Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 45 Bryndís Halla Gylfadóttir. Caput- hópurinn Listahátíð í Hafnarfirði býður í kvöld upp á tónleika með Caput- hópnum í Hafnarborg kl. 20.30. Þrátt fyrir töluverð umsvif Cap- ut-hópsins á erlendri grund lítur hann á það sem meginverkefni sitt að kynna íslendingum ferska strauma í tónlist. Á listahátíðinni í kvöld verður flutt nýtt einleiks- verk fyrir selló sem Atii Ingólfs- son samdi sérstaklega fyrir hátíð- ina. Meðal annarra verka á tónleik- Listchátíð unum eru kvartett eftir Finnann Jukka Koskinen, kvintett fyrir klarinettu og strengi eftir franska tónskáldið Tierry Blondeau og tvö rússnesk verk frá árinu 1914. Á tónleikunum koma fram Auður Hafsteinsdóttir fiðluleik- ari, Zbigniew Dubik fiðluleikari, Guðmundur Kristmundsson ví- óluleikari, Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari, Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og Guðni Franzson klarinettuleikari. Charles Dickens. Ná- kvæmt skal það vera! Rithöfundurinn Charles Dick- ens, sem lést 9. júní 1870, þjáðist af svefnleysi. Dickens trúði því að til að fá sem bestan nætur- svefn yrði hann að sofa í ná- kvæmlega miðju rúminu og láta það ennfremur snúa í norður! Blessuð veröldin Erfitt starf! Meira en 25 þúsund manns lét- ust á meðan þeir störfuðu að gerð Panama-skurðarins. Blés hann á kertið!?! Árið 1924 létu Napólí-búar gera kerti til heiðurs söngvaranum Enrico Caruso. Kertið var 18 fet að hæð og vó þrjú tonn! Ekkertað marka! Eitt bam af hverjum tuttugu fæöist á þeim degi sem læknar voru búnir að segja til um! Færðá vegum Á Öxnadalsheiði er vegurinn gróf- ur og á Lágheiði er hámarksöxul- þungi enn 7 tonn. Þá er vegavinnu- Umferðin flokkur að störfum á leiðinni á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Vegfarend- ur þar eru beðnir að sýna aðgát. Á leiðinni milli Sauðárkróks og Hofsóss er einnig vegavinnuflokkur að störfum og sömuleiðis á Holta- vöruheiði sunnantil en annars eru flestir vegir greiöfærir. Hálendisveg- ir em þó enn lokaöir. án fyristöðu SVegavinna - aðgát! fS] Öxulþunga- ___takmarkanir |X 1 Ófært Stykkishólmur Ófært Tveir vinir í kvöld r • r Jójó, Bláeygt sakleysi og Örkin hans Nóa koma fram á Tveimur vinum í kvöld. Uppákoman er nokkurs konar undanriðill fyrir stór- tónleika sem haldnir verða í Þjórsárdal fyrstu helgina í júlí en þar koma fram 24 hljómsveitir. í kvöld ætla hljómsveit- imar hins vegar að spila popp í léttari kantinum eða það sem sumir kalla gleði- músík. Jöi, Þröstur, Ingimar, Hafiiði og Þröstur. Robin Williams. Leikföng í gamanmyndinni Leikfong, sem Saga-bíó sýnir um þessar mundir, vinna þeir saman enn á ný, leikarinn Robin Williams og leikstjórinn Barry Levinson, en tvímenningarnir slógu heldur betur í gegn með „Good Morning Vietnam" á sínum tíma. Leikfong, sem er gamanmynd Bíóíkvöld eins og áður sagði, fjallar um duttlungafuUan leikfangafram- leiðanda, sem Robin Wilhams leikur, sem er að reyna að bjarga leikfangaverksmiðju fóður síns frá því aö lenda í klónum á geð- veikum frænda sínum. Stofnandi leikfangaverksmiðjunnar taldi að vinnan