Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1993, Page 4
4
Fréttir
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1993
f
Framboðsfrestur í formannskosmngum Alþýðubandalagsins rennur brátt út:
Tímabært að endurnýja
forystu Alþýðubandalagsins
„Mér finnst tímabært að endumýja
forystuna og það er margt sem mæl-
ir með þvi að það verði gert nú,“ seg-
ir Kristinn H. Gunnarsson, alþingis-
maður Alþýöubandalagsins, um
hugsanlegt framboð sitt til formanns
flokksins. „Eftir tvö ár veröa þing-
kosningar. Ný forysta hefði þann
tíma til að sanna sig. Það er ekki
jafnálitlegt að ganga til kosninga með
einhvers konar fráfarandi forystu."
Fyrirfram hefur frekar verið búist
við formannsframboði Steingríms J.
Sigfússonar, varaformanns Alþýðu-
bandalagsins. Nafn Kristins er nú
hins vegar farið að heyrast. Kosiö
verður eftir nýjum reglum í allsherj-
arkosningu flokksmanna. Ólafur
Ragnar Grímsson, núverandi for-
maður, hefur lýst því yfir að hann
hyggi á framboð ti næstu tveggja
ára. Samkvæmt lögum flokksins yrði
það hans síðustu ár í formennsku.
Sú staðreynd getur haft mikla þýð-
ingu hvort mótframboð kemur fram.
Bæði Steingrímur og Kristinn segja
- segir Kristinn H. Gunnarsson og íhugar framboð
Nöfn Steingrims J. Sigfússonar og Kristins H. Gunnarssonar eru helst nefnd í tengslum við mótframboð gegn
Ólafi Ragnari Grimssyni, formanni Alþýðubandalagsins.
*
ljóst aö skipt verði um forystu.
Spuminginn er aðeins hvort það
verður í haust eða eftir tvö ár. „Ég
ætla að taka mér góðan tíma í að
skoða þessi mál og ráðfæra mig. Mér
liggur ekkert á,“ sagði Steingrímur
J. Sigfússon, aðspurður hvort hann
gæfi kost á sér.
Steingrímur sagðist þó verða að
viðurkenna að saga AJþýðubanda-
lagsins gæfi tilefni til þess að spá
átökum ef til formannskosninga
kæmi. Ef kosningar yrðu ekki myndi
hins vegar ekki reyna á hinar nýju
reglur um allsheijarkosningu, sem
væri miður. Hann furðaði þó sú
taugaveiklun sem sums staðar virtist
hafa gripið um sig. „Ég hef blendnar
tilfinningar í þessu máh en auðvitað
eru menn hræddir við átök.“
Kristinn sagðist íhuga framboð í
tengslum við áhuga sinn til að beina
áhuga flokksins að ákveðnum
áherslum í sjávarútvegsmálum,
kjaramálum, utanríkismálum og
ekki síst byggðamálum. „Kosturinnn
við framboð er að þá neyðast menn
til að taka afstöðu," sagði Kristinn í
samtali við DV. „Þó flokkurinn veik-
ist um stimdarsakir vegna átaka í
formannskosningum getur hann
styrkst til langs tíma litið.“
Ólafur Ragnar sagði kosningar
milli manna hafa jákvæða og ótví-
ræða kosti í fór með sér fyrir flokk-
inn. Ekki síst vegna nýrra kosninga-
reglna flokksins. Þannig hefði næsti
formaður flokksins óskorað umboð
allra flokksmanna í komandi þing-
kosningum og stjómarmyndun. Ól-
afur vildi þó ekkert um mótfram-
bjóðendur segja fyrr en þeir kæmu
fram. -DBE
Byrjað var að grafa fyrir grunni fyrst í vikunni.
DV-mynd Ægir Már
Keflavíkurflugyölliir:
Bygging fjarskiptastöðvar
vamarliðsins haf in
- um 100 starfsmenn Aöalverktaka vinna viö bygginguna
Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum:
íslenskir aðalverktakar hafa gert
verksamning við vamarliðið á Kefla-
víkurflugvelh um byggingu 1800 m2
fjarskiptamiðstöövar. Fyrsti áfangi,
jarðvinna, gmnnur og lagnir, hljóðar
upp á um 300 millj. króna.
Aætlað er að ljúka við þetta stóra
mannvirki vorið 1995 og heildar-
kostnaður er um 1200 millj. króna.
Það verða um 100 manns sem munu
vinna við bygginguna, allt frá sópur-
um til sérfræðinga.
Að sögn Friðþórs Eydals, blaðafull-
trúa varnarliðsins, starfa 250 manns
við fjarskiptamiðstöðina, varnarhðs-
menn og íslendingar. Fjarskiptamið-
stöðin rekur m.a. sendistöð fyrir fjar-
skipti við skip og flugvélar í Grinda-
vík og móttökustöð við Sandgerði
auk fjarskipta við gervihnetti. Hún
er nú í 40 ára gömlu húsi.
