Alþýðublaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 2
2 2. apríl 1967 - Sunudags ALÞ'V’ÐUBLAÐIÐ Sýning hjá Þjóðdansafélaginu á þriðjudag Vegna mikillar aðsóknar að sýningum Þjóðdansafélagsins, sem voru fyrr í þessum mánuði í Þjóðieik fcúsinu, hefur verið ákveðið að hafa enn eina sýning i n.k. þriðjudag kl. 20. Sýndir eru aðallega íslenzkir dansar og vikivakaleikir og einnig er sýning á íslenzkum búningum og segir frú Elsa Guðjónsson frá Í úningtmum. Fimm söngvarar aðstoða við sýninguni, þau Guðmundur Guðjónsson, Unnur Eyfells, Elín Sigurvinsdóttir, Hjálmar Kjartansson og Guðmundur Guðbrandsson. 16 hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu frjjómsveitinni aðstoða, en stjórnandi tónlistarflutn-ings er Jón G. Ásgeirsson. íslenzk Víetnamnefnd verður brátt stofnuð Skýrt var frá því á Vietnam- ráðstefnunni, sem haldin var 25. ©g 26. febrúar sl., að félögin, sem að ráðstefnunni stóðu hygðust -gangast fyrir stofnun íslenzkrar -Vietnamnefndar. Nú hefur verið Úkveðið, að stofnfxmdur nefndar- -fnnar verði sunnudaginn 9. apríl lh.lt. Öllum félögum og einstakling- lira, sem leggja vilja máli þessu ílið á grundvelli ávarps stofnfélag- anría og væntanlegrar skipulags- Skrár nefndarinnar, er heimil að- éd að nefndinni. Þeir, sem vilja ieerast aðilar að nefndinni geta -Vengið í hana á stofnfundi ijennar eða látið skrá sig í hana ihja ein- Stúdentakórinn heldur kvöldvöku Stúdentakórinn, sem skipaður er eldri og yngri akademikerurh lieldur kvöidvöku að Hótel Sögu -tföstudagskvöldið 7. apríl n.k. Til skemmtunar verður kórsöngur tindir stjórn Jóns Þórarinssonar, kvartettsöngur og glúntasöngur 4:órmanna, ásamt ljóðalestri með -4iljómlist tveggja kvenstúdenta. ítr kvöldvaka þessi lialdin vegna -fyrirhugaðrar Finnlandsferðar stúdentakórsins á næstunni, og verður nánar skýrt frá því ferða- ♦agi síðar. hverju af stofnfélögunum átta. Allir sanngjamir menn hljóta að viðurkenna að styrjöldin í Viet- nam er einhver ljótasti blettur mannlegs samfélags í dag. Styrjöldin er háð af mikilli og sívaxandi grimmd, og eru allir stríðsaðilar hér vissulega sekir. Loftárásir, sprengjuárásir á al- mannafæri, pyndingar, aftökur stríðsfanga og ill meðferð ó- breyttra borgara eru daglegt brauð. Með Gcnfarsáttmálanum um Indókína frá 1954 tóku samnings- aðilar að sér að ábyrgjast frið i Vietnam og hlutleysi landsins. Á- byrgð samningsaðila og annarra stórvelda 'á ástandi því, er ríkir í Vietnam í dag, er því vissulega mikil og ótvíræð. Meðal þess mik- ilvægasta, sem samningsaðilar komu sér saman um að tryggja með Genfarsáttmálanum voru á- kvæði hans um að engar erlendar 'herstöðvar mættu vera i Norður- eða Suður-Vietnam, og að skipt- ing landsins væri aðeins til bráða- birgða, eða þangað til kosningar færu fram í landinu. Aðalréttlætiskrafa vietnömsku þjóðarinnar og þeirra, er vilja tryggja frið og frelsi landsins, er því, að Vietnamar fái að ráða mál- um sínum einir og án erlendra af- skipta. Til þess að svo geti orðiö, verður ailt erlent herlið að hverfa á brott frá Vietnam. Fyrsta skref- ið að því marki er að ófriði linni í Vietnam. Þar af leiðandi lýsum við yfir stuðningi við tillögur Ú Thants, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, er liljóða svo: 1. Að Bandaríkjamenn ihætti loft- árásum á Norður-Vietnam. 2. Að styrjaldaraðilar í Suður-Viet nam dragi úr hémaðaraðgerð- um sínum. 3. Að þjóðfreisishreyfingin í Suð- ur-Vietnam verði viðurkenndur samningsaðili og að allir aðilar fallist á að setjast að samninga- iborði. 1 samræmi við þessar tillögur framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna snúa stofnfélög íslenzku Vietnamnefndarinnar sér til allra islendinga, jafnt einstaklinga sem samtaka, og skora á þá að taka undir þá kröfu vietnömsku þjóð- arinnar, að hún fái að ráða fram- tíð sinni sjálf. Nánar verður sagt frá dagskrá og annarri tilhögun þessa fundar hér í blaðinu næstu daga. Félag frjálslyndra stúdenta, Félag róttækra stúdenta, Menningar- og friðarsamtök ís- lenzkra kvenna, Rithöfundafélag íslands, Samband ungra framsóknar- manna, Samband ungra jafnaðarmanna, Stúdentafélag jafnaðarmanna, Æskulýðsfylkingin — samband ungra sósíalista. VEGNA fréttar í blaðinu í gær um uppboð það sem halda átti að Njálsgötu 49 kom Kári Helgason að máli við blaðið og óskaði eft- ir að taka eftirfarandi fram: „Uppboð það, sem haldið var á eignarhluta mínum í Njálsgötu 49 kl. 2 á föstudag byrjaði þannig: Fógeti kom nokkrum mínútum fyrir tímann ásamt öðrum fógeta og starfsmönnum embættisins, og sá ég þá strax, að fógeti var mik- ið undir áhrifum