ætti að vera leikur einn og það er nokkuö sem sonur hans hefur að leiðarljósi. Auk Williams eru það Michael Gambon, Joan Cusack og Robin Wright sem leika helstu hlut- verkin. Nýjar myndir Háskólabíó: Stál í stál Laugarásbíó: Lögmál götunnar Stjörnubíó: Dagurinn langi Regnboginn: Gamanleikarinn Bíóborgin: Sommersby Bíóhöllin: Náin kynni Saga-bíó: Leikföng Gengið Frjónæmi Frjómagn í andrúmsloftinu í Reykjavík — frjókorn/m3 á sólarhring í maí — ED-Óþekkt & Annað □ Elfting B Gras ■ Birki □ Víðir ■ Lyng 1988 1989 1990 1991 1992 1993 DV Frjógildran var sett upp í mælireit Veðurstofunnar um mánaðamótin apríl/maí en vegna snjóa hófust mælingar ekki fyrr en 4. maí. Niðurstöður maímánaðar hggja nú fyrir og þær eru sýndar í töflu hér Umhverfi til hliðar, ásamt hliðstæðum gildum fyrir sumrin 1988-1992. Tölurnar tákna fjölda fijókorna í hveijum rúmmetra andrúmslofts tímabiliið 4.-31. maí. Birkifijókorn komu fyrst í gildruna 27. maí í ár en ef veður helst þurrt og hiti kemst upp fyrir 10-12 gráður getur fijótala birkis náð hundraði. Það er þó lágt þegar við berum okkur saman við Skandinavíu. Tímabilið, sem birkifijókom eru í loftinu hér, er stutt, 2-4 vikur, og gæti því staðið út júnímánuð þetta sumar. Algengasta fijónæmið hér á landi stafar af grasfrjóum. Fyrsta grasfrjó sumarsins kom i fijógildruna 13. maí. Grasfijó koma jafnan stopult fyrir í maí og júní. Aðaltími grasanna er í júlí og ágúst þó fijókom þeirra geti verið stöð- ugt í loftinu frá síðari hluta júní. Sólarlag í Reykjavík: 23.51. Sólarupprás á morgun: 3.03. Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.00. Árdegisflóð á morgun: 10.25. Heimild: Almanak Háskólans. Almenn gengisskráning Ll nr. 109. 9. júní 1993 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 63,760 63,060 Pund 96,920 97,170 98,200 Kan.dollar 49,640 49,760 49,740 Dönsk kr. 10,2140 10,2390 10,2930| Norsk kr. 9,2430 9,2660 9,3080 Sænskkr. 8.7690 8,7910 8,7380 Fi. mark 11,5920 11,6210 11,6610 Fra. franki 11,6150 11,6450 11,7110 Belg. franki 1,9024 1,9072 1,9246 Sviss. franki 43,5800 43,6900 44,1400 Holl. gyllini 34,8600 34,9500 35,2200 Þýskt mark 39,0800 39,1800 39,5100 it. líra 0,04309 0,04319 0,04283 Aust. sch. 5.5540 5,5680 5,6030 Port. escudo 0,4127 0,4137 0,4105 Spá. peseti 0,5114 0,5126 0.4976 Jap. yen 0,59970 0,60120 0,58930 írskt pund 95.310 95,550 96,380 SDR 90,4100 90,6400 90,0500 ECU 76,4500 76,6500 76,9900 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan T~ T~ H J í T~ 9 1 <7 ) D 1 " U 1$ I llc 1 77" J zT J Lárétt: 1 hrella, 5 sæti, 8 slái, 9 hesta, 11 nes, 12 keyrðu, 14 mjög, 16 leyflst, 17 klaki, 19 kúgunar, 20 gerlegt, 22 óðagot,: 23 nudda. Lóðrétt: 1 tón, 2 fitla, 3 hest, 4 hvatning, 5 prik, 6 ólyfian, 7 túlka, 10 tuska, 13 fúsk, 15 fugl, 18 aftur, 19 kynstur, 21 strax. Lausn ó síðustu krossgátu. Lárétt: 1 sínk, 5 lás, 8 æsi, 9 eitt, 10 ætt- ingi, 12 trekk, 14 61, 15 lak, 16 ball, 17 ullina, 19 ná, 20 akurs. Lóðrétt: 1 sæ, 2 ístra, 3 nit, 4 keik, 5 link- an, 6 át, 7 stillts, 10 ætlun, 11 gólar, 13 ekla, 16 bik, 18 lá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.