Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1993, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1993, Síða 32
1 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími S32700 FOSTUDAGUR 27. AGUST 1993. HáUdórBlöndal: Vill endur- skoða búvöru- _ samnmginn Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra sagði á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda í gær að forsendur búvörusamningsins væru brostnar. Samningurinn hefði meðal annars átt að tryggja afkomuöryggi sauð- fjárbænda með því að innanlands- neysla héldist óbreytt. Raunin hefði verið önnur. Ráðherrann sagöi hins vegar erfitt fyrir sig að taka á málinu þar sem landbúnaðarmál væru helsti núningsflötur stjórnarsamstarfsins. „Ég hef satt að segja ekki flugþol til að fylgja Alþýðuflokknum eftir þegar hann rýkur upp í þeim efn- um,“ sagði Halldór. Og þá hlógu bændur. - Ekki náðist í Hauk Halldórsson, formann Stéttarsambands bænda, í morgun vegna þessa máls þar sem bænastund var á stéttarsambands- þinginu í morgun. Fundurinn fer fram á Hvanneyri. Eins og DV hefur greint frá er tek- ist á um búvörusamninginn í ríkis- stjóminni í tengslum við fjárlaga- gerðina. Samkvæmt samningnum ættu beingreiðslur til sauðfiárbænda að lækka um vel á annað hundrað milljónir á næsta ári vegna sölusam- dráttar á lambakjöti. Landbúnaðar- ráðherra vill fresta skerðingunni og dreifa henni á tvö ár en því una kratar ekki. Telja þeir að skattgreið- endur eigi að njóta þess ávinnings sem búvörusamningurinn tryggir þeim, en talið er að á samningstíma- bihnu muni búvörusamningurinn kosta ríkissjóð á fimmta tug millj- aröa. -kaa Sex Bosníu- börn til íslands Fjórirheim úrSmugunni Fjórir af þeim átta frystitogurum sem veitt hafa undanfarið í Smug- unni eru nú á heimleið. Sléttanes ÍS, Ýmir BA, Sjóli HF og Akureyrin EA eru famir, en hinir fiórir munu enn -*•* vera á veiðum á þessu umdeilda haf- svæöiíBarentshafi. -bm LOKI Þarf ekki öflugri hreyfla á Blöndal? Kærir forstjóra Gæsl unnar til saksóknara Ólafur V. Sigurðsson skipherra hefur kært Gunnar Bergsteinsson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, til ríkissaksóknara fyrir að hafa fyrir- varalaust sagt sér upp starfi eftir fór varöskipsins Týs til Bretlands i sumar. Ólafur kærir Gunnar jafh- framt fyrir mjög alvarleg embætt- isafglöp - m.a. telur hann líkur á að forstjórinn hafi leiðst út í hylm- ingar og staðið að rangfærslum vegna rannsóknar flugslysanefnd- ar eftir að þyrlan TF-RAN fórst i Jökulfiörðum í nóvember 1983. Að sögn skrifstofusfióra hjá ríkissak- sóknara verður kæran skoðuð áð- ur en ákvöröun verður tekin um hvort lögreglurannsókn fer fram. Ólafur og Gunnar hafa átt í sam- sMptaörðugleikum. Dropinn sem fyllti mælinn var hins vegar þegar Týr fór í vináttuheimsókn til breska flotans í Liverpool í byijun júní. SMpherrann taldi forsfiórann þá, sem borgara, jhafa skipt sér af stjórn sMpsins. I dagbók Týs er m.a. skráð að forstjórinn hafi tjáð Ólafi skipherra að hann „þyldi ekki að vera sagt að halda kjafti" í varð- skipi og átti viö þegar sMpherrann ávítaði Gunnar fyrir afsMptasemi varðandi sfiórn sMpsins. Gunnar bauð sMpherranum að segja af sér, ella yröi honum sagt upp. Skipherrann sagði Gunnar vera hlægilegan og kvaðst ekki segja af sér. Stýrimenn Týs höfðu fengið fyrirmæli um að ef forstjór- inn hefði afskipti af stjórn skipsins yrði hann áminntur en fiarlægður með lögregluvaldi ef á þyrfti að halda. Þegar heim var komiö barst Ólafi skipherra bréf um uppsögn með 3 mánaöa fyrirvara. Hún tekur gildi 9. september. Gunnar lætur af störfum 