Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1993, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1993, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 7 i>v Sandkom Þcgar mest gekkáíþing- skapaumræðu áAlþmglísíð- ustuvikueftir uœræðurum íyrirhugaðan samdráttíat- lii 'fnum banda- riskahersinsá Ketlavíkurflug- velii kallaði JónBaldvinut- anrikisráð- herra 7 til 8 þingmenn skæruliða, hryðjuverkamenn og galna-arm Framsóknarflokksins. Það er ár og dagur siðan annað eins upphlaup, hávaði, hróp ogframíköll hafaátt sér mæli utanrikisráðherra. Olafur Ragnar Grímsson hefur dvalið er- lendis siðustu daga. Hann var þvi ekki viðstaddur þessi ósköp en hon- um hefur oft veriö kennt um upp- hlaupin á Alþingi. Einn viðstaddra sagði þegar raest gekk á: Og þetta getur gerst þótt Ólafur Ragnar sé ekki viðstaddur! Líf ogstörf Mikilumræða hefUrorðiðum hinanýjusögu- skoðun Bald- ursHermanns- sonariSjón- varpinuádög- unum.haral- hæiðihannum aðhændur : lar.dsins iteíðu. ; verið hinir mesturibhald- ar. hrottarog ómenni. Gárungar hafa samið smá- leikþátt í tilefni söguskoðunar Bald- ur s og heitir hann Líf og störf á vel metnu skagflrsku sveitaheimili. Hann hijóóar svo: Miður morgunn: Jón bóndi fer á fætur, kemur að Guð- rúnu vinnukonu í eldhúsi og nauðgar hernii viðhlóðirnar. Dæsir. Dagmál: Guðrún húsfreyja slær niðursetning- inn utan undir og segir hann engan raatfá þennan daginn. Hlær. Ogáframheld- urleikþáttur- innoggeristnú ’ dramatiskur. ’ ’: Hádegi:Jón bóndi lemur Sigurðvinnu- mann illa t fjár- húsinu til þnss aðhaldasérí góðultkcuniegu fonni..Svunar Nón:ÁsIaug vinnukonaelur raJónsbóndaúti , ,uwu.. Miðaftann: Jón bóndikemur að Sigríði vinnukonu við mjaltir á stekk. Gamnar sér við hana. Brosir. Guðrún húsfreyja læt- ur strýkja Áslaugu vinnukonu í fjár- húsunum. Wáttmál EkMdregurúr þegardegifer aðiialla. Arni ■: vinnuraaður lasarbratkur sínarámiðri kvoldutkuog ieggurhreðjar aðvöngum nærstaddra kvenna. Giott- ir.Jónbóndi kvnðttrrítnur. : Guðnin hús- freyja ekur sér. Miðnætti: Árni vinnumaður og Sigurður virmumað- ur elskast undir svefninn. Jón bóndi og Guðrún húsfreyja elskast undir sveíhinn. Vinnukonurnar dreymir. Niðursetningurinn deyr. Þessi lýsing á heimihshfi tíi sveita hér áður fyrr hefði vel getaö falliðinni söguskoðun Baldurs Hermannssonar í fyrsta þættinum af þeim fiórum sem boðað- ir eru. Það er aftur á móti ljóst af þeim viðbrögðum, sem orðíð hafa við hinni nýju söguskoðun, aö Baldur Hermannsson ætti ekki að fara i hringferð um landið í sumar. Umsjón: Sigurdór Slgurdórsson __________________________Viðskipti Gífurleg gróska 1 hugbúnaðariðnaði hérlendis: Mesta arðsemisvon sem þekkist í viðskiptum - en áhættan er líka mest og fáir „slá í gegn“. Gengi hlutabréfa í Softis er það hæsta sem sést hefur á hlutabréfamarkaði hérlendis en miklar vonir eru bundnar við Louis-forritið. Hér má sjá forráðamennina. DV-mynd ÞÖK CUáú.íj í hátjiímUdnúúi Nokkrir helstu hug- og véibúnaðarframleiðendur — Softis: Fang: Tölvusamskipti: | Louis forritiö 1 Staðsetningarkerfi j fiskiskipa : Skjáfax mmmmmmmmMá Hugbúnaður: Hugbúnaður fyrir Eurocard^ og samskiptabúnaður mmsmrnm Friðrik Skúlason: Virusvamaforrit Fjarhönnun: | Viðhaldsvaki, [ ferðavaki og fl. Gagnalind: Hugbúnaður fyrir sjúkrahús og heilbrigðisþjónustu | Islensk forritaþróun: ADA compiler (þýðari) Kögun hf.: Hugbúnaður fyrir ratsjárstöðvar Marel: Ný sjóntækni og vogir „Nú þykjast sumir sjá einhverja nýja allsherjarlausn í efnahagslífmu en hún felst ekki í hugbúnaðarfram- leiðslunni frekar en öðru. Þetta er erfiður „bransi" og það þarf að feta sig áfram í rólegheitunum," segir Ásgrímur Skarphéðinsson, fram- kvæmdastjóri Tölvusamskipta. Fjöldinn allur af hátæknifyrirtækj- um