Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Síða 32
F R E T T
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjörn - Augiýsingar - Askrift - Dreifing: Sími
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993.
W
Kjarasamningamir:
Efasemdir
í ríkisstjórn
um tilboð
Davíðs
Stöðug fundarhöld voru í gær og
fram á nótt milli aðila vinnumarkað-
arins og ráðherra ríkisstjórnarinnar
í kjarasamningaviðræðunum. Sam-
komulag náðist ekki. Enn hefur eng-
in lausn fundist í álversdeilunni. Af
hálfu ASÍ hefur sú krafa verið sett
fram að deilan verði leyst áður en
nýr kjarasamningur verði gerður.
Nýtt tilboð barst frá ríkisstjórninni
í gærkvöldi sem þykir ásættanlegt.
Fundað verður í miðstjórn ASÍ og
innan VSÍ í dag um stöðuna.
Fyrir utan lækkun matarskatts frá
1. nóvember er gert ráð fyrir hækkun
skattleysismarka sem nemur 0,5 pró-
senta kaupmáttaraukningu. Auk
þess að úthluta aflaheimildum Ha-
gráeðingarsjóðs án endurgjalds og að
settir verði 2 milljarðar í verklegar
framkvæmdir á þessu ári og því
næsta.
Samkvæmt heimildum DV er ekki
einhugur innan ríkisstjórnarinnar
um það tilboð sem Davíð Oddsson
forsætisráðherra kynnti aðilum
vinnumarkaðarins í gær. Til að
mæta útgjaldaaukningunni er gert
ráð fyrir að tekinn verði upp 10 pró-
senta flatur skattur á fjármagn sem
skilamun ríkissjóði allt að milljarði.
Um þetta er ekki sátt innan Sjálf-
stæðisílokks. Af hálfu krata þykir
hins vegar sýnt að ekki takist að
koma böndum yfir vexti aukist halli
ríkissjóðs. Ljóst þykir að halda verði
sérstakan ríkisstjórnarfund áður en
endanlegra yfirlýsinga er að vænta
fráríkisstjórninni. -kaa
úr heimildum
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði á aðalfundi íslenskra
sjávarafurða hf. að þorskaflinn gæti
orðið 230 þúsund tonn á þessu fisk-
veiðiári. Ráðuneytið haföi ákveðið
að aflinn skyldi vera 205 þúsund tonn
og Hafrannsóknastofnun lagði til að
hann yrði 190 þúsund. Ástæður meiri
afla eru taldar veiðar smábáta, miili-
færsla afla milli ára og tvöfóldun
línu.
„Það segir sig sjálft að það er baga-
legt þegar veiðin fer fram úr heimild-
um en ég vil ekki segja um hvort
þetta hefur áhrif á tillögur okkar fyr-
ir næsta tímabil," segir Jakob Jak-
obsson, forstjóri Hafrannsóknastofn-
unar. Hann segir tillögumar fyrir
næsta ár munu hggja fyrir um mán-
aðamótinmaí-júní. -Ari
LOKI
,Þegar þú færð bréfið þá
veistu hvaðégvil..."
Ólafur G. um fullyrðmgar um þrýsting á Norræna kvikmyndasj óðinn:
\
Ea hef ekki sknfað
hetta bréf
pviin ifi vi
„Ég hef ekki skrifað þetta bréf
og kem þar hvergi nærri. Tíminn
þyrfti helst að birta þetta bréf meö
undirskriftinni og þá ófalsað. Mér
er alveg sama hvenær bréfið er
dagsett. Það er hugsanlegt að ein-
hverjum starfsmönnum í ráðu-
neytinu detti i hug að skrifa bréf-
það eru auðvitað skrifuð mörg bréf
í ráðuneytinu án þess að þau séu
borin undir ráðherra, drottinn
minn dýri. En þetta bréf, ef skrifað
hefur verið, hefur ekki verið borið
undír mig. Timinn segir að ég hafi
skrifað bréfxð en það er beinlinis
rangt7“ sagöi Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra í samtali við
DV í morgun.
I forsíðufrétt Timans í dag er full-
yrt að Ólafur hafi á síðasta ári þrýst
á stjórn Norræna kvikmyndasjóðs-
ins um að veita Hrafni Gunnlaugs-
syni styrk vegna kvikmyndar hans
Hin helgu vé. Hann hafi sent stjórn-
arformanni sjóösins bréf, dagsett
29: október,; „með ótvíræðum for-
tölum um að veíta Hrafni“ flár-
styrk.
