Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Síða 9
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 9 Utlönd Hershöfðingi rekinn fyrðr að spottaClinton Bandaríski hershöfðinginn Harold Campbell slapp við her- dómstól fyrir að gera gys aö Biil Clinton forseta þegar hann sagði al' sér á dögunum. Þá fékkhannvítur og honum var gert að greiða sekt upp á tæpa hálfa mílljón króna. : Hershöfðinginn hafði kállað forsetann hommavin og hass- reykjandi kvennaflagara í matar- boði í herstöð í Hollandi í mai. Orð foringjans áttu aö vera eins konar upphitun fyrir eiginlega ræðu hans. Stór hluti áheyrenda átti þó bágt með að sjá gaman- semina í þessum orðum. Tuttugusakaðir umaðselja Tuttugu manns eru nú fyrir rétti í borginm Bordeaux í Frakk- landi fyrir að útvega frönskum lækningatilraunastofum þúsund- ir stoiinna hunda svo hægt væri að skera þá upp 1 tilraunaskyni. i hópnum eru m.a. háskólapró- fessor, dýralæknar og smábófar. Þegar mál þetta kom fyrst fyrir rétt árið 1991 viðurkenndi meðal- göngumaðurinn Jean-Claude Lessieux að hafa selt nærri fimm þúsund hunda til tilraunastofa nærri borginni Agen í suðvestur- hluta Frakklands. Lögreglan fékkfyrst grunsemd- ir um hundasöluna árið 1987 þeg- ar Lessieux lenti í árekstri á bíl fullum af hundum. Tóbaksfyrirtæki í mál við Banda- ríkjastjórn Samfylking bandarískra tób- aksræktenda og vindlingafram- leiðenda hefur fariö í mál við rík- isstjórn landsins vegna fullyrð- inga hennar um að óbeinar reyk- ingar valdi krabbameini og öðr- um sjúkdómum meðal þeirrasem ekki reykja. Með lögsókninni er ætlunin að fá skýrslu umhverfisvemdar- stofnunar Bandaríkjanna, EPA, um óbeinar reykingar, lýsta ómerka. Umhyerfisverndarstofnunin er sökuöumað beita ámæhsverðum vísindaaðferðum til að komastað niðurstöðu sinni, auk þess að hafa hagrætt gögnum og sleppt rannsóknum þar sem niðurstöð- urnar gengu þvert á útkomu stofnunarinnar. Delorskemst ekkiáþingfyrir bakveiki Jacques Del- ors, forseti framkvæmda- stjórnar Evr- ópubandalags- ins, komst ekki á fund Evrópu- þingsins i Strasbourg i gær vegna bakeymsla. Delorsog Poul Nyntp Rasmuss- en, forsætisráðherra Danmerk- ur, áttu aö kynna Evrópuþing- mönnum niðurstöður leiðtoga- fundarins sem lauk i Kaup- mannahöfn á þriðjudag. Þaö er ískías sem hrjáir EB-forstjórann og vegna sjúkdómsins varð hann að fresta nær öllum fundum i síð- ustu viku. Keuter Izetbegovic Bosníuforseti ræöir ekki þrískiptingu lýðveldisins: Valdbeiting er besta lausnin fyrir Bosníu Bosníu-Serbar, múshmar og Króat- ar börðust innbyrðis í gær til að „hreinsa" landsvæði sín af óvinveitt- um þjóðarbrotum á sama tíma og leiðtogar þeirra sátu fund í Genf og ræddu þrískiptingu landsins. Slobodan Milosevic Serbíuforseti og Franjo Tudjman Króatíuforseti lögðu fram sameiginlega áætlun um að binda enda á átökin í Bosníu með því að skipta henni í þijú smáríki, eitt fyrir hvert þjóðarbrot. Sátta- semjararnir Owen lávarður og Thor- vald Stoltenberg voru hins vegar ekki ánægðir með áætlunina. Owen lávarður sagði eftir á að þótt