Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1993, Side 8
8
FÖSTUDAGUR16. APRÍL1993
Utlönd
LosAngeles:
Hermenn og lög-
reglafjölmenná
götunum
Yíirvöld í Los
Angeles hafa
skipað 600
þjóövarðliðum
meö alvæpni á
götur borgar-
innar til aö að-
stoðafjölmennt
lögreglulið í
baráttu viö ofbeldissfeggi þegar
niðurstaða fæst í máli Rodneys
King. Kviðdómendur hafa nú set-
ið á rökstólum í sex daga án þess
að komast að niðurstöðu um
hvort sakfella skuli lögreglu-
mennina sem börðu King til
óbóta í fyrra. Búist er við óeirðum
hver sem niöurstaðan verður.
Fangelsifyrirad
nauðga 9 stúlkum
Sænski plötuútgefandinn BiUy
Butt hefúr verið dæmdur til fjög-
urra ára fangavistar fyrir að
nauðga níu ungum stúlkum.
Hann segir að stúlkurnar hafi
sofið þjá sér sjálfviljugar. Stúlk-
urnar sögðust hafa sængað með
honum gegn ioforðum um plötu-
samninga. Dómurinn taldi að
Billy hefði notað sér aðstöóu sína
sem útgefandi.
Reuter og TT
Stuttar fréttir
Ræða meira um Bosniu
Ákveðið er að kalla öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna saman í
næstu viku til tveggja daga fúnd-
ur um Bosníu. Þetta er gert til
að svara gagnrýni á aö ffestað
var að herða aðgerðir gegn Serb-
um.
Skothríð á Srebmica
Bosníu-Serbar héldu í gær uppi
stöðugri skothríö á íslamabæinn
Srebmica í gær. Hjálparstofhanir
segj a ástandið fara dagversnandi.
Major á móti vopnasölu
John Major, forsætisráðherra
Breta, lýsö í gær andstööu sinni
viö hugmyndir um að heimila
sölu á vopnum tii íslama 1 Bosníu.
Manndráp i Suður-Afríku
Óaldarseggir myrtu tvo hvíta
menn í Transkei í Suður-Afríku
í gær. Síðustu daga hafa tugir
manna faliið í óeiröum í kjölfar
morðsins á Chris HanL
Stríðsöxin ekfci grafin
Bill CUnton Bandaríkjaforseti
vill ekki enn sættast við Víet-
nama og ræða mál stríðsfanga
nema þeir gefl fúllnægjandi svör
um afdrif hundraða hermanna. Á
meðan verður stríösöxin ekki
grafm.
MálþófgegnClínton
Repúblikanar á Bandaríkja-
þingi hóta að beita málþófi til að
stöðva hugmyndir Bill Clintons
um að verja 16 miiljörðum dala í
að skapa ný störf.
Rfkisstjóm ísraels ætlar að
fjórfalda ffamlög til þróúnar-
starfs á hemumdu svæðunum.
Sfjómin situr undir ámæli fyrir
aö halda þeim í einangrun.
Ráðuneytiílogum
Bldur kom upp f utanríkisráðu-
neytinu í Lagos í Nígeríu í gær.
Fólk lokaöist inni en ekki er vitað
um mannijón. Eldsupptök era
Ókunn. Reuter
Marita Petersen, lögmaður Færeyja, um dökka framtíð eyjanna:
Sættumst nauðug á
dönsku einokunina
- getum eins lagt niður þing og landstjóm, segja andstæðingamir
Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum;
„Við eigin engra annarra kosta völ
en sættast á dönsku einokunina. Þaö
er ekkert nýtt að bankarnir ráði at-
vinulífinu hér. Nú verður það gert
fyrir opnum tjöldum," segir Marita
Petersen, lögmaöur Færeyja, um þau
áform að stofna risafyrirtæki til að
stjóma færeyskum sjávarútvegi.
Nýjustu hugmyndir eru að hafa
fyrirtækin tvö og láta annað sjá um
fiskvinnslu en hitt um útgerðina.
Richard Mickelsen, formaður fær-
eyska fjárfestingasjóðsins, ræðir í
Marita Petersen lögmaður.
dag við landstjómarmenn um fram-
hald málsins. Fjárfestingasjóðurinn
er í eigu færeyskra banka sem síðan
eru í danskri eigu.
í fyrstu verða öll nema þrjú eða
fjögur fyristihús sett undir nýja fyr-
irtækið. Þau sem útundan verða geta
ekki treyst á fyrirgreiðslu bankanna
og munu því nauðug ganga inn í
nýja fyrirtækið.
Annfinn Kallsberg, formaður
Fólkaflokksins, segir að þessi niður-
staöa jafngildi því að landstjómin og
þingið afsali sér öllum völdum. Hér
eftir fari Richard Mickelsen í raun
með stjóm landsins.
Fólkaflokkurinn, sem stendur að
landstjóminni með jafnaðarmönn-
um, vill að sett verði lög sem banni
einokun í sjávarútvegi. Jafnaðar-
menn em á móti og segja að lög af
þvi tagi séu tilgangslaus því bank-
arnir eigi fyrirtækin hvort eð er.
