Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1993, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1993, Page 9
FÖSTUDAGUR 27. ÁGtJST 1993 9 Stuttarfréttir Herstjórinnfarinn Ibrahim Ba- bangida her- l'oringi sagöi af sér forseta- embœttinu í Nígeríuogkom til valda ókjör- inni stjóm undir forsæti iönjöf- ursins Ernests Shonekans. Handtökur vestra Bandaríska lögreglan handtók níu manns sem voru aö mótmæla við sendiráð Nígeríu i Washing- ton. Veriö var aö mótmæla fráfar- andi herforingjastjórn Nígeríu sem ógilti þingkosningar í júni. ÚrvalssvettríSómaHu Úrvalssveit úr bandaríska hernum er nú komin til Sómaiíu og segja heimildir að hugsanlega verði reynt aö handsama her- stjórann Aidid. Múslíma- klerkurinn Omar Abdel Rahman og íjórtán aörir segjast vera sakiausir af ákærum um sprengjutilræðið í World Trade Center og aöra hryðjuverkastarf- semi í Bandaríkjunum. Lögfræö- ingar sakborninga segja ákær- urnar vera uppspuna. Særð börn burtu Sveitir Bosníu-Króata ætla aö leyfa Ciórum særðum börnum að fara frá múslímahverfl bæjarins Mostar. Harðlínumenn á mób' Haröb'numenn á sjátfskipuðu þingi Bosníu-Serba ætla að gera allt sem þeir geta til-.að stöðva framgang friðaráætiunarinnar sem samþykkt var í Genf. Stöðvið málæðið Boutros-Ghali, framkvæmda- stjóri SÞ, hefur fyrirskipað sendi- mönnum að skera niður lengd og ijölda funda í Öryggisráðinu og á allsherjarþinginu. Rramkvæmdastjórn Frelsis- samtaka Palestínu, PLO, kom saman til neyðarfundar i Túnis og segja heimildir að óánægja sé með formanninn. Yasser Arafat. Nýr forsætisráðherra Haiti er kominn;til Washington þar sem hann mun sverja emhættiseið- inn. Svo virðist sem rannsókn á meintri kynferðislegri áreitni poppstjömunnar Michaels Jack- son gegn ungum drengjum sé að renna út í sandinn vegna skorts á sönnunum. Efnahaguráuppleið Hagvöxtur í Bretlandi hefur veriö mun meiri það sem af er árinu en stjómvöld bjuggust við. Óvíst er þó hvort tekst aö halda dampinum áíram. Rúmlega sex þusund skólapláss cru enn laus viö framhaldsskól- ana í Noregi og búist er við að þau eigi eftir að verða fleiri þegar upp er staðið. Smokkaríkafbáti Tólf dúsín af ffönskum smokk- um og 100 flöskur af þýsku vini voru með því fyrsta sem fannst í þýska kafbátnutn við Danmörku ígær. Houter, NTli Utlönd Beðið eftir heimkomu tveggja einstæðra mæðra úr fríi: Skildu sjö börn eftir ein heima - bömin halda að mæður þeirra komi ef til vhl heim í dag LeikarinnRay- mond Burrer Sjö böm á aldrinum frá 10 mánaða upp í 14 ára hafa fundist í Lundúnum skflin eftir ein heima meðan mæður þeirra brugðu sér frá í frí á ókunnan stað, sennilega í Bretlandi. Mæöumar, sem báðar eru einstæð- ar, deildu með sér húsnæði og ólu þar upp barnahópinn. Ekki er von á þeim heim fyrr en í fyrsta lagi í dag að þvi er börnin halda. Enginn veit með vissu hvert mæðurnar tvær fóru og hefur ekki tekist að hafa uppi á þeim. „Við vitum ekkert hvert þær fóru,“ segir fulltrúi félagsmálastofnunar, sem hefur reynt að ná sambandi við mæðurnar. Börnunum hefur verið komið í fóstur og verður síðar ákveð- ið hvort mæðumar fá þau aftur eða verða sviptar forræði yfir þeim. Feð- ur bamanna hafa engin afskipti haft af þeim. Mál barnanna kom fyrst