sem hyggja á útflutning er starf- andi í landinu um þessar mundir. í tölvugeiranum má gróflega skipta þeim í tvennt. Annars vegar hugbún- aöarfyrirtæki og hins vegar vélbún- aöarfyrirtæki. Þetta tvennt skarast þó oft og tíðum og tengist rafeinda- fyrirtækjum. Undanfarið ár eða svo hefur mikil umræða farið fram um möguleika' íslendinga á sviöi hátækniiðnaöar og hefur hugbúnaöarframieiösla verið mest áberandi. Þar eru sagðir stór- kostlegir möguleikar. Þau fyrirtæki sem mest hafa verið í umræðunni af hugbúnaðarfyrirtækjunum eru Softis, Tölvusamskipti, Fang hf., Kögun hf. og Friðrik nokkur Skúla- son svo og Marel sem þó er aðallega í framleiðslu vélbúnaðar. Marel hefur skilað ágætri afkomu Fréttaljós Ari Sigvaldason undanfarin ár og gengi hlutabréfa í Softis og Tölvusamskiptum hefur stórhækkaö og mikil viðskipti átt sér stað. Gengi hlutabréfa í Softis er þaö hæsta sem sést hefur á hlutabréfa- markaöi hérlendis. Hafa sumir þóst geta merkt vott um spákaup- mennsku þegar hlutabréf í Softis og Tölvusamskiptum eru annars vegar. íslensku fyrirtækin enn á grýttri braut Það er þó almennt mat manna að ekkert íslensku fyrirtækjanna „sé komið á beinu brautina" eins og kali- að er. Brautin sé grýtt og samkeppn- in á hinum alþjóðlega markaði sé gífurlega hörð. Hins vegar þurfi ís- land alls ekki að vera einangrað á þessu sviði því tölvutækninni hafi fleygt svo fram. Það má segja að hugbúnaðarfram- leiðsla hafi hafist hér fyrir alvöru upp úr 1986 og því er iðnaðurinn mjög ungur. Ymsum fyrirtækjum sem stefndu hátt hefur fatast flugiö. Fyrirtækjum í greininni hefur þó fjölgað mjög í seinni tíð. Helstu hugbúnaðarfyrirtæki Eins og áður sagði ber mikið á Soft- is um þessar mundir. Softis hefur enn ekki selt sinn búnað, Louis- forritið, en þar á bæ telja menn sig vera með mjög góöan búnaö í hönd- unum. Tölvusamskipti hafa einbeitt sér aö forriti sem heitir Skjáfax. Það gerir mönnum kleift aö senda fax beint frá tölvuskjá. Tekist hefur aö selja mörgum stórfyrirtækjum bún- aðinn. Fyrirtækið hefur söluskrif- stofur í Englandi fyrir Evrópumark- aðinn og nýlega var stofnað fyrirtæki í Bandaríkjunum til að sjá um kynn- ingu og sölu þar. Citbank, Shell og fleiri hafa keypt skjáfaxið svo og Evrópudeild Pepsi Cola. Viðræöur standa nú yfir við Ameríkudeildina. Þróunarfélag íslands hefur aðstoðað fyrirtækið mikið. Það var stofnað árið 1987. Hugbúnaður hf. í Kópavogi hefur meðal annars gert samning við Eurocard en fyrirtækið framleiddi hugbúnað fyrir Eurocard á íslandi sem síðan hefur verið seldur eriend- is. Hugbúnaður hf. framleiðir líka samskiptabúnað fyrir svokallaöar „stórar“ mini vélar, til dæmis system vélar frá IBM. Friðrik hagnast Friðrik Skúlason hefur náð veru- legum árangri við sölu á vírusvam- arforriti sínu eftir nokkuð nýstárieg- um leiðum. Friðrik sendir forritið frítt inn á gagnabankana og fer fram á afnotagjald. Samkvæmt heimildum DV hefur hann hagnast mjög vel á forritinu. Fjarhönnun hf. hefur þróaö svo- kallaða „vaka“, viðhaldsvaka, feröa- vaka og fleira með nokkuð góðum árangri. Gagnalind hf. er fyrirtæki sem varð til út úr fyrirtækjunum Medis, sem áður hét Hjami, íslenska hugbúnaðarfélaginu og Hippókratis. Þeir era með hugbúnað fyrir sjúkra- hús. Fyrirtækið hefur átt í nokkrum vandræðum síðastliðin ár eins og fjöldi nafnanna bendir til. íslensk forritaþróun og nokkrir fjárfestar þróuðu svokallaðan ADA compiler undir nafni Artic. Compiler er nokkurs konar þýðandi sem tekur hráan texta og býr til forrit. Með'al annars átti að vinna fyrir Vamarlið- ið. ADA compiler var eitt fyrsta verk- efnið sem fór af stað í forritaþróun hérlendis, um 1986. Þessi tilraun mis- tókst. Mikið að gerast hjá Fangi Stórir hlutir eru að gerast í