Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 9 Rithöfundurinn Christian Didier les fyrir fréttamenn yfirlýsingu þar sem hann útskýrir hvers vegna hann myrti striðsglæpamanninn René Bousqu- et. „Að útrýma siíku skrímsli er sigur hins góða yfir hinu illa.“ Símamynd Reuter Franskur stríðs- glæpamaður myrtur í París Yfirmaður lögreglu Vichy-stjóm- arinnar í Frakklandi í seinni heims- styijöldinni, René Bousquet, var í gær myrtur á heimili sínu í París. Nokkrum klukkustundum seinna handtók lögreglan morðingjann sem boðað hafði fréttamenn til hótels í úthverfi Parísar þar sem hann kvaðst hafa skotið Bousquet. Bousquet bar ábyrgð á handtökum og fiutningi þúsunda gyðinga til út- rýmingarbúða Hitlers í Þýskalandi. Hann var háttsettur í stjóm Pétains marskálks sem sat í Vichy á stríðsár- unum. Vichy-stjórnin átti samstarf við hemámshð nasista. Pétain og Pierre Laval, forsætisráð- herra hans, vom dæmdir til dauða eftir stríöið vegna samstarfsins við nasista. Laval var tekinn af líQ en lífl- átsdómi Pétains var breytt og var honum vísað úr landi til eyju við Atl- antshafsströnd Frakklands. Bousquet fékk væga refsingu 1949. Árið 1991 var hann sakaður um glæpi gegn mann- kyninu. Innan nokkurra vikna var væntanleg ákvörðun um hvort hann yrði dreginn fyrir dómstól. Morðið á Bousquet olh leiðtogmn gyðinga miklum vonbrigöum því þeir höföu ásamt félögum í frönsku andspymuhreyfingunni litið á vænt- anleg réttarhöld yfir Bousquet sem uppgjör við Vichy-stjórnina. Fyrstu viðbrögðin í París vom þau að um leigumorð hefði verið að ræða. Ahtof margir hefðu hag af því að ekki kæmi allt fram í dagsljósið. Bo- usquet hefði getað látið í té óþægileg- ar upplýsingar fyrir ýmsa aðila sem nú njóta virðingar í Frakklandi. Morðinginn, Christian Didier, er misheppnaður rithöfundur sem ítr- ekað hefur reynt að vekja á sér at- hygh. Honum tókst eitt sinn að stökkva yfir grindverk við Elysée- höh Francois Mitterrands, forseta Frakklands. Ætlaði hann að greina forsetanum frá störfum Svíans Raoul Wahenbergs sem bjargaði gyðingum undan nasistum. Didier gerði einnig tilraun til að myrða Klaus Barbie, fyrrum yfir- mann Gestapo, þegar hann var fyrir réttiíLyonl987. Reuter.TT Þorskstof n í hættu Alþjóða hafrannsóknaráðið telur ekki ráðlegt að auka þorskveiðikvót- ann í Kattegat og Eystrasalti á næsta ári. Danskir sjómenn em aht annarr- ar skoðunar. „Danskir sjómenn verða greinilega að halda áfram að búa við þá þver- sagnakenndu staðreynd að geta á ein- um morgni veitt vikukvóta samtímis því sem sjávarlíffræðingar fuhyrða að þorskstofninn fari minnkandi. Þetta er óþolandi ástand og sýnir enn einu sinni að kvótakerfið og ráðgjafa- kerfi líffræðinganna virkar ekki,“ segir Bent Ruhe, formaður danska sjómannasambandsins. Ritzau BréfGarboá 2,5 miiyónir David Wolskowsky í Flórída keypti í gær á uppboði hjá Sotheby’s í Lon- don 66 bréf sænsku leikkonunnar Gretu Garbo til vinkonu sinnar Sölku Viertel. Fyrir bréfin gaf Wolskowsky um tvær og hálfa mihj- ón íslenskra króna. Hann kveðst ekki vera með neinar áætlanir um að birta bréfin til að græða peninga. Fyrir hálfri öld, þegar Wolkowsky var sjóhði, hitti hann Garbo heima hjá sameiginlegum vini þeirra í Los Angeles. Þeim fundi hefur Wolkow- sky, sem nú er 73 ára, aldrei gleymt. Bréf Garbo til Viertel, sem var leik- kona frá Póhandi, vom skrifuð á árunum 1932 til 1973. í öhum bréfun- um er Garbo tíðrætt um einsemd sína og óhamingju. Hún skrifar að