Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1993, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1993, Side 36
Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 12. MAl 1993. Veöriðámorgun: Létt- skýjað syðra Á morgun verður norðan gola eða hægviðri á landinu. Skýjað með köflum en yflrleitt þurrt norðanlands en léttskýjað syðra. Svalt í veðri. Veöriö í dag er á bls. 44 Verðurhaiin 65000.000kr? Sophia Hansen og Betty Mahmoody við komu þeirrar síðarnefndu til ís- lands i gærkvöldi. DV-myndÆMK Mál Sophiu Hansen: Þurf um strax að hefjast handa - segir Betty Mahmoody „Ég tók ákvörðun um að koma til íslands þegar ég frétti af máli Sophiu Hansen og þegar ég las gögn um málið langaði mig að gera eitthvað fyrir hana. Þær upplýsingar, sem ég hef, eru þær að dætur hennar eru í mikilli óvissu í Tyrklandi. Ég mun aðstoöa Sophiu á annan hátt eins og ég get til að fá börnin hennar heim. Ég veit hvað ég mátti þola í íran. Þá bað ég innilega að einhver myndi hjálpa mér,“ sagði Betty Mahmoody, höfundur bókarinnar Ekki án dóttur minnar og samnefndrar kvikmyndar með Sally Field í aðalhlutverki. Bók- in var byggð á lífsreynslu Bettyar og dóttur hennar í íran en þeim tókst með sögulegum hætti að flýja til Bandaríkjanna árið 1986. Betty, sem stofnaði samtökin Einn heimur fyrir böm árið 1990, kom til íslands í gærkvöldi í þeim tilgangi að veita Sophiu Hansen aðstoð í málarekstri hennar. „Kannski er einhver leiö til aö fá börnin heim en maður veit aldrei þar sem svona mál eru mjög erflð. En um leið og eitthvað gerist í málinu þurfum við að vera tilbúin. Við þurf- um allavega að heíjast handa strax. En Sophia hefur að minnsta kosti einhvern til að ráðfæra sig við og hún veit að hún hefur stuðning á bak við sig,“ sagði Betty. ÆMK/-ÓTT Ós húseiningar: Töluverðuráhugi á steypustöðinni „Það virðist vera töluverður áhugi á að kaupa þessa steypustöð, meiri en við reiknuðum með, en ég veit ekki hvort hægt er að tala um að þriðja tilboðið hafl borist. Menn hafa bara lýst yfir áhuga sínum á þessu,“ sagði Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs, í morgun. „Við ræddum við skiptastjóra bús- ins í gær og fórum yfir stöðu mála. Það skýrist í dag hvaða stefnu máhð tekur. Það kemur í ljós í dag,“ sagði hann. -GHS í fyrstasinn þrefaldur Lvinningiir LOKI Það verður varla sagt að þeir sprauti fagmannlega í Garðabænum! Annar bílanna, sem málningunni var skvett yfir, var í geymslu á planinu. Gangstétt og gróður voru emnig utotuð málningu. DV-mynd BG F R E T T K I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 ’Dyrhólaey DV- Sjómanni bjargað: „Var aldrei í bráðri hættu“ „Báturinn lak mikið. Hann var búinn að vera á þurru landi í ár eða meira og klukkan 3 í gær stoppaði lensidælan hjá mér við mótorinn og kom strax heilmikill sjór í bátinn. Eftir það varð ég alltaf að vera að ausa,“ sagöi Reynir Ragnarsson, sem bjargað var af 4 tonna trillu um 5 mílur austur af Elliðaey í nótt. Reynir kom dælunni aftur í lag um áttaleytiö og gat siglt í tvo tíma er vélin varð rafmagnslaus. Reynir lagði af stað skömmu eftir hádegi í gær frá Vík til Vestmanna- eyja og hugðist vera rúmlega 4 tíma á leiðinni. Þegar hann skilaði sér ekki á réttum tíma var farið að svip- ast um eftir honum og það var svo rétt íyrir tólf að skipveijar á Óðni sáu tvö neyðarblys og fundu Reyni vel á sig kominn. „Ég tel að ég hafi aldrei verið í bráðri hættu. Ég hafði undan að ausa og hélt þannig á mér hita, svo hafði ég alltaf gúmbát ef ég hefði ekki haft undan að ausa,“ sagði Reynir. Reynir var ágætlega búinn en var nokkuð blautur þegar varðskipið fann hann. Hlynnt var að honum um *lDorð í varðskipinu sem hélt með bát- inn til Vestmannaeyja en sigldi svo til Reykjavíkur þar sem Reynir ætl- aðifráborði. -pp Amfetamínfram- leitthérálandi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í 3 mánaða skilorös- bundiö fangelsi fyrir móttöku og sölu á megninu af 50-70 grömmum af amfetamíni sem framleitt var hér á landi árið 1987. Dómurinn tók mið af því hve málið er gamalt. Ekki hefur náðst að draga fram- , leiðandann fyrir dóm því hann hefur dvaliðíS-Afríku. -ÓTT Vargöld í Garðabæ í fyrrinótt: mm w m m w x x Malnmgu uðað a tvo bíla, groð- ur og gangstétt íbúum í húsi við Mávanes á Arn- amesi brá í brun þegar þeir litu út um gluggann hjá sér í gærmorg- un. Búið var að úða rauðri olíu- málningu yfir tvo hvíta, nýlega bíla sem stóðu á planinu. Málningjn skvettist einnig á gangstétt, bíla- plan, gróður og einnig var búið að ata bakhlið hússins út í múlningu. Það var í gærmorgun sem blaða- raaður DV hringdi í íbúa á efri hæð hússins til að sannreyna fréttaskot íbúi kom af fjöllum er hann var spurður hvort skemmdarverk hefðu verið unnin á bílum fyrir utan husið. Hann fékkst þó til að iíta út um gluggann og sá þá bílana ataða rauðri málningu. Einn íbúanna í húsinu vaknaði um nóttina við að megna málning- arlykt lagði inn um gluggann en kannaði það ekki nánar fyrr en í gærmorgun, eftir að hafa rætt við DV, og var þá aðkoman eins og fyrr Málið er í rannsókn hjá rann- sóknarlögreglunni í Hafnarfiröi og er ákveðinn aðili grunaður um verknaðinn. Þá var brotist írm í þrjá bíla við Lyngmóa í Garðabæ og stolið úr tveimur þeirra útvarpsmagnara, íþróttatösku og seðlaveski. Þriðja bílnum, sem brotist var inn í, var stolið. Hann er af gerðinni Lada- Sport, drapplitaður, með skráning- arnúmerið G-24752. Hann var enn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.