Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1993 Fréttir i>v Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, um væntanlegar aðgerðir ríkisstjómarinnar: Hóf lega bjartsýnn á viðunandi útspil - segir erfiða sólarhringa framundan við gerð kjarasamninga „Miöað við það sem á undan er gengiö er ég hóflega bjartsýnn á að útspil ríkisstjórnarinnar verði þess eðlis að við getum sætt okkur við það. Við munum hins vegar líta á þessar síðbúnu yfirlýsingar þegar þær berast okkur og kalla síðan sam- an samninganefndina. Þaö er að mörgu að gæta, til dæmis varðandi vextina. Þá munum við ekki sætta okkur við aukna skatta á umbjóð- endur okkar til að fjármagna vænt- anlegar aðgeröirr“ segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambandsins. Bjöm Grétar segir fulltrúa ASÍ vænta þess að ríkisstjómin skýri aðilum vinnumarkaðarins frá því í dag til hvaöa aðgerða hún sé reiðu- búin að grípa til að liðka fyrir gerð nýrra kjarasamninga. Samkomulag hefur hins vegar náðst í meginatrið- um milh ASÍ og VSÍ um framleng- ingu á síðustu samningum, að því tilskildu að ríkisstjórnin sé reiðubú- in til aðgerða sem auka kaupmátt og atvinnu. Samninganefnd ASÍ beið eftir útspili ríkisstjómarinnar fram á kvöld síðastliðinn miðvikudag án þess að það bærist. Nokkurrar gremju varð vart fyrir páska hjá samninganefndarmönnum vegna seinagangs ríkisstjórnarinnar. í viðræðum við aðila vinnumarkað- arins hefur hún meðal annars viðrað þá hugmynd að lækka virðisauka- skatt af matvælum niður í 14 prósent um næstu áramót og setja einn mihj- arð í auknar verklegar framkvæmdir í ár og annan á því næsta. Þá hefur hún lýst yfir vilja sínum til að beita sér fyrir vaxtalækkunum. „Það er margt loðið í þessu og í Straumsvíkurdeilunni er aht í hnút. Yfirlýsing ríkisstjómarinnar þarf að vera skýr og afdráttarlaus ef við eig- um að geta sætt okkur við hana. Framundan em erfiðir sólarhring- ar,“ segir Björn Grétar. -kaa Flugfélag Noröurlands: Þrjár gæsir lentu á hreyf li skrúf u- þotu í lendingu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Vélin var komin yfir brautar- endann en ekki lent þegar þetta gerð- ist en lendingin tókst vel og engan sakaði," segir Sigurður Aðalsteins- son, framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, en Metro Fairchild skrúfuþota félagsins fékk fugla í ann- an hreyfilinn er hún var að koma inn th lendingar á Akureyrarflugvelli á laugardagskvöld. 18 farþegar vom í véhnni sem var að koma frá Reykja- vík. Að sögn Sigurðar lentu 3 gæsir á hreyfli vélarinnar og ein þeirra a.m.k. sogaðist inn í hreyfilinn og brotnuðu í honum margir hlutir. Sig- urður segir ekki ljóst á þessari stundu hvort hreyfillinn sé ónýtur en ef svo er þá er tjónið um 20 millj- ónir króna. Fuglalíf við flugbrautina á Akur- eyri er mikið vandamál og segir Sig- urður að frekar sé hlúð að fuglalífi þar en reynt að hindra það og afstýra þannig mikilli slysahættu. „Þaö hef- ur nánast ekkert verið gert til að bæta úr þessu ástandi en það em ýmsar leiðir færar í því eins og t.d. að koma upp svoköhuðum „hátíðni- högnum" og það að láta fuglana aldr- ei í friði og hrekja þá burtu. Slysa- hættan er mikh vegna þeirra og við munum þrýsta verulega á um að eitt- hvað verði gert til úrbóta th að koma í veg fyrir stórslys," sagði Sigurður. Utanríkisráöuneytið: Miðstöð sjái um EES-þýðingar - kostnaðurviðþýðingarorðmnllOmílljómr Ríkisstjómin