Bílvelta varö við bæinn Lund í minm háttar meiösl. Samkvæmt upplýsingum læknis
Öxarfirði. Ung kona var flutt með Lögregla var ekki látin vita af á Borgarspítala er líöan konunnar
alvarlega bakmeiðsl í sjúkrabfl á óhappinu fyrr en þremur tímum eftir atvikum en hún fór í aðgerð í
Kópaskerogþaöanmeðsjúkraflugi eftir að þaö gerðist. Slysið varö á fyrradag.
til Reykjavíkur en maður, sem var miövikudagsmorgun og er bíllinn -pp
með henni í bflnum, slapp með sem þau óku tahnn ónýtur.
Aðalfnndir kúabænda og sauðfjárbænda:
Aukin gjaldtaka af
bændum vegna
markaðsaðgerða
- vilja kom í veg fyrir smygl og ólöglega heimaslátrun
Nýafstaðnir aðalfundir landssam-
taka sauðflárbænda og kúabænda
samþykktu að leggja markaðsgjald á
bændur tíl að standa straum af
markaðsaðgerðum. Sauðfjárbænd-
um verður gert að greiða 5 prósent
af afurðaverði en jafnframt er lagt
til að landbúnaöarráðherra beih
heimild í búvörulögum til að leggja
5% gjald á sláturleyfishafa. Á nauta-
kjötsframleiðendur veröur lagt 5%
gjald og á mjólkurframleiðendur 1%
gjald.
Á fundi kúabænda kom fram krafa
um að komið verði í veg fyrir smygl
á ósoðnu kjöti með ströngu eftirhti
og þyngstu viðurlögum ef upp kemst
um misferh. í samþykkt fundarins
er bent á að smygl á hráu kjöti sé
ekki lítflfjörlegt lögbrot heldur geti
það stefnt aíkomu heillar stéttar í
voða. Þá var samþykkt að óska eftir
úttekt á notkun þvottaefna í mjólkur-
framleiðslu tfl að draga úr notkun
skaðlegra hreinsiefna.
A fundi sauðfjárbænda spunnust
miklar umræður um ólöglega heima-
slátrun og ákveðið að skera upp her-
ör gegn slíku með hertum aðgerðum.
Samþykkt var að setja á fót útflutn-
ingsnefnd til að hafa yfirumsjón með
útflutningi kindakjöts. í samþykkt
fundarins er lögð áhersla á gott sam-
starf við kaupmenn.
Fundurinn hafnaði hugmyndum
um að færa niðurgreiðslur á ull yfir
á gærur. Bent er á að taki ríkið
ákvörðun um að styðja íslenskan
skinnaiðnað hér á landi sé það stuðn-
ingur við íslenskan iðnað en ekki
landbúnað þar sem gæruverð erlend-
is sé aflgott. Auk þessa leggja sauö-
fjárbændur tfl að félagskerfi land-
búnaðarins verði einfaldað og aö
samstarf þeirra við Landgræðslu rík-
isins verði aukið. Þá skora sauðfjár-
bændur á Vegagerð ríkisins að hún
ljúki við að girða með fram þjóöveg-
um landsins.
-kaa
Héraö:
Sólarminnsta sum-
ar í manna minnum
Sigiún Björgvinsdótlir, DV, Egilsstöðum:
Nú þegar höur að lokum ágúst-
mánaðar htur út fyrir að Héraðsbúar
fái einhveija hlýja daga og jafnvel
sólarglætu.
Veðurfræðingar hafa lengi verið að
burðast við að spá batnandi veðri
fyrir norðan og austan og má reikna
með að þegar þeir spá sólskini hangi
hann þurr og ef þeir nefna 20 stiga
hita er hægt að gera ráð fyrir að hit-
inn hangi í 15 stigum. Spái þeir hins
vegar norðanátt með afsökunar-
hreim í rödd er öruggt að hún bregst
ekki.
Það var fyrir miðjan maí aö 2 hita-
dagar komu með um 20 stiga hita og
þóttust þá allir sjá að sumarið kæmi
snemma. Kartöflubændur ætluðu að
fara að vinna garða sína en þá gekk
hann í þriggja daga bhndbyl og lagði
skafla stóra, aht að 3ja metra djúpa
í þá hina sömu garða og seinkaði
vinnslu þeirra um minnst 3 vikur.
Nú er að hða eitt kaldasta sumar
og áreiðanlega hið sólarminnsta í
manna minnum. Og þó menn hafi á
orði að vel sé Suðvestlingum unn-
andi aö fá sólskinssumar þá þykjast
þeir nú eiga inni gott haust og fáeina
hlýja daga.