forsetarnir tveir heföu verið sam- mála um póhtíska framtíð Bosníu hefði það valdið vonbrigðum hversu óljósar hugmyndir þeirra um skipt- ingu landsins hefðu verið. Aiija Izetbegovic, íslamskur forseti Bosníu, mætti ekki til fundarins. Hann sagði hins vegar í Sarajevo að valdveiting væri besta leiðin til að leysa deiluna í lýðveldinu. „Auðvitað ætti að leita pólitískra lausna en eftir fimmtán mánaða árásarstríð teljum við að valdbeit- ingu verði aðeins mætt með valdbeit- ingu,“ sagði Izetbegovic. Þjóðernishreinsanirnar að undan- fömu hafa skapað mikinn flótta- mannavanda í miðhluta Bosníu. Fimmtán þúsund króatískir flótta- menn frá Kakanj-héraði, sem íslams- trúarmenn sitja um, hafa streymt inn í htla iðnaðarbæinn Vares sem er á valdi Króata. Þeir komu til bæj- arins í síðustu viku eftir fimmtíu kílómetra göngu yfir fjöllin. Reuter Dóttir eins fórnarlambanna níu, sem fórust í sprengjuárásinni á bæinn Zenica, stendur milli tveggja vinkvenna sinna og fylgist með lögreglu rannsaka sprengjustaðinn. Simamvnd Reuter Stuttarfréttir Það verður ekki allt fengið með frægðinni. Því fær Dottie Ingels, afgreiðslustúlka í snyrtivörubúð, að kynnast þegar frægðin knýr skyndilega dyra. Dottie teiur sig hafa dottið í lukkupottinn en dætur hennar tvær eru á öðru máli. í aðalhlutverkum eru Juiie Kavner, Carrie Fisher og Dan Aykroyd. Handrit efitir Nora Ephron (When Harry Met Sally). Fyndin og skemmtileg mynd þar sem takast á mannleg örlög og ólik sjónar mið. Ozzy Decker er ekki allur þar sem hann er séður. Hann er virtur listaverkasali en stundar jafnframt umfangsmikinn listaverkaþjófnað. Frank Dante hinsvegar, er ungur listamaður i leit að aðila til að annast sölu á verkum sínum. Leiðir þeirra liggja saman og fer þá örlagahjólið að snúast. Aðalhlutverk: Gary Busey og John Rhys-Davies Leikstjóri: Alain Zaloum Spennumyndfutt afsvikum og prettum! Deittum Bosníu Allt stefrnr í átök isiamskra ríkja og Vesturlanda á mannrétt- indaráðstefnunni í Vín vegna af- stööunnar til Bosníu. íslömsku ríkin æíla að leggja fram harð- orða yfirlýsingu sem Bandaríkin segja að sé tímasóun. Nígeríumenn bíðai ofvæni eftir því hvort herforingjastí órnin ætli að hætta við áætlun um að koma á borgaralegri sljórn í landinu eftir að forsetakosningamar voru ógiltar í gær. Bandaríkjastjórn segist vera að endurmeta sam- skiptí sín við Nígeríu vegna þessa. Leiðtogar vinna saman Suður-afrísku blökkumanna- leiötogarnir Nelson Mandela og Mangosuthu Buthelezi hafa ákveðið að vhma saman að því að koma á friði i landinu. Snurða er þó hlaupín á þráðinn í lýðræð- Isviðræðunum. Enn versnar það i Bakú Astandið i Azerbpjdzhan versn- aði enn í gær þegar leiðtogi upp- reisnarmanna útilokaði aliar viö- ræður við Eltsjibej forseta sem er landflótta, Her uppreisnar- manna er viö borgarhliö höfuð- borgarinnar Bakú. Gegnkynþáttahatri Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti í gær ný lög þar sem hart er tekiö á kynþáttahatrí og þeim sem dreifa áróöri þar að lÚtandL Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.