Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1993, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1993, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 33 Sviðsljós Tannlæknarnir Páll Ragnarsson á Sauðárkróki og Magnús Torfason, sem báðir hafa spilað knattspyrnu f 1. deild á íslandi, hafa snúið sér að hesta- mennsku. DV-myndir E.J. Merming Ofurmennin Richard Miller (Billy Zane) og Tom Beckett (Tom Beren- ger) rymja saman i frumskógum Panama. Bíóborgin - Leyniskyttan: ★ Þrammað um frumskóginn Leyniskyttan ætlar sér að vera meira en venjulegur spennutryllir um mann sem hefur það að atvinnu að sitja um annað fólk og drepa þaö. Hér á að skyggnast undir yfirborðið og kanna hvað hrærist í sálartetri skot- mannsins. Lofsvert ætlunarverk því að bíóhúsin eru alla jafna yfirfull af ofbeldis- myndum þar sem ekkert er auöveldara né eðlilegra en að taka í gikkinn og stúta náunganum. Það bara tekst ekki sem skyldi. Að visu tala persónumar um áhrifin sem morðin hafa á þær, áhrif ekki ósvipuð þeim sem fikniefnaneytendur finna fyrir strax eftir inntöku eitursins og þær sjá hvað eftir annað fyrir hugskotssjónum sínum hræði- leg augnabliic tengd starfinu. Það er bara ekki nóg. Niðurstaðan er sú að myndin verður hvorki fugl né fiskur, hvorki æsileg spennumynd né áhugaverð sálfræðileg stúdía á mannlegu eðh. Það sem eftir stendur er eiginlega bara gönguferð um frumskóginn og nokkur bardagaatriði þar sem mikið er gert úr ofbeldinu og óhugnaöinum sem slíkum orrustum fylgja phjákvæmilega. Allt ósköp hversdagslegt og venjulegt. Leyniskyttan segir frá landgönguhðanum og leyniskyttunni Tom Bec- kett (Tom Berenger) sem fær það hlutverk að koma foringja uppreisnar- manna í Panama og kólumbíska eiturlyfjakónginum, sem dæhr í hann peningum, fyrir kattamef. Þetta á að gera til að tryggja framgang lýðræð- is í landinu. Sér til fulltingis fær Beckett ungan skriffinna og fyrrum verðlaunahafa í skotfimi á ólympíuleikum, Richard Miher (Billy Zane). Sá hefur allt Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson aðrar hugmyndir um verkefnið en Beckett sem gjörþekkir ahar aðstæð- ur. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til árekstra milli mannanna. MestöU myndin fer síðan í að sýna þá félaga á göngu um frumskóginn á leiö að skotmarkinu. Heldur leiðigjamt því að landslag í frumskógi er ekki mjög fjölbreyfilegt þegar til lengdar lætur. En á þessari göngu og þegar á leiðarenda er komið og skothríðin upp- hefst tekur MiUer út þann þroska sem óhjákvæmilegt var og verður að alvöm manni, þ.e. hann drepur án þess að finnast þaö neitt tiltökuníál. Tom Berenger og BUly Zane sýna ekki mikil tílþrif í leik sínum. Þeir fá heldur ekki tækifæri tíl þess þar sem leikstjórinn virðist halda að svona ofurkarlmenni geri fátt annað en að rymja og viðhalda pókerfési. Það er aö minnsta kostí ekki veriö að íþyngja áhorfandanum með gáfulegum samtölum eða skemmtilegum til að bjarga honum frá leiðindunum. LEYNISKYTTAN (SNIPER) Leikstjóri: Luis Llosa. Handrit: Michael Frost Beckner og Crash Leyland. Aðalhlutverk: Tom Berenger, Billy Zane, J.T. Walsh, Aden Young, Ken Radley. Reiðhöllin: Troöfullt á allar Viðar Halldórsson, formaður Fáks, Guðmundur Ólafs- Dalamenn áttu fulltrúa á Hestadögum: Björn Þórðarson son, fyrrverandi formaður Fáks, og Finnur Egilsson. og Marteinn Valdemarsson, sveitarstjóri í Búðardal. sýningamar Hestamannafélög á Suðurlandi og var á aUar þrjár sýningamar. Áhorf- í Gunnarsholtí daginn eftir. Fákur í Reykjavík héldu hestadaga í endur komu margir langt að og voru Reiðhöllinni um helgina. TroðfuUt margir á leið á sýningu á stóðhestum vMmmmjjm/ Sófi í nýju stofuna Björn Anton og Thelma eru farin að búa. Þau hafa keypt sér íbúð og eiga lítið barn. Þau verða aðfara vel með fjármuni sína til að endar nái saman. Þau hafa selt ýmislegt sem þau töldiu sig vel geta verið án en nú vantar þau sófa í nýju stofuna. Til þess að gera sem mest úr því sem þau hafa handa á milli ákváðu þau að kaupa notaðan, vel meðfarinn sófa gegnum smáauglýsingar DV núna og bíða með að kaupa nýtt út úr búð þar til þau hafa komið betur undir sig fótunum. Þú getur gert afbragðs kaup á notuðum, vel með förnum munum gegnum smáaglýsingar DV. Ef þig vantar pening! SMÁAUGLÝSINGAR SMÁAUGLÝSINGADEILD DV. Sfml 91-632700. Brófasfml 91-632727. Grsnl sfmlnn 99-6272. OPIÐ: Vlrka daga frá kl. 9-22, laugardaga frá kl. 9-16 og sunnudaga frá kl. 18-22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.