Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Síða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 Maturogkökur Jólasælgæti Súkkulaðihúðaður appelsinubörkur er ódýrt sælgæti. Jólin eru hátíð fjölskyldunnar og ekkert er skemmtilegra en að sam- einast við konfektgerð. Best er að velja uppskriftimar með tilliti til þarfa og getu ailra fjölskyldumeð- lima. Heimalagað sælgæti þarf ekki að vera dýrt og það er smekkleg vinargjöf þegar búið er aö pakka því í fallega skreytta krukku. Súkkulaðihúðaður appelsínubörkur Þessi uppskrift er fremur ódýr og einföld en nýstárleg. 100 g appelsínubörkur 200 g sykur, 100 g suðusúkkulaði 1 tsk. parafinvax (fæst í lyfjabúð- um) Hreinsið hvítu himnuna innan úr berkinum og vigtið svo 100 grömm. Skerið börkinn í ræmur. Leggið í kalt vatn yfir nótt. Sjóðið þá appelsínubörk og sykur saman í potti við miðlungshita þar til vökvinn hefur gufað upp. Hrær- ið varlega í á meðan. Sjóðið síðan á hærri hita þar til appelsínubörk- urinn verður stökkur líkt og steikt- ur laukur. Dreifið úr ræmunum á ohubor- inn pappír eða plötu. Bræðið súkkuiaði og parafínvax- ið saman yfir vatnsbaði. Dýfið þá appelsínuræmunum ofan í og látið storkna. Geymist í þéttu boxi. Núggatbitar ca 50 stk. 250 g núggat 125 g súkkulaði, ljóst eða dökkt 100 g möndlur Hitið ofninn í 200”. Afhýöiö möndl- umar og skerið í femt. Setjið á bökunarplötu og bakiö þar tO þær em guUnar. Bræöið núggat og súkkulaði yfir vatnsbaði. Blandið ristuðum möndlum saman við. Skiptið blöndunni í lítil álform. Látið standa á köldum stað og geymið í loftþéttum boxum. Marengsbitar ca 80 stk. 5 dl sykur örlítið salt 1 tsk. edik 1 dl Ijóst síróp 1 dl vatn 3 eggjahvítur 150 g hakkaðar heslihnetur Blandið saman sykri, salti, ediki, sírópi og vatni í pott. Sjóðið í u.þ.b. 15 mínútur. Stífþeytið eggjahvít- umar. HeUið sykurleginum saman við eggjahvítumar. Þeytið vel í 5 mínútur þar til massinn er orðinn þykkur og seigur. Hrærið hnetun- um saman við en geymið slatta til skreytingar. Skiptið í lítíl álform og stráið „ hnetum yfir. Látið stífna á köldum stað og geymið í þéttu boxi. Makkarónubitar 500 g kransakökumassi 80 g sykur 2 eggjahvítur 100 g suðusúkkulaði Rífiö kransakökumassann og hrærið saman við sykur og eggja- hvítu. Setjið í toppum á bökunar- plötu klædda bökunarpappír og bakið við 200” í 8 til 10 mínútur þar tU bitamir eru ljósgullnir. Kæhð og þekið botnana með súkkulaöi. Látið stífna og geymið. Púnsbollur ca. 20 stk. 100 g suðusúkkulaði 1 msk. smjör 1 eggjarauða 300 g flórsykur 1 tsk. rommessens 1 'h msk. mjólk súkkulaðigrjón eða skrautsykur Bræðið smjör og suðusúkkulaði í potti. Hrærið eggjarauðunni saman við ásamt flórsykri, rommessens og mjólk. Mótið kúlur og veltið upp úr súkkulaðigijónum (brúnurn skrautsykri). Geymið í kæh meðan kúlumar em að storkna svo að þær haldi sér. Geymist á köldum stað og undir þéttu loki. Mokkanúggat 300 g núggat 100 g suðusúkkulaði 'A msk. kaffi, sterkt 1 tsk. smjör 1 msk. koníak kökuskraut Bræðið súkkulaöið yfir vatnsbaði. Hrærið smjöri, kaffi og koníaki . saman við. Smyijið súkkulaðinu ofan á núggatstykkin. Dýfið súkkuiaðihUöinni í skrautsykur og skerið síðan í bita. Geymið í vel lokuðu íláti. Hnetubitar 175 g salthnetur 350 g sykur 4 msk. kalt vatn 3 msk. síróp 25 g snfiör Hitið ofninn í 150”. SkoUð saltið af hnetunum. Þurrkið þær vel og dreifið úr þeim á bökunarplötu. Ristið þær í ofninum við 200” í 15 mínútur og snúið einu sinni til tvisvar. Hitið sykur, vatn og síróp þar til sykurinn er bráðinn. Setjið þá smjöriö saman við og sjóðið þar til karameUan er seig. (Prófið með þvi aö setja nokkra dropa í kalt vatn. Þegar hægt er að móta úr þeim kúlu er sykurmassinn nægilega soðinn). Takið þá pottinn af hellunni og hrærið hnetunum snöggt og vel saman við. HeUið leginum á oUu- boma plötu og dreifið úr honum. Látið storkna. Skerið eða brjótið í bita þegar karameUan er nærri fullhörðnuð. Geymið undir þéttu loki. Koníakstoppar 200 g marsípan koníak eftir smekk kokteilber 100 g suðusúkkulaði 1 tsk. parafínvax flórsykur ef þarf Utaður skrautsykur Hnoðið koníakið í marsípaniö þar til bragðið er eins og ykkur Ukar. Bætið flórsykri saman við ef marsípanið er of Unt. Setjið kUpu af marsípani utan um kokteUber og mótið kúlur. Bræðið súkkulaði og parafínvax yfir vatnsbaði. Dýfið kúlunum í súkkulaðið og því næst í skraut- sykurinn. KæUð og geymið vel og gjaman í seUófanpappír. Krókantkúlur 25-30 stk. 150 g gróft hafrakex, 50 g smjör 1- 2 msk. kakó rifinn börkur af einni appelsínu 2- 3 msk. appelsínusafi hnetumulningar V Myljiö kexið mjög fint niður í mat- vinnsluvél. Blandið mjúku smjöri, kakói og appelsínuberki saman við. Hrærið appelsínusafanum saman við. Geymið deigið á köldum stað þar tíl það storknar. Mótið kúlur og veltið þeim upp úr hnetumuln- ingnum. Pakkið inn í seUófanpapp- ír og geymið á köldum stað. Sveskjukonfekt 200 g marsípan 250 g sveskjur 1 eggjahvíta 2 msk. romm 200 g suðusúkkulaði 2 tsk. parafínvax litaður skrautsykur Rífið marsípanið gróft niður. Hakk- ið sveskjurnar. Blandið saman marsípani, sveskjum, eggjahvítu og rommi. Setjið í htið álform. Bræðið súkkulaði og parafínvax saman yfir vatnsbaði. Smyijið súkkuiaði á topp hvers bita og skreytið með skrautsykri. Geymist á köldum stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.