Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1993, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1993, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 Útlönd Major hittir Rushdie Leiötogar íslamstrúarmanna í Bretlandi fordæmdu fund Johns Majors forsætisráöherra með rit- höfundinum Salman Rushdie í gær og sögðu að lífi Rushdies gæti verið meiri hætta búin. Klerkaveldið í íran hefur lýst Rushdie réttdræpan fyrir skáldsöguna Söngva satans sem þaö segir vera guðlast Rushdie lýsti fundinum með Maj- or sem mikilvægasta skrefinu til þessa í baráttu hans gegn dauða- dómi íranskra stjórnvalda. Rus- hdie hefúr farið huldu höföí ífjögur ár. Reuter Salman Rushdie hitti John Major í gær. Slmamynd Reuter Málþing um gildi íþrótta Iþróttanefnd ríkisins og menntamálaráðuneytið efna til málþings um gildi íþrótta laugardaginn 15. maí nk. í Holiday Inn, Reykjavík, kl. 13.00. Dagskrá Þingsetning: Ingi Björn Albertsson, formaður Iþrótta- nefndar ríkisins. Ávörp flytja: • Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra • Ellert B. Schram, forseti (Sl • Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Erindi: Gildi íþrótta fyrir ungt fólk. Prófessor Þórólfur Þórlindsson fjallar um niðurstöður úr könnun á viðhorfum og þátttöku ungs fólks í íþróttum. Umræður Kaffihlé Erindi: Endurskoðun íþróttalaga. Reynir G. Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins. Umræður Önnur mál Ráðstefnustjórar: Hafsteinn Þorvaldsson, Selfossi, og Lovísa Sigurðardóttir, Garðabæ. Gert er ráð fyrir að málþinginu Ijúki um kl. 16.30. Öllum er heimil þátttaka. Vinsamlegasttilkynnið þátt- töku ykkar í síma 609530. íþróttanefnd ríkisins Aukablað ( Akureyrarblað Miðvikudaginn 26. maí nk. mun aukablað um Akureyri fylgja DV. / Akureyrarblaðið verður að vanda mjög fjölbreytt af eftii og víða komið við í efnisöflun i höfuðstað riorðurlands. Rætt verður við fólk í atvinnulífinu um ástand og horfur og við fólk sem er að starfa við athygl- isverða hluti. Þá verður rætt við forsvarsmenn félagasamtaka í bænum og púlsinn tekinn á mannlifinu i máli og myndum. Þeir sem telja sig hafa eitthvað athyglisvert fram að færa, sem gæti átt erindi i þetta blað, geta haft samband við Qylfa Kristjánsson, blaðamann DV á Akureyri, í sima 96-26613 eða 96-25384, og komið því erindi á framfæri. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 91-63 27 22. Vinsamlegast athugið að siðasti skiladagur aug- lýsinga er miðvikudagurinn 19. maí. ATM.! Bréfasími okkar er 91-63 27 27. Bosnískur piltur fær ekki sjónina - þrátt fyrir aðgerð 1 Los Angeles Ungur bosnískur drengur, sem særðist alvarlega er hann var aö bjarga vinum sínum af fótboltavelli undan sprengjum Serba, mun aldrei fá sjónina aftur. Drengurinn, Sead Bekric, er 14 ára gamall og varð sjálfur fyrir sprengju er hann reyndi að koma særðum fé- lögum sínum í skjól eftir að önnur sprengja haföi fallið á fótboltavöll þar sem þeir voru að leik í Sre- brenica. Þann 22. apríl sl. var flogið með hann til Los Angeles ásamt móður hans og yngri bróður. Við komuna þangað fór hann þegar í bráðaupp- skurð. Bekric varð heimsfrægur er mynd birtist af honum í öllum helstu blöðum heims þar sem hann var