Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ1993 41 Veiðivon Leikhús Þurf um ekki að örvænta - segir Þórarinn Sigþórsson um áframhaldið á veiðinni Laxveiðibyrjunin lofar alls ekki góðu þá fyrstu daga sem veiðin hefur staöið yfir. Á þessari stundu hafa ámar gefið um 60 laxa og hann er 14,5 pund sá stærsti. Norðurá hefur gefið um 30 laxa, Þverá og Kjarrá hafa gefið 15 laxa, Laxá á Asum 7-8 laxa og Blanda 6. „Mér finnst þessari byrjun í lax- veiðinni núna svipa mjög til upphafs- ins í veiðinni 1979. En þá voru þó meiri vorkuldar en núna,“ sagði Þór- arinn Sigþórsson tannlæknir í gær- kvöldi. Þórarinn er öllum hnútum kunnur og við báðum hann að spá aðeins í stöðuna. „1979 veiddist slangur við opnun veiðiánna en svo datt veiðin alveg niður. Það var ekki fyrr en upp úr 20. júní sem veiðin fór að glæðast fyrir alvöru. Ég var í Kjarrá í Borgar- firði 22. júní og veiddi þá mína fyrstu laxa það sumarið. Það hafði ekki veiðst branda í ánni fyrr en þá. Áin var jökulköld og snjóskaflar víða út í á. Tölum um þetta eins og það er núna, vatnshitinn hér vestanlands hefur verið 2-3 gráður. Þaö er ekki von að laxinn gangi í ámar svona kaldar. Sjáðu Laxá á Ásum, hitastig- ið er gott á daginn en dettur niður úr öllu valdi á nóttinni." - Þið erað að opna Laxá í Kjós á fimmtudaginn og þið hafið kíkt og séð lítið af fiski, Þórarinn? „Við höfum kíkt kvöld eftir kvöld og séð mjög lítið af laxi. Þetta hafa verið þetta einn, tveir laxar stund- um. Eg skyldi fullyrða að í dag, þriðjudag, eru varla meira en 6-8 laxar mættir í Laxá í Kjós.“ - Það er mjög lítið svona rétt þegar Laxá er opnuð? „Ég kalla það gott ef opnunarhollið veiðir 10 laxa eins og staðan er núna. Þó svo laxinn geti komið hvenær sem er. Það stendur meira að segja vel á straumi þessa dagana og það ætti að þýða fleiri laxa í ámar.“ - Hvaða veiðitúr kemur á eftir Kjós- inni? „Það er Kjarrá í Borgarfirði 15. til 18. júní. Það er einn af uppáhalds veiöitúrunum mínum, en þá fómm við á hestum upp á efstu veiöistaði." Þessi rólega byrjun veldur veiði- mönnum miklum áhyggjum? „Ég hef þá skoðun að veiðimenn þurfi ekki að örvænta þó byrjunin sé róleg, seiðabúskapur hefur verið góður og ástand sjávar sérlega gott í þann mund sem seiðin hafa gengið niður. Sjávarveiðar hafa verið bann- aðar kringum Færeyjar og stórlega dregið úr shkum veiðum kringum írland og Skotland. Ef þessi fiskur skilar sér ekki er eitthvað meira en lítið að. En ég hef trú á því að júni geti orðiö erfiður fyrir veiðimenn, en síöan rætist verulega úr, það er að segja ef við.fáum frið fyrir vatna- vöxtum. Nóg er af snjónum í fjöllun- um,“ sagði Þórarinn í lokin. -G.Bender Þórarinn Sigþórsson kíkir eftir laxi i Elliðaánum í gærkvöldi en hann segir aö veiðimenn þurfi ekki að örvænta þrátt fyrir rólega byrjun DV-mynd G.Bender ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stórasviöiðkl. 20.00: K/ERA JELENA eftir Ljúdmílu Razumovskaju. í kvöld, nokkur sæti laus, á morgun nokkur sæti laus. Aðeins þessar 2 sýningar. KJAFTAGANGUR ettir Neil Simon. Lau. 12/6, örfá sæti laus, sun. 13/6, örfá sæti laus. Siðustu sýningar þessa leikárs. MY FAIR LADY söngleikur eftir Lerner og Loeve. Allra siðasta sýning. Fös. 11/6, nokkursæti laus. LEIKFERÐ RÍTA GENGUR MENNTA- VEGINN eftir Willy Russel Mvd. 9/6 kl. 20.30 - Borgarnes. Fid. 10/6 kl. 20.30-Ólafsvik. Föd. 11/6 kl. 20.30 - Stykkishólmur. Miöasala Þjóöleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Miða- pantanir frá kl. 10.00 virka daga í sima 11200. Greiðslukortaþj. -Græna linan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóðlelkhúsið-góöa skemmtun. DRÁTTARBEISLI Tónleikar Vinirvors og blóma á Hressó Hljómsveitin Vinir vors og blóma mun leika á Hressó fimmtudagskvöldið 10. júni. Þessir tónleikar eru í sambandi við maraþonspilamennsku sem haldin verð- ur í Þjórsárdal helgina 2.