Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1993, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR12. MAÍ1993 Fréttir Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, á aðalfundi sambandsins: Enginn bati í augsýn sem réttir af hallann - verðum að láta okkur nægja fréttir af verulegum vaxtalækkunum erlendis „Ég sagöi hér áöan að áætlaður halli atvinnulífsins væri samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar um 8 millj- arðar króna miðað við núverandi aðstæður. Ljóst er að enginn sá bati er í augsýn sem réttir af allan þennan halla,“ sagði Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands- ins, meðal annars í ræðu sinni á aðal- fundi VSÍ í gær. Reiðarslag Magnús kom víða viö í ræðu sinni og ræddi um hið alvarlega ástand í atvinnumálunum og erfiða stöðu fyr- irtækjanna. Hann sagði samdrátt í sjávarafla eina af aðalorsökum nú- verandi þrenginga í atvinnulífmu. Það hefði verið reiðarslag þegar fiskifræðingar birtu niðurstöður sín- ar í fyrra. Þvi hefði fylgt ráðgjöf um 40 prósent samdrátt þorskafla. Það hefði verið reiöarslag. En þetta hefði verið nauðsynlegt til að byggja þorskstofninn upp aftur. Hann sagði að í því efni mætti enga áhættu taka. Að vinna gegn sjálfum sér Magnús sagði að versnandi afkomu atvinnulífsins fylgdu gjaldþrot fjölda fyrirtækja, ekki síst í sjávarútvegi. Skuldir þessara fyrirtækja væru eign lánardrottnanna, banka og lána- sjóða, tryggingafélaga, olíufélaga og annarra þjónustufyrirtækja. Vegna tapaðra krafna héldu bankamir uppi gríðarlega háum vöxtmn. Háir vextir væru hins vegar vís leiö til að auka hallarekstur skuldugra fyrirtækja. Því væri ástæða til að spyrja hvort varnarviðbúnaður banka og lána- sjóða væri ekki að vinna gegn hags- munum þeirra sjálfra. Þungavigtarmenn á aðalfundi VSÍ í gær. Olafur Daviðsson ráðuneytisstjóri, Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Davíð Oddsson forsætisráðherra. DV-mynd BG Þá ræddi hann frekar um vaxta- málin og sagði sorglega lítinn árang- ur hafa náðst í að lækka vexti. „Og við verðum að láta okkur nægja frétt- ir erlendis frá um verulegar vaxta- lækkanir," sagði Magnús. Unnið var gegn ríkisstjórnar- pakkanum Varöandi kjarasamningana rakti Magnús gang mála í þeim allt frá því að aðilar vinnumarkaðarins hófu viðræður í haust. Hann sagöi að and- staða stjómarþingmanna og áhrif mikilla embættismanna hefðu átt stóran þátt í því að ekkert varð úr samningum um ríkisstjómarpakk- ann svokallaöa. Samstaðan hefði brostið þess vegna. Loks nefndi Magnús eina atvinnu- grein sem nú blómstrar. Það era eft- irlits- og skoðunarstöðvar hvers kon- ar. Atvinnulífið greiði til þeirra meira en milljarð króna á þessu ári. Einnig sagði hann að ekkert bólaöi á hagræðingu hjá bönkunum. „Það er heldur ekki þeirra fólk sem missir vinnunarþað eru ekki opin- berir starfsmenn. Þaö er fólkið í fyr- irtækjum á almennum vinnumark- aði sem hefur verið að missa vinnuna þessa síðustu mánuöi. Okkur viröist sem atvinnuleysi meðal félaga í ASÍ sé á milli 8 og 9 prósent en á sama tima er atvinnuleysi opinberra starfsmanna