Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1993, Síða 15
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1993
15
Víða Ivfvænlegt
í sveitum
Morguninn 10. ágúst var frost í
jörðu í Reykjadal í Suður-Þingeyj-
arsýslu, og kartöflugrös höfðu fall-
ið um nóttina. Ailan þann dag voru
túnin á Laugabæjunum eins og
grágrænn hafsjór á að líta, þar sem
úr sér sprottinn punturinn bylgjað-
ist fyrir norðangarranum, og mað-
ur velti fyrir sér hugarástandi
bændanna. Næstu 2 daga gaf vel til
heyskapar, og fyrr en varði voru
sömu tún orðin alsett grænum hey-
böggum og hvítum rúlluböggum.
Tæknin lætur ekki að sér hæða.
Hún hefur gjörbreytt skilyrðum í
landbúnaði á fáeinum árum. Önn-
ur eins tíð og í sumar hefði sett
flesta bændur í mikinn vanda fyrir
10-20 árum. Og enn lengra aftur
hefði þurft margra daga þurrk til
þess að fá vel verkað hey. En þá
KjáUarmn
Kristín Halldórsdóttir
starfskona Kvennalista
„Af dugnaði og útsjónarsemi hefur fólk
fundið sér eitt og annað til lífsviður-
væris meðfram hefðbundnum bú-
skap.“
„Tæknin lætur ekki að sér hæða. Hún hefur gjörbreytt skilyrðum í land-
búnaði á fáeinum árum.“
var líka hægt að leika sér í heyinu!
Það gera krakkar varla lengur.
Fjölbreytt viðfangsefni
Það er uppörvandi að hitta fólk f
sveitum, þótt annað mætti ætla af
opinberri umræðu. Þar er ekkert
víl, þótt hann blási á norðan og
menn séu reyrðir í kvótafjötra
hefðbundins landbúnaðar.
Fyrir nokkrum árum sagði bóndi
einn dapur í bragði, að það væri
ekkert gaman lengur að búa. Hann
fengi litla umbun verka sinna, tæki
bara við fyrirmælum um, hve
marga hausa hann mætti eiga í
fjárhúsinu og hve marga lítra
mjólkur hann mætti leggja inn í
samlagiö. Þessi bóndi hefur ratað
út úr leiðindum sínum, eins og svo
margir aðrir, sem hafa nýtt sér þau
einfóldu sannindi, að betra er að
hafa ekki öll eggin í sömu körfunni.
Nokkuð dæmigerðan bóndabæ
heimsótti ég um daginn fyrir norð-
an, þar sem búa hjón með 3 börn.
Nokkrir bæir í grenndinni hafa
lagst í eyði á undanfórnum árum,
þó er þar ekkert fásinni og tiltölu-
lega stutt í kaupstað. Kvótinn er
um 250 kindur, og ekki gætu þau
lifað af því. Konan vinnur öðru
hveiju hjá fiskeldisfyrirtæki í
sveitinni. Karlinn temur hesta. Þau
bjóða ferðamönnum gistingu í
notalegu, nýuppgerðu húsi. I ná-
lægu vatni er svolítil veiði. Þannig
eru viðfangsefnin fjölbreytt, og þau
una hag sínum vel.
Fiskiðjuver í sveitinni
í þeirri sveit, sem ég þekki best,
vinnur stór hluti íbúanna við ann-
að en landbúnað. Þar er veglegt
skólasetur, seni veitir mörgum at-
vinnu, og þar er hótelrekstur á
sumrin. Þar er verslun og pósthús,
hársnyrtistofa og vélaverkstæði,
sparisjóður og trésmíðaverkstæði,
bókabúð og meira að segja fiskiðju-
ver, sem nýtir laugarhita til
vinnslu eftirsóttrar vöru til út-
flutnings. Slík byggð er lífvænleg.
Þannig er þetta víða um sveitir.
Af dugnaði og útsjónarsemi hefur
fólk fundið sér eitt og annað til lífs-
viðurværis meðfram hefðbundn-
um búskap. Það er líka eins gott,
því hann á enn eftir að dragast
saman.
