Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993
19
Matur og kökur
Appelsínuönd er glæsileg á að líta.
Matreiðslubók:
AttU
yoná
gestum?
Setberg endurútgefur nú mat-
reiöslubókina Áttu von á gestum?
sem lengi hefur verið ófáanleg. Guö-
rún Hrönn Hilmarsdóttir hússtjóm-
arkennari þýddi, staöfærði og próf-
aöi uppskriítimar. Hver uppskrift
tekur yflr eina opnu en bókin er sér-
stök að því leyti að myndir af öllum
stigum matreiðslunnar fylgja. Bókin
skiptist í kaflana Súpur, Láttir réttir,
Fiskréttir, Kjötréttir, Kökur og ábæt-
isréttir og Brauð.
Eftirfarandi uppskrift er úr bók-
inni og birtist hér með leyfi útgáf-
unnar.
Appelsínuönd
fyrir 6-8
Appelsínuönd er reglulegur stór-
hátíðarmatur. Hún er mjög faUeg að
bera fram og ákaflega góð á bragðið.
Endur hafa bragð sem er mitt á milli
hænsna og villihráðar. Og appelsín-
umar með sínum súrsæta keim taka
af og upphefja ef eitthvert brækju-
bragð er af fuglinum. Rétturinn er
borinn fram með nýsoðnum eða
smjörristuðum kartöflum.
1 önd, nálega 2 'A kg
1 msk. salt
/i tsk. pipar
1 hvítlauksrif
safi úr Vi sítrónu
Fylling:
1 afhýtt eph í bátum og 1 afhýdd app-
elsína í sneiöum
Til að smyrja með:
safi úr Vi-1 appelsínu hlandaður með
1 msk. af bræddu smjöri
Sósa:
2 dl sterkt hænsnasoð (af teningi)
2 appelsínur
1 htú sítróna
2 msk. koniak, ef viU
2 msk. sykur
2 msk. vínedik
Til skrauts:
2 appelsínur í sneiðum og ef tíl viU
karsi
Öndin er þvegin og þermð vel. Salti
og pipar stráð inn í hana og hún
núin með sítrónusafa. Fyllt með
eplabátum og appelsínusneiðum.
Saumuð saman með óhtuöum bóm-
uUarþræði eða lokað með kjötnálum.
Pikkuð vel með gaffli og núin með
simdurskornum hvítlauk. 2 dl af
vatni látnir í ofnskúffuna og öndin
lögð á ristina með bringuna niður.
Steikt meyr í 2-2 'Á klst. við 200°C.
Öndinni snúið eftir 45 mín.
Öndin ausin soðinu og smurð með
appelsínusafanum öðm hvom. Ysta
hýðið af 2 appelsínum og 1 sítrónu
er skorið í þunna strimla, appelsína
og sítróna pressuð. Börkurinn soð-
inn í 5-10 mín., heUt á sigti, soðinu
heUt.
Fullsteikt öndin tekin út úr ofnin-
um og geymd í álpappír. Fitan fleytt
af soðinu í ofnskúffunni og því heUt
í pott. Hænsnasoði, appelsínu- og
sítrónusafa ásamt 2 msk. af koníaki
(má sleppa) bætt í.
Sykur og edik látið í annan pott og
soðið þar til það verður eins og kara-
meUa. Þá er því heUt út í soðið og
látið maUa þar tíl minnkað hefur í
pottinum um helming. Öndin borin
fram heh á heitu fati. Dáhtilh sósu
heUt yfir og helmingnum af soöna
berkinum stráð yfir. Skreytt með
appelsínusneiðum og karsa. Það sem
eftir er af berkinum er látið í sósuna
og hún borin fram vel heit í sósu-
könnu.
Jiáiic)!
BÓNDABRIE :
Með kexinu, brauðinu '
og ávöxtunum. Mjög góður
djúp- eða smjörsteiktur.
DALA BRIE
Á ostabakkann og með kexi
og ávöxtum.
DALA BRIE 30 g
Góður að grípa til!
INNBAKAÐUR
DALA BRIE
Sem forréttur,
smáréttur eða
eftirréttur.
GRÁÐAOSTUR
Tilvalinn til matargerðar
- í súpu.r, sósur eða til
fyllingar í kjöt- og fiskrétti.
Góður einn og sér!
CAMEMBERT
Einn og sér, á ostabakkann
og í matargerð.
Mest notuð eins og hún
kemur fyrir en er einkar góð
sem fylling í kjöt- og fiskrétti,
Bragðast mjög vel djúpsteikt.
árr u"s
DJUPSTEIKTUR
CAMEMBERT
Sem smáréttur eða
eftirréttur.
> RIÓMAOSTUR
Á kexið, brauðið, í sósur
og ídýfur.
OSTAKAKA
Sem ábætisréttur,
með kaffinu og
á veisluborðið.
Jglr DALAYRJA
Ein og sér eða sem
fylling í kjöt- og fiskrétti
Góð djúpsteikt.
ABÆTISOSTUR
Á kexið og brauðið
E. í súpur og
sósur.
djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn