Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 15 Upplýsmgaþjón- usta Háskólans KjaUaiinn Einar Þorsteinn hönnuður „Við sjáum 1 dag dæmin sem sanna að einhliða atvinnuvegur getur komið heilu bæjarfélagi á kné. Næst getur það orðið enn stærri eining... „Eins lengi og við segjum það, verður hér engin breyting; þá verður þetta verstöð með verstöðvarhugarfari," segir m.a. i greininni. Nú þegar samdráttur er orðið eitt vinsælasta orð á íslandi stinga uppbyggileg mál og málshefjendur þeirra eins og ofbirta í augun. Nær væri að segja að þau væru eins og ljós í myrkrinu, eða það sem á vel við það málefni er hér skal gert að umtalsefni, að þau upp-lýsi þjóð- málaumræðuna. Upplýsingaþjónusta Háskólans og frumkvöðull þeirrar starfsemi hérlendis, Jón Erlendsson, hafa þegar sannað ágæti sitt við söfnun og dreifmgu upplýsinga sem sparar mörgum manninum stórfé. Þar að auki er krafturinn svo mikill í starfseminni að lausn verkefna er skilað „í gær“ og vekur það furðu þeirra sem þurfa að jafnaði aö hafa viðskipti við stofnanir. Varla þarf að taka það fram að fjárhagslega er UH í svelti. Það nægir að líta á þá pappíra sem íjalla almennt um starfsemina og Jón nánast boösendir um borg og bý. Ekki eru þeir litprentaðir né yflr- leitt prentaðir heldur ljósritaðir á þreytta ljósritunarvél svo að stækkunargler kemur sér vel við lesturinn. En það borgar sig nú samt að rýna í handritin. Sparar þjóðinni stórfé Tilgangurinn með UH er að spara þjóðfélaginu stórfé, ekki bara með upplýsingaflæði, heldur með því að spara mönnum það að vera „að finna upp hjólið" svo vitnað sé í forstöðumanninn. Og er þjónustan svo mikið notuð? Ótrúlega lítið hefði ég sagt ef ég væri ekki einmitt líka frá þessu allsvitandi samfélagi. Það er næsta víst að mjög fáir landsmenn átta sig á þeim hagnaði og hagræðingu sem Upplýsingaþjónusta Háskól- ans getur skapað þeim. En þess vegna er einmitt verið að vekja máls á henni hér. Sjálfsnám UH - þitt tækifæri Nú gætu menn haldið, sem ekki þekkja til Jóns, að hann hirti bara sín laun frá Háskólanum og léti sig litlu skipta hve mikil aðsóknin er að þjónustunni: Ekki getur hann sjálfur skammtað sér rekstrarfé eins og hann ætti raunar skilið. En nei, það er nú eitthvað annað. Nú kynnir UH: Skipulegt sjálfs- nám um atvinnumál og tækifæra- sköpun. Honum rennur það greini- lega til rifja hversu komið er fyrir hugarfari landsmanna, sem ein- blína á fiskinn eins og hann geti að eilífu skilað okkur brauðinu. Einhver sagði nýlega að landið væri verstöð. Hver var það aftur? Og þar kemur hugarfarið einmitt í ljós: Eins lengi og við segjum það, verður hér engin breyting; þá verð- ur þetta verstöð með verstöðvar- hugarfari. Af hverju dettur engum í hug að segja að hér sé orkumið- stöð norðursins? Við sjáum í dag dæmin sem sanna að einhliða atvinnuvegur getur komið heilu bæjarfélagi á kné. Næst getur það orðið enn stærri eining, þegar þróunin er einu sinni komin af stað. Þess vegna þarf heila flóru af framleiðsluatvinnu hér á landið núna. Starfsemi UH er beinn liður í þeirri viðleitni. Einar Þorsteinn Féþúfa