Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1993, Qupperneq 14
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1993
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI. (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr.
Verð í lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr.
Fangelsismál í ólestri
Fréttimar um uppþot fanga á Litla-Hrauni hafa vakið
óhug. Kemur þar margt til. í fyrsta lagi er það afar óvana-
legt, ef ekki einstakt, að fangar í íslensku fangelsi grípi
til svo alvarlegra aðgerða sem hér áttu sér stað. í öðru
lagi er það ekkert gamanmál ef fangaverðir eru taldir í
lífshættu vegna ofbeldis þeirra fanga sem í gæslu fanga-
varðanna eru. í þriðja lagi er mönnum orðið ljósara en
áður að mörgu er ábótavant í fangelsismálum okkar, sem
krefst skjótrar úrlausnar.
Fæstir almennra borgara hafa barið fangelsi augum.
Það er heimur sem er flestum ókunnur, sem betur fer.
Lengst af voru fangelsi óvistleg og nánast ómanneskjuleg
en eftir því sem mannréttindi voru viðurkennd og þeim
sjónarmiðum óx fiskur um hrygg að fangelsi væru ekki
aðeins til refsingar heldur til betrumbótar og endurhæf-
ingar hafa fangelsi í hinum vestræna heimi verið þannig
úr garði gerð að dvölin þar sé fóngum ekki óbærileg.
Hér á Islandi hefur heldur ekki verið mikið um stór-
glæpi eða hættulega glæpamenn heldur hafa þeir sem
þurfa að afplána fangelsisvist flestir verið ólánsmenn eða
utangarðsmenn sem eru umhverfi sínu tiltölulega mein-
lausir. íslensk fangelsi hafa tekið mið af þessum stað-
reyndum og enda þótt fangelsismál hafi verið afskipt og
fangelsin ófullnægjandi hafa íslenskir fangar notið
manneskjulegrar gæslu, flestir hverjir. Það má auðvitað
aldrei gleyma því að fangavist þýðir takmörkun á svig-
rúmi og frelsi fanganna til að umgangast aðra og felur
óhjákvæmilega í sér refsingu sem er afleiðing af lögbrot-
um þeirra sem dæmdir hafa verið til einangrunar.
Augljóst er að breyting er að verða á þeim manngerð-
um sem gista fangageymslur til lengri tíma. Glæpir eru
að taka á sig nýja mynd í vaxandi ofbeldi og óhugnan-
legri fyrirhtningu á lífi og rétti samborgara. Þar kemur
bæði til að fleiri einstakhngar í mannlegu samfélagi eru
firrtir tilfinningum, dómgreind og virðingu fyrir öðrum
og svo hitt að notkun ýmiss konar fíkni- og eiturefna
brenglar gjörsamlega aha hegðan þeirra sem eru á valdi
slíkra eiturefna.
í frásögnum fangelsisyfirvalda er þetta viðurkennt.
Sagt var 1 kjölfar óeirðanna á Litla-Hrauni að margir
þeirra sem nú gista fangelsið séu beinlínis hættulegir
umhverfi sínu. Litla-Hraun er ekki í stakk búið til að
hýsa þann hóp og þar að auki eru allar líkur á að hinir
forhertu hafi slæm áhrif á hina sem dvelja með þeim af
öðrum og óverulegri ástæðum. Það virðist sömuleiðis
reynast fóngum tiltölulega auðvelt að verða sér úti um
fíkniefni og aðra óvelkomna hluti og sá orðrómur er
hávær sem heldur því fram að fangelsið sé beinlínis
uppeldisstöð fyrir óharðnaða unghnga til að búa sig und-
ir áframhaldandi óreglu og lögbrot eftir að þeir sleppa
aftur út.
Hvað sem þessu hður er ljóst að fangelsismálin þurfa
gagngerrar endurskoðunar við. Bæði til að tryggja meira
öryggi í gæslunni og eins th að skhgreina betur thgang
refsinganna og fangelsisvistarinnar. Það þarf greinhega
að aðskhja hættulega fanga og forherta frá þeim sem eru
vegna eðhs brota þeirra annars konar fangar. Refsifang-
ar eru manneskjur eins og aðrir sem þurfa einstaklings-
bundna meðferð í ríkari mæh. Það er ekki lengur hægt
að hrúga öhum fóngum inn í sama fangelsið án tihits th
fortíðar þeirra og án thhts th möguleika þeirra að lifa
bættu og betra lífi að afþlánun lokinni.
Strok og uppþot á Litla-Hrauni kaha á aðgerðir.
Ehert B. Schram
Þjóðverjar ráðast inn í Pólland. „Nú er Evrópubandalagið í samvinnu við SÞ að framkalla spegilmynd af
þessum atburðum...“ segir Gunnar í greininni.
Friður um
okkar tíma
Frægustu öfugmæli þessarar
aldar eru fagnaðarorð Neville
Chamberlain 1938, eftir aö hann
ásamt Daladier frá Frakklandi og
Mussolini frá Ítalíu haíði samþykkt
í Miinchen 1938 að afhenda Þjóð-
verjum Súdetahéruðin í Tékkósló-
vakíu, að nú væri friðurinn tryggð-
ur um fyrirsjáanlega framtíð.
Eins og alhr vita tryggði það sam-
komulag aðeins eitt. Tékkóslóvak-
ía, sem Þjóðverjar neituðu að við-
urkenna, rétt eins og Serbar og
Króatar neita að viðurkenna til-
verurétt Bosníu-Herzegóvínu, var
öll hertekin hálfu ári síðar.
Nú er Evrópubandalagið í sam-
vinnu við SÞ að framkaha spegil-
mynd af þessum atburðum.
