Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1993, Síða 9
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993
9
Utlönd
Bandarísklr karlar á aldrinum
milli tvítugs og fertugs hafa sam-
faiir aö jafnaði einu sinni í viku.
Þetta er niðurstaða könnunar um
faólferir vísitölumannsins.
Aðeins einn af hundraði reynd-
ist vera hommi en fyrri kannanir
gáfu til kynna að þeir væru helm-
ingi fleiri. Blökkumenn nota oftar
smokka en hvítir og nær allir
vissu um hættuna af eyðni.
Könnunih náði til 3321 manns.
Tókubðliitnaf
Alexander
Rutskoj, vara-
forseti Rúss-
lands, hefur
ekki lengur
ríkislimósinu
til afnota. Að-
stoðarmenn
varaforsetans
sögðu í gær að faonum væri nú
ætíað að fara ferða sinna á eigin
kostnað. Þá var fækkaö í lifvarða-
liði Rútskojs og hann veröur að
greíða fyrir læknisþjónustu sína
sjálfur.
Rútskoj var áður meðal helstu
stuðningsmanna Borísar Jeltsin
forseta en lenti upp á kant við
hann í vetur. Rútskoj er stríðs-
hetja og vinsæll í Rússlandi
Villfámóður
Matthew Lucas, 15 ára gamall
breskur drengur, hefúr stefht
móður sinni fyrir rétt og krefst
þess að hún verði dæmd til að
hitta hann reglulega. Lucas yflr-
gaf roóöur sína fyrir tveimur
árum og settist að hjá föður sín-
um en þau hjón voru þá skilin.
Móöirin reiddist við þetta til-
tæki, afneitaði syni sinum og vill
hvorki sjá hann né heyra. Lucas
er óánægður með sinn hlut og
vil) iáta dæma roóðurina til að
sinna sér.
Joey Butteatuco hefur játað að hafa haft samræði við Amy Fischer meðan
hún var undir lögaldri. Hann á yfir höfði sér nauðgunardóm þótt hún hafi
verið fús til samræðisins. Símamynd Reuter
Sérstætt sakamál í Bandaríkj unum:
Nauðgað af
f úsum vilja
Bifvélavirkinn Joey Butteafúco á
yfir höfði sér nauðgunardóm og
fangavist fyrir að hafa sofið hjá Amy
Fischer meðan hún var enn undir
lögaldri.
Amy hefur margsinnis lýst því fyr-
ir rétti að hún hafi sofið lýá Joey af
fúsum og frjálsum vilja en lög segja
að hægt sé að kæra menn fyrir
nauðgun ef þeir hafa samræði við
stúlkur undir lögaldri.
Réttað er vegna nauðgunarinnar
þessa dagana en Amy hefur áöur við-
urkennt að hafa orðið eiginkonu Jo-
eys að bana. Lögreglan telur að hann
hafi lagt á ráðin um morðið en getur
ekki sannað sök á hann. Því var grip-
ið til þess ráðs að fá hann sakfelldan
fyrir nauðgun frekar en ekkert.
Þau skötuhjú búa í Nassau sýslu í
New York. Amy er nú orðin átján
ára og vtíl ekkert gera ttí aö koma
ástmanni sínum í vanda.
Mál þetta hefur vakið mikla at-
hygli í Bandaríkjunum og þykir hið
sérstæðasta.
Raisaábatavegi
Raisa Gorb-
atsjova er á
góðum bata-
vegi og segja
læknar í Rich-
mond í Virgníu
að ekki sé
ástæða til að
heilsu hennar
þótt hún þjáist af of háum blóö-
þrýstingi. Raisa og Mikhafl mað-
ur hennar eru á ferð um Banda-
rflón. Veikindi Raisu hafa sett
ferðaáætlunina úr skorðum en
gestgjafamir hafa gert allt til aö
létta henni lífið.
flytjaúthugvit
Grænlenska símafélagið hefur
undanfarið fengiö óskir um að-
stoö viö aö koma upp nútíma
símakerfum frá mörgum strjál-
býlum ríkjum.