innan við 1,5 prósent,“ sagði Magnús Gunnarsson. -S.dór Hitabylgja gekk yfir Austurland á mánudag, 10. maí, og komst hitinn vel yfir 20 stig um miðjan daginn. Á Fáskrúðsfirði tóku menn fram grillin og um kvöldmatarleytið mátti viða sjá reyk úr görðum. Þessi fjölskyida naut veðurblíðunnar en þegar myndin var tekin var sólin farin aö lækka á himn- inum. DV-mynd Ægir Kristinsson, Fáskrúðsfirði Sjálfstæöismenn á Seltjamamesi: Fráleitt að auka völd landbúnaðar „Það er allra hagur og mikilvægur þáttur í baráttu þjóðarinnar við minnkandi hagsæld að allra leiða verði leitað að ná meiri hagkvæmni í íslenskum þjóðarbúskap þannig að lífskjör geti batnað og er EES-samn- ingurinn skref í þá átt. Erlend sam- keppni við innlenda framleiðendur, byggð á jafnréttisgrunni, getur aldrei orðið nema til þess að lækka vöm- verð, auka hagsæld neytenda og inn- lendra framleiðenda, bænda sem annarra," segir í ályktun frá fulltrúa- ráði sjálfstæðisfélaganna á Seltjam- amesi. Fulltrúaráðið hefur skorað á ríkis- stjórnina og þingmenn Sjálfstæðis- flokksins að vinna að framgangi eðh- legra viðskiptahátta. Breyta þurfi gildandi búvörulögum þannig að þau standi ekki í vegi fyrir eðlilegri sam- keppni iðnaðarvara sem nota land- búnaðarafurðir sem hráefni. „Forræði verðjöfnunarkerfisins hefur verið í höndum fjármálaráöu- neytisins í samræmi við lög um tolla. Ekki em hagrænar eða íagalegar for- sendur til aö breyta þessu fyrir- komulagi og fráleitt að auka völd landbúnaðarins á þessu sviði,“ segir í ályktun ráðsins. -kaa Davíð Oddsson forsætisráöherra: Gengi krón- unnar er ekki rangt skráð - raungengi hennar hefur lækkað aö undanfómu Davið Oddsson forsætisráðherra sagði á aðalfundi Vinnuveitenda- sambandsins í gær að raungengi krónunnar hefði lækkað að undan- fómu. Verðlags- og launaþróun hér gæfi alls ekki til kynna að gengi krónunnar væri rangt skráð. Hann sagði viðskiptahalla fara minnkandi og aö það styrkti stöðu gengisins. Hann sagöi að ekki yrði fram hjá því horft að sjávarútvegurinn hefði farið óvarlega í fjárfestingum á und- anförnum árum. Hann væri því gríð- arlega skuldugur og illa búinn til að takast á við vanda af því tagi sem hann hefði lent í upp á síðkastið. Hann sagði sjávarútveginn þurfa stöðugleika. „Hvort sem mönnum líkar það bet- ur eða verr er stöðugt gengi lykilatr- iði í þeim efnum. Gengislækkun til bjargar jafn skuldugri grein og sjáv- arútvegurinn íslenski er í dag er hrein hrossalækning, ef hún er þá nokkur lækning, þegar raungengiö er jafn lágt og það er um þessar rnundir," sagði Davíð Oddsson. Hann ræddi um þá dýfu sem tekin var með niðurskurði á sjávarafla í fyrra. Sjávarútvegsfyrirtækin engd- ust sundur og saman vegna þess. „Menn geta ímyndað sér hvar við stæðum ef dýfan hefði verið stærri og menn geta ímyndað sér hvar við munum standa ef við neyöumst til á næstunni aö hafa þá dýfu stærri," sagði Davíð. Hann sagði að vegna þess að fjár- magnsmarkaðurinn íslenski væri svo lítill og ófullkominn gæti hann ekki mætt mikilli fjárþörf hins opin- bera, eins og annars staðar gerðist. „Af þessum ástæöum