Kristín Halldórsdóttir
Römm er sú tóbakstaug
„Einnig má geta þess að breskir
fjölmiðlar eru mun háðari tekjum
af auglýsingum tóbaksframleið-
enda og bannið yrði reiðarslag fyr-
ir bresku dagblöðin. Ekki þarf að
spyrja að því að íslenskir fjölmiðlar
eru útilokaðir frá auglýsingum á
bæði áfengi og tóbaki með ofbeldi
ríkisins." Þannig fórust efnafræði-
nemanum Glúmi m.a. orð í DV 30.
júlí síðastliðinn.
Það er hryggilegt til þess að vita
að enn skuli vera til fólk sem leggst
svo lágt að verja „rétt“ tóbaksfram-
leiðenda og nóta þeirra til að deifa
áróðri um vörur sínar og enn
hryggilegra þegar menn bera fyrir
sig hagsmuni fjölmiðla. Það er
nefnilega augljóst að samúð efna-
fræðinemans liggur hjá tóbaksiðn-
aðnum, hvaða ástæður sem kunna
nú að liggja þar að baki.
Sölumenn dauðans
Vera kann að efnafræðineman-
um renni til rifla sú staðreynd að
tóbaksiðnaðurinn er að framleiða
Kjallaiinn
Ásgeir R. Helgason
upplýsingafulltrúi hjá
Krabbameinsfélaginu
vörutegund sem er háð þeim ann-
mörkum að hún drepur neytend-
urna nokkuð ört og því þurfa þeir
stöðugt að afla nýrra viðskipta-
vina.
Ef efnafræðineminn ber slíka
samúð í bijósti vil ég benda honum
á að þeirri samúð væri mun betur
varið ef henni væri beint til að-
standenda þeirra 300 íslendinga
sem árlega deyja langt um aldur
fram vegna reykinga.
Frelsi til manndrápa
Glúmur reynir í grein sinni að
vekja upp gamla drauginn „frelsi"
til stuðnings málstað sínum. Það
er löngu búið að afgreiða það í
frelsisumræðunni að frelsi eins
takmarkast alltaf af frelsi annars.
Þannig takmarkast frelsi tóbaks-
iðnaðarins og frelsi fjölmiöla til að
kaupa og birta auglýsingar af frelsi
barna og unglinga til heilbrigðs lífs
og frelsi uppalenda til að verja
börnin sín fyrir skaðlegum áróöri.
Eða telur efnafræðineminn að
það sé eðlilegt að heimila mönnum
í skjóli viðskiptafrelsis að heilaþvo
börn í þá veru að eðlilegt og flott
sé að anda að sér blásýru, arsen-
iki, kolsýrlingi, tjöru og ýmiss kon-
ar krabbameinsvaldandi ólyfjan
sem finnst í tóbaksreyk?
Um upplýsingar
Að einu leyti get ég þó verið sam-
mála efnafræðinemanum en það
er þegar hann segir að „með öllu
sé óþolandi að neytendum sé mein-
aður aðgangur að upplýsingum um
hvaða vara sé á markaðnum hveiju
sinm .
Það er nefnilega með öllu óþol-
andi að tóbaksframleiðendur og
innflytjendur skuli komast upp
með að dreifa þessari vöru án þess
að á pökkunum sé nákvæm inni-
haldslýsing með varnaðarorðum
um skaðsemi hvers efnis fyrir sig.
Þama er komið gott verkefni fyrir
efnafræðinemann til að vinna að í
stað þess að eyða orku sinni í að
verja rétt þeirra sem hagnast á
ógæfu örkumlum og dauða.
Um tvískinnung
Ég er innilega sammála efna-
fræðinemanum um að mikils tví-
skinnungs gætir í stjórnvaldsað-
gerðum (ekki bara innan EB) varð-
andi tóbaksvamir. En ástæðan er
ekki nema að hluta til sú að evr-
ópskir tóbaksframleiðendur séu að
verja sig fyrir amerískum samskít-
seiðum sínum. Heldur endurspegl-
ast þar miklu frekar átök eitur-
efnakónganna annars vegar og
heilbrigðisyfirvalda hins vegar.