Ósætti er því mikið í stjórninni en
samt litlar líkur á stjórnarshtum því
báðir flokkamir óttast afhroð í kosn-
ingum. Stjómin er mjög óvinsæl og
er sökuð um að hafa komið efna-
hagnum í þrot.
Mikið öngþveiti ríkti í verslunarmiðstöðinni eftir að sprengjan sprakk. Tugir manna þurftu að komast á sjúkrahús
hið bráðasta. Hér má sjá lögreglumann reyna að hafa uppi á sjúkrabil á sprengjustaðnum. Símamynd Reuter
Fimmtán drepnir og 100 særöir í sprengjutilræði í Kólombíu:
Verslunarmiðstöð í rúst
Ókunnir sprengjumenn lögðu fjöl-
sótta verslunarmiðstöð í Bogota í
Kólombíu í rúst í gær með öflugri
spmgju í bíl. í það minnsta 15 menn
létu lífið og um eitt hundrað særð-
ust. Lögreglan kennir eiturlyfjabar-
óninum Pablo Escobar um tilræöið
en enginn hefur lýst ábyrgð á hendur
sér.
Sprengjunni var greinilega ætlað
að granda sem flestum. Margt fjöl-
skyldufólk var í bygginguni þegar
sprengjan sprakk og em böm meðal
þeirra sem létu lífið. Forseti landsins
sendi þegar frá sér tilkynningu þar
sem hann fordæmdi þetta voðaverk
og hét því að herða baráttuna gegn
hryðjuverkamönnum.
Aðkoman í verslunarmiðstöðina
var hroðaleg eftir tilræðið. Slasað
fólk lá á víð og dreif og neyðaróp
heyröust frá fólki sem lá fast undir
braki eða hafði fengið í sig glerbrot.
Reuter
Mikið hneyksli við blóðgjafir á bamasjúkrahúsi 1 Toronto 1 Kanada:
Norðmenn út-
varpafránorð-
urpólnum
Útvarpsstöðin Radio 1 í Osló
áformar að senda út útvarpsþátt
frá norðurpólnum í lok aprO.
Þátturinn verður þriggja klukku-
stunda langur ef veður lofar og
tækjabúnaður stenst frostið. Út-
varpað veröur á stuttbylgju og
þátturinn kemur til með að nást
um nánast allan heim, að því er
Leshe Goldsach, einn þáttagerð-
armannanna, segir. Útsendingin
er liður í 10 ára afmæli útvarps-
stöðvarinnar en ekki er vitaö
hvaða efni verður tekið til um-
fjöllunar í þættinum.
Clintonborgaði
of litlaskatta
Bill Clinton
Bandaríkja-
forseti og
Hillary kona
hans hafa
sent skattyf-
irvöldum þar
í landi ávísun
upp á fjögur
þúsund doll-
ara. Greiðslcin er vegna rukkunar
sem forsetahjónin fengu fyrir að.
hafa greitt of lága skatta í fyrra.
Dýrtaðhenda
rusliísjóinn
Skipafélagið Princess Cruises,
sem kallar sig Ástarbátinn, hefur
verið dæmt til að greiða hálfa
milljón dollara í skaðabætur fyrir
að henda rash í sjóinn. í málinu
var lagt fram myndband sem
sönnunargagn en það hafði einn
farþega um borð í skipi félagsins
tekið undan ströndum Flórída. Á
myndbandinu sést hvar meðlimir
sldpshafnarinnar henda tuttugu
plastpokum fullum af msli fyrir
borð.
Reuter
Gáfu 1700 börnum eyðnismitað blóð
Sautján hundruð kanadísk böm,
sem eiga það sameiginlegt að hafa
legið á bamasjúkrahúsi í Toronto í
byijun síðasta áratugar, eiga von á
bréfi frá fyrmefndri stofnun en í þvi
segir að viðtakandinn sé hugsanlega
smitaður eyðniveirunni.
Nú þegar er vitað um tugi manna
úr þessum hópi sem era smitaðir en
óttast er að þeir séu miklu fleiri.
Flestir þeirra sem þegar hafa greinst
með sjúkdóminn gengust undir
hjartaaðgerð.
Læknirinn Susan King, sem er
jafnframt talsmaður spítalans, segir
að einungis tíundi hluti hópsins fái
bréf til að byrja með. Afskaplega erf-
itt sé aö koma þessum upplýsingum
á framfæri og stofnunin hafi í raun
ekkert til að byggja á enda sé hér um
fáheyrt tilfelli að ræða.
Af viðbrögðum þeirra sem fá bréfið
verði síöan ákveðiö í framhaldinu
hvemig best sé að standa að skila-
boðunum til þeirra sem eftir era.
Sjúkrahúsið hefúr legið á þessum
upplýsingum um nokkum tíma en
stofnunin hóf að skima blóö áriö
1985. Þeir sem fengu blóðgjöf fyrir
þann tíma era hins vegar taldir í
mikilli hættu og þeir era eindregið
hvattir til aö mæta í eyðnipróf hjá
stofnuninni eða hafa samband við
lækninn sinn. Flestir úr þessum hópi
era orðnir kynþroska í dag og all-
margirhafaeignastböm. Reuter