Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Page 36
F R E X T A S l< O I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyri( hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,oháö dagblað FIMMTUDAGUR 24. JUNI 1993. Evrópumót 1 bridge: Opinn flokkur í góðri stöðu ’ Landslið íslands í opnum flokki heldur áfram að standa sig vel, er í þriðja sæti af 32 þátttökuþjóðum þeg- ar 25 umferðum af 31 er lokið. í gær tapaði liðið naumlega fyrir Evrópu- meisturunum Frakka, 14-16, og fékk síðan 18 stig fyrir yfirsetu. í leik Frakka og Islendinga er óútkljáð kæra sem gæti breytt leiknum í 15-15 jafntefli. Pólveijar hafa forystu í opn- um flokki með 482,5 stig, Danir í öðru sæti með 470, ísland 458, Noregur og Holland 449 og Frakkland 442. í dag er leikur gegn Pólveijum og síðan koma 18 stig fyrir yfirsetu. íslenska kvennalandsliðið hefur átt slæmu gengi að fagna í síðustu umferðum. I gær töpuðust báðir leik- ► ir sveitarinnar, sá fyrri 7-23 gegn Búlgariu og síðari 1-25 gegn Svíþjóð. íslenska kvennasveitin er í 9. sæti, 32 stigum frá 4. sætinu. ísland er í 3. sæti af 6 í eldri flokki á Norðurlandamóti yngri spilara í Danmörku. Liðið tapaði illa, 7-23, gegn Dönum í fimmtu umferð. Danir hafa 107 stig, Norömenn 94 en íslend- ingar 69 stig. Yngra liðið, sem átti yfirsetu í gær, er í 2.-3. sæti ásamt danska liðinu en þar er lið Noregs meðgóðaforystu. IS Fanginn gaf sigfram Fanginn, sem strauk af Litla- Hrauni í fyrrinótt, bankaði upp á í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg síðdegis í gær og gaf sig fram. Grunur leikur á að fanginn hafi brotist inn í fyrirtæki Alpan á Eyrar- bakka. Þá er hann talinn hafa fengið far með vörubíl áleiðis til Reykjavík- ur og hann er einnig grunaður um aðhafastoliðbílíölfusiígær. -pp „Byssubófar" í ávísanamisferli Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af fimm piltum á aldrinum sextán til átján ára í gær þar sem þeir voru að reyna að framselja ávísanir úr stolnu ávisanahefti. PUtarnir voru yfir- heyrðir og í ljós kom að tveir þeirra tóku þátt í árásinni á byssusala í Kópavogi á föstudagskvöld. Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði piltana tvo, ásamt þriöja aðila, í gæsluvarðhald til 5. júlí fyrir árásina en Hæstiréttur felldi þann úrskurð úr gildi og var þeim sleppt úr haldi á mánudag. Piltunum var ' svo aftur sleppt í gær eftir yfirheyrsl- urlögreglu. -pp LOKI Fær bæjarstjórinn á Nesinu þá atvinnuleysisþætur? Seltjamames: mm ■ ■» | ■■ ■ ■ jh» memmmmm ndiciiiiii segir Magnús Erlendsson, fyrrverandi forseti bæjarstjómar „Ráðandi meirihluti bæjar- stjóntar Selijarnamess er haldinn alvarlegri sjálfseyðingarhvöt þar sem meirihlutí íbúanna hafnaöi alfarið allri byggð á þessu svæöi - í hlutfallslega fjölmennustu skoð- anakönnun sem gerð hefur verið. Ég tel þetta því vera pólitiskt sjálfs- morð meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins á Seltjamarnesi," segir Magnús Erlendsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Seltjamarnesi, um samþykki skipulagsnefndar bæjar- ins að byggja íbúöarhúsnæði á vestursvæðinu svokallaða, nærri Nesstofu. „Þessu máli er engan veginn lok- ið vegna þess að allar líkur em á að minjar frá landnámstíð og jafn- vel frá því fyrir landnám finnist þama í jörðu. Samkvæmt lögum þarf að rannsaka svæðið áður en framkvæmdir hefjast. Þá trúi ég því ekki að nýr umhverfisráðherra muni