Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglysingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNl 1993.
Mannbjörg er
kviknaði í bát
Mannbjörg.varð er eldur kom upp
í Torfa ÍS, 10 lesta handfærabát á
sjötta tímanum í gær. Báturinn var
' staddur um 4 sjómílur suðvestur af
Malarrifi og var tveimur mönnum á
bátnum bjargað um borð í Hafórninn
AK sem var nærstaddur. Það var svo
á áttunda tímanum í gær sem Torfi
sökk.
Eldurinn kom upp í olíueldavél í
lúkar og varð báturinn alelda á
skömmum tíma. Á mánudag kvikn-
aði í smábát frá Patreksfirði á sama
hátt. -PP
Eiður Guðnason:
Óvísthvaðverður
„Ég verð óbreyttur þingmaður
fyrst um sinn og mun nota tímann
til að hugsa mín mál. Það er óvíst
hvað verður,“ sagði Eiður Guðnason
eftir aö gengiö hafði verið frá því á
þingflokksfundi Alþýðuflokksins í
fyrrakvöld að Össur tæki sæti hans
í ríkisstjóm.
Eiður sagði að þegar hann hefði
verið kosinn fyrst á þing, 1978, hefði
hann sagt sem svo að nægilegt væri
að vera í pólitík í 12-14 ár. Því væri
tími til að breyta til. Eiður sagðist
mjög sáttur viö bæði guð og menn
nú þegar hann hætti sem umhverfis-
ráðherra. -hlh
Sementsverk-
smiðjanhlutafélag
Naf n stúlkunnar
LOKI
Fara notaðir umhverfis-
ráðherrar ekki í endurvinnslu?
• •1 y
Tveir reyndu að smygla
inn 10 kílóum af hassi
keyptu hassið á 1,2 milljónir króna
Ríkissaksóknari hefur gefið út
ákærur á hendur þremur mönn-
um, Erni B. Magnússyni, 41 árs,
Stefáni St Tyrfmgssyni, 48 ára, og
Guðmtmdi Óla Ragnarssyni, 31 árs,
öllum búsettum í Reykjavik. fyrm
brot gegn lögum um ávana- og
fíkniefni.
Ákæran á jhendur Emi er í þrem-
ur liðum. í fyrsta lagi er hann
ákærður fyrir tilraun til brots á
fíkniefnalöggjöflnni, með því að
hafa um mánaðamótin apríl/mai
1989 keypt í Amsterdam 3,5 kíló af
efni sem hann taldi vera hass, fyrir
um 420 þúsund krónur, flutt efniö
til Rotterdam og keypt þar BMW-
: bifreið, falið efnið í bifreiðinni og
senthanatil íslands. Bifreiðin kom
til hmdsins með ms. Brúarfossi í
maí 1989 en efnið á Örn að hafa
ætlað að selja hérlendis í ágóða-
skyni Er Örn sótti efnið hætti hann
við að taka það, þar sem honum
þótti það verðlaust og ónothæft
sem vímugiafi, og er óupplýst hvað
varð síðan um efnið.
Þá er Örn ákærður fyrir aö hafa
um raiðjan október 1990 kevpt,
ásamt Guðmundi Óla, 2 kíló af
hassi í Amsterdam, fyrir um 200
þúsund krónur, flutt efnið með sér
til íslands frá Frankfurt og eftir
heimkomu flutt megnið af efninu í
sumarbústað meðákærða Stefáns
við Meðalfellsvatn. Á næstu vikum
áÖrn að hafa sóttþangað skammta
af efninu og afhent meðákærða
Guðmundi Óla í Reykjavik til sölu-
meðferðar, samtals um 1,3 kíló og
fengið 900 krónur fyrir grammið.
Guðmundur Óli er ákærður fyrir
hlutdeild að 2 kílóa kaupunum með
því að liðsinna Enú svo að hann
yrði ekki svikinn í viðskiptunum.
Þá er Guðmundur Óli ákærður fyr-
ir að hafa selt fyrir Örn samtals
um 1,3 kíló af þessu hassi ótil-
greindu fólki í Reykjavík á kr,
1100-1500 hvert gramm og þar af
greitt Erni 900 krónur fyrir gramm-
ið. Þetta er sala upp á 1,4 til 1,9
milljónir króna og hlutur Arnar
þar af um l.l mifíjón.
Stefán er ákærður fyrir að hafa
flutt um 1,6 kfló af hassi með Erni
í október 1990 í sumarbústað sinn
viö Meðalfellsvatn og gengið frá
efninu til geymslu í bústaönura og
jafnframt afhent Erni lykla að bú-
staðnum svo að hatin gæti sótt
þangað skammta af efninu.
