Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Page 5
MIÐVIKUDAGUR14. APRÍL1993
5
Fréttir
Fjölgun smábáta á tímabilinu 1983 til 1992:
Sex milljarða fjárfesting
Tvíhöfðanefnd áætlar aö fjárfest-
ing í smábátum hafi aUs numið hátt
í sex milljörðum króna á tímabilinu
1983 fil 1992. Á þessu tímabili voru
teknir í notkun 876 nýir smábátar
undir 10 brúttólestum. Skráðir smá-
bátar í dag eru tæplega tvö þúsund.
Hina miklu fjölgun smábáta má að
- afla tæplega 14 prósent af heildarþorskafla landsmanna
mati nefndarinnar skýra með upp-
töku kvótakerfisins 1984. Þá voru
lagðar hömlur á veiðar allra skipa
nema báta imdir 10 lestum. Þannig
fjölgaði smábátum um 79 prósent á
einungis sex árum og urðu flestir
2.023 árið 1990.
Á árinu 1991 voru reistar skorður
við fjölgun smábáta þannig að til að
nýr bátur gæti hafið veiðar varð að
taka annan bát úr rekstri í staðinn.
Sama ár var að auki settur kvóti á
alla báta frá 6 til 10 lestir. Þetta
tvennt hefur orðið til þess að smábát-
um hefur fækkað lítillega undanfar-
in misseri.
Samfara fjölgun bátanna hefur
hlutdeild þeirra í heildarafla lands-
manna aukist jafnt og þétt. Þanmg
var þorskafli smábáta tæplega 13
þúsund tonn árið 1982 envar orðinn
48 þúsund tonn árið 1990. Nokkuð
dró úr afla smábátanna þegar kvóti
var settur á báta stærri en sex lestir.
Á fiskveiðiárinu 1991 til 1992 var
þorskaflinn 38 þúsund tonn.
Til samanburðar má geta að hlut-
deild smábáta í heildarþorskafla ís-
lendinga var 3,3 prósent árið 1982 en
13,8 prósent á síðasta fiskveiðiári.
-kaa
P.S. Pantaðu hana íkvöld,
■ #’ m * m
a morgun!
i s l a \ v I