ekki síst haldast raunvextir háir,“ sagði Dav- íð. Hann sagði bankana hafa verið aö gera upp við fortíðina. Fortíðarvanda sjóöanna greiddu menn með sköttum en bankanna með miklum vaxta- mun. Hann mundi verða viðvarandi hér á næstu misserum. Bankamir væm að taka til hjá sér og vitneskja um það geröi mönnum léttbærara að una tímabundnum vaxtamun. -S.dór Hannes G. Sigurösson: Skapa þarf 20 þúsund nýstörf tilaldamóta „Um aldamót er svo komið að fram- boð vinnuafls er 160 þúsund manns en eftírspurn 137 þúsund manns og því 23 þúsund manns án atvinnu sem nemur 14 prósent atvinnuleysi," sagði Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri VSÍ, meðal annars í ræðu sinni á aðalfundi VSÍ í gær. Hannes fjallaði um vinnu- markað og hagvöxt næstu 7 árin. Hann sagöi aö mannfjöldaspá gerði ráð fyrir að íslendingum fjölgaði um 20 þúsund manns til aldamóta. í vinnualdurshópnum, 16 til 74 ára, mun fjölga um 15 þúsund manns. Hann gerir ráð fyrir að 80 prósent fólks á vinnualdri sækist eftir at- vinnu en það eru 12 þúsund manns. Ef sú tala er lögð saman við fjölda atvinnulausra nú þurfa aö verða til 20 þúsund ný störf til aldamóta ef eyða á atvinnuleysinu. Þetta er sami starfafjöldi og nú er í iðnaöi, að fisk- vinnslu meðtalinni. Þá hefur Hannes gert spá til alda- móta um þróun atvinnulífsins. Hann kallar hana svartsýnisspá. Sam- kvæmt henni verður 23 þúsund manns atvinnulaus um aldamót eða 14 prósent atvinnuleysi. Hann gerir líka bjartsýnisspá og gerir þá ráð fyrir að allt það besta gangi upp. Það myndi geta leitt til þess að hér yrði ekki atvinnuleysi. Hann segir að þessi bjartsýnisspá muni ekki leiða til bættra lífskjara sem neinu nemur. Afrakstur hennar muni fara til að eyða viðskiptahalla og til að fjármagna aukinn opinberan rekstur. „ ,. -S.dor Stuttarfréttir VSÍ hefur nú í smíðum starfs- reglur varðandi val, hæfni og starfsskyldur þeirra manna sem kosnir era til setu í sfjómum lif- eyrissjóöa. Lóranstöð endurbyggð Halldór Blöndal samgönguráö- herra lagði til við ríkissfjórnina i gær að lóranstöðin á Gufuskál- um á Snæfellsnesi yrði endur- byggð. 'fil þessa hefur bandaríska strandsgæslan flármagnaö rekst- ur stöðvarinnar en mun hætta þvi í lok næsta árs. Mbl. greinir frá þessu. samtals 107 lagafrumvörp á nýaf- stöðnu þingi. Alls voru lögð fram 216 lagafrumvöi-p á þeim 177 þingfundum sem haldnir voru. Börn án máltiða Eínungis 11,2% barna njóta skólamáltiða í grunnskólum en að auki fá 14,7% léttan málsverð. Engar máltíðir eru veittar í Reykjavík. Af 210 grunnskólum landsins eru 109 einsetnir. ReyklausSPRON Frá næstu áramótum verður SPRON reyklaus vinnustaður. Stjórnendur sparisjóðsins hafa emnig ákveöið að greiða fyrir reglubundna krabbameinsleit hjá starfsfólkinu. Dýraraaðlifa Framfærsluvísitalan hækkaði utn 0,2% í apríl. Á síðustu 12 mánuðum var verðbólgan 3,6%. Doktorforsetí Vigdis Finnbogadóttir, forseti Islands, verður gerð að heiðurs- doktor viö háskólann í Þránd- heimi næstkomandi laugardag. Samkvæmt frétt Mbl. mun hún ekkimætaástaðinn. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.