Landgræðslunnar og mývetnskir þúf nabanar Mikið varð ég glaður er ég heyrði og sá þær fréttir að nokkrir valin- kunnir sómamenn í Mývatnssveit hefðu tekið til sinna ráða og lagt að velli sandöldu nokkra sem nálg- ast óðum Dimmuborgir. Og glæsi- legar voru dráttarvélarnar. Skín- andi fagrar voru þær og aldregi fyrr hef ég séð svo marga skínandi kostagripi til dráttar samankomna. Já, vel er búið á stórbúum Mý- vatnssveitar. Enda margt fé. Kempumar, sem töldu sig vera að leggja „féþúfu“ Landgræðslunnar að velli, ljómuðu líka af hugsjóna- eldi. Já, það gerðu þeir. Smámoldarryk var að vísu enn í augum þeirra sumra frá því í fyrra- vor, þegar helvítis fjölmiðlamir vom að skipta sér af rollunum þeirra, en það skánar vonandi fyrir næsta moldarbyl. Þeirfærafórnir Er nú gott til þess aö vita að land- græðslustarfið í Mývatnssveit er KjaUarinn Sigurjón Benediktsson tannlæknir á Húsavik komið í ömggar hendur. Land- græðslan hefur sjálfsagt búið til þessa sandöldu til að klekkja á blessuðum rollunum. Svei þeim. Svo segja illar landgræðslutungur að þessi sandalda sé afleiðing upp- blásturs á afrétti Mývetninga. Kjánamir þeir ama. Fallegar vom líka heyrúllumar sem sómamennirnir valinkunnu dreifðu á sandölduna. Mér var hugsað til þeirrar fómar sem þess- ir sómamenn voru að færa: Taka rándýrt hey sem er ræktað með erfiðsmunum 300 metrum yfir sjáv- armáli og færa það aftur móður jörð. Að vísu hvarflaði að mér að meiri árangur hefði borið að gefa rollunum þetta hey og spara þann- ig viðkvæman gróður. En þeir vita nú hvaö þeir em að gera gróður- vinirnir í Mývatnssveit og ekki trúi ég að heyið hafi verið ónýtt. 120 rúllur, hver u.þ.b. 300 kiló! Nei, slíkt hendir aðeins búskussa en varla málsvara þessa heybagga- verks hvað þá aðra mývetnska bændur. Þegar ég sá og las um þetta aff eks- verk Mývetninga rann upp fyrir mér að Landgræðslan er greinilega á villigötum í Mývatnssveit og tími til kominn að breyta vinnulagi þar. Þessir sómamenn hafa sýnt það og sannað, svo ekki verður um villst. Viö sem ekki höfum enn náð eins langt og þeir í landgræðslu og land- vemd fógnum því að nú geti Land- græðsla ríkisins farið að sinna öðr- um verkefnum í Þingeyjarsýslum. Verkefhin em ærin. Reikningur fyrir ruddann Ljóst er að mikið mun xýmka fjárhagur Landgræðslunnar við það aö Mývatnssveit er nú bjargað vegna aðgerða títtnefndra sóma- manna. Stór hluti útgjalda Land- græðslunnar hefur farið til áburð- arkaupa og ekki höfum við hin séð eftir því að áburðartonnin frá Landgræðslunni hafi lent á hlaðinu hjá þessum sómamönnum og út- vörðum gróðurvina. Sei, sei nei. Og flutningurinn. Ó, já, ekki höfum við skattborgaramir talið hann eft- ir heldur. Ávallt hef ég horft með stolti á eftir þreyttum vömbílum hlöðnum glitrandi áburðarpokum bruna upp í Mývatnssveit til bjarg- ar landinu. Valinkunnir bændur hafa nú tek- ið að sér uppgræðslu í Dimmu- borgagirðingmmi í Mývatnssveit. Þar verður melnálin holl eins og fyrrum. Og miklu hafa þessir menn áorkað: Framleitt haugakjöt á eyði- mörk og fengið greitt fyrir úr sam- eiginlegum sjóðum, beitt