það eina sem veiti henni gleði sé tíl- vist Sölku. Leikkonumar léku saman í þýsku myndinni Anna Christie 1930. Garbo hvatti síðan Sölku til að skrifa kvik- myndahandrit og árangurinn varð meðal annars Anna Karenina og Marie Walewska. Garbo skrifar vin- konu sinni að hún vijji gjaman leika hlutverk Marie því Napóleon sé ekki jafn venjuleg persóna á hvíta tjaldhiu og allir hinir elskhugamar hennar. Hún skrifar jafnframt: „Mig langar mikið til að vera í síðbuxum. Þú gætir kannski skotið svoleiðis atriði inn í myndina. Marie gæti jú verið klædd eins og hermaður þegar hún heimsækir tjald Napóleons." Salka var gift rithöfundinum og kvikmyndaleikstjóranum Berthold Viertel. Hún lést 1978,89 ára að aldri. Það var sonur hennar, Peter, sem seldi bréfm á uppboðinu. Garbo lést árið 1990, 84 að aldri. Hún dró sig í hlé á fimmta áratugnum er hún var á hátindi frægðar sinnar. TT Útlönd Fundurutanríkis- ráðhenra Utanríkisráöherra Bandaríkj- anna, Warren Christopher, mun ræða í dag við utanríkisráðherra Evrópubandalagsins í Lúxem- borg. Þing Rússlands mun koraa saman síðar í dag til að ákveða hvort það eigi að binda enda á andstöðu sína við stjóralagaþing Jeltsins. ÞingforsetinnKhasbuIa- tov mun tala fyrstur. Haiti-búar látnir lausir Bandariskum súómvöldum hefur veriö fyrirskipað að loka strax búðum í Guantanamo Bay á Kúbu og sleppa Haiti-búum, sem þar hafa verið, en þeir hafa reynst með eyðniveiruna. SÞfaríheim Dreift hefur verið bæklingum á götum Mogadishu þar sein friðar- gæsluliðar SÞ eru hvattir til að faraheim, Reuter 'MM ■ ýíi. ■ STÓRSÝNSNG TÖLVUR • TÖLVUBÚNAÐUR • SKRIFSTOFUTÆKI Nýherji hf. og Tölvutæki-Bókval bjóða til stórsýningar á tölvum, tölvubúnaði og skrifstofutækjum dagana 11.-12. júní n.k. í húsnæði Tölvutækja-Bókvals að Furuvöllum 5. Gestum gefst kostur á að kynna sér það KYNNINGAR Föstudaginn 11. júní munu sérfræðingar frá Nýherja hf. halda kynningar um eftirtalin efni: ► io.oo-i2.oo LOTUS hugbúnaður cc: MAIL Tölvupóstur NOTES Hópvinnukerfi AmiPro Ritvinnslukerfi Improv /1-2-3 Töflureiknar Organizer Tímaskipulagning Freelance Graphics Grafísk framsetning ► 13.00-14.00 Tölvustudd hönnun Fyrir tæknimenn ► 14.30-1 s.3o Tölvustudd hönnun Fyrir grafíska hönnuði ► i6.oo-i7.3o Afgreiðslukerfi nýjasta og framsæknasta á sviði tölvubúnaðar og skrifstofutækja og auk þess að sækja sérstakar kynningar þar sem sérfræðingar Nýherja hf. munu fjalla sérstaklega um einstakar vörutegundir. SYNING Sýningin verður opin kl. 10.00-18.00 föstudag og frá kl. 10.00-16.00 laugardag. Á meðal þess búnaðar sem kynntur verður má nefna: Tölvur ► Faxtæki ► Prentarar ► Flugbúnaður ► Afgreiðslukerfi Ljósritunarvélar Pappírstætarar Brotvélar f. umslög ► Plotterar ► og fleira og fleira... IP ® ÞÁTTTAKA á kynningar TILKYNNIST í SÍMA 26100 NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan , >> i ■MHB \\*Ti LOTUSHUGBÚNAÐUR Við vekjum sérstaka athygli á LOTUS hugbúnaði sem á vaxandi vinsældum að fagna um allan heim, t.d. AmiPro sem viðurkennt tölvutímarit hefur valið besta ritvinnslukerfið . AmiPro býður ritvinnslu- og umbrotsmöguleika sem fá önnur ritvinnslukerfi geta státað af. wsmmmmmmmm B að fá nýja sendingu af mótorhjólum CBR-600F Vökvalœld 100 hestafla, 16 venda DOHC inline-4 Honda CB-750 Vét LoftWd 73ja hestafla, 4ta strokka, 16 venda DOHC inline-4 Honda CBR-900RR Vét Vökvakaekl 124 hestada, 4ra strokka, 16 venda DOHC inline-4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.