hefur ákveðið að koma á fót miðstöð th að hafa yfir- stjórn á textaþýðingu í tengslum við EES. í framtíðinni munu tveir starfsmenn vinna á miðstöðinni en einstakar þýðingar verða boðnar út. Samkvæmt heimhdum DV gerði utanríkisráðuneytið tillögur um tvo aðra kosti, annars vegar að koma á fót ríkisstofnun með minnst átta manna sveit fastráð- inna þýðenda og hins vegar að bjóða alla vinnuna út. Hehdarkostnaður við EES-þýð- ingar er orðinn mun hærri en áæti- að var, eða um 110 mhljónir. Ahs hefur rikið launað 15,5 stöðugildi aö undaníornu vegna þessa. Fjár- veiting þessa árs er nánast uppur- in. Að sögn Jóns Baldvins Hannib- alssonar utanríkisráðherra gefur seinkun á gildistöku EES mögu- leika á að draga úr hraðanum við þýðingar og færa fjármuni yfir í þýðingar frá öðrum verkefnum. Til dæmis lækki framlög íslands th aðalskrifstofu, eftirhtsstofnunar og dómstóls miðað við fyrri áætlanir. Tilfærslan þýði því ekki aukin út- gjöld vegna EES. -kaa Akureyri: Tvö slys í umf erðinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Tvö slys urðu í umferðinni á Akur- eyri um páskana en í hvorugt skiptið var um alvarleg meiðsl að ræða. Þriggja ára stúlka varð fyrir bifreið í Aðalstræti. Hún fór í skoðun á slysadehd og var hrufluð og marin. Ökumaður bifreiðar, sem lenti í hörðum árekstri á Spítalavegi, var einnig fluttur á slysadehd en var ekki mikið slasaður. Nokkuð var um hraðakstur á Akureyri þessa daga eins og venjan er á vorin þegar gott veður er. Hjá séra Árna Bergi Sigurbjörnssyni og söfnuði hans í Áskirkju ríkti hátíðar- stemning við fermingarathöfn í gær, annan dag páska. Há sem lág gengu börnin til altaris og hlýddu þar á guðsorð. Eftir að hafa staðfest skirnarheit- ið var þeim haldin veisla þar sem bernskuárin voru kvödd. Vel á sjötta hundrað ungmenna voru fermd í kirkjum landsins í gær. Alls er gert ráð fyrir að á fimmta þúsund ungmenni fermist nú á vormánuðunum. Fermingar- börnin og aðstandendur þeirra eiga eftir að minnast þessarar hátíðar um ókomin ár enda er fermingin talin mikilvægur áfangi i lífi sérhvers kristins manns. DV-mynd JAK Akureyri: Ráðist á lögregluna Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Tveir ungir menn, annar þeirra aðeins 15 ára, réðust á lögreglu- þjóna sem voru að hafa afskipti af tveimur öörum mönnum sem voru í slagsmálum í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt. Annar mannanna tveggja, sem voru í slagsmálum, lá meðvitund- arlaus í götunni er lögreglan kom að. Þegar lögregluþjónamir tveir fóru að hafa afskipti af gangi mála réðust tveir aðrir menn að þeim. Annar lögreglumannanna var klóraður og rispaður í andhti eftir árásina. Annar árásarmannanna fékk gistingu í fangageymslu en hinn, sem var 15 ára, var keyrður heim og báðir eiga væntanlega kæru yfir höfði sér. Að sögn varðstjóra var nokkur ölvun um bænadagana á Akureyri eins og gengur en aht gekk þó stór- slysalaust. Peningamarkaður INNLÁNISVEXTIR (%) hæst innlAn óverðtr. Sparisj.óbundnar 0,75-1 Allirnema isl.b. Sparireikn. 6 mán. upps. 2 Allir Tékkareikn., alm. 0,25-0,5 Allir nema ísl.b. Sértékkareikn. 0,75-1 Allirnema isl.b. VISITÖIUB. REIKN. 6mán. upps. 2 Allir 15-30 mán. 6,25-6,85 Bún.b. Húsnæðissparn. 6,5-6,85 Bún.b. Orlofsreikn. 4,75-5,5 Sparisj. Gengisb. reikn. iSDR 4,25-6 islandsb. iECU 6,75-9 Landsb. ÓBUNDNÍR SÉRKJARAREIKN. Vísitölub., óhreyföir. 