áféngis. Fógeti gekk til mín, ávarpaði mig og sagði, að nú „ætti að ganga enn betur að mér en áður, því nú skyldi húsið fara“. É£ sagði við fógeta: — Það er hart að sjá upp á þær aðfarir, sem þú hefur beitt mig og bú mitt í þínum embættisstörfum, og ég get engum vörnum við komið. Þú neyddir mig í nóvembermán- uði 1965 til að lýsa yfir gjaldþroti Almennu bifreiðaleigunnar h.f. með því að lieimila bifreiðaumboði hér í bænum að taka út 15. nóv- ember 1965 500.000 krónur af op- inberri skrifstofu hér í bænum og fastsetja hundruð þúsunda króna, sem ég átti í vændum að fá og notast áttu til að bjarga mínum lausaskuldum, og í desembermán- I uði sama árs eftir dvöl mína í Chicago, en þar hafði ég verið með sjúkan dreng minn til lækn- inga, varst þú, fógeti, búinn að umturna öllum fjárhag mínum, þegar ég kom til landsins, neita mér öllum fresti á uppboði á þeim bifreiðum, sem Almenna bifreiða leigan átti, selja um 40 bifreiðar fyrir brot áf því verði, sem hægt var að fá þá á frjálsum markaði, og ráðast að fjárhag mínum og tæta allan í sundur, án þess að ég gæti nokkurri vörn við komið. Fógeti svaraði með þessum orð- um: „Hvers vegna á maður að hafa mannlegar tiifinningar?“ Þetta voru hans eigin orð. Ég gekk frá honum. Þar rétt á eftir setti fógeti upp- boðið. Eftir að fógeti var búinn að tala smástund, ávarpaði ég fó- geta og krafðist þess að hann hætti uppboðinu á þeim forsend- um, að hann væri ekki til þess hæfur vegna ölvunar. Fógeti neit- aði og hélt áfram. Gekk ég þá á dyr og læsti úti- dyrahurðinni á verzlunarplássi því, sem uppboðið var haldið í, og króaði ég þannig yfirborgar- fógeta ásamt fógeta, nokkrum starfsmönnum fógetaembættisins og nokkrum öðrum, sem þarna voru viðstaddir. Fór ég síðan á efri hæð húss- ins í síma og hringdi á lögregl- stöðina, náði sambandi við Axel Kvaran yfirlögregluþjón og ósk- aði eftir því, að lögregla yrði strax send á staðinn, fógeti tekinn og farið með hann til blóðrannsókn- ar. Axel Kvaran sagði, að hann skyldi senda lögreglu á staðinn, en hann gæti ekki farið með fó- geta til blóðrannsóknar, nema leyfi sinna yfirmanna væri fengið fyrir því. Axel tjáði mér, að það væri betra fyrir mig að ná í Bjarka Elíasson og tjá honum vandræði mín. Ég reyndi árangurslaust að ná í Bjarka í þeim síma, sem mér var gefinn upp, en síminn var alltaf á tali. Þegar liér var kom- ið, var komið til mín og mér tjáð, að búið væri að reisa upp stiga norðanverðu hússins. Datt mér þá í hug, að verið væri að reyna að koma fógeta undan. Fór ég þá niður á götuna aftur, en þegar ég koih úí úr húsinu kom þar að- starfsmaður embættisins, Ingólfur a'ð nafni, með reiddan hnefa og krafðist af mér tafar- laust, að ég aflienti lykilinn, svo að hægt væri að hleypa fógeta út. Kom þarna til orðaskipta milli okkar, og sýndi hann sig líkleg- an til að ráðast að mér, en í því kom lögregluþjónn á vettvang, og var gengið á milli okkar. Ég tjáði lögregluþjónunum, að fógeti hefði sett uppboðsrétt og væri lokaður inni og ég skyldi hleypa honum út, ef tryggt væri, að hann yrði. færður til blóðrann- sóknar, svo að ég gæti sannað mitt mál um, að liann væri ölv- aður. Lögregluþjónarnir vildu ekki lofa því, en komu með mér upp á aðra hæð hússins, og þar var síminn í gangi milli mín ann- ars vegar og lögreglustöðvarinn- ar, því nú var mér tjáð, að lög- reglustjóri gæti ekki gefið þá fyr- irskipun, að færa fógeta til blóð- rannsóknar, nema að fyrir lægi úrskurður Baldurs Möllers ráðu- nyetisstjóra um, að það yrði gert. Lögregluþjónarnir fóru nú fram á það, að ég afhenti lykil- inn, svo að opnað yrði fyrir fó- geta, en ég neitaði og var stað- ráðinn í því að fá að tala við ráðuneytisstjóra eða ráðherra áð- ur. Að lokum tókst svo vel til, að ég náði sambandi við Baldur Möller ráðuneytisstjóra og tjáði honum vandræði mín. Fór ég fram á það við hann, að leyfi fengist til að farið yrði með fó- geta til blóðrannsóknar. En því miður endaði þetta samtal mitt við ráðuneytisstjóra öðru vísi en ég bjóst við, og varð ég fyrir von- brigðum. Nú vissi ég ekki hvað ég átti að gera. Mér fannst eins og allar útgöngudyr væru lokaðar til þess að ég gæti sannað mál mitt gagn- vart fógeta, og þar varð svo að lokum, að ég afhenti lögregluþjón- unum lykilinn, en bað þá jafn- framt um að taka eftir útliti fó- geta og því annarlega ástandi, sem hann var í“. Ennfremur sagði Kári: „Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem fógeti hefur verið að fjalla um mitt bú undir áhrifum áfeng- is. Frá því að ég lenti í höndum Framhald á bl. 14,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.