Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Síða 5
J-
I MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993
21
Matur og kökur
Glassering fyrir reykt kjöt
-hamborgarhrygg og -læri og london lamb
Matreiðslumennirnir á Hótel
Holti gefa hér uppskrift aö glasser-
ingu sem hentar öllu reyktu kjöti,
það er hamborgarhrygg, hamhorg-
arlæri og london lambi.
Hlutföll fyrir ca 2 kg
5 msk. sykur, hvítur
1 msk. tómatsósa
1 msk. sinnep
'A bolh rjómi
smjörklípa
ögn af rauðvíni ef til er
Brúnið sykurinn á pönnu þar til
hann byijar að krauma. Hrærið vel
í á meðan með sleif. Setjið smjör-
khpuna út í og látið bráðna. Hrær-
ið saman rjóma, tómatsósu og sinn-
epi og setjið í sykurinn. Látið sjóða
rólega þar th allt hefur samlagast
vel og er orðið hæíilega þykkt.
Hehið yfir kjötið þegar það er steikt
í ofninum og ausið yfir öðru hvoru.
Suða og steiking
Hér er aöferð sem kalla má
þumalputtareglu. Uppgefinn suðu-
tími hér gildir sama hvað kjöt-
stykkið er þungt.
Suða: Glassering
í ofni:
Hamborgarh.: 40 mín. 10-15 mín.
Londoniamb: 50 mín. 10-15 min.
Hamborgarl.: 3-3 'A klst. 20-
30 mín.
Laufabrauð
-ómissandi á jólaboröiö
Þeir sem ahst hafa upp við laufa-
brauð geta ekki hugsað sér jóhn án
þeirra. Síðan bakarar fóru að selja
útflattar og nærri tilbúnar kökur
hefur þessi siður breiðst út um land-
ið en áður var hann staðbuiidinn á
Norðurlandi.
Einföld laufa-
brauðsuppskrift
7 bohar hveiti
3 bohar hrísmjöl
11 sjóðandi mjólk
1 msk. sykur
'á msk. salt
Blandið þurrefnunum vel saman
og vætið í með mjólkinni. Varið ykk-
ur því mjólkin er heit. Hnoðið deigið
þar th það verður slétt og sprungu-
laust. Fletjið nú hluta af deiginu eins
þunnt og mögulegt er. Notið disk og
kleinujám eða pitsahjól th að skera
út kökurnar. Best er að fletja og
skera út aht deigiö en geyma verður
ósteiktar kökur undir rökum klút
eða laki svo þær þorni ekki.
Skerið nú mynstur í kökumar,
annaðhvort með laufabrauðsjárni
eða vasahníf. Þegar hnifur er ein-
göngu notaður er kakan brotin og
laufin skorin á ská. Skuröurinn er
hafður 1A-2 cm langur og 'A cm á
breidd. Síðan er brett upp á annaö
hvert lauf og endunum þrýst í kök-
una. Pikkið kökumar með gafih.
Laufabrauðið er ýmist steikt í tólg
sem er hin upprunalega aðferð eða í
ohu sem er betra ef manni hugnast
ekki tólgarbragðið. Steikið fyrst þá
lhið sem skurðurinn er á. Leggið
kökumar á eldhúspappír og léttan
hlemm yfir th að slétta úr þeim.
PIZZA & TOAST
LITU SÆLKERAOFNINN FRÁ
Splunkunýr sælkeraofn frá Dé
Longhi. Peir kalla hann "Pizza
& Toast". Lítill og nettur borð-
ofn sem getur alla skapaða
hluti. Steikir og grillar, ristar
brauð op bakar kökur. Og nú
getur þu bakað pizzu á ninn
eina sanna ítalska máta.
Ofninum fylgir sérhönnuð
leirplata (pizzasteinn) sem
iafnar hita og dregur ( sig raka.
Pú eldar, an fitu, pizzu og
kökur, kjöt, fisk o.fl.
PIZZA & TOAST
kostar aðeins
kr. 10.430,- stgr.
TILVALIN JÓLAGJÖF
TIL SÆLKERA
>Fanix
HÁTÚNI4A SÍMI (91)24420