„Viö höfum aldrei fyrr orðið fyrir
þrýstingi svo háttsetts manns,“
Þetta er haft eftir forstjóra sjóðs-
ins, kvikmyndaframleiðandanum
Bengt Forslund. Hrafn sótti um
styrk upp á rúmlega 2 milijónir
sænskra króna. Á fyrri hluta síð-
asta árs varð síðan ljóst, að sögn
Hrafns í DV nýlega, að sjóðurinn
væri tóinur. í Tímanum i dag er
sagt að 16. desember hafi Norræni
sjóðurinn ákveðiö að veita Hrafni
sty’rk upp á 1 milljón sænskra
króna.
Tínunn segir bréf menntamála
ráðherra hafa verið 3 biaðsíður að
lengd, ritað á sænsku. Þar er eftir-
farandi tilvitnun: „Vér álítum að
sjóðurinn, með tilliti til atburða-
rásarínnar sem rakin er að framan,
sé siðferðilega skuldbundinn til aö
efna gefin loforð."
Ólafur sagðist ekki kannast við
að ráðuneytið, hvorki fyrr né síðar,
skilfi bréf með hliðstæðum tilmæl-
um og greinir hér að framan. „Ég
þekki þetta mál, það er ekkert nýtt
fyrir mér. Ég vissi að Hrafni voru
gefin fyrírheit. En aö ég hafi sett
ofan í við stjórn sjóðsins er af og
frá,“ sagði Ólafur. Ráðherra sagði
Hrafn ekki hafa leimö eftir sinni
aðstoð.
Um þróun máls Hrafns að und-
anförnu, á meðan ráöherra hefur
dvalist erlendis, sagði Ólafur: „Mér
fmnst þessi umræða dæmalaus lág-
kúra.“
Um höfnun RíkisendurskiKðunar
um rannsókn á málefnum Hrafhs
sagði Ólafur:
„Mér finnst sjálfsagt að Ríkisend-
urskoðun fari ofan i þessi mál. Ég
mun ræða við Hrafn á eftir. Ég get
beðið um þetta og mun gera það
efHrafh óskarþess," sagði mennta-
málaráðherra.
-Ó'Fl'
HákonÞH:
Með 60 millj-
óna rækjufarm
Hákon ÞH lagðist að bryggju í
Reykjavíkurhöfn í morgun með 120
tonn af stórri og myndarlegri rækju
sem veiddist á Dohrnbanka. Verð-
mæti aflans mun vera um 60 milljón-
ir króna en ríflega 70 prósent hans
verða seld til Japans og Evrópu.
Hákon var 24 daga í þessum túr og
hljóðið gott í mönnum. Rækja hefur
ekki veiðst á Dohrnbanka síðan í
fyrra en nú munu um 20 bátar vera
þar á rækjuveiðum. -hlh
Grindavík:
Grunur um
ikveikju
Hún Berglind litla Guðmundsdóttir skrapp í sveitina að Vorsabæ á Skeiðum um páskana til að skoða geitur og
kiðlinga sem þar eru. Kiðlingurinn á myndinni er aðeins nokkurra daga gamall og þykir greinilega gott að láta
Berglindi klappa sér. DV-mynd EJ
Flest virðist benda til þess að brot-
ist hafi verið inn og síðan kveikt í
þegar sölutuminn Stjaman í Grinda-
vík brann að morgni annars í pásk-
um. Rannsóknarlögregla ríkisins
vinnur að tæknirannsókn vegna
brunans en rannsókn er annars í
höndum lögreglunnar í Grindavík.
-hlh
Veðriðámorgun:
Víða
skúrir
Vestanlands verður vestlæg átt,
kaldi og skúrir eða slydduél
sunnan til en él norðan til. Skúr-
ir verða suðaustanlands en norð-
anlands veröur skýjaö með köfl-
um og úrkomulítið. Hiti 0-6 stig.
Veðrið í dag er á bls. 28
ORYGGI - I A(;.MHNNSKA
1.ANDSSAMBAND
ÍSL. RAFVERKTAKA
TVOFALDUR1. vinningur