1. september vegnaaldurs. Kæra Ólafs á hendur Gunnari er í 13 liðum. Auk framangreinds vegna þyrlunnar TF-RÁN kærir Ólafur forstjórann m.a. fyrir að hafa opnað bréf sem stíluð voru á skipherrann með nafni, fyrir að hafa orsakað truflun á sýningu skipsins i Liverpool vegna þess að illa; var staðið að olíutoku, fyrir að vera í einkennisfótum Landheigis- gæsiunnar í Liverpool þrátt fyrir að ráðherra hefði bannað forvera hans að bera einkennisföt, fyrir að hafa sagt vikastúlku í eldhúsi upp starfi með „hrottalegri valdniðslu", fyrir „launafiárdrátt" með því að „skikka skípverja i óumbeðin frí“, fyrir árás á Höskuld Skarphéöins- son og uppsögn hans, fyrir óheimil- ar breytiugar á borðsiilum Ægis og Týsogfleira. „Ég tel ekM ástæðu til að svara þessu að svo komnu máli. Ég mun gera það ef þetta fer eitthvað lengra. Mér sýnist þetta hins vegar lýsa best sálarástandi sMpherrans sjálfs," sagði Gunnar Bergsteins- son þegar DV bar undir hann kæru Ólafs skipherra. -Ótt/-kaa Heilbrigðisráðherra hefur lýst Is- lendinga tilbúna til að taka á móti sex særðum börnum frá Bosníu. All- ’mörg lönd hafa teMst á hendur hjúkrun ungra fórnarlamba stríðs- ins í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu eftir að örlög þessara barna komust í hámæli. Rauði krossinn hefur verið ríMssfióminni innan handar í mál- inu. -DBE tók niðri Margeir vann Jón L. Ámason, DV, Grikklandi: Strætisvagnastjórar fjölmenntu á aukafund borgarstjórnar Reykjavíkur í gær en á fundinum var samþykkt tillaga sjálfstæðismanna um að breyta rekstri Strætisvagna Reykjavíkur í hlutafélag. DV-mynd JAK Nýtt hlutafélag tekur við rekstri Strætisvagna Reykjavíkur í byrjun desember. Þetta var ákveðið með öll- um greiddum atkvæðum sjálfstæðis- manna á aukafundi í borgarstjórn Reykjavíkur í gær. Samkvæmt tillögunni verður öll- um starfsmönnum SVR boðið starf hjá hlutafélaginu og verða launakjör þeirra og réttindi tryggð. Minnihlutinn í borgarstjórn mót- mælti tillögu meirihlutans kröftug- lega og lagði til að henni yrði frestað svo kjósendur gætú teMð afstöðu til hennar í borgarstjórnarkosningún- um næsta vor. Það var setinn bekkurinn á áhorf- endapöllum borgarstjómar í gær en strætisvagnastjórar og aðrir starfs- menn SVR fiölmenntu á fundinn. -GHS Veðrið á morgun: Rigning eða skúrir Suð- og suðvestanátt, 3-5 vind- stig og rigning eða skúrir verða um sunnanvert landið. Norðaust- anátt, 4-6 vindstig og skúrir verða norðvestanlands en breyti- leg eða suðlæg átt, 3-4 vindstig og hætt við skúrum á stöku stað norðaustanlands, hiti 8-13 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 i i i i i i i i i i i i i i i i Loðnuskipið Sighvatur Bjarnason VE-81 tók niðri í innsiglingunni í höfnina í Þórshöfn á Langanesi í morgun. Sighvatur var næstum með fullfermi og sagði Guðmundur Sveinbjömsson sMpstjóri í morgun að verið væri að dæla úr forlestinni og bjóst hann viö að sldpið næðist á flot innan skamms. Ekki var í morg- un vitað hvort einhverjar skemmdir hefðuorðiðáskipinu. -pp i i Í i Margeir Pétursson varð í efsta sæti á alþjóðlega skákmótinu í Komotini í Grikklandi, sem lauk í gær, ásamt nokkrum öðrum skákmönnum. Mar- geir hlaut 7 vinninga og þeir Kotron- ias, GrikMandi, Piguson og Ibrag- inov, Rússlandi, og fleiri voru einnig með 7 v. af níu mögulegum. Keppend- ur voru 125. Þröstur Þórhallsson hlaut 6 'h v. Jón L. Árnason og Hannes Hlífar Stefánsson 6 v. í lokaumferðinni gerðu Margeir og Kotronias jafntefli, Þröstur og Wojtkiew, Jón og Gureh einnig en Hannes vann Nikohc. i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.