Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1993, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993
Útlönd
Jeltsínvill nýja
stjómarskrá
Boris Jeltsín, forseti Rússlands,
vill að kallað verði saman sér-
stakt ráð til að semja nýja stjóm-
arskrá íyrir Rússland.
Jeltsín sagði f
gær á fundi í
Kreml að í
sljórnarskrár-
ráðinu ættu aö
vera fulltrúar
allra 88 svæða
og lýðvelda
Rússlands. Það
ætti aö koma saman þann 5. júní
og ljúka verki sínu í lok sama
mánaðar. Verk ráðsins væri fyrst
og fremst að binda enda á valda-
baráttuna í Rússlandi.
„Þið og engir aðrir ættuð að
vinna aö stjórnarskránni og
koma henni í lög,“ sagði Jeltsín
við leiötoga svæðanna. Hann
gerði einnig Ijóst að hann teldi
ekki þörf á aö þingið skipti sér
afgangimáli. Reuter
Stuttarfréttir
Rússarsegjanei
Rússar notuðu sér neitunarvald
sitt í Öryggisráði SÞ í fyrsta sinn
í níu ár. Voru þeir ekki sammála
tillögu Breta um fjármögnun frið-
argæslusveitanna á Kýpur.
íslamar reknir frá Mostar
Bosníu-Serbar ráku hundruð
íslama út úr borginni Mostar og
settu þá í fangabuðir.
BosníavillSÞút
Haris Silajdzic, utanríkisráð-
herra Bosníu, vill að starfsmenn
SÞ fari frá Bosníu þvi nærvera
þeirra kæmi í veg fyrir að hern-
aðaraðgerðirnar yrðu hertar.
Milosevicvillfrið
Slobodan Milosevic, forseti
Serbíu, vill að haldið verði sam-
serbneskt þing til aö fá Bosníu-
Serba til að fallast á alþjóðlegar
tillögur um friö í Bosníu.
EB bíðurekki
EB hefur neitað þeirri fullyrð-
ingu Bandarikjanna að banda-
menn þeirra hafx viljað bíða með
ákvarðanir um Bosníu þar til eft-
ir kosningar Bosníu-Serba um
miðjan mánuöínn.
Arabar drepnir
Sendinefhd frá Sameinuðu
þjóðunum hefur fullyrt að Palest-
Snuarabar á hemumdu svæöun-
um í ísrael séu drepnir og þeim
misþyrmt þrátt fyrir aö sljómar-
skipti hafi oröiö í landinu.
204 dóu í eldsvodanum
Nú er ljóst að 204 fórust í elds-
voðanum sem varð í leikfanga-
verksmiðjunni í Tælandi. Haföi
starfsfólkið veriö læst inni til að
koma í veg fyrir hnupl.
Herstöðvar i N-Kóreu
Öryggisráð SÞ hefur samþykkti
aö fara þessá leit við N-Kóreubúa
aö þeir leyfi sendinefnd aö skoða
herstöðvarsínar. Reuter
Norðmenn fá ekki stuðning Finna og Dana í hvalveiðiráðinu:
Ekkert leyniskjal um
fylgi við hvalveiðar
- segir fulltrúi 1 danska utanríkisráðuneytinu
Norðmenn geta ekki reiknað með
stuðningi nágranna sinna á Norður-
löndum við óskir sínar um að hefja
aftur hvalveiðar í ábataskyni. Hen-
rik Fischer, fulltrúi í danska utanrík-
isráðuneytinu, vísar á bug orörómi
um tilvist leyniskjals þar sem lýst sé
yfir stuðningi við Norðmenn.
„Það er hreint og klárt bull að til
séu einhver leyniskjöl. Norðurlöndin
hafa að sjálfsögðu rætt hvalveiðar í
norðurhöfum en við höfum ekki
nefnt nein lönd þar sem við getum
stutt að hvalveiöar verði teknar upp
að nýju,“ segir Fischer sem situr árs-
fund Alþjóða hvalveiðiráösins í Ky-
oto í Japan.
Sirpa Pietikáinen, umhverfísmála-
Japanskir stuðningsmenn hvalveiða
láta í sér heyra i Kyoto.
Simamynd Reuter
ráðherra Finnlands, vísaði í gær á
bug fréttum um aö Finnar ætluöu
aö styöja hvalveiðar Norðmanna.