samþykkja aðalskipulag að þessu svæði með byggingar i huga. Það er komin viljayfirlýsing frá ráðandi meirihluta sjálfstæðis- manna og hún 'er nógu alvarleg fyrir stöðu flokksins í þessu bæjar- félagi," segir Magnús. „Eg yrði hissa ef meirihlutinn héldist hér að vori og ég yrði ekki hissa ef bæjarstjóri færi í atvinnu- leit að loknum kosningum. Þannig er staðan í bænum í dag. Þeir sem ráöa em dregnir til ábyrgöar og í þessu tilfelli era þaö sjálfstæðis- menn sem em hér í ráðandi meiri- hluta. Það er nógu slæmt ef Sigur- geir bæjarstjóri ætlar að leiða flokkinn til glötunar með þessari ákvörðun," segir hann. -GHS HafnarQörður: IngvarViktorsson nýr bæjarstjóri Talið er að aljt að þúsund manns hafi tekið þátt í fyrsta Jónsmessuhlaupinu sem fór fram í bliðviðri i Laugardalnum í gærkvöldi. Áhugasamir hlauparar og heilsuræktarfólk lét það ekki aftra sér að taka þátt i hlaupinu þótt klukkan væri ellefu að kvöldi þegar það hófst. Eftir hlaupið notfærðu margir sér að Laugardalslaugin var opin og var þröng á þingi í heitu pottunum. Myndin er tekin þegar hlaupararnir voru að leggja af stað frá Sundlaugavegi. DV-mynd ÞÖK Tillaga fulltrúa Alþýðuflokksins í bæjarstjóm Hafnarfiarðar og vara- manna þeirra um að Ingvar Viktors- son taki við af Guðmundi Áma Stef- ánssyni bæjarstjóra var samþykkt með lófataki á fundi með fulltrúaráði alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði í gærkvöld. „Ég mun halda uppi því merki sem við kratar í Hafnarfirði höfum haldið á lofti undanfarin ár en ég geri mér alveg ljóslega grein fyrir því að ég fer ekki í skóna hans Guðmundar. Það væri glapræði af mér að reyna það,“ segir Ingvar Viktorsson. Ákveðið var á fundi bæjarfulltrúa og varamanna þeirra í fyrrakvöld að gera tillögu um Ingvar sem bæjar- stjóra eftir að ljóst varð aö Tryggvi Harðarson drægi sig til baka „af holl- ustu við flokkinn", samkvæmt heim- ildum DV. Ingvar Viktorsson tekur formlega við embætti 1. júlí. -GHS Hvassar umræður um vestursvæði Seltjamarness Rannveig verður þingflokksformaður „Það var athyglisvert að þeir lögðu ekki fram til samþykktar fundargerð skipulagsnefndar á fundi bæjar- stjórnar í gærkvöldi. Það kom öllum á óvart nema þeim sem réðu þama. Samþykkt skipulagsnefndar var ekki formlega til umræðu en við komum inn á þetta mál og það spunnust nokkuö hvassar umræður um það,“ segir Guðrún K. Þorbergsdóttir, bæj- arfulltrúi á Selfiarnamesi. Næsti bæjarstjómarfundur verður í lok júlí en á þriðjudaginn verður arki- tekt boðaður á fund skipulagsnefndar og honum falið að vinna tillögu að aðal- skipulagi samkvæmt samþykkt skipu- lagsnefndar um 24 hús á vestursvæð- inuviðNesstofu. -GHS Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Alþýðuflokks, tók þá ákvörð- un í gær að taka boöi um að gerast þingflokksformaður flokksins. Ákvörðunina tók hún eftir að hafa nýtt sér umhugsunarfrest eftir að hafa tapað kosningu í embætti um- hverfisráðherra. -bjb Veðrið á morgun: Hlýjast á Norðurlandi Á morgun verður allhvöss aust- læg átt sunnanlands og rigning allra syðst. Um landið norðanvert verður suðaustan kaldi eða stinn- ingskaldi og skýjað að mestu. Hlýjast verður um 17 stiga hiti norðan til en sunnanlands verður hiti nálægt 11 stigum. Veðrið í dag er á bls. 44 LANDSSAMBAND ÍSI.. KAKVKRKTAKA i i i i i i i i i i i i i 4 4 4 .. antafaniiövikudöguin i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.