fyrir- tækinu Fangi hf. Það hefur þróað staðsetningarkerfi fiskiskipa og er í tengslum við IMMASAT sem er fyrir- tæki í eigu allra póst- og símamála- stofnana sem eiga gervihnetti. Rætt hefur verið við Evrópubandalagið, bæði vegna þjónustu svipaðs eðhs og Landhelgisgæslan veitir og einnig vegna neyðarþjónustu. EB er að sam- ræma reglur um þessa hluti. Fang hefur líka unnið verkefni í Chile og Ástralíu. Taugagreining hf. hefur verið að þróa heilalínurit en DV er ekki kunn- ugt um að mikið hafi tekist að selja þann búnað. Kögun hf. hefur ekki beint verið í hugbúnaðarframleiðslu sem slíkri en hefur nú í höndum risavaxið verkefni fyrir Bandaríkjaher vegna ratsjárstöðvanna fjögurra. 16 verk- fræöingar frá Kögun eru nú í Banda- ríkjunum að vinna að máhnu. Þeir eiga aö taka við verkefninu þegar þaö berst hingaö áriö 1995. Vél- og hugbúnaöarfyrirtæki Nokkur fyrirtæki hafa verið bæði í vélbúnaðar- og hugbúnaðarfram- leiðslu og þar má nefna Vaka hf., Marel og Hug hf. Marel hefur náö bestum árangri allra hátæknifyrir- tækja á íslandi að flestra mati. Fyrir- tækið Hugur hf. þróar stimpil- klukku- tímaskráningarkeríi. Þeir hafa verið aö þreifa fyrir sér í Skand- inavíu með sölu í huga og einhver árangur náðst. Vaki hf. er með svo- kallaða fiskteljara. Sá búnaður sér um að meta massa af fiski í kerjum. Samkvæmt upplýsingum DV hefur náöst aö selja búnaöinn nokkuö. Marel er með vogir og einnig nýja sjóntækni sem tahð er að búi yfir gífurlegum möguleikum. Mikil áhætta og ótryggur iðn- aður Erfitt er aö meta hvaða fyrirtæki hafa náð góðum árangri í hugbúnað- ariðnaðinum. Ekkert þeirra hefur náö að slá virkilega í gegn eins og kallað er. Þegar menn kaupa hlut í hugbúnaðarfyrirtæki er nánast ein- göngu verið að íjárfesta í starfsfólk- inu sjálfu og þekkingu þess. Fjárfest- ing í hugbúnaðarfyrirtæki er því að vissu leyti dálítið happdrætti. Oft byggist velgengnin á einu forriti sem j gæti orðið úrelt fljótlega. / Gífurleg gróska { „Það er gífurleg gróska í þessari grein um þessar mundir þótt enginn sé búinn að brjóta ísinn fyrir alvöm. Menn tala samt mjög frjálsiega um þetta og jafnan í háum upphæðum. Iðnaðurinn er ennþá svo ungur og jarðvegurinn lítt plægður. Enn em skilyrði óhagstæð fyrir svona fyrir- tæki hér. Ef einhver nær almenni- lega að brjóta ísinn og slær í gegn og skapar sér miklar tekjur þá hlaupa sjálfsagt allir til og vilja koma með peninga og vera með,“ segir Ásgrímur Skarphéðinsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Tölvu- samskipta hf. „Þetta snýst um stöðugar endur- bætur. Ef einhver heldur að hægt sé að þróa hugbúnaö og fara svo bara að selja en sleppa frekari þróun þá mun þaö ekki takast. Kaupendur og söluaðilar gera sífelldar kröfur um endurbætur." Hæstu arðsemisvonirnar í hugbúnaðarframleiðslunni „Eg held að menn verði bara að vera bjartsýnir og hafa trú á því sem þeir em að gera. Ef menn eru ekki jákvæðir hafa þeir ekkert að gera í þetta. Menn í hugbúnaðargeiranum verða hins vegar varast aö byggja loftkastala. Það er mikil áhætta tengd hugbúnaðargeiranum. Líklega meiri en í nokkurri annarri grein. Samkeppnin er gífuriega hörð en arðsemisvonin í greininni er gífur- leg. Sérstaða hennar er sú að fram- leiðslukostnaöur er nánast. enginn. Hæstu tölur í arðsemi sem sjást í viðskiptaheiminum em í húgbúnað- ariðnaðinum, jafvel þúsundir pró- senta," segir Hreinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags ís- lands sem er i samstarfi við mörg fyrirtæki á þessu sviði. „Ég verð alltaf hræddur þegar fyr- irtækin em að byggja loftkastala í fjölmiðlum og svo kemur kannski bakslagið. Menn em ýmist í ökkla eða eyra og verða að vara sig,“ segir Hreinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.