Ráðherrann sagði að Finnar settu sig
upp á móti öllum tillögum um að
leyfa hvalveiðar í ábataskyni.
„Finnar eru einnig andvígir hval-
veiðum í visindaskyni sem uppfylla
ekki skilyrði sem hvalveiðiráðið set-
ur,“ sagði Pietikainen.
Tækninefnd hvalveiðiráðsins sam-
þykkti í gær með þrettán atkvæðum
gegn átta tillögu Frakka um að friða
alla hvali sunnan 40. gráðu suðlægr-
ar breiddar. Tíu lönd sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Niðurstaða þessi þykir benda til aö
tillaga Frakkanna nái ekki tilskild-
um þremur fjóröu hlutum atkvæða
þegar kosið verðúr um hana á sjálf-
um aðalfundi ráðsins á morgun.
Meðal þeirra sem sátu hjá voru lönd
sem eru þekkt fyrir verndunarsjón-
armið sín en töldu tillögu Frakka
ótímabæra. Pólitískar deilur vegna
þessa máls hafa þegar tafið þingstörf
um einn dag.
Tillaga Frakka hefur vakið gremju
innan samtaka japanskra sjómanna
og hvalveiðimanna. Mörg hundruð
mótmælendur frá samtökum þessum
hafa staðið við inngang ráðstefnu-
hallarinnar meö mótmælaspjöld þar
sem þess er krafist að Frakkar segi
sig úr hvalveiðiráðinu.
Ritzau, FNB og NTB
Þegar auglýsingaspjald þetta var sett upp i Melbourne í Astralíu heyrðist ekki orð um misrétti kynjanna eða annað í þeim dúr. Fyrirsætan er hinn 17 ára
gamli Vadim Dale og er auglýsingin fyrir nærbuxur sem kallaðar hafa verið boxarabuxur. Á spjaldinu stendur eitthvað á þessa leið: „Á hverjum degi
ætti maður að missa niður um sig buxurnar, líta niður og brosa." Símamynd Reuter
Schwarzkopf á móti
af námi hommabanns
Norman Schwarzkopf, yfirmaður
herafla bandamanna í Persaflóa-
stríðinu, sagði við yfirheyrslu í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings í gær að
hann væri andvígur þvi að aflétta
banni við hommum innan hersins
þar sem það mundi grafa undan aga.
Skoðanir hershöfðingjans fyrrver-
andi gætu haft töluverð áhrif á þing-
menn og á umræðuna um homma í
hernum þar sem hann er maður vin-
sæll eftir sigurinn í Persaflóastríð-
inu.
Reuter
Norman Schwarzkopf hershöfðingi.
Símamynd Reuter
Meira fé varið til eyðni-
rannsókna í Afríku
Afríski þróunarbankinn áformar
að veita háar fjárhæðir til að hægt
sé að beijast gegn eyðnifaraldrin-
um í Afríku.
Afríski þróunarbankinn hélt eins
dags fund um eyðni og þróun í gær
og þar var þessi tilkynning gefin
út. Síðar í vikunm verður málið
nánar rætt á ársþingi bankans í
höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar,
Abidjan.
Að sögn embættismanna liggur
enn ekki fyrir hvaða verkefni verða
fjármögnuð af bankanum, hvort
það verða lán eða styrkir eða hvaða
deild innan bankans muni leggja
til fjármagnið.
Varaforseti bankans, Ferhat Lou-
nes, sagði að bankinn hefði þegar
veitt styrk til að hægt væri að koma
upp rannsóknarstofu í höfuðborg
Zaire, Kinshasa, og fjármagn til að
bæta tækjaaðstöðu í blóðbönkum í
Togo og á Fílabeinsströndinni.
Eyðnisjúkdómurinn heriar nú á
milljónir Afríkubúa í blóma lífsins.
Sjúkdómurinn hefur farið mjög illa
með fjárhag heimilanna. Reuter
Fiug: Múnchen — 19.900,- m. öiiu 19. mar
Flogið heim frá Luxembourg eða Frankfurt. Hámarksdvöl 1. mán.
Nánari upplýsingar: J
i *
Sainviniiiilerliir-Laiulsi/ii
Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241
Hótel Söflu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60
Akurayri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27 200 • Simbréf96 -1 1Ó 35 KefUvfl^; Hafnarflötu 35 • S. 92 - 13 400 • Símbréf 92 -1 34 90