsökunar á því hvað standi í bréfunum er ekki þar með sagt að maöur hafi sagt það sem segir í bréfunum. Þess vegna er rétt að taka fram í afsökunarbeiðnum að tilvitnuð orð séu „eignuð manni“ án þess að þar meö sé sagt að mað- ur hafi sagt það sem er eignað manni. Það er allt annar handlegg- ur og það er Hrafns eða annarra, sem hafa séð bréfið, að staðfesta hvort þetta stendur í bréfinu og Hrafn er slíkur drengskaparmaður aö hann segir ekki frá því sem aðr- ir drengskaparmenn skrifa honum í trúnaði. Enginn vafi er hins vegar á því að þetta bréf mun hreinsa and- rúmsloftið. Útvarpsstjóri sér að hann getur treyst Hrafni og Hrafn getur séð að hann getur treyst út- varpsstjóra. Það ríkir fullur trún- aöur á milli þeirra og hvaö sem öllum uppsögnum eða ráðningum líður þá skrifast þeir á, félagamir, og sýna hvor öðrum fullan trúnað þegar þeir skrifa um fyrrum sam- starfsmenn sína. Allavega er ljóst að útvarpsstjóri býr ekki lengur við það böl aö hafa „kviksettan páfa með skotthúfu" í ábyrgðarstarfi hjá Sjónvarpinu og enda þótt í hon- um sjálfum búi fól þá getur hann í það minnsta treyst því að Hrafn Gunnlaugsson er hvorki fól né með skotthúfu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.