-4. júlí þar sem fram koma yfir 20 hljómsveitir. Hijóm- sveitin er nýkomin frá Díisseldorf í Þýskalandi þar sem hún lauk við lög sem koma út á safnplötum í sumar. Asamt Vinum vors og blóma munu hljómsveit- imar Sirkus Babalú og Synir Jarþrúðar koma fram. Tónleikamir hefst kl. 23. Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri Árlegir kammertónleikar á Kirkjubæjar- klaustri verða í sumar helgina 20.-22. ágúst. Þá verða þrennir tónleikar, frá fóstudegi til sunnudags, á mismunandi tímum. Að venju em flytjendur kunnir listamenn, bæði innlendir og erlendir, en jieir em m.a. Auður Hafsteinsdóttir fiðlu- leikari, Bergþór Pálsson barítonsöngvari, Bryndis Haila Gylfadóttir sellóleikari, Edda Erlendsdóttir píanóleikari og Zol- ton Toth sem leikur á lágfiðlu. Þeim sem hyggjast sækja þessa tónleika er bent á að tryggja sér gistingu tímanlega á Kirkjubæjarklaustri. Tilkyimingar Hafnargangan ársgömul í dag, 9. júní, er eitt ár liðið frá því að Reykjavíkurhöfn stóð fyrir fyrstu hafn- argöngunni af þijátíu sem famar vom í fyrrasumar í tilefni af 75 ára afmæli gömlu hafnarinnar. Hafnargönguhópur- inn, sem stofnaður var í framhaldi af göngunum, vill minna á þetta kvöld með göngu, sjóferðum og skemmtilegheitum í Hafnarhúsportinu á eftir. Farið verður kl. 21 frá Hafnarhúsportinu að vestan- verðu. Annar hluti hópsins fer gangandi eftir uppáhaldsgönguleið hópsins suður í Skeijafjörð. Hinn hlutinn fer meö far- þega- og skemmtibátnum Geysi úr gömlu höfninni og siglir um Hólmasund og inn- an skeija inn á Seiluna í Skeijafirði og leggst að bryggju við olíustöð Skeljungs. Þar hittast hópamir og þátttakendum gefst kostur á að skipta um ferðamáta. Slegið verður á létta strengi í Hafnarhús- portinu þegar hóparnir koma til baka. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald utan 500 kr. fyrir bátsferðina. Fjöltefli við börn Hannes Hlífar Stefánsson mun tefla fjöl- tefli við böm og unglinga, 14 ára og yngri, laugardaginn 12. júní kl. 14. Ekki þarf að koma með tafl og öllum er heim- il þátttaka. Engin aögangseyrir. Veitt veröa bókaverölaun fyrir sigur og verð- laun einnig fyrir jafntefli. Fjöltaflið fer fram í húsakynnum TR að Faxafeni 12. Sýningar Brúðubílsins 10. júní verður Brúðubílinn í Frosta- skjóh kl. 10 og á Gullteig kl. 14. Útskrift Framhalds- skólans á Húsavík Á dögunum fóm fram skólasUt og braut- skráning nemenda við Framhaldsskól- ann á Húsavík. AUs vom útskrifaðir 42 nemendur, 12 af almennri verknáms- braut, 1 af uppeldisbraut, 1 af iðnbraut vélsmiða, 2 af iðnbraut húsasmíða, 1 af fyrrihluta tæknibrautar, 3 með verslun- arpróf, 6 með almennt meistaranám og 16 með stúdentspróf. Þá útskrifúðustu 36 nemendur með grunnskólapróf og em þeir síðustu sem útskrifast frá ffarn- haldsskólanum þvi 10. bekkur verður eft- irleiðis í Borgarholtsskóla. Flensborgarskóla slitið Flensborgarskólanum var sUtið í Víði- staðakirkju laugardaginn 22. maí sl. og vom þá brautskráðir 54 nemendur frá skólanum, 4 með verslunarpróf og 50 með stúdentspróf. Þetta er stærsti stúdenta- hópurinn sem brautskráðst hefur frá Flensborgarskólanum um árabil. 