2-2,5 Landsb., Bún.b. Óverðtr., hreyföir 4-4,75 Sparisj. SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innantimabils) Vísitölub. reikn. 2,4-3 Landsb., Is- landsb. Gengisb. reikn. 2,4-3 Landsb., Is- landsb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKN. Visitölub. 4,75-5,25 Búnaðarb. óverðtr. 6-6,75 Búnaðarb. INNLENDIR GJALDEYRISREIKN. $ 1,25-1,9 islandsb. £ 3,5-3,75 Búnaðarb. DM 5,75-6 Landsb. DK 7-8 Sparisj. UTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLÁN óverðtryggð Alm.víx. (forv.) 12,5-13,45 Búnaðarb. Viðskiptav. (forv.)1 . kaupgengi Allir Alm. skbréf B-fl. 12,75-14,15 Landsb. Viðskskbréf1 kaupgengi Allir OTLÁN VERÐTRYGGÐ Alm.skb. B-flokkur 8,75-9,35 Landsb. AFURÐALÁN l.kr. 13-14 Landsb. SDR 7,75-8,35 Landsb. $ 6-6,6 Landsb. £ 8-9 Landsb. DM 10,5-11 Sparisj. Dráttarvextir 17% MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf febrúar 14,2% Verðtryggð lán febrúar 9,5% ViSITÖLUR Lánskjaravísitala april 3278 stig Lánskjaravísitala mars 3263 stig Byggingarvísitala apríl 190,9 stig Byggingarvísitala mars 189,8 stig Framfærsluvísitala mars 165,4 stig Framfærsluvisitala febrúar 165,3 stig Launavisitalafebrúar ^ 130,6 stig Launavisitala mars 130,8 stig VERÐBREFASJÖÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða KAUP SALA Einingabréf 1 6.613 6.734 Einingabréf 2 3.653 3.671 Einingabréf 3 4.321 4.400 Skammtímabréf 2,257 2,257 Kjarabréf 4,553 4,694 Markbréf 2,438 2,573 Tekjubréf 1,506 1,553 Skyndibréf 1,927 1,927 Sjóðsbréf 1 3,229 3,245 Sjóðsbréf 2 1,965 1,985 Sjóðsbréf 3 2,225 Sjóðsbréf 4 1,530 Sjóðsbréf 5 1,369 1,390 Vaxtarbréf 2,2757 Valbréf 2,1324 Sjóðsbréf 6 895 940 Sjóðsbréf 7 1171 1206 Sjóðsbréf 10 1192 Glitnisbréf islandsbréf 1,396 1,423 Fjórðungsbréf 1,148 1,165 Þingbréf 1,414 1,434 Öndvegisbréf 1,402 1,421 Sýslubréf 1,333 1,351 Reiðubréf 1,368 1,368 Launabréf 1,022 1,037 Heimsbréf 1,216 1,253 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi á Veröbréfaþingi islands: Hagst. tilboð Loka- verð KAUP SALA Eimskip 4,00 3,65 4,05 Flugleiðir 1,20 1,00 1,19 Grandi hf. 1,80 1,50 1,95 Islandsbankihf. 1,06 1,01 1,06 Olís 1.75 1,75 1,90 Útgerðarfélag Ak. 3,45 3,20 3,58 Hlutabréfasj. VlB 0,98 0,98 1,04 isl. hlutabréfasj. 1,07 1,05 1,10 Auðlindarbréf 1,02 1,02 1,09 Jarðboranirhf. 1,82 Hampiðjan 1,20 1,15 1,45 Hlutabréfasjóð. 1,20 1,20 1,26 Kaupfélag Eyfirðinga. 2,25 2,20 2,30 Marel hf. 2,60 2,40 Skagstrendingurhf. 3,00 3,30 Sæplast- 2,95 2,88 3,10 Þormóðurrammi hf. 2,30 2,30 Sölu- og kaupgengi á Opna tilboösmarkaöinum: Aflgjafi hf. Alm. hlutabréfasjóðurinn hf 0,88 0,91 Ármannsfell hf. 1,20 Árnes hf. 1,85 1,85 Bifreiðaskoðun islands 2,50 2,84 Eignfél. Alþýðub. 1,20 1,15 1,45 Faxamarkaðurinn hf. Fiskmarkaöurinn hf. Hafn.f. 0,80 Gunnarstindurhf. 1,00 Haförninn 1,00 Haraldur Böðv. 3,10 2,94 Hlutabréfasjóður Norður- 1,10 1,06 1,10 lands Hraðfrystihús Eskifjarðar 2,50 2,50 isl. útvarpsfél. 2,00 Kögun hf. 2,10 Olíufélagið hf. 4,45 4,30 4,90 Samskiphf. 1,12 0,98 Sameinaðirverktakarhf. 6,90 6,30 7,18 Síldarv., Neskaup. 3,10 3,10 Sjóvá-Almennar hf. 4,35 Skeljungurhf. 4,25 3,51 5,00 Softishf. 24,00 23,00 25,00 Tollvörug. hf. 1,43 1,10 1,36 Tryggingamiöstöðin hf. 4,80 Tæknival hf. 1,00 0,99 Tölvusamskipti hf. 4,00 3,50 Útgerðarfélagiö Eldey hf. Þróunarfélaglslandshf. 1,30 1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aöila, er miðað við sérstakt kaup- gengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.