til álita hjá félagsmálastofnuninni í Lundún- um síðastliðinn mánudag þegar ná- grannar barnanna létu vita um að þau væm ein heima í reiðileysi. Ekk- ert amaði að bömunum og reyndu þau að spjara sig við heimilishaldið eftir bestu getu. Mörg hhðstæð mál hafa vakið at- hygli í Bretlandi á síðustu mánuðum. Fyrir skömmu var ung móðir, að nafni Heidi Colwefl, dæmd til fanga- vistar fyrir að hafa skilið tveggja ára dóttur sína eftir eina heima meðan hún sinnti vinnu sinni. Colwell var sleppt eftir 17 daga í fangelsi til að hún gæti farið heim að hugsa um dóttur sína. Ákveðið var að svipta hana ekki forræði yfir dótturinni því það myndi aðeins gera hlut hennar verri aö senda hana í fóstur. Reuter Bandaríski leíkarinn Ray- niond Burr, semþekktastur er fyrir túlkun sína á lög- manninum Perry Mason, liggur nú al- varlega sjúkur á búgarði sínum í noröurhluta Kaliforníu. George Faber, vinur Burrs til 40 ára og kynningarfulltrúi fyrir- tækisins sem framleiðir þættina um Perry Mason, sagði ekki ljóst hvað amaði að leikaranum en verið væri að rannsaka hann. Burr hefur fengið krabbamein : og i febriiar var nýra tekið úr honum. Faber sagöi að það ætti ef til vill þátt í lasleika leikarans. Hann sagði að Burr hefði virst við góða heilsu eftir nýmaað- gerðina og hann hefði ferðast um Evrópu í tæpan mánuð áður en hann hytjaði á nýjustu Perry Mason myndiimi. Reuter Bresku prinsarnir Hinrik og Vilhjálmur eru þessa dagana í frii á Flórida og fóru í gær í vatnsrennibraut í Disney World. Hér eru þeir á hraðri niður- leið eins og heimsveldið sem þeir eiga að erfa. Símamynd Reuter Eigum mikið úrval af felgum undir flestar tegundir bifreiða BMW - DAIHATSU CHARADE - T0Y0TA C0R0LLA - VW GOLF - VW JETTA - NIZZAN PULSAR SUNNY - RENAULT - HONDA CIVIC - FORD ESCORT - COLT - LANSER - GALANT - HONDA PRELUDE - HYUNDAI - MAZDA 323/626 - SUBARU LEGASI -T0Y0TA CELICA - O.FL. GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. RÉTTARHÁLSI 2 SÍMI 814008 OG 814009 SKIPHOLTI 35 SÍMI 31055 BHalaiissunnu- ur í Hollandi Eyþór Eðvarðsson, DV, Amsterdam: Hugmyndir eru uppi um það meðal stjórnmálamanna í Hollandi og Þýskalandi að hafa einn sunnudag á ári án bíla. Hugmyndin hefur hlotið mjög góð- ar undirtektir allra nema bílafram- leiðenda sem eru æfir yfir henni. Stjórnmálamenn segja að ef áhugi almennings reynist mikill komi vel til greina að hafa sunnudagana án bílafleiri. Reuter Letilíf ífyrsta einkarekna breskatukthúsinu Fangar í fyrsta einkarekna fangels- inu á Bretlandi hafa það svo gott við sólbaðsiðkun, fíkniefnaát og al- menna leti að margir þeirra reyna hvað þeir geta til að vera þar sem lengst. Þetta kemur fram í opinberri skýrslu um ástand mála í betrunar- húsi þessu þar sem gæsluvarðhalds- fangar eru geymdir þar til réttað er í máli þeirra. í skýrslunni segir að samband fangaogfangavarðaségott. Reuter AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1984- 2.fl. 1985- 2.fl.A 1985-2.fl.B 1988-2.fl.D 5 ár 10.09.93-10.03.94 10.09.93-10.03.94 10.09.93-10.03.94 01.09.93 kr. 72.355,30 kr. 46.178,80 kr. 26.876,50** kr. 21.620,00 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, ágúst 1993. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.