Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1993 5 Fréttir Þrátt fyrir áföll heldur Landsbankinn áfram að bjóða bankastjórum 1 laxveiði: Veiðitúrinn kostar lík- lega um tvær milljónir - ekki umræðuhæft þótt menn fari í lax, segir Sverrir Hermannsson „Þú verður að spyrja einhvem annan en mig, ég stjórna ekki þess- um málum," sagði Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Landsbank- ans, þegar DV spurði hann hvort forráðamenn bankans færu í lax- veiðitúr í sumar og hve háum upp- hæðum yrði eytt í veiðileyfi. - Hver stjómar þá þessum málum hjá Landsbankanum? „Ég held það sé ekki umræðuhæft þótt menn fari einhverja daga og veiði lax. Ég nenni ekki að svara þessu,“ sagði Sverrir. DV hefur heimildir fyrir því að forráðamenn Landsbankans og gest- ir þeirra muni fara í laxveiðitúr í sumar, eins þeir hafa gert undanfar- in 10 ár. „Þeir halda væntaniega áfram að renna fyrir lax i Þverá í Borgarfirði eins og þeir hafa gert síöustu árin. í íyrra veiddu þeir ágætlega," sögðu tveir heimildarmenn við DV. Tveggja milljóna túr Þeir sögðu ennfremur: „Þeir fara venjulega í veiðitúrinn á besta tíma. í sumar kostar dagurinn 55 þúsund stöngin sem þýðir um 400 þúsund dagurinn, en í Þverá er veitt á sjö stangir. Síðan era tveir á hveija stöng sem þýðir yfir 100 þúsund krónur í fæði á dag fyrir hópinn. Mér sýnist að þessi veiðiferð útleggist á næstum tvær milljónir króna.“ Landsbankamenn hafa oftast farið til veiða í Þverá í Borgarfirði en þó hafa þeir líka veitt í Laxá í Aöaldal. Forráðamenn Landsbankans hafa farið til veiða í þessar veiðiár síðustu tíu árin, einu sinni á ári. Má ætla að Bæjarstjórinn í Hveragerði, Hall- grimur Guðmundsson. DV-mynd Óli Jóhann Hveragerði: Sóttumstyrk ÓIi Jóhairn, DV, Hverageröi: Bæjarstjórinn í Hveragerði, Hall- grímur Guðmundsson, hélt fund með atvinnulausu fólki hér 5. apríl að Hótel Örk og var rætt um hið alvar- lega ástand sem ríkir í atvinnumál- um byggðarlagsins. Þar kom fram að bæjarfélagið hef- ur sótt um styrk til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs til eflingar atvinnulíf- inu. Fyrst og fremst þó til nýsköpun- ar á atvinnutækifæram. Um er að ræða ýmiss konar sam- starfsverkefni með fyrirtækjum í einkaeign svo og opinberum fyrir- tækjum. Fram kom í máli bæjarstjóra að í sumum tilfellum væri um tilrauna- verkefni að ræða en þó aö sjálfsögðu horft fram á veginn. kostnaður vegna veiðitúranna sé kominn hátt á annan tug milljóna króna. I bankastjórahópnum má finna mikla veiðidellukalla eins og Sverri Hermannsson og Björgvin Vilmund- arson. Menn með veiðidellu er líka að finna í bankaráðinu eins og Stein- grím Hermannsson, Friðrik Sophus- son og Lúðvík Jósepsson. -hlh/G.Bender / OSKAmiFEYRIR að þínu vali! SVEIGJANLEGUR LÍFEYRIR meignar- eba séreignarfyrirkomulagi Óskalífeyrir leggur áherslu á sveigjanlegt lífeyrisfyrirkomulag. Hann hjálpar þér með einföldum en markvissum sparnaöi að styrkja lífeyrisrétt þinn og leggur þannig grunn að öruggri afkomu á efri árum. í Óskalífeyri getur þú hafið lífeyristöku 60 ára og þú átt val um á hve löngum tíma þú tekur út þinn lífeyri. ÓSKALÍFEYRIR býður upp á eftirtalda lífeyrismöguleika sem velja má úr einn eða fleiri. Ævilífeyrir er greiddur mánaðarlega frá lífeyrisaldri til dánardags. Tímabilslífeyrir er greiddur mánaðarlega í ákveðinn tíma. Lágmarkstími er 5 ár en hámark 20 ár. Eingreiðslulífeyrir greiðist í einu lagi á lífeyrisaldri. Eingreiðslusöfnun er séreignarfyrirkomulag og greiðist í einu lagi á lífeyrisaldri. ÓSKALÍFEYRIR - NÝJUNG í LÍFEYRISMÁLUM! Þú færð nánari upplýsingar hjá tryggingarráðgjöfum Sameinaða líftryggingarfélagsins hf. Hafbu samband! Sameinaða líftryggingarfélagið hf. Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 91- 692500 í eigu Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Tryggingamiðstöbvarinnar hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.