Grundvallarreglur
En nú er umheimurinn, persónu-
gerður í Owen lávarði og Stolten-
berg hinum norska, að semja um
að þurrka út heila þjóð sem þó hef-
ur verið viðurkennd á alþjóðavett-
vangi og veitt innganga í Samein-
uðu þjóðimar. Það eina sem eftir
er er að gefa endanlegri uppgjöf í
Bosníu-Herzegóvínu alþjóðlega
viðurkennt form.
Það er ekki lengur spurning.um
hvort heldur hvernig þjóðir heims
réttlæta fyrir sjálfum sér að hverfa
frá öllum þeim gmndvallarreglum
sem gilt hafa um samskipti þjóða
eftir stofnun Sameinuðu þjóöanna.
Þær reglur voru beinhnis viðbrögð
við því sem gerðist í Múnchen 1938
og í Póllandi 1. september 1939.
Þessi skipan mála hefur verið for-
senda allra ríkjasamskipta síðan
1945.
Rétt eins og í Múnchen, eru ráða-
menn umheimsins að þvinga hina
sigmðu th að samþykkja eigin út-
rýmingu. Þetta er í rauninni það
sem samningarnir í Genf snúast
um. Þeir snúast um að fá múshma
í Bosníu til að hætta að beijast gegn
KjaUariim
Gunnar Eyþórsson
blaðamaður
shmar sem standa í vegi fyrir að
umheimurinn geti þvingað fram
endanlega uppgjöf.
Serbar og Króatar eru fyrir löngu
búnir að fá sitt fram og eru reiðu-
búnir að staðfesta sigur sinn með
formlegum samningum. Múshmar
þvælast fyrir.
Banabiti Nató
Stríðin á Balkanskaga eru vissu-
lega frekar mál Vestur-Evrópu en
Bandaríkjanna, enda hafa Evrópu-
ríkin með Frakka, og ekki síður
Breta í broddi fylkingar, staðið í
vegi fyrir forystu Bandaríkja-
manna, sem þó stóð th boða á tíma-
bih. Forystu Bandaríkjanna í Nató
var hafnaö meö afleiðingum sem
bráðlega koma í Ijós. Nató er á nið-
urleið og Bandaríkjamenn eru á
leið frá Evrópu með herlið sitt.
Þegar er ljóst að brotthutningi
þeirra verður hýtt meira en ætlað
var.
Ágreiningurinn um Bosníu er ein
meginástæðan og gæti orðið bana-
biti Nató. Ekkert vestrænt öryggis-
kerfi er th staðar og sýnt að Vest-
ur-Evrópa er ófær um að takast á
við mál á borð við Bosníu. Bosnía
er bráðum liðin tíð. Samkomulagið,
sem eflaust verður gert í Genf inn-
an skamms, verður Múnchenar-
samkomulag síns tíma.
Næst verður sprenging í Kosovo,
þá í Makedóníu. Þegar þar að kem-
heimsmála, sem Sameinuðu þjóð-
imar vom stofnaðar til að varð-
veita, hefur orðið fyrir óbætanleg-
um skaða í Bosníu. Ef Grikkland,
Albania, Búlgaría og Tyrkland
dragast inn í framhald Bosníu-
stríðsins er sagan komin hehan
hring. Genfarsamkomulag kemur í
staðinn fyrir Múnchenarsam-
komulag, EB og SÞ í staðinn fyrir
Chamberlain, Daladier og Musso-
hni.
Gunnar Eyþórsson
„Ekkert vestrænt öryggiskerfi er til
staðar og sýnt að Vestur-Evrópa er
ófær um að takast á við mál á borð við
Bosníu. Bosnía er bráðum liðin tíð.
Samkomulagið, sem eflaust verður gert
í Genf innan skamms, verður
Munchenarsamkomulag síns tíma.“
Skoðanir aimarra
Lengsta og dýpsta kreppan
„Þjóðin á nú við alvarlegan efnahagsvanda að
etia. Hér hefur ríkt stöðnun og afturför í framleiðslu
ahar götur síðan 1988. ... Öfugt við flestar fyrri
kreppur þessarar aldar, sem hófust með kröppum
samdrætti, hefur þessi kreppa fremur laumast að
landsmönnum. Engu að síður virðist hún æha að
verða einhver sú lengsta og dýpsta, sem þjóðin hefur
orðið að þola á þessari öld.“
Dr. Ragnar Árnason prófessor í Vísbendingu 23. ógúst.
Bændur í þröngri stöðu
„Bændur eru í mjög þröngri stööu. Svigrúm
þeirra th að lækka verð takmarkast mjög af kvóta-
kerfmu. ... íslenskar landbúnaðarvörur eru gæða-
vara, það ber öllum saman um, en markaðssetning
hágæðavöru á erlendum markaði er afar dýrt verk-
efni, ef árangurinn á að verða sá að úthutningurinn
skih verði hl framleiðenda. Það er afar brýnt að ís-
lenskur landbúnaður haldi velli. Nú stendur baráh-
an hreinlega um það.“
Úr forystugrein Tímans 26. ógúst.
Myndbandamarkaðurinn
„Samkeppnistofnun er nú að rannsaka meint
verðsamráð og ólögmæta viðskiptahæth á mynd-
bandamarkaðnum. Sú vinna hófst í kjölfar þess að
ákveðnir myndbandaframleiðendur og myndbanda-
leigur voru sakaðar um að bindast samtökum um
að hafa 350 króna lágmarksverð á útleigu nýrra
mynda og að þvinga myndbandaleigur th að taka
þátt í þessu samstarh.... Því verður fróðlegt aö fylgj-
ast með framgangi mála á myndbandamarkaöi
hæstu daga.“ ÁHB í Viðskiptablaði Mbl. 26. ógúst.