Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1993, Síða 11
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993
11
pv_______________________Meiming
í leit að Grími Marinó
Myxidlist
Ólafur Engilbertsson
húsið næstu helgi á eftir svo að gestaflaumurinn
geti nú örugglega ekki um frjálst höfuð strokið
þegar hann stingur sér inn næst.
Veðrun?
Undirritaður leit sem sagt inn í Perluna nýver-
ið og var ætlunin aö skoða þar auglýsta sýningu
Gríms Marinós Steindórssonar. En það tók góða
stund að finna þau verk sem þarna áttu að vera
til sýnis því flest voru þau hulin íþróttavegg-
spjöldum, hinum ýmsu flíkum sem körfubolta-
stjömur þurfa nauðsynlega á að halda sem og
auglýsingum. Það verður að segjast eins og er
að svona tiltæki eru að sjáifsögðu mikil van-
virða við þann listamann sem þama hefur aug-
lýst sýningu, hvort sem sýningin er á hans veg-
um eða staðarins. Sýningu sína nefnir Grímur
Marinó „Veðrun" og má mikið vera ef verk
hans hafa ekki „veðrast" mikið af öllum uppá-
komum staðarins þegar sýningunni lýkur um
komandi helgi. Annars eru myndirnar óvenju
margar á sýningunni, flestar unnar þannig að
minnir við fyrstu sýn á strangflatastíl en
skreytigildið er greinilega ofarlega í huga lista-
mannsins og virka þær fyrir bragðið flestar
hverjar ofhiaðnar. Þar fyrir utan er myndheim-
ur Gríms Marinós ekki fjarri margtuggðum
klisjum listasögunnar. Hann á þó til ljóðræna
og persónulega taug sem birtist fyrst og fremst
í blæbrigðaríku samspili málmáferða og allt að
þvi bernskri myndmótun.
Vísindasafn?
Það er þó ekki hægt annað en að velta sýning-
arstaðnum fyrir sér fremur en auglýstri sýningu
þegar haldið er á málum eins og fyrr greinir.
Perluna hefur einfaldlega skort bæði markmið
og leiðir frá upphafi. Menningarmálanefnd
Reykjavíkur heföi að sjálfsögðu átt að hafa yfir
sýningum í húsinu að segja fyrst á annað borð
var farið að halda þar listsýningar. En að mínu
viti ætti Perlan mikiu fremur að hýsa vísinda-
safn þar sem kynna mætti nýjustu uppgötvanir
í vísindum og tækni, t.d. að tilstuðlan Iðntækni-
stofnunar eða Háskóla íslands. Víða erlendis eru
slík söfn afar vinsæl hjá ungum sem öldnum
og væri þar með hægt að hafa heildarstefnu
fyrir húsið án þess þó að eiga á hættu aö vissir
aldurshópar hætti að líta þar inn eða að þaö
minni á viðvaningslegan sirkus sérsinna brask-
ara eins og það gerir að mínu mati í dag. Og þá
væri heldur ekki sú hætta fyrir hendi að eitt
markmiðið kæfi annað eins og reyndin er því
miður að þessu sinni.
Perlan í Öskjuhlíð er um margt einkennilegt
fyrirhæri. Fyrir það fýrsta er tilgangur bygging-
arinnar ekki skýr. Ennfremur virðist stjórnun
hússins í algerum lamasessi. Þar er hrúgað inn
flóamörkuðum og bösurum, íþróttasýningmn
og listsýningum, vörukynningum og „óvæntum
uppákomum", öllu á sama tíma og öllu hrært
saman. Þannig mátar fólk fot, tekur heljarstökk,
bragðar á nýjustu ídýfunni og leitar að myndl-
ist á bak við körfuboltaklæðnaði, allt svo að
segja á sama fermetranum. Það kemur að vísu
fyrir að einungis sumt af því ofantalda er til
staðar en þá er bara gert enn betur næst og
söluborðum og básum beinlínis staflaö inn í
____________________________________________________Sviðsljós
Sextugur fangavörður
Guömunda Jónína Helgadóttir um í SEM-salinn á Sléttuveginum. barnið er mörgum kunnugt fyrir for- þýðubandalagsins.Þáhefurhúnver-
fangavörður varð sextug á dögunum Fjölmenni árnaði Guðmundu heilla mennsku í Starfsmannafélagi Sókn- ið varaformaður Landssambands
ogafþví tilefni bauð hún til sín gest- á þessum tímamótum en afmælis- ar og sem varaborgarfulltrúi Al- Búseta síðustu árin.
KÚPLINGAR
SKEIFUNN111 • Sl'MI 67 97 97
v
J
HAFNARSTRÆTI
OPIÐ
TIL 2330
I
i
Afmælisbarnið ásamt móður sinni og börnum. F.v.
Davið, Bergljót, Bergljót Bjarnadóttir, Guðmunda, Mar-
ia og Ragnheiöur.
Rokktónleikar í Hinu húsinu
Unglingamir þurfa ekki að sitja aldurshóp voru rokktónleikar • í útíns, og féll hljóðfæraleikur þeirra
aðgerðalausir þótt skólamir hafi Hinu húsinu. Þar komu fram tvær og söngur í góðan jarðveg hjá við-
gefið frí um páskana. Á meðal þess af efnilegustu hljómsveitum lands- stöddum.
sem boðið var upp á fyrir þennan ins, Lipstick Lovers og Synir Rasp-
Strákarnir í Lipstick Lovers i miklum ham. Gerður Birgisdóttir, Hjördis Árnadóttir og Edda Ótt-
DV-myndir JAK arsdóttir voru á tónleikunum.
Til sölu
VW Transporter 1984
dísil, ekinn 30.000 á vél með öllum
hugsanlegum aukahlutum. Bíllinn er sem
nýr að utan og innan.
Upplýsingar í símum 814060 og 681200