Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 23 DV Þetta deig má einnig nota í muffins en þá er bökunartíminn ekki nema 15 mínútur. Verða 12-15 muffins. Marengs- súkkulaðiterta Þetta eru þrír þunnir botnar sem lagðir eru saman með súkkulaði- rjóma. Helst þarf kakan að standa í klukkustund eftir að hún hefur verið sett saman til þess að botnamir mýk- ist. Botnar: 150 g heslihnetur 2 dl sykur 6 eggjahvítur Kremið: 3 dl rjómi 1 dl síróp, ljóst 1 dl kakó Hakkið heslihnetumar fínt saman við sykurinn í matvinnsluvél. Stíf- þeytið eggjahvítumar og setjið sam- an viö hnetumar. Skiptið deiginu í þrennt og búið til þrjá jafnstóra * hringi, hvem um sig 22 sentímetra í þvermál, á bökunarpappír. Bakið hvem botn í miðjum ofni við 150 gráður í u.þ.b. 15 mínútur. Kæhð aðeins og losið pappírinn frá. Hálfþeytið ijómann og látið sírópið renna í mjórri bunu saman við. Þeyt- ið allan tímann. Sigtið kakóið saman við og þeytið vel saman við ijómann. Leggið botnana saman með krem- inu og smyijið að lokum afganginum á efsta botninn. Látið bíða á köldum stað í minnst klukkustund áður en kakan er borin fram. Pecanhnetubaka Pecanhnetubaka er ein frægasta tertan í Bandaríkjunum þar sem hún þykir ómissandi í ákveðnum tilfell- um. Ef ykkur hugnast ekki bragðið af pecanhnetum, sem er ekki ósvipað bragðinu af valhnetum, má nota val- hnetur eða niðursneiddar heslihnet- ur í bökuna. Kakan hentar jafn vel sem eftirréttur eða með kaffinu. Botninn: 200 g hveiti 75 g sykur 75 g ósalt sipjör 3 eggjarauður Fyllingin: 325 g pecanhnetur 550 g sykur framan á hnifsoddi kremortari (fæst í apótekum) 150 g smjör 4 msk. ijómi 2'A dl vatn Myljið smjörið saman við hveitið og setjið sykur og eggjarauður saman við. Hnoðið deigið kröftuglega og lát- ið síðan bíða í 10 minútur. Fletjið deigið út og þrýstið því innan í böku- form (23 cm). Setjið bökunarpappír yfir deigið og fylhð það síðan með þurrkuðum baunum. Þær halda deiginu niðri. Kæhð deigið í hálftíma og bakið síðan við 200 gráður í u.þ.b. tíu mínútur. Takið pappírinn og baunirnar burt og bakið áfram i aðr- ar 10 mínútur. Ristið hnetumar í ofninum. Setjið sykur, kremortartara og 2'Á dl af Heslihnetuterta með súkkulaðibráð. Matur og kökur Súkkulaðiterta með berjum. vatni í þykkbotna pott. Hitið upp en hrærið ekki. Lögurinn má ekki sjóöa en vatnið á að gufa upp. Hækkið þá hitann og sjóðið þar til blandan hefur fengið dökkan karamelluht. Hrærið smjörið þar th það er mjúkt og velgið rjómann aðeins og hrærið saman við karamehuna. Setjið hnet- urnar saman við og hrærið vel. Heh- ið í bökuskelina. Kæhð áður en bakan er borin fram. Berið vanihuís eða þeyttan eða sýrð- an ijóma með. Súkkulaði- marengsterta Þessi terta er auðveld í bakstri og að sama skapi fljótleg. Botninn: 125 g smjör eða smjörlíki 1 dl sykur 3 eggjarauður 1 /2 dl hveiti 2 msk. kakó 2 tsk. lyftiduft 1 dl mjólk Marengsinn: 3 eggjahvítur 2 dl sykur 2 tsk. vanihusykur möndluflögur Á milli: Hrærið smjör og sykur ljóst og létt. Bætið eggjarauðunum út í, einni í einu. Setjið hveiti, kakó og lyftiduft rólega saman við. Hellið mjólkinni á víxl í hræruna. Smyijið og klæðið ofnskúffuna með bökunarpappír. Hehið hrær- unni í og dreifið úr henni. Lagið verö- ur mjög þunnt. Stífþeytið eggjahvíturnar. Þeytið þá sykur og vanihusykur saman við. Hehið marengsnum yfir deigið og stráiö möndluflögum þar yfir. Bakið kökuna neðst í ofninum við 175 gráður í 20 mínútur eða þar th marengsinn hefur þomaö og fengið ht. Kæhð kökuna. Skiptið kökunni í tvennt. Þeytið rjómann og leggið báða hlutana saman. Berið fram strax. 'cmm/tMkub matreiðslumeistaranns HElLDSALi: TÉKK-KRISTALL, SÍMI 684025 Sigurður L. Hall Sykur, eggjarauður og heilu eggin þeytt saman þar til Ijós og létt. Þá er stífþeyttum rjómanum bætt í og rommkúlum, sem hafa veriö muldar f matarvinnsluvél. Þessu er öllu blandaö vel saman, en varlega þó, sett í hringlaga form og komið í frysti. Þar látum við fsinn vera f minnst 4 tfma, gjarnan lengur. Meö rommkúluísnum berum viö fram ferskt ávaxtasalat úr þeim ávöxtum sem við eigum til á hverjum tíma. Rommkúlur eru góðar og vin- súkkulaðikúlur, fylltar með desertrommi og kókos. Þær eiga rætur að rekja til Austurrfkis, og þekkja allir þetta vandaða konfekt sem þangað hafa farið (skíðaferðir. ROMMKÚLUÍS MEÐ FERSKU ÁVAXTASALATI a) (SINN: 2 eggjarauður 2 heil egg 125 g sykur 'A lítri rjómi 250 g rorömkúlur b) ÁVAXTASALAT: melónur jarðarber bláber appelsínur mangó líkjör Hesliíineíur Heslihneíur Hakkqðar Á.CVEIÍ | JJíornia rúsúiur Hesliímeíur jlögur f iaövnetukjarnar tátkostnjöl möndlur ' með hýSi xnbndlur "W afhjddar ifiotidliir / Hakkaöar l Bráðumkoma l blessuðjólin... VELJUM ÍSLENSKTI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.