fé á við- kvæman gróður á almenningi en fengið gefins áburð á heimalönd og loks fengið greitt fyrir land- græðslustörf sem þeir segja sjálfir að skili engum árangri. Hvað er þá eðlilegra en að senda nú Land- græðslunni reikning fyrir hey- mddann? Framtíð Mývatnssveitar er björt eða hvað? Já, blessuð sértu sveitin mín. Margblessuð. Sigurjón Benediktsson „Og miklu hafa þessir menn áorkað: Framleitt haugakjöt á eyðimörk og fengið greitt fyrir úr sameiginlegum sjóðum, beitt fé á viðkvæman gróður á almenningi en fengið gefins áburð á heimalönd.“ Verndum „Viö höfúm ekkifengiðal- mennilegan þorskárgang síðan 1984. 1985-1992 eru árgangamir annað hvort afspymulé- legireðaund- Sveinn Sveinbjörns- ir meðallagi. son flskifræðlngur. A þessu tíma- biU höfum við upplífað bæöi gott og slæmt ástand í hafinu en al- mennilegir árgangar hafa ekki komiö. Það eina sem hefur veriö stöðugt þennan fíma er lítill hrygningarstofn. Hrygningar- stofh þorskins er svo smár að það em líkur á því að hann sé tak- markandi í viðkomu þorskstofns- ins. Því er nauðsynlegt að leyfa þeim kynþroska fiski, sem nú er til í sjónum, að hrygna svo við nýtum hrygningarstofhinn eins vel og hægt er. Með veiðistoppinu emm viö að vemda fiskinn tíma- bundið til að leyfa honum að hrygna. Ástæða þess að veiðistoppiö er lengra en áður, 15 dagar, er aö hrygningin gerist ekki öll á einni viku. Hún á sér stað á lengri tíma. Ef vemda á þorskinn á sem áhrifaríkastan hátt verðum viö því aö lengjafriðunartímann. Við teljum okkur ná til aðalhrygning- artfmans með veiöistoppinu. Menn em hræddir um að lítill hrygningarstofn sé orðinn mjög takmarkandi þáttur i nýliðun þorskstofnsins.Því era helstu hrygningarstöðvar þorsksins friöaðar núna." Kolvitlaus vinnubrögð „Páska- stoppiö er upphaflcga sett út af vinnu í landi, það var ekki sett í tengsl- um við hrygningu _ moln þorsksins. ***£. Það er enginn sk‘P*ti°r 1 est' aö mótmæla manna^um' því að stoppa veiðar yfir hrygn- ingartímann en páskarnir dga alls ekki að ráöa þvf hvenær hætt er að veiða. Þorskui'inn hag- ar sínum hrygningum ekkert eft- ir því hvort páskamir em í mars eða apríL Það á að fylgjast meö því hvenær fiskurinn hrygnir og beita síðan skyndilokunum á hrygningarsvæðunum. Það á ekki að fara eftir svona mgli eins og á sér stað núna. Þetta framlengda páskastopp skilar sér ekki nema að takmörk- uðu leyti. Það er í fyrsta lagi um mánaðamótin sem þorskurinn hrygnir úti í köntunum þar sem viö höfum veriö að veiða. Þannig vom þijár vikur í hrygningu þeg- ar viö hættum, 7. apríl. Inni á grunninu hrygnir þorskurinn hins vegar fyrr. Vegna mismun- andi hrygningartíma þarf að fylgjast vel með hrygoingunni og beita skyndilokunum. Það er ekki hægt aö gefa sér það að þorskur- inn hrygni á fyrhfram ákveðnu 15 daga tímabili sem miöast viö páska. Viö erum búnir að veiða á þessum svæðum í 20 ár en þaö er aldrei hiustað á okkur. Þeir vita þetta allt betur við skrifborð- in í Hafró og þannig hefur þaö alla tíð verið. Svo sjáum viö svona snarvitlausvinnubrögð." -hih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.