Eitur-stauta auma lið
enginn skyldi verja.
Aldrei má þeim gefa grið,
grimmt á þá skal herja.
Gakktu í liðið, Glúmur minn.
gjörva hönd á leggðu.
Aflífum tóbaksiðnaðinn
og efnagreinum sorphauginn.
Ásgeir R. Helgason
„Það er löngu búið að afgreiða það í
fr elsisumræðunni að frelsi eins tak-
markast alltaf af frelsi annars.“
Landamörkin við Bláfjöll
Gantlar hefðir
„Helstarök-
semd okkar í
þessu máli er
sú að aflar [
gamlar for-
sendur og
gömul kort
sýna að
landamerkin,
sem við höld- ÞórðUf Olafsson
umokkurvið, hreppsnefndarmað-
hafa verið í ur I ölfushreppl.
gildi. Siðan er þessu breytt hjá
Landmælingum og hjá þeirri
stofnun finnast engar forsendur
fyrir þessari breytingu, sem gerð
var á kortum þeirra, hvað varðar
landamerkin. Þetta virðist gerast
á svipuðum tíma og menn fara
að huga að aðstööunni í Bláfjöll-
um. Deilan var til að byrja með
milli Selvogshrepps og þeirra
sunnanmanna en Ölfushreppur
kemur inn í þetta þegar Selvogs-
hreppur var sameinaður okkur.
Miðað við allar landamerkjalin-
ur sem maður hefur séð virðist
landamerkjalínan, sem Land-
mælingar hafa dregiö, vera mjög
óeðlileg og lítið að marka hana.
Það eru til heimildir frá fundi
sýslumannsins í Árnessýslu og
sýslumannsins fyrir sunnan og
þeirra ummæli styrkja stöðu
okkar mjög í þessum málum og
eins öll gögn sem komið hafa
fram frá fyrri tið. Þau virðast öll
styðja þessa gömlu landamerkja-
linu sem er í raun og veni eina
línan sem maður hefur séö viður-
kennda.
Á meðan ekki er hægt að leggja
fram nein gögn eða forsendur
fyrir þessum breytingum er erfitt
að viðurkenna þessar breytingar
sem gerðar hafa verið á landa-
merkjum hreppanna."
Ofurkapp
„Eg er hissa
á þessu ofur-
kappi Árnes-
inganna. Ég
held að þetta
land sé þeim
sáralitils
viröi og fyrir
okkur skiptir
mestumáliað . . .
tryggt sé að suu bæiarsHon.
sem mest af
fólkvanginum okkar sé hman
okkar umráðasvæðis.
Ég held að það fari ekki á milli
mála að mörk Seltjamarnes-
hrepps liins forna, sem öll sveit-
arfélögin á höfuðborgarsvæðinu
era mynduð úr, hafi verið þar
sem við höldum fram. Hjörleifur
B. Kvaran hjá lögfræöi- og stjórn-
sýsludeild Reykjavíkurborgar
hefur kannað þessi mál fyrir
sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu og við höfum lagt fram
gögn máli okkar til stuðnings.
Vitanlega eiga landamörkin við
BláQöll að vera hrein en svæöið
: semdeilterum eru fjallatoppirn-
ir í Bláflöllunum og svæði sem
ég get ekki ímyndaö mér að geti
verið nokkur nyt eða not af. Þetta
land er einskis virði. Sveitarfé-
lögin leggja hvorki fasteígnagjöld
né annað á íþróttastarfsemi og
því eru engar tekjur af þessu.
Hins vegar gæti verið um út-
gjöld að ræða fyrir þaö eða þau
sveitarfélög sem hefðu yfir þessu
svæði að ráða. Þetta er spurning-
in um að finna réttu línuna. Við
gerðum tilraun til þess að komast
að samkomulagi um þetta svæði
fyrir nokkrum áruin og ég var
undrandi á þvi að samkomulag
skyldi ekki nást þá. Mér finnst
aö þaö sé eins og aö skemmta
skratíanum að skaffa nokkrum
lögfræðingum þarna vinnu í hálft
eðaeittár." -GHS/bm