Loks eru Öm og Stefán ákærðir
fyrir tilraun til innflutnings á 10
kílóum af hassi frá Hollandi voriö
1991 eftir aö hafa keypt hassið fjrir
um 1,2 milljónir króna. Hassinu
komu þeir fyrir í tveimur vökva-
dælum, sem þeir festu kaup á, en
iögreglan í Hollandi komst á snoðir
um smyglið og fjarlægði hassið úr
dælunum en lét senda þær til ís-
lands. Dælumar komu með ms.
Laxfossi í maí 1991 og voru Öm og
Stefán handteknir eftir að þeir
höfðu sótt dælurnar. -bjb
Nýtt hlutafélag hefur veriö stofnað
nm Sementsverksmiðju ríkisins,
Sementsverksmiðjan hf„ sem tekur
við rekstri verksmiðjunnar um ára-
mót. Breytingin er í samræmi við lög
frá Alþingi í vor. Ríkissjóður á allt
hlutaféð og þarf samþykki Alþingis
til að selja það. Stjórnarformaður
félagsins er Frosti Bergsson. -hlh
Vamarliösviöræöur:
Engar ákvarðanir teknar
- segir Þorsteinn Ingólfsson ráðuneytisstjóri
„Það er öilum ljóst að aðlögun að
breyttum alþjóðlegum aðstæöum
þarf að fara fram alls staðar en það
komu hins vegar engar ákveðnar til-
lögur fram um niðurskurð á Kefla-
víkurflugvelli," sagði Þorsteinn Ing-
ólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkis-
ráðuneytinu, þegar hann var spurð-
ur um niðurstöðu fundar íslenskra
og bandarískra embættismanna um
framtíð herstöðvarinnar í Keflavík
sem haldinn var í gær. í yfirlýsingu,
sem gefin var út eftir fundinn, kemur
fram að bandarísk stjórnvöld ætla
sér að standa við skuldbindingar sín-
ar hvað varðar öryggi og varnir
landsins og vilja eiga náið samráð
við íslensk stjórnvöld um „hugsan-
lega aðlögun" í varnarliðinu. „Það
hggur fyrir að Bandaríkjamenn ætia
sér að standa áfram að vömum í
Evrópu, en þaö er einnig ljóst að í
gangi er verulegur niðurskurður
fjárframlaga til vamarmála og það
kemur væntanlega að því að reynt
verður að haga starfseminni á Kefla-
víkurflugvelh á skilvirkari hátt,“
sagðiÞorsteinn. -bm
Þorsteinn Pálsson á morgimverðarfundi:
Engin framtíð hverf i þorskur
Stúlkan, sem fannst látin í Hvítá í
gærmorgun, hét Brynhildur Jóns-
1 ** dóttir. Brynhildur var 22 ára og bjó
í foreldrahúsum í Brekkuseh 33 í
Reykjavík. -PP
Ferðamenn streyma til landsins þúsundum saman í sumar til að kynnast
fallegri náttúru landsins og siðum og menningu þjóðarinnar. Ferðamennirn-
ir þurfa gjarnan að leita til Upplýsingamiðstöðvar ferðamála og þvi tók
hann Óskar Svavarsson að sér að laga stafina á húsnæði miðstöðvarinnar
í miðbæ Reykjavikur í gær. Ferðamennirnir þurfa að vita hvert þeir eiga
að leita. -GHS/DV-mynd JAK
„Það er engin framtíð, í það
minnsta ekki björt, ef þorskurinn
hverfur," sagði Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra á morgun-
verðarfundi Verslunarráðs í morg-
un. Þar var yfirskriftin: Stefnir
þorskleysið öllu í kaldakol? Hahdór
Ásgrímsson hélt þar einnig tölu.
Þorsteinn lagði áherslu á að mark-
aösmálin muni skipta öhu máh í
næstu framtíð. Allir viti að hráefnið
sé takmarkað og þess vegna sé eini
vaxtamöguleiki þjóðfélagsins falinn
í markaðssetningunni. Hann sagði
nauðsynlegt að íslendingar ættu stór
og öflug sjávarútvegsfyrirtæki sem
fjárfest gætu í vöruþróun og sótt af
styrk inn á nýja markaði.
„Ég held aö það sé raunsætt að við
getum farið að veiða yfir 200 þúsund
tonn um aldamótin, batinn verður
ekki skjótari,“ sagði Þorsteinn og
bætti við að draga yrði verulega úr
þorskveiðum. Var honum tíðrætt um
töluna 175 þúsund tonn.
-hlh
Veðriðámorgun:
Hlýjast vest-
anlands
Á morgun verður austan og
norðaustanátt, stinningskaldi
norðvestanlands, annars hægari.
Þurrviðri á Vesturlandi og sunn-
anverðum Vestíjörðum en dálítil
rigning eða þokusúld öðru hverju
annars staðar. Hiti á bilinu 5-16
stig, hlýjast vestanlands.
Veðrið í dag er á bls. 44
■■■■■■IIMQlill
I Brook 1
I (rompton i
RAFMOTORAR
SuÁurtandsbraut 10. 8. 686480.
0
Í
0