Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1993, Side 32
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993.
Banaslys
Rúmlega fertugur maður lést þegar
jeppi sem hann var farþegi í valt nið-
ur í gil á Jökuldal. Tveir aðrir menn,
ökumaður og farþegi, voru í bílnum
og voru þeir fluttir til læknis en
fengu að fara heim að lokinni læknis-
skoðun.
Lögreglunni á Egilsstöðum var til-
kynnt um atburðinn snemma í gær-
morgun og virðist slysið hafa átt sér
stað fyrr um morguninn.
Bíllinn virðist hafa oltið niður í
40-50 m djúpt gil og maðurinn kast-
astútúrbflnum. -pp
geymslu grun-
aðir um innbrot
Lögreglan í Reykjavík handtók í
nótt þrjá pilta á aldrinum 18-20 ára
grunaða um innbrot í Esjuskálann á
Kjalarnesi.
Brotist var inn í skálann fyrr um
nóttina en mjög öflugt þjófavamar-
kerfi er þar og því náðu þjófarnir
ekki að stela neinu. Lögreglan hand-
tók í framhaldi piltana þrjá sem vora
á ferð í bíl. Þeir hafa allir ítrekað
komið við sögu lögreglu. Þeir hafa
neitað aðild að innbrotinu en verða
yfirheyrðir frekar í dag. -ból
Akureyri:
Tveir sviptir
ökuleyfi
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Tveir ökumenn voru teknir á mikl-
um hraða á Glerárgötu á Akureyri í
nótt. Bifreiðar þeirra beggja mældust
á 94 km hraða þar sem hámarks-
hraði er 50 km.
Ökumennirnir munu báðir verða
boðaðir á fund sýslumanns í dag og
munu þar þurfa að horfa á eftir öku-
skírteinum sínum. Hraðakstur hefur
færst verulega í vöxt að undanförnu,
enda árvisst aö menn gerist djarfari
við bensíngjöfina með hækkandi sól
á vorin.
ísafjörður:
Stúlka fyrir bíl
Stúlka um tvítugt varð fyrir bíl á
ísafirði um hádegisbilið i gær.
Stúlkan haföi lagt bíl sínum við
Túngötu og hljóp yfir hana og í veg
fyrir ánnan bíl. Hún var flutt á
sjúkrahús og var tahð að hún hefði
mjaömagrindarbrotnað og hlotið
einhveija höfuðáverka. -ból
LOKI
Samningaviðræðurnar
virðast hafa fest
á bláþræðinum!
Ekkert handfast
og allt svffandi
„Það eru mikil þyngsli í mönnum
vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar-
innar og uppstytta í viðræðunum
um sinn. Það var sameiginleg nið-
urstaða að bíða með frekari viö-
ræður. Við fáum miklu minna út
úr matarskattinum en við gerðum
ráð fyrir en reiknað var með niður-
greiðslum á móti. í yfirlýsingu um
heilbrigðismál er ekkert handfast
og varðandi vextina er allt svif-
andi. Það segir hvergi að vextimir
muni lækka. Við viljum fá mun
ákveðnari stefnu af hálfu ríkis-
stjóraarinnar en fram kemur í
þessari yfiriýsingu," sagði Guð-
mundurÞ. Jónsson, formaöur Iðju,
í samtali við DV í morgun.
Samningaviðræöum var hætt í
Karphúsinu á fjórða tímanum í
nótt og verða aÚar samningavið-
ræður í salti fram yfir helgi. Yfir-
lýsing rikisstjórnarinnar í tengsl-
um við gerð kjarasamninga, sem
barst samningamönnum snemma í
gærkvöldi, var rædd ítarlega í gær-
kvöldi og nótt og þaö hljóö í mönn-
um að henni yrði haíhaö. Töluverð
óánægja er með ýmsa þætti yfirlýs-
ingarinnar, þar á meðal um matar-
skatt, heilbrigðismál og vaxtamál.
í 13 liða yfirlýsingu rikisstjórnar-
innar segir meðal annars að hún
muni stuðla að áframhaldandi
lækkun vaxta og lánsfjárþörf hin"
opinbera takmörkuð eins og kostur
er. A þessu ári verði útgjöld ríkis-
sjóðs til atvinnuskapandi aðgeröa
aukin um 1.000 milljónir og 1.000
milljónum varið til nýfram-
kvæmda og viðhalds 1994. í at-
vinnumálum er íjallað um endur-
skipulagningu kynmngar á is-
lenskum vörum erlendis, stofnmi
frísvæðis, fjárfestingu fyrirtækja
erlendis, auknar rannsóknir í fisk-
eldi, aukin viðskipti við erlend skip
og nýtingu umframorku lands-
manna. Þá segist ríkisstjórnin ætla
að greiða tímabundiö niður verð
tiltekinna búvara svo að jafngildi
lækkun virðisaukaskatts í 14 pró-
sent. Viröisaukaskattur á matvæl-
um lækki í 14 prósent um áramót
og verðí lækkunin að hluta fjár-
mögnuð með skatti á fjármagns-
tekjur. Vörugjald á sementi, steypu
og öðrum byggingavörum verði
fellt niður nú þegar og óseldar afla-
heimildir Hagræðingarsjóðs gefn-
ar. Þá verða undirbúnar aögeröir
til aö kostnaður vegna lyfja og
læknishjálpar verði fólki ekki of-
vdða. Ixiks er fjallað um undirbún-
ing aukins skattaeftirlits.
-hlh
Jesús gekk á vatninu og það gerðu MR-ingar með óbeinum hætti i gær í tilefni „dimmíssionar" í skólanum. Athæf-
ið vakti mikla athygli en inni i kúlunni er maður sem gengur þannig að kúlan veltur áfram. DV-mynd ÞÖK
Veðrið á morgun:
Norðan-
áhlaup
Það er búist viö nokkuð hvassri
norðanátt á morgun með snjó-
komu eða éljum um landið norð-
anvert en syðra verður þurrt og
skýjað með köflum. Frost verður
1-4 stig nema við Suður- og Suð-
austurströndina
Veðrið í dag er á bls. 36
Afskorin blóm:
Halldór
stöðvaði
innflutn-
inginn
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra beitti ráðherravaldi til að
stöðva innflutning á afskornum
blómum í gær en þá átti að hefjast
frjáls innflutningur á fimm tegund-
um afskorinna blóma f hálfan mán-
uð.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra sagði í DV í gær að frjáls
innflutningur afskorinna blóma hæf-
ist í samræmi við samkomulag sem
gert var við Spánveija um frjálsan
innflutning á blómum án tolla og
magntakmarkana frá 1. desember til
1. maí. Svo reyndist þó ekki.
Ekki náðist í Halldór Blöndal vegna
þessamálsímorgun. -GHS
ÖRVGGI - FAGMKNNSKA
LANDSSAMBAND
ÍSL. RAFVERKTAKA
TVOFALDUR1. vinmngur
O T I
E
F
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700