með bundið um höfuðið fyrst eftir slysið. Að sögn talsmanns lækna á Julius Stein Eye Institue í Los Angeles eyði- lagðist vinstra auga drengsins alveg í árásinni og hægra augað er varan- lega skemmt. Læknar sjúkrahússins gátu metið Bekric eftir að hafa dælt út blóði sem hafði safnast saman fyr- ir aftan hægra auga hans. Var það afleiðing blæðingar eftir sprengjuá- rásina. Bekric útskrifaðist af sjúkrahúsinu á mánudaginn og dvelur nú hjá íjöl- skyldu sinni í Los Angeles. Læknar telja að þó að hann muni aldrei fá sjónina aftur hafi aðgerðina bjargað lífi hans þar sem læknum hafi tekist að stöðva dreifingu ígerðar í vinstra auganu. Það var króatískur viðskiptajöfur í Los Angeles sem kom því til leiðar að Bekric fékk hjálp. Reuter Þaö getur komið fyrir alla að handleggsbrotna, meira að segja kengúrur. Kengúran Cobar, sem er 11 mánaða, handleggsbrotnaði er keyrt var á móður hennar. Farið var með Cobar í Taronga dýragarðinn i Sydney og þar lætur hún nú fara vel um sig. Það er starfsmaður dýragarðsins, Dinah Monroe, sem hér gefur litlu kengúrunni að drekka. Simamynd Reuter Króötumspáð sigri í Eurovision Króötum er spáö sigri í söngva- keppni sjónvarpsstöðva sem fram fer á írlandi á laugardaginn, Lag- ið sem þeir fiytja heitir Don’t Cry og þykir míög líklegt aö margir geft þeim stig vegna samúðar. Bretar eru taldir næstlíklegast- ir til að sigra meö lag sem söng- konan Sonia syngur og ber það heitiö Better The Devil You Know. Auk Króata munu taka þátt í keppninni Bosnia og Slóvenía, en alls verða þátttökuþjóðirnar 25 og er það nýtt met. Stal neðanjarð- arlest Giæpir eru tíðir í New York en þó hefur engum tekist að steia neöanjaröarlest áður. Það gerðist samt um síðustu helgi er hinum 16 ára gamla Keron Thomas tókst að komast yfir búning eins stjórnanda lestanna og lykilinn sem þarf til að koma lestunum af stað. Thomas gerði sér lítið fyrir og fór á brautarstöð í Manhattan og á fólskum forsendum var honum falið að stjórna einni af neðan- jarðarlestunum. Aö sögn talsmanns neðanjarð- arlestakerfisins í New York, Bob Slovak, fórst Thomas verkið vel úr hendi, þ.e. aö sijórna lestinni. Honum tókst að koma lestinni, sem á voru tíu vagnar, á enda- stööina í Queens, sem var 24 míl- ur frá byijunarpunkti, án þess aö neitt kæmi upp á en fór þá yfir á rauðu og komst þá upp um kauða. Reuter Danir yf irtaka öll erlend lán Færeyja Margt bendir til þess að danska tíu milljarða íslenskra króna. ríkisstjórnin neyöist til að yfirtaka Finnbogi ísakson íjármálaráð- erlend lán Færeyinga upp á um þrjá- herra segir að ekki skipti máli hvort Færeyska landstjórnin hefur ekki efni á að borga eriend lán sín. Danir vilji það eður ei, þeir hafi ein- faldlega ekkert val. „Bara vextimir af erlendu lánun- um munu kosta Færeyinga átján milljarða á næstu íjórum árum. Við höfum ekki efni á því,“ segir Finn- bogi ísakson. Færeyska landstjórnin fundar með dönsku ríkisstjórninni þann 28. maí um efnahagsmál eyjanna og aðal- umræðuefnið á þeim fundi verður lán Færeyinga upp á um fimmtíu milljarða íslenskra króna, þrjátíu milljaröar í erlendum lánum og tutt- ugu milljarðar í lánum frá Dan- mörku. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.