16 hinna nýju stúdenta em brautskráðir af félagsfraeðabraut, ýmist af félagsfræði- línu eða sálfræðiUnu, 13 af hagfræði- braut, 9 af náttúruffæðibraut, 6 af ný- málabraut, 4 af eðUsffæðibraut og 2 af íþróttabraut. Bestum námsárangri náði Kolbrún Kristinsdóttir sem brautskráð- ist af hagff æðibraut eftir nám í öldunga- deUd skólans, en bestum árangri dag- skólanema náði Tryggvi Freyr Harðar- son sem einnig brautskráðist af hag- ffæðibraut. Fæðingarheimili Reykjavíkur opnað að nýju Nú nýlega var FæðingarheimiU Reykja- víkur opnað aftur eftir nokkurt hlé. í tU- efni þess og þess aö Ungbamablaðið Bambi er komið út ákváðu fyrirtækin Gamabúðin Tinna og J.S. Helgason hf. að gefa þeim konum, sem fæddu böm þann 25. maí, gjafir. Það vom hamingju- samar mæður sem veittu viðtöku ung- bamablaðinu Bamba, gami í peysu og Nivea barnavörum. Þess má geta að þennan dag fæddust 12 böm og var jöfn skipting milli kynjanna. Á myndinni má sjá Huga Hreiðarsson, markaðsstjóra Gambúðarinnar Tinnu, og Ástu Hafþórs- dóttur, sölumann hjá J.S. Helgasyni, af- henda Kolbrúnu Markúsdóttur gjafimar. Húnvetningafélagið Félagsvist í kvöld kl. 20.30 í Húnabúð, Skeifunni 17. Parakeppni. Síðasta spUa- kvöldið að sinni. Tapað fundið Hliðartaska fannst Svört hliðartaska fannst á Sóleyjargötu. Upplýsingar í síma 46368. Loppi týndur Kötturinn Loppi fór að heiman ffá sér úr Seláshverftnu 22. maí sl. Hann er mjög stór og bústinn, svartur með hvitar lopp- ur, bringu og trýni. Augun em mislit, annað gult en hitt brúnt og hann er með bláa hálsól. Fólk í Árbæjarhverfi er sér- stakiega beðið að líta í kringum sig eftir honum, því undanfarin sumur hefur hann lagt í vana sinn að fá sér smá sum- arfrí í því hverfi. Ef einhver getur gefið upplýsingar um hann þá vinsamlegast hringið í síma 672937. Bílavörubú6in FJÖPRIW Skeifan 2 • Sími 812944 ^jpwxap VAÐSTÍGVÉL BARNA/DÖMU/HERRA Á FRÁBÆRU VERÐI VERÐ FRÁ KR. 1.121,- Eg®E@© gSo SKEIFUNNI 11d -sími 686466 Aðrir sölustaðir: Skóvinnustofan Akranesi Skóbúðin Borg - Borgarnesi Skótískan - Akureyri Skapti - Akureyri Verslunin Val - Egilsstöðum SÚN - Neskaupstað Verslunin Aldan - Seyðisf irði Sportvöruverslun Hákonar - Eskifirði Lykill - Borgarfirði KASK - Höfn/Djúpavogi KÁ - Kirkjubæjarklaustri KA - Víkurmarkaður - Vík Verslunin Grund - Flúðum Verslunin Val - Laugarvatni SG-búðin - Selfossi Álnavörubúðin - Hveragerði Vinningar í Lukkuhjóli happdrætti Slysavarnafélags íslands Dregið var 6. júní 1993. Upplýsingar um vinninga í síma 20535. Vinninga ber að vitja innan eins árs frá drætti. Upplýsingar um afhendingu vinninga á skrifstofu félagsins, sími 627000. Slysavarnafélag íslands þakkar landsmönnum frá- bæra þátttöku og stuðning. 10 vinningar, Mitsubishi Lancer GLi, að verðmæti kr. 1.110.000: 3294 42669 89084 120960 150525 6180 88300 117807 124568 152925 10 vinningar, hnattreisa fyrir tvo umhverfis jörðina á 33 dögum með Heimsklúbbi Ingólfs, að verðmæti kr. 800.000: 5023 17599 45355 128242 161359 14558 44282 117577 155526 179609 10 vinningar, ferðaveisla fyrir tvo á Karíbahafi, Flórída, Cancun, Jamaica, Puerto Rico og skemmti- sigling á Karíbahafi að verðmæti kr. 500.000: 11103 54900 59129 93476 116712 17838 56551 59747 105267 148533 100 vinningar, úttekt í verslunum Hagkaups, að verð- mæti kr. 50.000. 2306 41106 86281 112200 157191 3942 41112 86877 114308 160150 5316 41448 88486 118352 160220 6397 45154 89523 120491 160366 10446 46284 90573 122192 167683 12216 47723 92804 122821 167886 15538 53779 96782 126036 169332 16024 53969 96816 126942 174081 16239 54832 96843 131045 174714 17592 55881 98122 131931 175850 19453 57237 99760 132213 175965 20302 57740 100115 134378 180185 20986 58697 101791 137272 180961 21066 68744 104492 141860 183404 21546 72200 108017 145623 184084 22487 73751 109931 147215 185172 31751 74537 110984 150836 186306 36222 76551 111650 152458 188438 36357 78168 111800 156005 188443 36999 80757 112164 156289 188794 Samtais 130 vinningar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.