Alþýðublaðið - 02.04.1967, Síða 13

Alþýðublaðið - 02.04.1967, Síða 13
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. apríl 1967 13 KÓBflViD.cSBÍO *I98f O. S. S. 117 Snilldar vel gerð og hörku- spennandi, ný, frönsk sakamála mynd. Mynd í stíl við Bond myndirnar. Kerwin Mathews Nadia Sanders. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð Jíörnum. Sumarið með MONIKU Ein af beztu niyndum Ingmar Bergmans. Harriet Andersson Sýnd kl. 6,50 og 9. — Svörtu sporarnir — Sýnd kl. 5. — Furðufuglinn — Sýnd kl. 3. FJÖLIOm^S • ÍSAFiRDi EINANGRUMRGLER FIMM ÁRA ABYRGÐ Söluumboð: SANDSALAN S.F. EHiðavogi 115. Sími 30120. Póstliólf 373. Massey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENDUR Nú er rétti tímmn til a6 láta yfirfara og gers við vélarnar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Lcifssonax hf. Síðumúla 17. sími 30662. Auglýsið í Alþýðublaðinu ARTUR RUBINSTEIN ■ CHOPIN Nýlega kom hér í verzlanir ný hljóm- plata, sem vert er að veita sérstaka at- hygli vegna ágætis síns. Á henni leikur Artur Rubinstein Barcarolle í Fís-dúr op. 60, Trois nouvelles études opus posthum- us Bofero í .G-dúr op. 19, Fantasííu í f-moll op. 49 (þá sem Demus lék hér á dögun- um), Berceuse í Des-dúr op. 57 og Taran- tellu í Asdúr op. 43. RCA-Victor gefur plötuna út bæði í mono og stereo. Enginn hefur jafnlengi lagt sig eftir því að túlka og kynna verk Chopins bæði með tónleikum, hljómplötum og kvikmyndum og enginn er nátengdari nafni Chopins í eyrum nútíma manna og þessi áttræði snillingur , píanósins. Ilann hefur ferðazt víða um heim og leikið verk eftir mörg tónskáld, en haft er eftir honum, að ekk- ert tónskáld rati eins beint til hjartans eins og Chopin, hvort sem væri í Evrópu, Kína eða Argentínu, hins vegar léki hann Schubert mikið heima hjá sér, þar sem hann hefur stórt málverk af Chopin fyrir ofan hljóðfæri sitt. Annars er þessari plötu gleggst lýst með því að birta um hana gagnrýni, sem birtist í enska tímaritinu The Gramophone. í það skrifa gagnmenntaðir tónlistarmenn, sem ekki fara með neitt fleipur og eru ekki upp næmir fyrir smámunum. „Þegar slíka plötu rekur á fjörurnar, er mér stirt um stef og orða vant. Ef mið- að er við þær kröfur, sem Rubinstein hefur sjálfur skapað, er hún vissulega stórkost- leg — ég myndi segja ein af albeztu plöt- um hans. Hann nær anda tónskáldsins svo fullkomlega, að undrum sætir. Slíkt er varla á færi nokkurs af samtíðarmönnum vorum. Túlkun Richters á verkum Sehumanns er helzt sambærileg — en mér koma varla aðrir núlifandi píanóleikarar í liug, sem liafa á valdi slíka innlifunarhæfileika. Þegar slík plata berst manni upp í hend- urnar er ef til vill ekki margra orða þörf. Eða er ég ef til vill að skjóta mér undan vandanum? Mér finnst samt, að aðeins gagni að heyra plötuna til að sannfærast um ágæti hennar. Ég hef hvorki trú á því, að orð fái lýst töfrum tónanna né gefið mikl- ar upplýsingar. Satt að segja eru þau orð ekki til, sem lýsa til dæmis hinum tignar- legu hraðabreytingum á ákveðnum stöðum. Er nokkur nokkru nær, þótt sagt væri, hve vel þær hæfðu og lýstu sál og anda tón- verksins? Þessir töfrar erg þó þekktir og hafa heyrzt áður, held ég, verkin eru einn- ig þekkt — lesandinn verður að virða mér það til vorkunnar, að ég skirrist við að nota fánýt lýsingarorð, er ég á að lýsa hinni voldugu túlkun Rubinsteins á þessum verk- um Chopin. Þetta er plata, ásamt nokkrum öðrum plötum hans, er allar aðrar Chopin- plötur munu verða dæmdar eftir. Auðvit- að ekki Tið fyrir lið, því að tónlistin end- urnýjast sífellt í mismunandi túlkun á ó- tal vegu, en yfirburðapíanóleikur Rubin- steins mun alltaf verða sú mælistika, sem verðleikar annarra Chopintúlkenda verða bornir við. Síðustu fimmtíu ár hefur eng- inn átt meiri þátt í að hefja verk Chop- ins til virðingar og dýpka túlkun og skiln- ing á þeim. Hljómplatan, stereóútgáfan einkanlega, er mjög vel úr garði gerð, tæknilega, gef- ur nákvæma og raunsanna mynd af fjöl- breyttum tóni og kraftmiklum leik Rubin- steins. Skaði er, að plötur með honum hafa ekki varðveitzt sem skv1 lokum. Hann hefur leikið flest verkin inn á hljómplötur áður, Barcarolle að minnsta kosti þrisvar, held ég. En Bolero og Tar- antella eru ekki til með honum á plötum. Að þeim er mikill fengur. Þau eru mjög skemmtileg og einkennandi fyrir höfund sinn, en sjaldheyrð — sennilega vegna þess, að þau hafa verið gefin út ásamt öðrum í „syrpum” og þess vegna flbkkuð undir „minni” háttar píanóverk hans og legið í láginni, en verðskulda sannarlega að verða ’^betur þekkt. Komi þessi plata til með að^hafa þau áhrif, sem ég get mér til, mun vegur þeirra aukast.” Þess má geta, að fleiri eru nú ferjandi en siórmeistararnir. Við hlið þessa dóms er annar um næturljóð Chopin? no. 1 — 10 á plötu frá DGG leikin af hinum uriga og efnilega ungverska píanóleikara Tamas Vas- ary. Þessi hljómplata fær einnig frábæra dóma og Vassary hælt á hvert reipi fyrir leik sinn. BILAKAUP - BILASKIPTI bílana, Skoðið Umboðssala Við tökum velútlítandi bíla í umboðssölu. ......*N. ✓ ^ "" gerið góð kaup — Óveniu glæsilegt úrval Vel með farnir biiar í rúmgóðum sýningarsal. Hjá okkur geta kaupendur skoðað hreina og velútlítandi bila. SÝNINGARSALURINN Höfum bilana tryggða gegn þjófnaði og bruna. SVEINN EGILSS0N H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 f

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.