Alþýðublaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 11
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. apríl 1967 11 Nýjar bækur frá Almenna Bókafélaginu Tvær nýjar alfræðibækur Um þessi mánaðamót hafa Al- fræðasafni AB bætzt tvær nýjar bækur Hljóð og heyrn, í þýðingu Örnólfs Thorlacius menntaskóla- kennara, sem einnig skrifar for- mála fyrir bókinni, og Skipin í þýð ingu Gísla Ólafssonar ritstjóra, en formála að þeirri bók ritar Pétur Sigurðsson. Hljóð og heyrn er ellefta bók Alfræðasafnsins og segir nafn Ihennar glögglega til um efni henn ar í meginatriðum. Höfundarnir, Iþeir S.S. Stevens og Fred War- hofsky eru „sérmenntaðir vísinda menn, sem jafnframt kunna þá list að færa efni í aðgengilegan ibúning", eins og segir í formála þýðandans. Að óreyndu mætti svo virðast sem venjulegum lesendum yrði ekki auðsótt leiðin um hin undarlegu — og um leið undur- samlegu völundarhús þeirra vís- inda, sem Hljóð og heyrn tekur til, 'hvað þá heldur að ferðalagið með hinum kunnáttusömu höfund- um verði engu síður girnilegt til skemmtunar en til fróðleiks um þá hluti, sem í reyndinni varða hvern mann, og stundum ærið persónulega. Heyrnin er mikilvæg asti tengilður mannsins við um- hverfi sitt og umheim, þó að fæst- ir gefi því mikinn gaum á meðan allt er með felldu. En „mikilvægi heymarinnar kemur gleggst fram er hana vantar. Barn, sem fætt er blint eða skynlaust á sársauka sigrast oft á erfiðleikum sínum og verður nýtur borgari. En barn, fætt heyrnarlaust, fer oft á mis við mannlega tilveru“, eins og segir í upphafi bókayinnar. Vandamál „tilfallandi” heyrn- ardeyfðar eru einnig alvarleg og koma víða við, en þau eiga sér iíka „margar lækningar,” svo sem hér er greint frá. Erfiðastar við- fangs eru þær hættur í nútíma- þjóðfélagi, sem stafa af hávaða frá vaxandi umferð. verksmiðju- vélum og fjölmiðlunartækjum, en „hann veldur mörgum líkamlegum breytingum, sem koma heyrn ekk- ert við.” Þannig getur langvar- andi og óslitinn hávaði af miðl- ungshljóðstyrk á breiðu tíðnisviði valdið sjóntruflunum og jafnvel raski á efnaskiptum líkamans. í þessu efni standa frumstæðar þjóðir betur að vígi. Sérfræðileg rannsókn á Mabaanmönnum, ,sem lifa kyrrlátu steinaldarlífi við landamæri Súdans og Eþíópíu, — leiddi í Ijós, að heyrn þeirrar dofnar ekki með aldrinum, og svo til hver maður „gat heyrt lágt muldur þvert yfir rjóður á stærð við knattspyrnuvöll.” Um ailt þetta er Hljóð og heyrn heil náma af fróðleik, og eins og Örnólfur Thorlacius tekur fram, er þar að finna „athyglisvert yf- irlit um helztu gerðir heyrnar- kvilla., orsakir þeirra og afleið- ingar, og aöferðir til lækningar, ef þekktar eru. Einnig er greint frá uppeldisaðferðum, sem beitt er viö heyrnarlaus börn til að minnka það bil, sem óhjákvæmi- lega skilur þau frá heyrandi jafn öldrum sínum.” S k i p i n eru tólfta bók Al- fræðasafnsins og eru höfundar hennar þeir próf. Edward V. Lew is og Robert O’Brien, sem einnig var annar aðalhöfundur að Veðr- inu, en hún var sjötta Alfræða- bókin. Segja má, að þessi bók hafi að geyma í máli og myndum áhrifamikinn þverskurð af þróun- arferii alls mannkyns frá fyrstu tíð og fram á vora daga. Skip hafa frá öndverðu leyst hina djúp- stæðu útþrá einstaklinga og þjóða úr læðingi, þau hafa staðið undir landafundum og viðskiptum og komið stórveldum á legg á sama tíma og aðrar þjóðir glötuðu frelsi sínu fyrir vanrækslu eigin skipastóls. Fyrir því ætti hverjum manni að þykja slík bók sem þessi harla forvitnileg og þá ekki hvað sízt íslendingum, sem á . öllum öldum hafa átt sjóinn að megin- farleið og forðabúri. Það er pví óhætt að taka undir með Péti'i Sigurðssyni, þar sem hann kveðst „treysta því, að þessi bók, sent f jallar um skipið og sögu þéss, allt frá frumstæðustu eintrjáningum, grárrar forneskju til risastórra hafskipa nútímans þar sem allt, stórt og smátt, hlýðir hnitmiðun vísindalegrar nákvæmni, muni verða mörgum fróðleiksfúsum löndum mínum til yndis og ánægju, og það því fremur, sem hinir kunn áttusömu höfundar hennar hafa einstakt' lag á að miðla mikilli þekkingu í óvenjuskýrri og skemmtilegri frásögn.” |l Ljóðabók eftir Jón Dan Komin er á markaðinn ný bók eftir Jón-Dan og nefnist hún Ber- fætt orð. Er það þriðja bókin, sem Almenna bókafélagið gefur út eft- ir þennán vinsæla höfund, en jafnframt er það fyrsta ljóðasafn- ið, sem hann sendir frá sér. Jón Dan hóf snemma að iðka skáldskap, einkum sagnagerð, en hefur alla tið gert sér meira far um vandvirkni en afköst. Hann vakti fyrst á sér athygli fyrir smá sögur, sem birtust í tímaritum og höfðu sumar hverjar aflað hon- um verðlauna. Þótti hann þá strax auðkenndur af persónuleg- um stíl og sérstæðu efnisvali, og þegar fyrsta bók hans, smásagna- safnið Þytur um nótt, kom út ár- ið 1956 voru ritdómendur á einu> máli um það, að sumar sagnanna, er þar birtust, væru meðal • hinna fremstu í þeirri grein íslenzkrar skáldlistar. Seinna hefur hann. færzt meira í fang og aukið hróð- ur sinn að sama skapi. Skáldsagan. Sjávarföll, 1958, og Tvær band- ingjasögur, 1960, leiddu ótvirættj í Ijós, að þar var á ferðinni vand- látur og vaxandi höfundur. Berfætt orð hafa að geyma 35 Framhald á bl. 14. Plastbréfabindin frá Múlalundi Plastbréfabindín frá Múlalundi ^ru skrifstofuprýði MULALUN DUR ÖRYRKJAVINNUSTOFUR S.Í.B.S. ÁRMÚLA 16 — SÍMAR: 38450 og 38400 eru góð og skraut- leg ge msla fyrir fylgiskjöl Fyrirliggjandi í þrem hentugum stærðum og ýmsum Iitum. Sama bindið má nota aftur og aftur árum saman án verulegs viðbótar- kostnaðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.