Þess vegna hefur sérstakri út-
flutningsdetíd verið konúð á lagg-
imar og á hún að selja þekkingu
Grænlendinga x símænálum.
Rússar hafa leitað aöstoöar og
einnig Afríkuríki og eyrfld á
Kyrrahafi. Grænlendingar hafá
fengiö mikiö lof fyrir hugvitsam-
legt skipulag á símaþjónustu.
Þeira tókst það sem atíir töldu
óraögulegt; að koma hverju
byggðu bóli á Grænlandi í síma-
samband við umheíminn.
Breskir kennarar
sæta barsmíðum
Breska gruimskólakennaranum
Sheilu McQuiston hafa verið dæmd
55 þúsund pund í skaðabætur vegna
árásar sem hún varð fyrir í kennslu-
stimd fyrir tæpum þremur árum.
Málsatvik em þau að Shetía var aö
kenna 6 ára gömlum nemendum þeg-
ar móðir eins barnarina réðst að
henni og sló hana í rot. í kjölfar þessa
varð kennslukonan að hætta störfum
vegna heflsubrests sem hlaust af árá-
sinnL
Fyrmefnd árás var gerð á Norður-
írlandi en á Bretlandseyjum er það
nánast daglegt brauð að ráðist sé að
kennurum. Frægt er þegar bam
skatíaði í andUt kennara síns með
þeim afleiðingum að nef þess síðar-
nefnda brotnaði. Þá var tónUstar-
kennari barixm hrottalega af einum
nemenda sinna og dæmi em um að
nemendur hafi nauðgaö lærimeist-
urum sínum.
Reuter
Drakúla á sveimi í Indónesíu
Drakúla er nú sagður vera að angra
saklausa borgara í þorpi einu í Indó-
nesíu. Meðlimir fimmtíu íjölskyldna
hafa staðfest að Drakúla sé kominn
úr kistu sinni og máU sínu til stuðn-
ings bendir fólkið á blóðslettur sem
fúndist hafa á tröppum heimilis þess.
MikiU ótti hefúr gripiö um sig í
Cimone, en svo heitir þorpið, vegna
þessa en engiim hefúr þó enn verið
bitinn á háls. Lögregluyfirvöld á
staðnum hafa af þessu Utiar áhyggjur
og segja að blóðið sé úr kjúklingum.
Lögreglan hefur þijá menn grunaða
um að standa fyrir prakkaraskapn-
um sem þeir kalla svo.
Reuter
Drakúla angrar þorpsbúa f Cimone.
í 3
■* i
KRINGLUNNAR
ij—24. apríl
Dagana 17.-24. apríl er hátíð í
KRINGLUNNI í tilefni sumarkomu en
þar verður sérstök áhersla lögð á að
bjóða bömum upp á skemmtun. Leik-
tæki, uppákomur og margt fleira
skemmtilegt verður til að gleðja við-
skiptavinina. Allir krakkar fá tækifæri til
að yrkja sumarljóð í ljóðahomi
KRINGLUNNAR en úrval sumarljóða
verður hengt upp í gluggum verslana
KRINGLUNNAR og kynnt í DV og á
BYLGJUNNI.
í ljóðahorninu á 2. hæð í KRINGL-
UNNI er afdrep fyrir börn til að yrkja
sumarljóð. í ljóðahorninu eru blöð sem
ætluð eru til að skrifa ljóðin á en einnig
má yrkja ljóðin heima.
Daglega eru dregin út nöfn þriggja þátt-
takenda sem fá sumargjöf frá KRINGL-
UNNI. Hringt verður í hina heppnu
vinningshafa og jafnframt verða nöfnin
kynnt á Bylgjunni. Mikilvægt er að
merkja ljóðin með nafni, heimilisfangi
og símanúmeri.
Úrval ljóðanna verður sýnt í gluggum
fyrirtækja KRINGLUNNAR og valin
ljóð verða birt í DV og lesin á BYLGJ-
UNNI.